Morgunblaðið - 09.12.1987, Síða 45
Guðmundur H. Garðarsson
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987
45
Kvótinn næg byrði þó
ekki komi til kvótaskattur
Verzlun sem þekkist ekki meðal siðmenntaðra þjóða,
sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson
Rúmur tugur þigmanna tók til
máls við framhalds-fyrstu um-
ræðu frumvarps um stjórn
fiskveiða 1988-1991 í efri deild
Alþingis í gær. Hér verður getið
örfárra efnisatriða úr ræðum
þeirra.
Reiknað í hlýju
hitaveitunnar
Guðmundur H. Garðarsson
(S/Rvk) sagði að lög um stjórn fisk-
veiða árið 1983 hafi verið byggð á
mati fiskifræðinga, þessefnis, að
helztu nytjafiskar á Islandsmiðum
væru í hættu vegna ofveiði. Þá
stóðu íslendingar í fyrsta skipti
frammi fyrir þeirri staðreynd og
þeim vanda, að*það varð að tak-
marka frelsi manna til að sækja
björg í bú úr greipum Ægis. Fram
að þeim tíma hafði ríkt ótakmarkað
athafnafrelsi í fiskveiðum lands-
manna.
Guðmundur lagði áherzlu á að
fiskveiðar væru áhættusamur at-
vinnuvegur, afkoma ótrygg og háð
veðurfari og breytilegum aðstæðum
í lífríki sjávar. Engin atvinnustétt
starfi við hliðstæð skilyrði og sjó-
menn á hafi úti við ófyrirséð
veðurskilyrði. Þetta skyldu menn
hafa ríkt í huga, sagði þingmaður-
inn, ekki sízt þeir, sem sitja í
hlýjunni og reikna sér og þjóðarbú-
inu hundruð milljóna króna tekjur
í hugsanlegum kvótaskatti.
Það er auðvelt að setja lög og
relgur. Það er auðvelt að búa til
reiknilíkön, tölvurit, töflur og dæmi.
Það er auðvelt að gera sér upp
ímyndaða veröld. Þetta auðveldar
okkur með vissum hætti að sjá
umhverfið svo, að ákveðinn raun-
veruleiki hverfur, eða verður ekki
jafn áþreifanlegur og ella. En ég
legg áherzlu á, sagði þingmaðurinn,
að það er nóg að skammta útgerð-
ar- og sjómönnum takmarkaðan
veiðikvóta, þótt þeir séu ekki einnig
skattlagðir sérstaklega.
Það eru miklar annir á Al-
þingi og fara vaxandi fram að
starfshléi yfir jól og áramót,
sagði Ólafur G. Einarsson,
formaður þingflokks sjálfstæð-
ismanna, við blaðamann
Morgunblaðsins. Það er að vísu
ekkert nýtt að unnin sé nótt
með degi á síðustu þingvikum
fyrir jól, bætti hann við. Málin,
sem nú eru til meðferðar, eru
hinsvegar um margt ferskari
og hafa víðtækari áhrif út i
þjóðlifið en oftast áður.
Stærstu málin
Þau mál, sem upp úr rísa og
afgreiða þarf fyrir áramót, eru
þessi, að sögn þingflokksform-
annsins:
* 1) Fjárlög, sem stefnt er að að
afgreiða hallalaus.
* 2) Ijánsfjárlög, sem miða að því
að draga úr erlendum lántökum
ríkisins.
Kvótinn ekki hvetjandi
Guðmundur H. Garðarsson
sagði kvótann, veiðiskömmtun, ekki
hvetjandi. Sjálfstæðisflokkurinn er
flokkur athafnafrelsins og það er,
frá hans sjónarhóli séð, „algjör
neyðarráðstöfun að þurfa að taka
þátt í setningu laga, sem fela í sér
skerðingu á athafnafrelsi manna".
Með tilliti til ástands fiskistofnanna
og óvéfengjanlegra raka vísinda-
manna okkar, hafi verið fallizt á
að frumvarp þetta um stjórnun fisk-
veiða 1988-1991 yrði lagt fram á
Alþingi til umræðu og afgreiðslu
fyrir næstu áramót. Flokkurinn
leggi hinsvegar áherzlu á það „að
svo fljótt sem unnt er verði reynt
að þróa sig út úr kvótakerfi í fisk-
veiðum“.
