Morgunblaðið - 02.03.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 02.03.1988, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 Rodolpho (Skúli Gautason), Katrin (Erla Ruth Harðardóttir), Marco (Jón Benónýsson), Eddie (Þráinn Karlsson) og Beatrice (Sunna Borg). Leikið á geysilega við- kvæmar tilfinningar Morgunblaðið/Guðmundur Svansson Theodór Júliusson er leikstjóri i sviðssetningxi Leikfélags Akur- eyrar á Horft af brúnni. Hann hefur um árabil verið fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar en var á siðasta ári í námsdvöl í Lundúnum. Hann hefur stýrt allmörgum sýningum hjá áhuga- leikfélögum á Norðurlandi, en hefur hann áður verið leikstjóri hér i Samkomuhúsinu? Jú, reyndar setti ég upp Kard- imommubæinn héma, en þetta er fyrsta, við skulum segja stóra sýn- ingin sem ég set upp hjá L.A. Þetta er ákaflega spennandi viðfangsefni og ég hef haft allgóðan tíma til að undirbúa verkið. Eg vissi það í júlí á síðasta sumri að ég ætti að vinna þetta verk. Spennandi er það vegna þess að leikrit Arthurs Miller eru svo stórbrotin viðfangsefni. En ég verð að segja það hér að ég hefði aldrei farið út í þetta ef ég hefði ekki vitað að aðalleikarinn, Þráinn Karlsson, treysti mér til þess. Full- komið gagnkvæmt traust leikara og leikstjóra er því nauðsynlegra sem viðfangsefnin em erfíðari. En þó að þetta sé gaman, að setja annað slagið upp góð leikrit með góðu fólki, þá er ég ekkert að hlaupa burt af sviðinu. Eg er fyrst og fremst leikari sem fæ þetta Leikstjórinn, Theodór Júlíusson. gullna tækifæri til að breyta til. Eitt af því skemmtilega við þetta ævintýri allt er að sýningin er öll heimagerð. Leikstjóm, iýsing, sviðsmynd og búningar, allt unnið af heimamönnum. Það væri gaman ef Leikfélagið hefði þá stefnu að setja upp eina sýningu eða svo á ári án þess að þurfa að leita suður eða til annarra landa að lykilmönn- um. Þá gætu líka fleiri leikarar fengið að spreyta sig eins og ég nuna. Nú er þetta margslungið verk, en á hvað Ieggur þú, leikstjórinn, megináherslu? Sjáðu nú til. Höfundurinn segir sögu af fólki í Brooklyn, fólki sem hann þekkti sjálfur. Hann dregur upp mjmd af innflytjendum á McCarthytímanum, átakanlega mynd með víðtækri pólitískri Ástir mannsins og æra Leikfélag Akureyrar sýnir Horft af brúnni eftir Arthur Miller Sviðið er gata í hafnahverfi New York borgar. Við sjáum hús hafnarvprkamanng, skyggnumst inn í stofu hans, málaða dökkum, drungalegum litum. Yfir húsinu er brú. Stálgrindur og kranar umkringja sviðið. Þetta er margslungin sviðsmynd og með ljósum er hún gerð enn fjölskrúð- ugri. Þetta er í stuttu máli um- gerðin sem búin hefur verið stór- leiknum Horft af brúnni eftir Arthur Miller, sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir föstudag- inn 4. mars. Það er ekki á hveiju ári sem ís- lendingum gefst kostur á að sjá einhvem af stórleikjum bandaríska leikritaskáldsins Arthurs Miller. Nokkur leikrita hans hafa verið flutt í útvarpi en af sviðsverkum höfundar eru hér trúlega kunnust Allir synir mínir, Sölumaður deyr, Eftir syndafallið og það sem Leik- félag Akureyrar ræðst nú í að setja á svið, Horft af brúnni. Theodór Júlíusson er leikstjóri en þýðing leikritsins er eftir Jakob Benediktsson. Hið viðamikla svið og búningar eru verk Hallmundar Kristinssonar, sem oft hefur áður séð um sviðsmyndir fyrir félagið. Lýsingin er eftir Ingvar Bjömsson, en samspil sviðs og ljósa skiptir hér miklu máli og