Morgunblaðið - 02.03.1988, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988
Samstarfsnefnd ráðuneyta um fjölskyldumál:
Treysta þarf stöðu fjölskyldunnar
— með velferð barna fyrir augum
Víðtækt verksvið og
umfangsmikið starf
Eins og sjá má af þeim mála-
flokkum, sem hér voru upp taldir,
er verksvið nefndarinnar afar
víðfeðmt, sagði Inga Jóna. Við tók-
um fyrst fyrir skólamálaþáttinn.
Þar höfðum við í töluverðan sjóð
að sækja, þar sem er sú vinna sem
unnin hefur verið á liðnum árum á
vegum ráðuneytis menntamála.
Nefna má, svo dæmi sé tekið, nefnd
sem Salome Þorkelsdóttir alþingis-
maður stýrði og fjallaði um sam-
felldan skóladag og nefnd, sem
Bessí Jóhannsdóttir sagnfræðingur
leiddi, og fór ofan í framkvæmda-
hlið þeirra mála. Við settum okkur
í upphafi þá starfsreglu að nýta
eins og kostur væri þær rannsóknir
og gögn, sem fyrir liggja, en fara
ekki út í sjálfstæðar rannsóknir
nema þar sem á skorti upplýsingar.
Við lítum svo á að það sé æskilegt
að vinna fyrst úr könnunum, rann-
sóknum og gögnum, sem fyrir
liggja að stærstum hluta, og setja
fram tillögur til úrbóta, fram-
kvæmda- og kostnaðaráætlanir.
Skólamálin
Við höfum farið ofan í sauma á
flölþættum athugunum og upplýs-
ingum, sem fyrir liggja varðandi
skólamál og reynt að gera okkur
grein fyrir hugmyndum og leiðum
til úrbóta, bæði að því er fram-
kvæmd varðar og kostnað.
Við höfum, svo dæmi sé tekið,
leitað svara við spumingum eins
og þeim: hvað kostar að koma á
einsetnum skóla? — hvað kostai- að
koma á samfelldum skóladegi? í því
sambandi þarf að skoða aðbúnað
og húsakost skólanna, möguleika
fyrir nemendur til að neyta matar
— segir Inga Jóna Þórðardóttir, formaður nefndarinnar
ur í því sambandi er efling náms-
greinar í heimilisfræðum.
Við höfum einnig rætt um það,
hvemig er hægt að efla þátttöku
foreldra í skólastarfínu, þ.e. að efla
samstarf foreldra og skóla. Vaxandi
almennur áhugi er á slíku sam-
starfí, en máske hefur ekki tekizt
að gera farveg þessa samstarfs
nægilega greiðfæran. Bein þátttaka
foreldra með aðild að skólastjóm
hefur mjög komið til umræðu í
þessu sambandi.
Þá hefur nefndin fyallað nokkuð
um umferðaröryggismál að því er
varðar böm, vegferð þeirra milli
heimilis og skóla, sem og að öðru
leyti. Við munum leitast við að gera
tillögur í þessu efni.
Dagvistarmál
í dagvistarmálum stöndum við á
töluverðum tímamótum. Framund-
an er breytt verkaskipting ríkis og
sveitarfélaga. Því má þó ekki
gleyma, sem blasir raunar við þegar
horft er um öxl í dagvistarmálum,
að stærstur hluti þessa málaflokks
hefur lengi verið í höndum sveitar-
stjómarmanna.
Stofnkostnaður hefur til þessa
skipzt milli rikis og sveitarfélaga.
Þegar á heildina er litið, bæði stofn-
kostnað og rekstur, skiptir stofn-
kostnaðurinn mun minna máli en
rekstrarkostnaðurinn. Það er er
einkum og sér í lagi rekstrarkostn-
aðurinn sem sagt hefur til sín í
útgjöldum sveitarfélaganna, enda
kallar hann á mikið og vaxandi fjár-
magn. Rekstrarkostnaðurinn hefur
að hluta til verið greiddur af þeim,
er þjónustunnar njóta, en að öðru
leyti og langstærstum hluta hefur
hann fallið á sveitarfélögin.
í dag eru það svo til eingöngu
einstæðir foreldrar sem njóta dag-
vistar fyrir böm sín, það er að segja
í kerfi sveitarfélaganna. Um böm
hjóna gegnir öðm máli, jafnvel þó
að aðstæður, efnalegar eða annars
konar, skapi biýna þörf fyrir slíka
vistun. Böm giftra foreldra hafa
hinsvegar möguleika á ieikskóla-
plássum. Giftir foreldrar sækja
fyrst og fremst sína dagvistarþjón-
ustu til dagmæðra eða í einkarekn-
ar dagvistir.
Fjárhagslegar aðstæður fólks,
bæði einstæðra foreldra og hjóna,
em að sjálfsögðu mjög mismun-
andi. Þetta kerfi getur því leitt og
hefur leitt til nokkurs misréttis, þar
sem gift láglaunafólk hefur setið á
hakanum og hefur ekki notið þeirr-
Litlu jólin í grunnskólanum.
tíma — en meðan á hefðbundnum
vinnutíma stendur. Sumstaðar er
reyift að leysa þennan vanda, eink-
um hér í Reykjavík, með svokall-
aðri viðveru í skólum, sem er ágæt
lausn, a.m.k. til bráðabirgða, en
hinsvegar hlýtur það að vera keppi-
kefli að nýta þann tíma, sem böm-
in dvelja í skólanum, þannig að þau
fái meira út úr honum í sambandi
við nám sitt.
