Morgunblaðið - 02.03.1988, Síða 44

Morgunblaðið - 02.03.1988, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 Minning: Hilmar Jósefsson frá Strandhöfn Fæddur 13. janúar 1896 Dáinn 6. september 1987 Hann dó inní haustið. Sofnaði eitt kvöldið og var látinn þegar að honum var komið um morguninn. Hvað væri sælla þreyttum manni að sofna til hvíldarinnar miklu eins og trúnað- arfullt bam sefur í fangi móður sinnar? Mér fannst það líka táknrænt að hann þessi mikli ræktunarmaður — maður gróðurmagns og moldar — skyldi fá hvfldina um haust þegar grös og blóm falla í dvala til þess að vakna síðar til nýs lífs. Hilmar Jósefsson, sem átti heima mestallan aldur sinn að Strandhöfn í Vopnafírði, fæddist að Hólmum í Vopnafírði. Þessi jörð hefur nú verið lögð undir kauptúnið Kolbeinstanga. Foreldrar hans voru hjónin Hildur Sigurðardóttir og Jósep Guðjónsson. Jósep var af hinni kunnu Skógaætt í Vopnafírði en Matthildur móðir Hildar var frá Nesi í Norðfírði og Sigurður faðir hennar var ættaður úr Skagafírði. Sigurður afí Hilmars var um tíma verzlunarstjóri fyrir Örum og Wulf á Kolbeinstanga. Það var einmitt í verzlunarhúsi þeirra sem Kristján Jónsson Fjallaskáld lést þegar Sig- urður var fyrir verzluninni, hann hafði skotið skjólshúsi yfír skáldið. Þegar Hilmar var fímm ára gam- all lést faðir hans. Hildur stóð nú uppi með þijú ung böm; Hilmar, Ingibjörgu og Signði, eitt bam hafði hún misst ungt og var vanfær að fímmta bami sínu. Bróðir Jósefs, Hjálmar Jósefsson, hafði flutzt til Vesturheims og bún- ast þar vel. Hann bauð nú ekkjunni til sín með allan bamahópinn. Hildur vissi vel að mörg böm sem lagt var af stað með á Vesturfaraskipunum, komust aldrei lifandi jrfir hafíð. Svo var það líka ekki fysilegur kostur fyrir vanfæra konu með smáböm að leggja uppí svo langa ferð. Hún fór því hvergi. Hildur var kona óvenjulegrar gerðar. Hún hafði notið þeirra forréttinda á þessum tfma að menntast. Faðir hennar kostaði hana á Kvennaskólann að Ytri-Ey hjá frú Ingibjörgu Briem. Sjálfsagt hafa námsgáfur hennar líka stuðlað að því að hún fékk að fara. Hún var kona skarpgreind, afburðadugleg og svo einstaklega vel af Guði gerð að fágætt verður að teljast. Allt þetta; greind hennar og dugn- aður og góð fjölskylda varð til þess að hún þurfti ekki að leysa upp heim- ilið og senda frá sér bömin, eins og títt var um margar ungar ekkjur á þessum tíma. Nokkru seinna giftist Hildur aftur og nú bróður Jósefs, Guðjóni Jósefs- syni, og þau bjuggu að Strandhöfn allan sinn búskap. Guðjón og Hildur eignuðust fjögur böm saman og misstu tvö böm. Það var því hjá þeim eins og svo mörgum öðrum hjónum með mikla ómegð, linnulaust strit. Þau voru hvorugt þeirrar gerðar að stritið smækkaði þau, Hildur var læs á útlend tungumál, las mikið, fylgdist vel með og heimilið var því rómað menningarheimili. Þó að bamafjöldinn hafí verið nokkur, a.m.k. fyrir þau hjón sem standa straum af vísitölufjölskyldu nú í dag, fór fjarri að þau væru neinir þiggjendur. Þvert á móti — fjöldi bama var alinn þama upp að meira eða minna lejiti, a.m.k. átta önnur böm hefur mér tekist að fá tölu á. Það myndi þykja ærin viðbót á hveiju heimili sem er. Svona heimili réttu alltaf hjálparhönd þar sem mesta þörfín var — verkuðu betur en nokkrar stofnanir fyrir munaðar- laus böm — og allt gert af hávaða- lausum kærleika sem einkennir slíkt fólk. Ég veit aldrei hvort þeirra Hild- ur eða Guðjón voru virkari í þessu kærleiksstarfí — en víst er um það að þau voru samhent. Það fór ekki hjá því að maður sem á svona móð- ur mótist af þessu uppeldi. Enda var Hilmar einstaklega sjálfstæður mað- ur í allri skoðanamyndun, frjór í hugsun og bæði verkséður og dug- legur. Hann mat móður sína