skapar leikverkinu magnaða umgerð. Allmargir leikendur koma á svið í Horft af brúnni, en aðalhlutverk- ið, hafnarverkamanninn Eddie Car- bone, sem eins og nafnið gefur til kynna er af ítölskum ættum, leikur Þráinn Karlsson, og konu hans, Beatrice, sömuleiðis af ítölsku bergi brotna, leikur Sunna Borg. Katrínu, systurdóttur Beatrice, leikur Erla Ruth Harðardóttir. ítalana Marco og Rodolpho, sem komnir em til Bandaríkjanna án tilskilinna leyfa, leika þeir Jón Benónýsson og Skúli Gautason. Marinó Þorsteinsson leikur lögmanninn Alfieri, sem er eins konar tengiliður eða sögumað- ur í verkinu. Auk þessara em átta Ieikarar í tólf smærri hlutverkum. Arthur Miller fæddist í Harlem árið 1915. Foreldrar hans vora vel stæðir Gyðingar sem flust höfðu til Bandaríkjanna frá Austurríki, og á unglingsámm Arthurs, um það bil sem kreppan skall á, flutti íjölskyld- an til Brooklyn. Fjölmörg leikrita Millers eiga rætur sínar að rekja til þess umhverfis og þeirra tíma. Hann hóf ungur að fást við leikrita- gerð, slapp við að fara í herinn vegna gamalla fótmeiðsla, og gat því helgað sig þessu hugarfóstri sínu á stríðsámnum. Meðal annars samdi hann nokkur útvarpsleikrit, sem vom ekki nein stórvirki, en í þeim tók hann þó að gæla við ýms- ar hugmyndir sem hann tók síðan fyrir og vann frekar úr í stóm sviðs- verkunum. Meðal annarra var leik- ritið sem hét því furðulega nafni Kisulóran og pípulagningameistar- inn, sem var maður. Þar segir ein persónan eitthvað á þessa leið: „Það einasta sem maðurinn óttast, fyrir utan það að deyja, er að hann missi mannorð sitt. Þá finnst honum hann vera vondur, vinur minn, einskis Þráinn Karlsson fer með hlut- verk Eddie Carbone i Horft af brúnni. Þráinn hefur iðulega far- ið með stór hlutverk á sviði, enda einn reyndastí leikari hjá Leik- félagi Akureyrar. En hvernig hefur honum gengið glíman við italskan innflytjanda, hafnar- verkamann í Brooklyn? Þetta hefur verið slungið og raunar lá ekkert ljóst fyrir í upphafi. Þó að Miller sé hér að ijalla um ákveðna tegund fólks þá er þetta ekkert hvunndagsfólk, tilfinningalega séð, og ekkert yfírstéttarfólk heldur. Mér fínnst Eddie slungin persóna og ég reyni að tileinka mér það, án þess þó að vera neinn sérfræð- ingur í því. Maður nálgast þetta svona í gegnum textann og hann er margbrotinn. Það em svo mikil hvörf í hugsuninni, bæði stríð og virði, og eina leiðin til að hann öð- list sjálfsvirðingu á ný er að ein- hver komi til hans og segi honum að hann sé góður strákur." Heiður og mannorð em lykilatriði í Horft af brúnni. Hér er íjallað um þetta í tengslum við innflytjenda- vandamálið á einhveiju átakanleg- asta skeiði í sögu Bandaríkjanna, McCarthytímanum. Miller bjó að því sjálfur að vera af útlendu bergi brotinn og það fór ekkert dult að mönnum var stórlega refsað fyrir þann glæp að vita og gera eitthvað sem óameríska nefndin ákvað að ekki mætti. Eddie Carbone er inn- flytjandi og lendir í því að velja á milli erfiðra kosta, að leyna laumu- gestum í húsi sínu eða segja til þeirra. Það kostar sálarstríð. En Horft af brúnni íjallar ekki ein- vörðungu um þetta heldur einnig um viðkvæm heimilis- og tilfinn- ingamál. Þegar þau bætast ofan á tíð. Til dæmis er sjaldgæft að Ekidie svari beinlínis spumingu sem að honum er beint. Það er ekki svo einfalt. En með því að rýna í text- ann, með góðri leikstjóm og per- sónulegri upplifun á æfingunum hefur þessi persóna mótast með mér. Ert þú þá