Morgunblaðið - 02.03.1988, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988
Finnland:
Koivisto tekur
við embætti á ný
Helsinki. Frá Lars Lundsten fréttaritara Morgunbladsins.
MAUNO Koivisto tók við emb-
ætti Finnlandsforseta til næstu
fjögurra ára í gær. Koivisto er
níundi maðurinn sem gegnir
forsetaembætti í Finnlandi og
er þetta annað kjörtímabil
hans. Hann er fyrsti forseti úr
röðum vinstri manna.
Koivisto hefur gegnt embætti
forseta frá árinu 1982 er hann var
kjörinn í fyrsta sinn. Hefur vald-
atíð hans einkennst af efnahags-
legri grósku og stöðugleika. Er
talið að hann hafí reynt að auka
þingræði. Stjómarsamstarf ár-
anna 1983-1987 er hið lengsta í
fínnskri stjómmálasögu. Koivisto
er einnig talinn hafa brotið blað í
fínnskri stjómmálasögu er honum
tókst að koma á samsteypustjóm
miðflokks og jafnaðarmanna.
Koivisto sat í tveimur ríkis-
stjómum í forsetatíð Kekkonens.
Hann tók við forsetaembætti í
veikindum Kekkonens árið 1981
en hlaut kosningu í febrúar 1982.
Hann nýtur mikilla vinsælda með-
al þjóðarinnar og sem merki um
það er að þrátt fyrir minnkandi
fylgi vinstri flokkanna hefur fylgi
við hann ekki minnkað.
Lúxemborg:
Neyðar-
ástand
íSenegal
í kosningum í
Senegal á sunnu-
dagvann Abdou
Diouf forseti mik-
inn sigur. Leið-
togar stjórnarand-
stöðunnar sem
staddir eru í
Frakklandi en
Senegal var áður
frönsk nýlenda
segja að ekki sé
mark á niðurstöð-
unni takandi
vegna kosningas-
vindls. Forsetinn
hefur lýst yf ir
neyðarástandi í
kjölfar kosning-
anna vegna mót-
mæla borgaranna.
Hér sést ungur
maður í höfuð-
borginni Dakar
forða sér er bryn-
varinn bOl nálgast.
RöUter
Greenpeace hótar Flug-
leiðum vegua hvalveiða
ZUrich, frá Önnu Bjaraadóttur, fréttaritara Morgunblaðains.
Mauno Koivisto
HERFERÐ Greenpeace í Lúx-
emborg gegn hvalveiðum ís-
Kína:
Fangelsaður fyrir
að fleka 16 konur
Peking. Reuter.
KÍNVERSKUR verkamaður var
í fyrradag dæmdur í íifstíðar-
fangelsi fyrir að fleka 16 konur
til samræðis við sig, að sögn
kfnverskra blaða.
Delu, en svo er hinn fertugi
verkamaður sagður heita, flaggaði
fölsuðum skjölum og þóttist vera
sonur háttsetts embættismanns er
hann tældi konumar til kynmaka.
Delu hóf iðju þessa í maí 1984
og fékk hann vilja sínum fram-
gengt ýmist í einum garði borgar-
innar, á sjúkrahúsi, í Menningar-
höll verkalýðsin8 eða öðrum opin-
berum byggingum. Hann var hand-
tekinn í júní í fyrra.
Að sögn lögreglu hafði Delu auk
þessa í frammi ósiðsamlegt athæfi
gagnvart fjölda kvenna. Aður en
hann var tekinn fastur starfaði
Delu í verksmiðju, sem framleiðir
tæki til námavinnslu.
lendinga hófst um helgina. Sam-
tökin hengdu upp fimmtíu aug-
lýsingaspjöld með myndum af
hval og textanum „The last
whale“ eða „Síðasti hvalurinn"
á við og dreif um höfuðborgina
og héldu blaðamannafund til að
vekja athygli á baráttumáli
sínu. „Lúxemborgarar borða
ekki mikið af íslenskum fiski
svo að við munum ekki leggja
til að þeir sniðgangi hann,“
sagði Roger Spautz, talsmaður
Greenpeace í Lúxemborg, í
samtali við Morgunblaðið. „En
við munum leggja til að þeir
eigi ekki viðskipti við Flugleiðir
í mótmælaskyni við hvalveiðar
íslendinga nema stjórnvöldum
þjóðarinnar snúist hugur og þau
banni veiðarnar."
Einar Aakrann, framkvæmda-
stjóri Flugleiða í Lúxemborg og
Viðræður Afgana og Pakistana hefjast í Genf í dag:
Látum af völdum ef
það stuðlar að friði
— segir utanrfldsráðherra Afganistans
Genf, Reuter.
LEIÐTOGAR stjórnvalda í
Afganistan eru reiðubúnir að
láta af völdum til að stuðla að
friði, að bví er Abdul Wakil
utanríkisráðherra Afganistans
sagði í gær. Sendiherra Afgan-
istans i Moskvu sagði vel koma
til greina að leiðtogar stjómar-
andstöðunnar fengju Forsætis-
ráðherraembættið i nýrri ríkis-
stjóra. Óbeinar friðarviðræður
milli Kabúl-stjómarinnar og
Pakistana hefjast í Genf í dag.
