Morgunblaðið - 02.03.1988, Síða 19

Morgunblaðið - 02.03.1988, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 19 þjónustugreiðslur, svo sem dagvist- argreiðslur, hafa löngum tekið mið af þeim. Hér er brýn þörf endur- skoðunar. Rekstrarkostnaður hvers dagheimilispláss var að meðaltali á sl. ári um 20 þúsund krónur á mánuði, en greiðsla í lægri gjald- ’ flokki er innan við 5 þúsund krón- ur, eða tæplega fjórðungur kostnað- ar. Einn aðalvandi dagvistarkerfis- ins í dag er skortur á starfsfólki, sem að hluta til tengist launamál- um. Að mínu viti er samband milli þessa og verðlagningar þjónustunn- ar. Við.verðum að vera raunsæ og horfast í augu við þetta — og þessi vandi verður aldrei leystur fyrr en gjaldskrár dagvistarstofnana taka meira mið af raunverulegum kostn- aði — og að niðurgreiðslur taki mið af efnahag fólks en ekki hvort for- eldrar eru giftir eða ekki. Ennfrem- ur þurfa dagvistarmál að vera meira til umíjöllunar í kjarasamningum. en verið hefur. Það er eftirtektar- vert hversu fátítt er að fyrirtæki reki dagvistarþjónustu á sama tíma og talið er sjálfsagt að menn hafí aðgang að mötuneyti. I starfsáætiun ríkisstjómarinnar er vikið að greiðslufyrirkomulagi dagvistar bama og að athugun á þvf, hvemig nýta megi bamabætur til að mæta þörfum foreldra. Þama er opnaður möguleiki á nýrri leið í þessum málum. Fyrirgreiðsla í þessu formi gerði foreldrum þá bet- ur kleift að mæta kostnaði vegna dagvistar og ákveða sjálfír hvar þeir kaupa slíka þjónustu. Við höfum einnig fjallað um menntunarmál uppeldisstétta, en skortur á menntuðu starfsfólki er tilfinnanlegur. Því miður er ekki útlit fyrir að úr rætist að þessu leyti á næstunni, ef tekið er mið af þeim fjölda sem nú er í Fósturskólanum. A liðnum árum hefur verið reynt að bæta úr með námskeiðum fyrir ófagiært aðstoðarfólk. Raunar er fjallað um það efni í Sóknarsamn- ingum. Rætt hefur verið um frek- ari menntun aðstoðarfólks og settar fram hugmyndir um nýja starfs- stétt, fóstruliða. Það væri þá á sinn hátt sambærilegt við það sem gerð- ist á sjúkrahúsunum þegar sjúkra- liðar fengu sitt verksvið, starfs- menntun og starfsheiti. Ég held að það sé full þörf á því skoða þessar hugmyndir betur til að tryggja eðli- legt streymi starfsfólks inn á þessar stofnanir. Nýta mætti flölbrauta- skólana i þessu sambandi. Þá mætti einnig nýta betur þá starfsreynslu, sem fjöldi kvenna hefur af uppeldi eigin bama, t.d. með því að skapa þeim skilyrði — með námskeiðum — til vissra starfsréttinda. Skattamál Varðandi skattamálin þá er það grundvallarsjónarmið, að mínu viti, að ríkisvaldið og skattareglur séu hlutlausar gagnvart því, hver aflar teknanna, hvort það er karlinn eða konan. Við munum í þessu sam- bandi líta á persónuafslátt maka, sem í dag er ekki millifæranlegur nema að 8/io hlutum og erfítt er að sjá hvaða rök eru þar að baki. Þá verður og skoðað hvort jafnrétti sé varðandi eignaskatt hjóna og áhrif lögskilnaðar á skattlagningu eigna. Ennfremur, hvort mögulegt er að taka tillit til þess í skattlagn- ingu heimilis, þegar unglingar dvelja lengi inn á heimilum, eftir að þeir eru orðnir sjálfstæðir skatt- þegnar, afla oft lítilla tekna og eru á framfæri foreldra meðan þau eru í námi. Lífeyris- og trygg- ingamál Ég tel einnig að huga verði vel að og taka á réttindamálum heima- vinnandi fólks, sem og lífeyrisrétt- indum maka. Hver er td. réttur maka við sambúðarslit eða skilnað varðandi þau lifeyrisréttindi sem orðið hafa til á sambúðartímanum, t.d. þar sem aðeins annar aðilinn hefur aflað tekna utan heimilis? Er ekki rétt að tryggja að lífeyrisrétt- indi séu sameign hjóna, en ekki séreign annars þeirra? Sá merki áfangi náðist f tíð Ragnhildar Helgadóttur sem heil- brigðis- og tryggingaráðherra, að fæðingarorlof var lengt upp í sex mánuði í