Guðmundur sagði það skoðun
margra, m.a. sjálfstæðismanna, að
gildistími sá sem frumvarpið gerði
ráð fyrir (4 ár) væri of langur.
Fagna bæri á hinn bóginn ákvæði
til bráðabirgða um að nefnd þing-
flokka og hagsmunaaðila í sjávarút-
vegi undirbúi tillögur um
fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar að
loknum gildistíma laganna, og til-
breytinga á lögunum á gildistíma
þeirra, eftir því sem tilefni verður
til. Nefndin skal m.a. athuga til-
högun veiðiheimilda, sem ekki séu
bundnar við skip.
Gegn réttarvitund
almennings
Þorvaldur Garðar Krisljáns-
son (S/Vf) sagði kvótann fyrst
hafa verið settan til eins árs (1983)
í þeim yfirlýsta tilgangi að draga
saman þorskveiðar 1984. Árangur-
inn varð ekki sá sem að var stefnt.
Samt vóru kvótalögin framlengd. Á
þeim árum sem þessi skipan hefur
staðið hefur þorskveiðin numið um
250.000 tonnum umfram það sem
stjómvöld höfðu ákveðið. Kvótinn
hefur hamlað gegn minnkun fiski-
skipastólsins, sem sagður var of
stór, þar sem hverri fleytu er hald-
* 3) Ný tollskrá. Samræming og
lækkun tolla og afnám sex ann-
arra gjalda.
* 4) Staðgreiðslulög, en stað-
greiðsla skatta hefst á næsta ári.
* 5) Lög um tekju- og eignaskatt.
* 6) Söluskattslög, fækkun á
undanþágum og hert viðbrögð
gegn undandrætti.
* 7) Lög um virðisaukaskatt,
miðað við gildistöku 22% virðis-
aukaskatts 1989.
* 8) Lög um nýja verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga.
Þessi upptalning er ekki tæm-
andi, sagði Ólafur. Lögin um
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga verða „bandormur" og
spanna mörg svið: málefni fatl-
aðra, íþróttafélög, félagsheimili,
dagheimili, tónlistarskóla, að-
stöðu vatnsveitna, landshafnir,
tekjustofna sveitarfélaga og sitt-
hvað fleira.
ið á floti til að nýta kvótann. Flotinn
hefur þvert á móti stækkað og veiði-
geta hans vaxið stómm meir en
fyrir var séð.
Forsendurnar fyrir kvótanum em
brostnar, sagði þingmaðurinn.
Samt halda menn í hann sem aldrei
fyrr.
Þorvaldar vék að annmörkum
kvótakerfisins. Hann tiltók viðskipti
„sem eiga sér ekkert fordæmi með-
al siðmenntaðra þjóða, réttindi, sem
veitt em endurgjaldslaust með
stjómvaldsráðstöfunum, em gerð
að verzlunarvöm", bæði með sölu
kvóta og sölu kvótaskipa á upp-
sprengdu verði. „Réttarvitund
íslendinga þolir ekki slíka ráðstöfun
á almannaeign sem fiskurinn í sjón-
um er,“ sagði Þorvaldur Garðar.
Sjávarútvegurinn leitar ekki
lengur hagkvæmni að lögum fijáls
afyinnurekstrar. Kvótakerfið dreg-
ur úr þjóðhagslegri hagkvæmni
sjávarútvegsins. Dæmi: Hlutur
Vestfjarða í landsafla hefur minnk-
að. Þorskveiðin, sem undirstaða
sjávarútvegs í landshlutanum, hef-
ur minnkað úr 15-20% á kvótatíma-
bilinu. Hér er um að ræða það sem
sköpun ræður fyrir byggð í þessum
landshluta. Hér er um það að ræða
hvort hver landshluti eigi að fá að
njóta náttúmauðlinda sinna til að
tryggja sem bezt þjóðhagslega nýt-
ingu þeirra, en einmitt það er
jafnframt forsenda fyrir jafnvægi í
byggð landsins.
Þorvaldur taldi að ná mætti betri
árangri með því að binda aflatak-
markanir við fiskitegundir, teg-
undamark í stað aflamarks á hvert
skip. Framkvæmd slíkrar fiskveiði-
stefnu er tvíþætt. Annarsvegar með
sóknarstjómun, það er takmörkun
á veiðitíma, og hinsvegar með
skipastjórn, með takmörkun á
skipastólnum og sóknargetunni.