búinn að móta per- sónuna að einhveiju leyti áður en æfingar hefjast? Nei, ég rejmi að forðast að búa persónuna til fyrirfram. Hún verður til á löngum tíma á æfingum, mót- ast smám saman eftir þvf andrúms- lofti sem skapast á æfingum hveiju sinni. Maður fer ekki svo glatt nið- ur í skúffu eftir karakter eins og Eddie Carbone. Hann verður að verða til sem hluti af heildinni, hópnum. Það hlýtur að vera spennandi „Maður fer ekki niður í skúffu eftír svona manngerð“ Erla Ruth Harðardóttir og Þrá- inn Karlsson í hlutverkum sínum. aðra baráttu Eddie Carbone fyrir tilvist sinni og heiðri, hlýtur að draga til tíðinda. Upphaflega (1955) var Horft af brúnni sjónleikur í einum þætti, en þó í fullri kvöldsýningarlengd. Or- sökina sagði höfundur einfaldlega þá að þrátt fyrir ýtarlega leit hefði sér ekki tekist að finna neinn þann stað í verkinu þar sem klippa mætti það í sundur. Þegar leikritið var sett á svið í Lundúnum, ári síðar eða svo, breyttist þetta og síðar hefur það verið sett upp á þann hátt. Af einhveijum sökum hefur höfundurinn jafnan hrifist meira af sýningum á Horft af brúnni utan Bandaríkjanna, einkum Lundúna- sýningunni, enda segir hann að verklag og vinnubrögð hafi öll verið þar með öðrum hætti en vestra. Horft af brúnni er mikið átaka- verk en þó langt frá því að vera venjulegt vandamálaleikrit eða met- ið til svo og svo margra vasaklúta. Höfundur segir sjálfur á þessa leið: „Það er engin ástæða að gráta ör- lög Eiddys. Það er heldur ekki til- gangur leikritsins að baða áhorf- endur í tárum. Hins vegar er líklegt að áhorfendur geti borið saman gerðir Eddys og sjálfra sín. Ef við gerum það skiljum við okkur sjálf ef til vill ögn betur, ekki sem ein- mana sálir heldur mannverur sem eiga sér samfélag í fortíð og nútíð." Nú gefst leikhúsgestum færi á að sjá þetta stórbrotna verk á fjöl- um Samkomuhússins á Akureyri í meðförum Leikfélags Akureyrar. Frumsýning verður föstudaginn 4. mars. Ljjósm./Páll Þráinn Karlsson i hlutverki Eddie Carbone. fyrir sérhvem leikara að fá að ta- kast á við verk á borð við að leika Eddie Carbone. Sumir era svo láns- amir að ná broti af því. Við verðum að hafa í huga að Eddie er ekki nein einföld manngerð. Þegar á líður leikinn gengur hann til dæmis ekki heill til skógar. Þá er svo óskaplega margt sem hann á við að etja í einu: Astina, samviskubit, heiður sinn, réttlæti og ranglæti og hann verður raunar tilfínningalega raglaður á þessu öllu saman. Og þetta era bara dæmi um það sem hrærist í þessum eina manni. Það er þvi ekki furða þó að svona per- sóna sé að geijast í manni þó að maður sé kominn út úr leikhúsinu. En ef til vill er vandinn mestur að fara ekki yfir strikið, til dæmis með ofleik. Persónan verður að vera þannig að áhorfandinn trúi á hana. Ef það næst ekki er taflið tapað. Hvemig liður leikaranum i þessu hlutverki í samanburði við fyrri störf, ef svo má að orði komast? Svona spumingu er erfitt að svara, ekki sfst svona áður en frum- sýningin er afstaðin. Hitt vil ég að komi fram, að í þessu tilfelli styður leikmyndin sýninguna stórkostlega mikið og lýsingin vissulega líka og þar hafa þeir Hallmundur og Ingvar unnið mjög gott verk. Það get ég sagt um samanburðinn. Það er nefnilega alls ekki nóg að hafa leik- ara, hversu góðir sem þeir annars kunna að vera. Þetta væri allt ákaf- lega lítils virði ef við hefðum ekki umgerðina líka. Viðtal: Sv.Páll
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.