áföngum. Þetta er að sjálf- sögðu merkt fjölskyldumál og þjón- ar fyrst og fremst þeim tilgangi að tryggja velferð bama. Enn sem komið er fer lítið fyrir því að feður nýti sér rétt sinn sem þeir hafa samkvæmt lögunum. Ástæða þess er að einhverju leyti tengd því launamisrétti kynjanna sem er í dag. En þetta breytist vonandi smám saman. Nauðsynlegt er og að huga að ýmsum tryggingarmálum heima- vinnandi, svo sem sjúkratrygging- um. Þar vil ég til dæmis nefna stöðu fjölskyldunnar og afkomuöryggi vegna langvarandi veikinda fyrir- vinnu. Sveigjanlegur vinnutími Ifyrir liggur stefnuyfírlýsing Ai- þingis varðandi sveigjanlegan vinnutíma í þingsályktun. Sam- kvæmt þessari ályktun ber ríkis- valdinu að stuðla að sveigjanlegum vinnutíma, þar sem honum verður við komið. Þá liggja og fyrir í þingtíðindum svör flármálaráðherra við fyrir- spum frá Salome Þorkelsdóttur um framkvæmd þessarar ályktunar. Sitthvað veldur því að fólk hefur ekki nýtt sér sveigjanlegan vinnu- tíma í ríkara mæli en raun ber vitni um. Til dæmis má nefna starfstíma dagvistarstofnana, þar sem sveigj- anleiki hefur ekki verið mikill. Þetta mun þó vera að breytast. Og tillög- ur nefndarinnar í dagvistarmálum munu einnig snerta þann þátt. Lífskjarakönnun Þegar komið var lyktum þessa viðtals spurði blaðamaður, hvort það hefði einhverja sérstaka þýð-, ingu eða merkingu að í samstarfs- nefnd ráðuneyta um fjölskyldumál eru fímm konur en enginn karl. Það vekur alla jafna ekki at- hygli þegar ríkisstjómin skipar nefnd þar sem karlar einir sitja. í þessu tilviki er um tilviljun að ræða þar sem nefndin er skipuð sam- kvæmt tilnefningu ráðherranna. En ætli þetta sé ekki fyrirboði um það sem koma skal og menn verða að venjast, því að nefndir séu svo til eingöngu skipaðar konum. í dag þykir það ekki tiltökumál þegar ein- göngu karlar sitja í nefiidum, en sennilega er stutt í að sagt verður — og svo verður að hafa einn karl með! Samstarfsnefndin byggir og á könnunum og gagnasöfnun, sem fjölmargir aðilar, karlar sem konur, hafa að staðið, bæði innan ráðu- neyta og starfshópa um einstök atriði. Sigurður Snævarr, hagfræðing- ur, er starfsmaður samstarfsnefnd- ar ráðuneyta um fjölskyldumál. Hann á jafnframt sæti í nefnd á vegum forsætisráðuneytisins, sem nú er að hleypa af stokkunum viða- mikilli lífskjarakönnun, sem við munum hagnýta okkur. Þannig reynum við að starfa í tengslum við það sem annars staðar er gert og forðast tvíverknað eftir mætti. Starf okkar felst því að drjúgum hluta í því að vinna úr og samhæfa niðurstöður, sem fjölmargir aðilar hafa unnið að. Við skilum sem fyrr segir álits- gerð og tillögum um tvo fyrstu málaflokkanna síðla í marzmánuði en um hina þijá málaflokkanna seinni hluta sumars. Ég vona að okkar innlegg geti verið framkvæmdatillögur og kostnaðaráætlanir — og komið til ákvörðunar í tengslum við fjárlaga- gerð fyrir komandi ár. Þær munu og ná til breytinga á ýmsum við- komandi lögum. Að hluta til verða þær síðan tillögur um, hvem veg skuli staðið að frekari könnun og þróun í þessum þýðingarmikla málaflokki, sem varðar stöðu fjöl- skyldunnar í samfélaginu, jafnrétti fólks og velferð bama og unglinga. kleift aö íesta^agQDah0 K12 býður upp á réttu > óþartlega stort. Sop hver|um og einum. SÓDhoKÍ^simSerfií l^fotlítiö^Wofstör^^ Bjóðum míkiö úrval vandaðra símkerf a og símstöftva i öllum stærðum og gerdum . Hátalari og hringing án .&s&~g2%r kertinu gangandiþra W Fjöidi'annarra möguleika sem vert er aö kynna sér hjá sölumönnum okk®r'.,boö , Skjásímar, er syna skilabo . SS?ííSS5S*?'-ni umogeinnibæiarlinu milli innanhússlina. Sopho K1 Litiö en öflugt _______________ Lítið en öflugt-----^lknfetd^g'it'' Wrirtæki’ möguleikasemstæmuy boöiö hingað til. JBI IX UÓSRITUNARVÉLAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.