Morgunblaðið - 09.12.1987, Page 71

Morgunblaðið - 09.12.1987, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 De Palma segir félaga De Niro hvemig' hann skuli bera sig að við tökur á „Hinum vammlausu' Brian De Palma Einfarinn ítalski Brian De Palma hefur oft verið kallaður meistari hrollvekjunn- ar. Og það ekki að ástæðulausu, myndir á borð við „Scarface" og „Carrie" hafa fengið hárin á höfð- um bíógesta til að rísa og kaldan svita til að boga niður eftir bökum þeirra. Það vekur því væntanlega furðu margra að hann vinnur nú að gamanmynd með Danny De Vito sem nefnist „Wise Guys“ og að hans fyrsta_ mynd var einnig gam- anmynd. ',,Ég hef gert hrollvekjur í 10 ár og mér fannst kominn tími til að breyta til,“ segir Brian. Hann er fæddur árið 1941 og er af ítölsku bergi brotinn. Faðir hans var skurðlæknir og eldri bræður hans rafmagnsverkfræðingar. Brian litli varð því skiljanlega fyrir áhrifum frá þeim og hóf nám í eðl- is- og tölvufræði en þegar hann flutti til New York og kynntist lista- lífínu þar, lagði hann námið fljót- lega á hilluna, seldi tölvuna og keypti sér litla kvikmyndatökuvél. Eftir það var ekki aftur snúið og í dag er Brian einn af fremstu kvik- myndaleikstjórum Hollywood. Hann er einfari, býr með kaktusun- um sínum í villu með útsýni yfir Kyrrahafið þar sem honum gefst næði til að virða fyrir sér útsýnið, lesa og horfa á sjónvarp. „Ég hef mikla þörf fyrir að vera einn og þar sem ég get ekki rekið þá burt sem leita til mín, verð ég að láta mig hverfa annars lagið.“ „Hinir vammlausu" er fyrsta mynd Brians De Palma sem er að einhveiju leyti byggð á sannsögu- legum atburðum. „Mér hafa alltaf þótt bannárin spennandi, tímabil atvinnuleysis og þunglyndis og með A1 Capone drottnandi yfir áfengis- sölunni." En nú hefur Brian snúið sér að öðru. Um þessar mundir leggur hann stund á trúarlega list og ætlar sér að gera mynd sem fyall- ar um manninn og trúna. Honum fínnst lítið til um efnishyggju sam- landá sinna, segir þá of upptekna af því að lifa að eilífu. Þeir hætti að reykja og borði hollari mat, en hugsi nær eingöngu um peninga. Hann segist vilja gefa fólki trúna á eitthvað annað en efnisleg gæði, svo nú eru hrollvekjumar úr sög- unni, í bili. 71 UMBOÐSSALA Getum tekið til umboðssölu úrval vöruflokka. Póstkröfuþjónusta. Leitum tilboða. Fjölvangur, pósthólf 4346, tlx. 3000, símtex ÍS. Ný útgáfa á plötu, snældu og CD TÓNLEIKAR í íslensku óperunni föstudaginn 11.des.kl. 20.00 og laugardaginn 12. des. kl. 20.00. Auk Bubba koma fram: Ásgeir Jónsson Ásgeir Óskarsson Tómas Tómasson Karl Sighvatsson Þórður Árnason Forsala adgöngumiða grammJ Orö PIONEER HÁTALARAR COSPER Þú ert bjartsýnn. Hefurðu eki fylgst með því hvernig ástandið er í peningamálunum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.