Morgunblaðið - 09.12.1987, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 09.12.1987, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 65 Þjonusta verði óháð búsetu Stykkishólmi. Sveitarstjórnamál voru mjög á dagskrá á aðalfundi Sambands sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi í Stykkishólmi um daginn. Aiyktað var þar meðal annars: Lýst ánægju með framkomnar tillögur nefnda ríkisins um sam- starf ríkis og sveitarfélaga. Bent á að til þess að það geti gengið vel verði að tryggja sveitarfélög- um nægilegt fjármagn til verk- efna. Þá var bent á mikilvægi þess að tryggja sem jafnasta þjónustu á sem flestum sviðum óháð búsetu. Sveitarfélögum verði gert kleift að halda uppi fullri þjónustu í mikil- vægustu málaflokkum, þá varar fundurinn við að færa allan kostnað tónlistarskóla yfir á sveitarfélögin. Þar eigi ríki og sveitarfélög að vinna saman. Fundurinn fagnaði úttekt þriggja manna nefndar SSV varðandi ijár- hagsstöðu sveitarfélaga vena fyrir- hugaðrar tilfærslu verkefna. Nauðsynlegt er að nefndin starfí áfram og leggi áherslu á eftirfar- andi: 1. Uppgjör ríkis við sveitarfélögin vegna sameiginlegra verkefna sem unnið er að eða lokið er og færast nú yfir á sveitarfélögin. 2. Tryggðar verði nýjar tekjur til að mæta þessum verkefnum. Skerðing á tekjum Jöfnunar- Varað við söluskatti á búvörur Stykkishóbni. UM byggðamál var mikið fjallað á aðalfundi sambands sveitarfé- laga á Vesturlandi, sem haldinn var í Stykkishóími. Sérstök nefnd skilaði áliti sem samþykkt var. Þar segfir meðal annars: Landbúnaður og sjávarútvegur eru undirstöðuatvinnugreinar þjóð- arinnar. Aðeins vegna verðmæt- anna sem þar er aflað er hægt að byggja upp fjölþættan iðnað og þjónustustarfsemi, sem veitir þó einkum atvinnutækifæri á höfuð- borgarsvæðinu. Vegna þess hve atvinnulíf er fá- breytt í dreifbýlinu fær fólk með sérmenntun ekki atvinnu þar við sitt hæfi. Miklir erfiðleikar steðja að land- búnaðinum. Því varar fundurinn við áformum ríkisstjómarinnar um að skera niður framlög til rannsókna og leiðbeininga í landbúnaði. Vegna þeirra búháttabreytinga, sem nú eiga sér stað, er brýnt að landbúnaðurinn njóti sérstaks stuðnings hins opinbera. Alvarlega er varað við að leggja söluskatt á búvörur sem myndi leiða til 10% samdráttar á sölu landbúnaðarvara og fækka enn ársverkum í land- búnaði. Sveitarfélög á Vesturlandi verða að gera allt sem hægt er til að spoma við þessari öfugþróun. Iðnaðinum á Vesturlandi þarf að skapa svipuð starfsskilyrði og á höfuðborgarsvæðinu, t.d. með jöfn- un orkukostnaðar. Varað er við niðurskurði ríkisframlaga til iðnráð- gjafar. Pagnað er stofnun Fjöl- brautaskóla Vesturlands sem getur orðið til að fækka þeim sem leita náms annars staðar. Loks benti fundurinn á að mikils- verður þáttur í að rétta hlut dreif- • býlisins er aukin valddreifing í þjóðfélaginu. — Arni 4. sjóðs verði afnumin og þaki létt af tekjum sjóðsins. 3. Sveitarfélögin ákveði innheimtu- prósentu útsvara. Endurskoðað verði 1990 hvernig framkvæmd tillagnanna hefir tekist. Þá mótmælti fundurinn ákvörðun félagsmálaráðherra um 6,7% innheimtu útsvara, þegar sveitarfélögin telji 7,5% algert lágmark. Þá fól fundurinn stjórn SSV að koma með tillögur um skipun héraðsnefnda á Vesturlandi fyrir 1. mars 1988. — Árni Ekkert um Breiðafjarðar- ferju í lánsfjáráætlun Stykkishólmi. Á AÐALFUNDI sambands sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi var talsvert rætt um Breiðafjarðarfeijuna, sérstak- lega með tilliti til þess að i lánsfjárlögum er ekki stafur um hvernig eigi að fjármagna hana. Urðu um þetta atriði nokkrar umræður. Eins og þegár hefir verið sagt frá í fréttum er búið að semja við Þorgeir og Ellert á Akranesi og Stykkishólmsbær hefir þegar hafið undirbúning að velja feijunni stað í höfninni. Sagði samgönguráðherra að þetta yrði rætt í ríkisstjórninni og taldi að erfitt væri að snúa til baka á þessu stigi málsins. Var að heyra á fundarmönnum að þeim þætti ekki gott að hafa farið af stað með loforð stjómvalda um stuðning sem svo allt í einu væri ekki fyrir hendi. Fréttaritari Morgunblaðsins ræddi þessi mál við nokkra fundar- manna og voru flestir sama sinnis og að framan er rætt. Þó benti einn á að Baldur hefði dugað vel, aldrei skilið farþega eftir svo vitað væri. Hann flytti 12 bíla en feij- unni væri ætlað að flytja 20 og með bættari vegum og svo ef væri farið að leggja veg yfír Gilsfjörð o.fl. staði gæti þörfin fyrir stóra feiju minnkað. — Arni M 113 Jt'bt /rU i 7 (<*< 0 ' t // /0 /y /2 ¥ u í it\/c1. Uf. /f&r'i/l/C '■■%/ /j* ' / f • //ý( r‘á ///*.< Un //Jy.fr/en //o — c . / /erUf-J rr—^r< ■ / //>''4 , • / /// «C ££, HVAÐ SKYWTTANGÁFI HAFA KEYPT í EYMUNDSSON FYRIR JÓUN1887?” Ldngafi hennar Nönnu hét Hannes Hafstein. Hann var ráöherra íslands og var fastur viöskiptavinur hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar á árum áöur. Heilli öld síöar á fjöldi manns enn erindi í verslun okkar, allan ársins hring. Ekkisístfyrirjólin. Viö bjóöum allar fáanlegar íslenskar bækur og pú finnur hvergi meira úrval afeldri bókum. Höfum einstakt úrval erlendra bóka á hagstæöu veröi. Vandaöar og skemmtilegar bækur sem hæfa vel til gjafa POG AUÐVITAÐ FÁST ALLAR JÓLABÆKURNAR HJÁ OKKUR. EYMUNDSSON BÓKSALARI Ær ’ÁR Austurstræti 18 • Nýjabæ, Eidistorgi 11 • Flugstöd Leifs Eiríkssonar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.