Svo virðist og sem foreldrar slitni
nokkuð úr tengslum við skólana,
þegar böm komast á unglingsár,
og fylgist ekki nógu grannt með
skólastarfínu. Hér kemur til greina
að styrkja stöðu umsjónarkennara,
til að koma á betri tengslum að
þessu leyti, þannig að það sé ein-
hver einn kennari sem beri
„ábyrgð" á nemenda og hafi til
þess nægjanlega góðar aðstæður.
Þetta á einkum við þegar náms-
greinum fjölgar og margir kennarar
koma við kennslu hvers nemenda,
en enginn einn sérstaklega eins og
er í yngri bekkjunum.
Ennfremur má nefna þörf á að
í skólastarfí og námi sé þess gætt
frá fyrstu tfð að piltar og stúlkur
alist upp við að bæði kyn bera jafna
ábyrgð. Um foreldrahlutverk og
fjölskylduábyrgð verði því Qallað
út frá þessum forsendum. Einn lið-
Þorsteinn Pálsson, forsætis-
ráðherra, setti á laggir sam-
starfsnefnd ráðuneyta um fjöl-
skyldumál á síðastliðnu hausti.
Skipun nefndarinnar er í sam-
ræmi við ákvæði i starfsáætlun
rikisstjórnarinnar, sem fjalla um
markmið i fjölskyldu- og jafn-
réttismálum. Þar er það megin-
markmið sett að treysta stöðu
fjölskyldunnar með markvissri
fjölskyldustefnu, fyrst og fremst
með velferð barna fyrir augum.
Nefndinni var falið að gera
úttekt á og tillögur í ákveðnum
málaflokkum, sem varða fjöl-
skylduna: skólamálum, dagvist-
armálum, skattamálum, lífeyris-
og tryggingamálum og loks
sveiganlegum vinnutíma.
Áfangaskýrsla og fyrstu tillögur
nefndarinnar — um skólamál og
dagvistarmál — verða væntan-
lega lagðar fram síðla í marz-
mánuði. Stefnt er að þvi að
nefndin ljúki störfum fyrir haus-
tið.
Það er Inga Jóna Þórðardótt-
ir, viðskiptaf ræðingur, formaður
nefndarinnar, sem svo kemst að
orði þegar blaðamaður Morgun-
blaðsins spurði hana hvað liði
störfum nefndarinnar. Með
henni í fjölskyldunefndinni eru
Lára V. Júlíusdóttir, aðstoðar-
maður f élagsmálaráðherra,
Bessi Jóhannsdóttir, sagnfræð-
ingur fulltrúi menntamálaráð-
herra, Jóna Ósk Guðjónsdóttir,
bæjarfulltrúi fyrir fjármálaráð-
herra og Þrúður Helgadóttir,
verkstjóri fulltrúi heilbrigðis- og
tryggingaráðherra.
í skólunum og margt fleira. Þar
styðjumst við meðal annars starf
„aldamótanefndarinnar“, svoköll-
uðu, sem hefur að vísu ekki lokið
störfum að fullu, en við nýtum upp-
lýsingar frá henni og ennfremur
upplýsingar frá fræðsluumdæmun-
um.
Einnig höfum við stuðst við fróð-
lega könnun á viðhorfum kennara
til skólastarfs sem Þórólfur Þór-
lindsson, prófessor, gerði. Og skoð-
anakönnun, sem gerð var meðal
foreldra í Granda- og Árbæjar-
hverfum, áður en Grandaskóli og
Foldaskóli hófu störf.
Lengd skóladags er eitt af því
sem mikið hefur verið rætt sem
svar við vandamálum, sem verða
til þar sem báðir foreldrar vinna
úti. Skólatími bama á aldrinum 6
til 9 ára er tiltölulega skammur —
og þá koma upp vandamál varðandi
gæzlu þessara bama — utan skóla-
Inga Jóna Þórðardóttir, formað-
ur samstarfsnefndar ráðuneyta
um fjölskyldumál.
Samfelldur skóladagur, einsetinn skóli, viðvera í skólum, skólamáltí-
ðir, aðild foreldra að skólastjórnum og umferðaröryggi nemenda á
leið milli heimila og skóla eru meðal athugunarefna fjölskyldunefnd-
arinnar.
Eftirspum er meiri en framboð
þegar dagvistir baraa eiga í hlut.
ar fyrirgreiðslu — niðurgreiðslna —
sem kerfíð bíður upp á. Þegar rætt
er um kjör einstæðra foreldra má
ekki gleyma meðlagsgreiðslum og
hlut þeirra í framfærslu bama. Ég
dreg mjög í efa að upphæð meðlags-
greiðslna í dag sé í eðlilegu sam-
ræmi við framfærslukostnað og rétt
er að vekja athygli á því að ýmsar
1
#
§
M