umfram aðra — og var ekki einn um það. Ófáar stúlkur óskyldar Strandhafn- arfólkinu bera nafn Hildar sem sýn- ir að til er fólk sem getur þakkað það sem vel er gert. Sama er að segja um Hilmar — ekki aðeins bróð- ir hans hefur komið upp nafni hans — heldur líka óskylt fólk. Hilmar las ævinlega mikið og átti gott og vandað bókasafn. Allt sem varðar sögu íslands og menningu var honum hugleikið. Hann talaði gott mál og kjarnyrt — setningamar meitlaðar og markvissar. Hann bar þess merki að hafa unnið í tengslum við landið sjálft og mér þóttu erfíðis- hendur hans einstaklega fallegar. Hilmar var af þeirri kynslóð sem er að hverfa ofaní moldina — fólk sem „ ... innheimta ei daglaun að kveldi", heldur áleit sérhvert verk þess virði að vinna það vel. Fólk sem mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Fólk eins og Sveinn mágur minn, sem vann landi sínu, fjölskyldu allt. Þetta fólk sem var ekki múgsálir eins og flölmiðladýrkendur okkar tíma. Þetta fólk þorði að vera einstakl- ingar með sjálfstæða hugsun. Sjálfs- elska og dekur nútímamannsins var svo fyairi því, það stóð meðan stætt var. Ég man þegar ég hitti Hilmar í fyrsta skipti, þá var hann nýkom- inn af sjúkrahúsi hér í borg. Þeir eru ekki að fara skemmtiferðir til höfuðborgarinnar Strandhafnar- menn. Það var til lækninga sem ferð- imar hingað suður vom. Það var einstaklega áhugavert að ræða við Hilmar. Ég man eftir löng- um samtölum um trúmál sem vom honum hugleikin. Sársaukinn í um- ræðunni minnti mig á sum verka Sörens Kirkegaards. Hann hafði einnig upplifað angist og efasemdir sem Kirkegaard lýsir svo vel. Þeir Strandhafnarmenn vom af- skaplega miklir bændur og fram- farasinnaðir. Því varð það að Hilmar stundaði mikið túnasléttur og jarða- bætur. Þeir virkjuðu bæjarlækinn til þess að fá rafmagn. Þetta er fólk sem getur tekið tæknina í þjónustu sína án þess að verða þrælar hennar. Það var ekki fyrr en Hilmar var dáinn að það rann upp fyrir mér ljós að ég hafði aldrei spurt hann um laun eða kaup. Ég vissi að hann hafði alla tíð átt kindur og haft arð af þeim og er því líklega síðasti maðurinn sem ég þekki sem aldrei stóð í verkfalli til þess að ná fram betri kjömm — maður sem aldrei krafðist neins sér til handa en lagði sig allan fram til þess að verða að liði. Hann gerði erfðaskrá mörgum ámm fyrir lát sitt. Hann hafði feng- ið jörðina Purkugerði út úr arfa- skiptum og ánafnaði hana alnafna sínum Hilmari Jósefssyni á Vopna- firði. Hilmar er kvæntur Birgittu Guðjónsdóttur frá Fögmbrekku og rejmdust þau hjón honum betri en engin þegar ellin sótti að. Hilmar Jósefsson var sterkur per- sónuleiki og heilsteyptur maður. Hann hlaut gott uppeldi og ást hans á móðurinni var sólskin lífs hans. Hann kvæntist ekki og eignaðist ekki böm en reyndist systkinaböm- um sínum besti frændi. Það þarf ekki að teija sig á að tína upp „trún- aðarstörfín" sem hann vann, en hann var trúr sjálfum sér, því er hér kvaddur vammlaus og vítalaus mað- ur sem er sárt saknað af fjölmörgum vinum og ættingjum. Ollum ástvinum Hilmars Jósefs- sonar, nær og fjær, sendi ég einlæg- ar samúðarkveðjur mínar. Erna Amgrimsdóttir Minning: Valgeir Jónsson Fæddur 5. apríl 1929 Dáinn 23. febrúar 1988 Hver fögur dyggð í fari manns. Er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er, Við aðra vægð og góðvild hver, og hjartaprýði stilling með. (Kingo-sb 1886, H. Hálfd.) Látinn er góður maður og kær vinur á besta aldri. Þegar ég og synir mínir flutt- umst hingað til landsins fyrir þrem- ur árum urðum við þess aðnjótandi að verða nágrannar frænku minnar, Kristínar Gunnlaugsdóttur, og eig- inmanns hennar, Valgeirs Jónsson- ar. Þau hjónin urðu okkur ómetan- legir vinir. Ósjaldan var