Bætt skrapdagakerf i
Júlíus Sólnes (B/Rn) sagði
Borgaraflokkinn andvígan því
skömmtunarkerfi, ríkisforsjá, í
Heimilisfriðurinn í
stjórnarráðinu
Miðað við ýmsar yfirlýsingar
þungavigtarmanna úr stjómar-
flokkunum fyrir fáum vikum er
ekki ólíklegt að fólk hafi haft efa-
semdir um samheldnina á stjóm-
arheimilinu og lífdaga ríkisstjóm-
arinnar, sagði Ólafur efnislega.
Það er heldur ekkert einsdæmi á
fyrsta ári ríkisstjómar, meðan
samstarfsaðilar em að stilla sam-
an strengi sína, að „samhljómur-
inn“ komi undarlega fyrir eym.
Og samstillingin er erfiðari eftir
því sem fleiri flokkar standa að
ríkisstjóm.
Stjómarflokkamir hafa hins-
vegar náð saman um flest ágrein-
ingsefnin, til dæmis bæði tekju-
og gjaldahlið fjárlagafmmvarps-
ins, stærsta verkefni Alþingis
fyrir jólin. Það er því ástæða til
bjartsýni um framhaldið, þótt
framundan sé ekki sléttur sjór.
Fmmvarp um fiskveiðistefnu hef-
ur á brattan að sækja, þó litlar
líkur standi til að hægt sé að
gera gmndvallarbreytingar á
kvótakerfinu nú, eins og allar
aðstæður era. Um þetta mál er
bæði skoðana- og áherzlumunur
innan og milli þingflokka. Það
verður þó. að leysa og afgreiða
fyrir hátíðir. Þar reynir á þegn-
skap bæði stjómar- og stjórnar-
andstöðuþingmanna.
stjómum fiskveiða, sem fylgt hafi
verið. Ekki sjaldnar en tuttugu sinn-
um í fmmvarpinu segir: ráðherra
ákveður..., ráðherra heimilar..., ráð-
herra setur reglugerð um... Miklu
einfaldara hefði verið að flytja
fmmvarp í tveim greinum: 1. grein:
Sjávarútvegsráðherra er einráður
um stjórn fiskveiða. 2. grein: Þessi
lög öðlast þegar gildi.
Forsaga kvótakerfis, sem upp var
tekið 1984, var meint ofveiði, sér-
staklega þorsks. Reynslan er
hinsvegar sú að á þeim fjómm
ámm, sem kvótinn hefur verið
reyndur, er nánast „búið að veiða
heilan árgang af þorski umfram það
sem fiskifræðingar hafa talið eðli-
legt“.
Skrapdagakerfið, sem hér var
fyrir kvóta, var ekki ágallalaust.
„En ég tel og það er stefna og skoð-
un Borgaraflokksins að skrapdaga-
kerfið hafi marga ótvíræða koSti.“
Þingmaðurinn lét að því liggja að'
með bættu skrapdagakerfi, sem
byggði á tiltækri reynslu, mætti ná
virkari fiskveiðistjórnun en nú er.
Breytt til bóta
Eiður Guðnason (A/Vl) sagði
fiskveiðistjómun, hvern veg sem
væri framkvæmd, ætíð ágreinings-
efni, fyrst og fremst vegna
hagsmunaárekstra.
Hann taldi Alþýðuflokkinn hafa
fengið fram breytingar á framvarpi
sjávarútvegsráðherra sem gerði það
ásættanlegt, þótt hann hefði kosið
sitthvað í því með öðmm hætti. Sem
dæmi um skilyrði Alþýðuflokks,
sem fallist hafi verið á, nefndi hann
fyrstu grein fmmvarpsins um að
fiskistofnamir „em sameign
íslenzku þjóðarinnar" og ákvæði til
bráðabirgða um endurskoðun fisk-
veiðistefnunnar.
Það er skylda Alþingis að ná
sáttum um fiskveiðistefnu áður en
starfstíma þess fyrir jól lýkur.
