Morgunblaðið - 02.03.1988, Page 46

Morgunblaðið - 02.03.1988, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 FÆRIBANDA- MOTORAR = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER HANDVERKFÆRI Fást í öllum helstu byggingavöruverslunum um allt land Askriftarsíminn er 83033 Veldu Kópal með gljáa við hæfi. RYÐFRÍAR ÞREPA- DÆLUR = HÉÐINN = | VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 g SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER f AF ERLENDUM VETTVANGL eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Bangladesh: Ofbeldi og blóðsúthellingar hafa sett svip á kosningabaráttuna Hasina KJÖRIÐ verður til þings í því vanda vafða landi Bangladesh á fimmtudag, 3. marz. Kosningabaráttan hefur verið ófriðleg og opin- berar heimildir segja, að hundrað og fimmtfu manns hafi látið lífið og átta þúsund slasazt. Talsmenn stjórnarandstöðu segja að langtum fleiri hafi látizt. í sveitastjórnarkosningunum nú í fyrra mánuði var mjög róstursamt á kjördag og óttazt er að ekki verði ástandið betra á morgun, 3. marz. Her og Iögreglu hefur verið skipað að vera vel á verði, en það er spuming, hversu langt það dregur. Erlendum blöðum hefur orðið tíðrætt um kosningabarátt- una í Bangladesh síðustu vikur og í nýjasta hefti Economist er til að mynda spurt, hvemig á því standi, að ekki virðist vinnandi vegur að halda friðinn í þessu landi og þaðan af síður að bæta ástand íbúanna, sem eru 107 milljónir. „Hefur Bangladesh innan sinna landa- mæra sérstaklega óstýriláta íbúa? Þegar Bretar réðu hér löndum höfðu Bengalir, núverandi Bangla- deshar, á sér orð fyrir að vera iðjus- amir og skarpir, sagðir of sjálf- stæðir og tilfinninganæmir til að vera nægilega harðir í her- mennsku... í eðli Bengala er metnaður sem gerir að verkum, að þeir vilja ekki sætta sig við annað en allir séu jafnir; þeim er ekki lagið að taka því eins og sjálfsögð- um hlut að einhveijir telji sig til þess hæfari en aðrir að vera leið- togar." Það eru ekki nema sautján ár síðan landið fékk sjálfstæði frá Pakistan. A þessum skamma tíma hafa íbúar fengið að kenna á flest- um hörmungum, sem hægt er að hugsa sér. Náttúruhamfarir hafa valdið dauða hundruðum þúsunda, flóð og óáran eyðileggur árlega uppskeru þeirra í stórum stíl, hung- ursneyðir hafa geisað og síðast en ekki sízt hefur verið stöðug barátta í forystu landsins. Hver þjóðhöfð- inginn af öðrum hefur verið myrtur og Mohamed Ershad mun hafa setið þeirra lengst, rösk fimm ár. Kosningabaráttan nú hefur mjög snúizt um hans persónu og stjóm- arandstaðan krefst afsagnar hans. Fáist hann ekki til að láta af völd- um er ekki farið dult með að þá verði hann fyrr eða síðar gerður höfðinu styttri. En það sem orsakar þó umfram annað hversu ástandið er erfitt og flókið er að stjómarandstöðunni virðist gersamlega fyrirmunað að koma sér saman um nokkum skap- aðan hlut og nú em í landinu 28 flokkar og flokksbrot. Sem geta ekki komið sér saman um margt, utan það að Ershad víki úr sessi. Athyglivert er að tveir stærstu stjómarandstöðuflokkamir hafa konur í forsvari, eins og áður hefur komið fram í fréttaskýringu um Bangladesh. Það em Hasina Wazid, leiðtogi Awami-bandalags- ins og dóttir Mujiburs Rahmans, fyrsta forseta landsins sem var síðar myrtur í valdaráni hersins. Hin konan er Khaleda Zia og leiðir hún Þjóðarflokkinn. Maður hennar er einnig einn fyrrverandi forseta, sem var og myrtur af herforingjum. Konumar tvær höfðu það á stefnu sinni, þegar Ershad boðaði tii kosn- inga að hvetja kjósendur til að hundsa kosningamar og sögðu að á þann einn hátt gætu Banglades- har sýnt andúð sína í verki á kosn- ingum, sem hvort sem væri yrðu bara skrípaleikur. En stjómarandstöðuflokkamir gátu