Morgunblaðið - 02.03.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988
23
skírskotun: Á ítalskur innflytjandi
að segja frá því að ítalir séu að
stelast inn í landið? Á Eddie að elska
náungann eða hugsa um eigið
skinn?
Það hefði verið auðvelt að draga
aðallega fram það pólitíska í verk-
inu, en ég hef forðast að láta aðalat-
riðið vera pólitík innflytjenda eða
pólitík Bandaríkjanna. Eg legg hins
vegar meiri áherslu á ástarsöguna
í leikritinu, því þetta er mikil ástar-
saga. Þama er fjallað um hina
leyndu ást mannsins, sem flestir fá
einhvem tíma að reyna, og það að
vera tilbúinn að fóma öllu til að
vemda þann sem manni þykir
vænst um af öllum. Ég veit ekki
hvort Eddie gerir sér nokkum tíma
grein fyrir því að samband hans
og Katrínar er miklu sterkara en
samband föður og dóttur. Ef til
vill er ástríða hans fyrst og fremst
að vilja varðveita og vemda hrein-
leikann og sakleysið sem hann sér
í henni. Allt um það er hér leikið á
geysilega viðkvæmar tilfínningar.
En svo er líka mikill húmor í þessu
verki, skondin fyrirbæri sem koma
fram í bland við alla alvöruna. Við
reynum að gera því skil líka.
Höfundur styðst við eigin reynslu
í mörgu. Það hefur til dæmis verið
á það bent að ástarsagan hér eigi
sér að einhveiju leyti samsvöran í
sambandi hans við Marilyn Monroe.
Rúmlega þrítugur Brooklyn-
leikur frá Bandaríkjunum, á
hann erindi við okkur hér og nú?
Svo sannarlega, svo sannarlega.
Það era ekki til mörg leikrit sem
era eins og verk Millers, verk sem
koma virkilega við kvikuna í áhorf-
andanum. Ef sýningin tekst á
áhorfandinn að geta hlegið bæði
og grátið. Hann hlýtur að verða
fyrir áhrifum. Og hann á að geta
gengið út úr leikhúsinu með eitt-
hvað verðmætt að hugsa um. Höf-
undurinn er að segja svo margt sem
skiptir máli. Og textinn er svo
sterkur, svo bjóðandi frá höfundar-
ins hendi, að það jafnast fátt á við
það. Það eitt væri nóg til að gera
það sjálfsagt að setja Miller á svið.
Miller verður alltaf sýndur, alls
staðar í heiminum. Það hefur til
dæmis sýnt sig með Horft af brúnni
að það hefur jafnan gengið betur
að setja það upp annars staðar en
í Bandaríkjunum. Þetta er raunar
alls ekki amerískt leikrit í sjálfu
sér. Efnið er svo algilt. Það má
segja að það sé allt að því tilviljun
að það er látið gerast í New York.
Og eitt enn. Það sem er svo sér-
kennilegt og skemmtilegt við allt
þetta er að það verður ekki hjá því
komist þegar þetta verk er unnið
að allir helli sér út i það af öllu
afli, allri sinni getu og tilfínningu.
Þess vegna er svo dýrmætt að fá
að stýra svona verki. Og ef dæmið
gengur upp á það ekki að láta neinn
ósnortinn.
Ef allt fer að vonum hjá okkur
hér, og ég hef ekki ástæðu til að
óttast annað, þá held ég að fólk
eigi að geta gengið ánægt út úr
leikhúsinu að sýningu lokinni. Þetta
leikrit getur gefið manni góða
kvöldstund, gefíð manni eitthvað
sem skiptir máli, en það skilur
mann ekki eftir tóman. Það ætti
að geta ómað innan í manni í tals-
verðan tíma á eftir.
Viðtal: SvPáll
■Hrttað gnidara
<■10101111
,ttn*fnaniu með l»un
imm,,
IjWnUun,
•imablllnu
kvittun
i||| hun er' Mlu samrasnii
1 I
l>SK 5.07 | D.
Frumrit
G'elðtlutkiti
GJALDDA9I
. FYRIR SKIL .
A STAÐGREÐSLUFE
Launagreiöendum ber að
skila afdreginni staðgreiðslu
af launum og reiknuðu endur-
gjaldi mánaðarlega. Ekki
skiptir máli í þessu sambandi
hversu oft í mánuði laun eru
greidd né hvort þau eru greidd
fyrirfram eða eftir á.
Gjalddagi skila er 1.
hvers mánaðar en eindagi
þann 15.
Með greiðslu skal fylgja grein-
argerð á sérstöku eyðublaði
„skilagrein". Skilagrein berað
skila, þó svo að engin stað-
greiðsla hafi verið dregin af í
mánuðinum.
Allar fjárhæðir skulu
vera í heilum krónum.
Allir launagreiðendur og sjálf-
stæðir rekstraraðilar eiga að
hafa fengið eyðublöð fyrir
skilagrein send. Þeir sem ein-
hverra hluta vegna hafa ekki
fengið þau snúi sér til skatt-
stjóra, ríkisskattstjóra, gjald-
heimtna eða innheimtumanna
ríkissjóðs.
-Gerið skil tímanlega
og forðist örtröð síðustu dagana.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Hvqð er Gucci að gera í 33000 fetum?
í tollfrjálsu versluninni um borð eru gjafasett og snyrtivörur frá Gucci, Cartier, Estee Lauder
og YSL ■ Silkislœður og silkibindi frá Chanel, Galimberti og Basile ■ Skartgripir frá
Pétri Tryggva og Peter Van Der Mark ■ Auk þess myndavélar, útvarpstœki,
barnaleikföng, ferðastraujárn, vekjaraklukkur, leðurvörur og fleira og fleira.