það þegar við vorum að koma okkur fyrir á hinu nýja heimili okkar að við þörfn- uðumst aðstoðar og þá var oft leit- að til Geira, alltaf var hann tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd. Einnig ef synir mínir höfðu þörf að tala við einhvem, þá var farið í heimsókn til Kiddýar og Geira og alltaf var litið bjartari augum á til- veruna eftir að tala við Geira smá- stund. Samfylgdin var stutt. En eftir sitja minningar um góðan vin og við þökkum fyrir að hafa orðið þess aðnjótandi að hafa kynnst Birting afmælis- og minningargreina, Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. honum. Blessuð sé minning hans. Elsku Kiddý mín, við vottum þér, bömum, tengdabömum og bamabömum innilega samúð okkar og biðjum góðan Guð að gefa ykk- ur styrk. Didda, Tony, Dwight og Yvan, raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Miðneshreppur Sjálfstæðisfélag Miðneshrepps heldur aðalfund sinn i Slysavarnafé- lagshúsinu í Sandgerði föstudaginn 4. mars 1988 kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Ungir sjálfstæðismenn Laugardaginn 5. mars verður haldinn stofnfundur klúbbs ungra sjálf- stæðismanna utan af landi með aðsetur á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn hefst kl. 20.00 í kjallara Valhallar, pg að honum loknum verða léttar veitingar og opið hús. Allir sjálfstæðismenn velkomnir. ísafjörður - ísafjörður Fulltrúaráð sjálfstæöisfélaganna á (safirði heldur fund urn fjárhags- áætlun ísafjarðarkaupstaðar fyrir árið 1988 í Sjálfstæöishúsinu, 2. hæö, miðvikudaginn 2. mars kl. 20.30. Sjálfstæöisfólk er hvatt til að mæta. Stjórnin. Bæjarmálakynning Týs Dagana 2., 3. og 5. mars gengst Týr, FUS, og fulltrúaráð sjálfstæöis- félaganna i Kópavogi fyrir bæjarmálakynningu í Flamraborg 1, 3. hæð. Mikilvægt er aö þeir, sem starfa i hinum ýmsu nefndum og ráðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi, mæti og fræðist um hin ýmsu mál bæjarins. Einnig eru þeir, sem áhuga hafa á bæjarmálum hvattir til að mæta og kynna sér málefni bæjarins. Dagskrá: 2. mars Uppbygging stjórnskipulags Kópavogskaupstaðar. Kristján Guömundsson, bæjarstjóri Kópavogs. Fjármál Kópavogskaupstaðar. Guðrún Pálsdóttir, hagsýslustjóri. Félagsmál: Fjölskyldumál, barnaverndarmál, æskulýðsmál, öldrunarmál. Hulda Finnbogadóttir, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks. 3. mars Menntamál og húsnæöismál. Bragi Michaelson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Framtíðarskipulag bæjarins, skipulagssýning. Sveinn Ivarsson frá verkfræðideild bæjarins. 5. mars Hvaða áhrif hafa verkaskiptahugmyndir rikis- og sveitar- félaga á Kópavog. Árni Sigfússon, formaður Sambands ungra sjálfstæöis- manna. Fundir hefjast kl. 20.30 hvert kvöld nema laugardag kl. 15.00. Allir velkomnir. Týr, FUS, og stjórn futttrúaráðsins i Kópavogi. Njarðvíkingar Aðalfundur sjálfstæðisfélagsins Njarðvikings verður haldinn á Hóla- götu 15, miðvikudaginn 2. mars kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér nýja félaga. Stjórnin. Námskeið á Seltjarnarnesi Viö viljum mlnna á námskeiöin sem viö höldum: Ræðunámskeið 9.-16. mars. Garðyrkjunámskeiö 11.-13. apríl. Upplýsingar hjá Hildi Jónsdóttur í sima 611514 og Auði Eyr í síma 611842 og Sigríði Einarsdóttur i sima 622353. Nauðsynlegt að tilkynna þátttöku sem fyrst. Allir velkomnir. Sjátfstæðisféiag Seltirninga. Hafnarfjörður Bæjarmálaráö Sjálfstæöisflokksins heldur hádegisveröarfund i Gaflinum laugardaginn 5. mars um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar- bæjar 1988. Framsögu flytur Jóhann G. Bergþórsson, bæjarráðsmaöur. Allt stuöningsfólk Sjálfstæðisflokksins vel- komið á fundinn. \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.