Morgunblaðið - 09.12.1987, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987
39
Sovétríkin:
Einn af ritstjórum
Ogonjok staðinn
að heimildafölsun
Moskvu, Reuter.
EINN ritstjóra vikuritsins Ogon-
jok á á hættu að verða rekinn
eftir að upp komst að tölur, sem
hann birti í nýlegri grein í blað-
inu, voru uppspuni frá rótum.
Ogoitjok hefur verið einn ötulasti
málsvari „glasnost", þeirrar
stefnu sem kennd hefur verið við
opnari umræðu í Sovétríkjunum.
Ritstjóri erlendra frétta, Dmítríj
Biijúkov, skrifaði grein um skoðana-
könnun, sem hann sagði hafa verið
framkvæmda í borginni Novosíbírsk.
Samkvæmt meintri könnun áttu 30%
aðspurðra að styðja svonefnda um-
bótastefnu Kremlarbænda, 20%
lögðust gegn henni, en 50% stóð á
sama.
Biijúkov beislaði skáldfákinn svo
um munaði, því í greininni, sem birt-
ist fyrir tveimur vikum, sagði hann
að könnunin hefði verið gerð af sér-
fræðingum EKO, hagfræðitímarits,
sem gefið er út í tengslum við vísinda-
akademíuna. Við eftirgrennslan kom
hins vegar í ljós að ekki var flugufót-
ur fyrir þessu.
Blaðið baðst afsökunar á þessari
fölsun ritstjórans og sagði að hann
hefði fengið áminningu í flokksskír-
teini sitt. Það er alvarlegasta
áminning kommúnistaflokksins, þeg-
ar brottvikning er undanskilin. Þá
mun mjög vafasamt að hann haldi
starfí sínu, en málið þótti enn alvar-
legra en ella þar, sem greinin birtist
í U.S. News and World Report í októ-
ber sl.
Vilja loka Krisljaníu
Kaupmannahöfn, Reuter.
DANSKA stjórnin hefur í hyggju
að loka „frírikinu" Kristjaníu.
Telur stjórnin að ástandið þar sé
orðið það slæmt að ekki sé verj-
andi að fólk búi við slíkar aðstæð-
ur.
Að sögn stjómarmeðlima er Kristj-
anía sælureitur eiturlyfjasala,
glæpamanna og skattsvikara.
„Astandið er hræðilegt," sagði varn-
armálaráðherra Danmerkur, Johan
Collet, nýverið á þingi. „Þéssi félags-
lega tilraun hefur mistekist. Morð,
ofbeldi, eiturlyfjaviðskipti og önnur
lögleysa ræður ríkjum," bætti hann
við. Stjómarandstaðan er á móti því
að Kristjanía verði lögð niður og
hefur lagt til að staða „fríríkisins"
verði styrkt.
Þessar umræður um framtíð „frí-
ríkisins" em ekki nýjár af nálinni.
Eftir að Kristjanía var stofnuð fyrir
sextán árum hefur hún verið þymir
í augum margra sem telja hana lasta-
bæli. Upp á síðkastið hafa þær raddir
verið háværari sem vilja að Kristj-
anía verði lögð niður. Strætisvagna-
og sjúkrabifreiðastjórar neita að aka
þangað og nýverið fannst lík sem
múrað hafði verið í gólf.
Nú búa í Kristjaníu um 900
manns, þar á meðal eru margir sem
stunda atvinnu annars staðar en vilja
þó hvergi annars staðar búa en í
„fririkin". Segja íbúamir að vand-
ræðin stafi af utanaðkomandi fólki
og að fréttir af lifnaðarháttum íbúa
séu ýktar.
Þar fást fjarstýrðir bílar af öllum gerðum og í mörgum verðflokkum.
Jeppar — Pickup — Buggi — Ralll — og kappakstursbílar, með til-
heyrandi mótorum og fjarstýringu.
Bllstjórar frá 3ja til 95ára, jafnt próflausirog með próf akabílum frá
Tómstundahúsinu. Póstsendum — Góð aðkeyrsla, næg bilastæði.
LauffijMpRHÚ
SIÐHr
vegi
164
simi
21907
Tækið
sem kveður burt
„snjóinn“
Fyrir nokkrum árum innleiddi
JVC HQ myndbætirásirnar. Nú er
þriðja kynslóð HQ tækja frá JVC
komin og HR-D210, aðalmynd-
bandstæki JVC í ár, hefur ótrúleg
myndgæði.
• Gpplausn þess er 3,2 MHz, en
það samsvarar 256 láréttum lín-
um, sem er hæsti línufjöidi sem
mælst hefur í VHS frá upphafi.
JVC kynnir
Hátind VHS: HR-D210
Videobæklingar
á íslensku
• Besta fréttin er að upptökurnar með HR-D210 eru heiðskírar. VHS hönnuðurinn hefur afrekað að
búa til tæki sem endanlega kveður burt „snjóinn".
• Meðal eiginleika sem prýða HR-D210 er skráleitarkerfið Index Search System sem JVC hefur ný-
lega gert að VHS staðli, en með því er leitun á myndböndum gerð mun þægilegri.
• Með HR-D210 fylgir líka 6 síðna bæklingur með ítarlegum leiðbeiningum á íslensku.
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar
um HR-D210 eða önnur tæki frá
JVC, hafðu þá samband og við
sendum þér nýja JVC video-
bæklinginn, sem er á íslensku.
Tæknilegir yfirburðir og öryggið sem fylgir JVC gerir HR-D210
að einu mest eftirsótta myndbandstækinu í dag.
Verð kr.41.700 stgr. kjör við allra hæfi
HR-D210 og önnur JVC myndbandstæki fást í Reykjavík hjá ^KAUPSTAÐ ÍMJÓDD
og Leysi Nóatúni auk Faco. Og úti á landi hjá hinum fjölmörgu JVC umboðsaðilum.
JVC
FACO
Laugavegi 89 © 91-13008