Deilur um samsetningu nýrrar
ríkisstjómar í Afganistan hafa
hindrað að hægt hafi verið að
undirrita friðarsamkomulag á veg-
um Sameinuðu þjóðanna í stríðinu
í Afganistan. Slíkt samkomulag
er að sögn Sovétmanna skilyrði
fyrir því að þeir fari á brott með
115.000 manna herlið sitt.
Skæruliðar sem barist hafa
gegn leppstjóm Sovétmanna í
Kabúl hafa neitað að taka þátt í
stjóm með núverandi leiðtogum.
Pakistanar sem styðja ckæruliða
segjast ekki reiðubúnir að semja
fyrr en búið sé að mynda bráða-
birgðastjóm í Kabúl. Sovétmenn
og Kabúl-stjómin vilja hins vegar
ekki blanda hugsanlegri nýrri
stjóm inn í viðræðumar við Pakist-
ani og segja slíkt einkamál Afg-
ana.
Reuter
Abdul Wakil, utanríkisráðherra
Afganistans
aðalræðismaður íslands, sagði að
Greenpeace hefði haft samband
við sig og sent sér mótmælabréf
gegn hvalveiðum. „Ég sendi þessi
gögn áfram til sendiherra íslands
í Briissel og greindi yfirmönnum
mínum hjá Flugleiðum frá mál-
inu,“ sagði hann. „Meira get ég
ekki gert að svo komnu máli.“
Hann sagðist ekki álíta að mót-
mælaaðgerðir Greenpeace myndu
hafa áhrif á viðskipti Flugleiða á
næstunni en sagðist óttast að þær
gætu komið óorði á fyrirtækið og
Island þegar til lengdar lætur ef
hvalveiðum yrði haldið áfram.
Greenpeace hyggst skipta um
auglýsingaspjöld eftir nokkra
daga og hengja þá upp spjöld með
myndum af dauðum hval og text-
anum: „Who killed the last whale?“
eða „Hver drap síðasta hvalinn?"
ísland verður væntanlega nefnt á
nafn á þriðja spjaldinu og Flugleið-
um blandað í málið á hinu fjórða.
„Við vitum ekki enn hvenær þriðju
og fjórðu spjöldin verða sett upp,“
sagði Spautz. „Það fer eftir við-
brögðum íslendinga við baráttu
okkar og viðræðum okkar við
Flugleiðir." Greenpeace vill að
Flugleiðir snúist á sveif með sér
og hvetji ríkisstjómina til að banna
hvalveiðar. Þá yrði fyrirtækið
nefnt í jákvæðum skilningi á aug-
lýsingaspjöldum samtakanna.
Spautz sagði að Greenpeace hygð-
ist senda upplýsingar inn á heim-
ili fólks ef auglýsingaherferðin
bæri engan árangur og hafa sam-
band við ferðaskrifstofur til að
þrýsta á Flugleiðir. „Við munum
benda fólki á að Flugleiðir eru
ekki lengur eina fyrirtækið sem
býður upp á ódýrar ferðir yfír
Norður-Atlantshafíð," sagði hann.
Greenpeace í Lúxemborg hefur
safíiað rúmlega 5.000 undirskrift-
um á móti hvalveiðum síðan í des-
ember. „Lúxemborgarar telja að
íslendingar eigi að fara eftir al-
þjóðasamþykktum eins og aðrar
þjóðir," sagði Spautz. „Hvalimir
tilheyra hvorki íslendingum né
Japönum heldur vistkerfi heimsins
alls og þessar tvær þjóðir mega
ekki útrýma þeim. ísland hefur
notið virðingar og vináttu í Lúx-
emborg hingað til en nafn þjóðar-
innar getur beðið hnekki ef hún
sér ekki að sér í hvalveiðimáium.“
Noregur:
Arsenik-
leki veldur
spjöllum á
lífríki
Óftló. Reuter.
200.000 lítrar af eitraðri arsen-
ikblöndu láku nýlega í Trana-
fjörð, sem er á vesturströnd
Noregs, og hefur þetta um-
hverfisslys þegar valdið mikl-
um spjöllum á íiífríki fjarðar-
ins, að því ar ialsmaður nor-
skra stjómvalda sagði í gær.
Gunnar Jordfald, talsmaður
mengunarvama norska ríkisins,
sagði, að arsenikbiandan, sem lak
úr leiðslum koksframleiðslufyrir-
tækis, hefði þegar drepið mestallt
lífríki Tranafjarðar og vera kynni,
að fyrirtækið yrði sótt til saka
fyrir vanrækslu. „Þetta er mesti
eiturefnaleki, sem ég hef nokkru
sinni heyrt um,“ sagði Jordfald.
„Við höfum miklar áhyggjur af
menguninni þama, enda þótt
mönnum stafí engin hætta af
henni.“
Talsmenn framleiðslufyrirtæk-
isins, Norsk koksverk, viðurkenna,
að lekinn hafí komið úr leiðslum
á þess vegum. Þeir segja, að
óhappið hafí orðið síðastliðinn
mánudag, þegar leiðsla gaf sig,
en vísa á bug, að um vanrækslu
hafí verið að ræða.