Verndarsjónarmið —
veiðistýring1
Karvel Pálmason (A/Vf) gagn-
rýndi harðlega bæði vinnubrögð við
undirbúning og framlagningu
kvótafmmvarpsins sem og efnisat-
riði þess.
Karvel sagði rökin, sem notuð
væm, verndarsjónarmið. En hvað
hefur gerzt? Á kvótatímabilinu hef-
ur þorskafli verið 30% meiri en talið
var að veiða mætti. Kerfíð hefur
bmgðizt.
Karvel sagði að hlutfall Vest-
fjarða í heildarþorskafla á kvóta-
tímabilinu hafa minnkað úr 18% í
14%. Fólk flytzt í burtu úr lands-
hiuta, sem gæti verið gnægtasvæði,
ef hann fengi að nýta sjávarauðlind
svo að segja við bæjardyr.
AlMflGI
Vötn og veiðistengur
Guðmundur Ágústsson (B/
Rvk) sagði m.a. að gæta þyrfti
þess þegar lög væm sett, að þau
væm í samræmi við önnur lög, sem
og stjórnarskrá. Hann vitnaði til
ákvæða í 3. grein fmmvarps sjávar-
útvegsráðherra, sem kveður á um
að enginn „má stunda eftirtaldar
veiðar... nema að fengnum sér-
stökum leyfum. Binda má úthlutun
leyfa og leyfín sjálf skilyrðum m.a.
um ... skip, er hafa áður stundað
tilteknar veiðar..
Þingmaðurinn spurði:
Hvað yrði sagt ef Alþingi setti
lög til vemdar vatnafiskum sem
bannaði veiði í viðkomandi vötnum
öðmm en þeim sem keypt hafí veiði-
stöng áður en að lögin vóm sett.
Mannréttindasjónarmið
Svavar Gestsson (Abl/Rvk)
vitnaði m.a. til Mannréttindadóm-
stóls Evrópu og máls Jóns Kristins-
sonar, Akureyri, þar sem sami aðili
rannsakaði mál og dæmdi f því.
Hann taldi fmmvarp sjávarútvegs-
ráðherra fela það í sér að sami
aðili hefði með höndum eftirlit,
rannsókn, úrskurð og aðför. Hann
spurði hvort ekki væri rétt að kveða
á um óháðan eftirlitsaðila, óháðan
rannsóknaraðila, óháðan úrskurð-
araðila, sem og að mál gangi síðan
til dómstóla, ef efni standi til.
Hallar á Suðurnes
Karl Steinar Guðnason (A/Rn)
taldi að hallað hafi vemlega á Suð-
umes varðandi úthald fiskiskipa-
stólsins. Á þeim ámm, sem hér
væri um fjallað, hafí skipastóll Suð-
umesja minnkað sem svari til 10-12
minni skuttogara. Hann sagði kerf-
ið þannig úr garði gert, að veiðiskip,
sem selt væri að sunnan og norður,
fengi aukinn kvóta við söluna.
Karl Steinar sagði ágreining í
öllum flokkum um skipulag veiði-
stjómunar, hvern veg skuli upp
byggt. Hinsvegar sé það skylda
þingsins að koma sér niður á skipu-
lag af þessu tagi áður en árið er á
enda. Menn verða að sættast á mál
af þessu tagi, sagði þingmaðurinn.
Lög um upptöku
ólöglegs sjávarafla
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, sagði í tilefni af
ræðu Svavars Gestssonar, að lög
um fiskveiðistefnu fjölluðu ekki um
það, er Svavar hafi gert að umtals-
efni, heldur önnur lög, það er lög
um upptöku ólöglegs sjávarafla frá
1976. Hann upplýsti að sjávarút-
vegsráðuneytið myndi taka þessi
rúmlega áratugsgömlu lög til end-
urskoðunar í ljósi reynslu og
breyttra viðhorfa, en það væri síðan
Alþingis að ákveða framhaldið.
Ráðherra sagði að samkvæmt
upplýsingum frá Fiskifélagi íslands
hefði hlutfall Vestfjarða í þorskafla
verið 14,5% 1982 en 16,1% 1986.
Þær tölur, sem hér hefðu verið
tíundaðar fyrr í umræðunni, væra
því rangar.
Fleiri þingmenn tóku til máls.
Annir á Alþingi:
Ferskar o g viða-
miklar breytingar
— segir Ólafur G. Einarsson