þó ekki verið á einu máli um þetta lengi og í byijun febrúar var ágreiningurinn kominn í ljós. Kon- umar tvær deildu hart og lá við borð að baráttan milli þeirra væri svo hörð að þær gleymdu þessum Ershad forseti ÍsíBbKS Frá óeirðum i Dacca sameiginlega óvini, sem þær telja að forsetinn sé. Kosningabaráttan hefur ein- kennzt af vígum og mótmælaað- gerðum, verkföllum og launmorð- um og nokkrir frambjóðenda stjómarflokksins Jatiya-flokksins, og úr stjómarandstöðu hafa verið myrtir. Margir eru þeirrar skoðun- ar, að á kjördag muni svo allt fara úr böndunum í stærstu borgum landsins og almennt virðist það vera álit íbúa að kosningamar leiði ekki til eins né neins. Ef nokkuð megi helzt vænta að þær verði enn til að ala á ergi og ágreiningi með- al þjóðarinnar. í viðtali við Reuter- fréttastofuna sagði embættismað- ur sem ekki vildi láta nafns síns getið að þeir myndu sigra í kosn- ingunum, sem réðu yfir valdi og átti þar ugglaust við forsetann og herinn, sem fram til þessa að minnsta kosti hefur stutt hann. Eins og fram hefur komið boð- aði Ershad til þessara kosninga til að reyna að lægja gagnrýnisraddir sem staðhæfðu að niðurstöður þeirra hefðu verið falsaðar. Hann hefur marglýst því yfir, að engum brögðum verði beitt nú og þjóðinni gefist kostur á að láta í ljós vilja sinn, hver sem hann sé. Eftir flestu að dæma em ýmsir sem taka orðum hans með fyrirvara. Á hinn bóginn má af frásögnum draga þær álykt- anir, að hinn almenni borgari sé ekki bara orðinn þreyttur á að endalaus styrr standi um allt og vegna ástandins á stjómmálasvið- inu teflist allar aðgerðir, sem gætu horft til framfara í þessu landi. Ershad hefur hvatt landsmenn til að veita sér vinnufrið svo að hann geti beitt sér af krafti fyrir því að bæta kjör landsmanna, færa land- búnað í Bangladesh til nútímans, þróa iðnaðinn og almennt leita eft- ir því að bæta hryggilegan hag þjóðarinnar, sem er meðal hinna fátækustu í heimi, og Bangladesh er þar á ofan þéttbýlasta land jarð- annnar. Ershad fullyrðir að fái Jatyi- flokkur hans trygga og góða út- komu í þessum kosningum muni það styrkja hann í erfiðu starfí, sem hann vilji leggja sig allan fram við að rækja. Ershad segir það ekki koma til nokkurra mála að hann fari að afsala sér völdum, það þjóni varla tilgangi að láta stjóm lands- ins í hendur sundurþykkrar stjóm- arandstöðu, sem hann segir að aldrei hafi bent á neinar raunhæfar leiðir til að binda enda á hörmulega stöðu meginþorra þjóðarinnar. Það getur auðvitað verið nokkuð til í þessu og sjálfsagt að viðurkenna, að sjaldgæft er að maður heyri um bitastæðar hugmyndir kvennanna tveggja né annarra stjómarand- stöðumanna. í greininni í Economist sem minnzt var á er því spáð að Jatyia- flokkur Ershad muni trúlega vinna auðveldan sigur, jafnvel án þess að nokkur brögð séu höfð í tafli. Hvað síðan gerist er auðvitao ógemingur að spá um. Svo virðist sem þjóðin leiti æ meira huggunar í trúnni. Bænir eru til dæmis beðn- ar í flugvélum Biman- flugfélags Bangladesh og forsetinn hefur hvatt eindregið til að menn ræki islam af meiri einlægni. En það er nú einu sinni svo að bænir hversu góðar sem þær eru koma ekki í staðinn fyrir brauð nema rétt tíma- bundið. Alþjóðabankinn lýsti því yfir í síðustu viku, að hann myndi ekki veita Bangladesh meiri aðstoð fyrr en ríkisstjómin gerði einhveij- ar þær aðgerðir sem stefndu að því að koma efnahags- og atvinn- ulífí á kjöl. Það virðist svona nokkum veg- inn sama hvemig þessum kosning- um lýkur. Svo hörmulegt sem það nú er bendir ekki margt til þess að svo stöddu að betra mannlíf sé í vændum í Bangladesh. Heimild: Economist, Far Eastern Economic Review og Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.