Morgunblaðið - 02.03.1988, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 02.03.1988, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Hafnsögubáturinn Villi í Grindavíkurhöfn. Grindavíkurhöfn fær hafnsögubát Félag hrossabænda: Reiðhestar og ferskfiskur í sömu flugvél til útlanda Morgunblaðið/Ámi Sœberg Halldór Gunnarsson formaður markaðsnefndar Félags hrossabænda, Sigurður Ragnarsson og Óiafur Torfason forstöðumaður Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins kynntu fyrirhugaðan útflutning á reið- hestum á vegum Félags hrossabænda. Gnndavík. GRINDAVÍKURHÖFN keypti nýlega hafnsögubát, Haka, sem Reykjavíkurhöfn hefur haft í þjónustu sinni frá 1947. Hinn nýi hafnsögubátur Grindvíkinga heitir nú Villi. Það var ekkja Vilmundar heitins Ingimundarsonar, hafnarvarðar, Valgerður Þorvaldsdóttir, sem gaf nýjum hafnsögubát Grindvíkinga nafnið Villi, við athöfn sem fór fram I Grindavíkurhöfn einn kaldan vetr- armorgun fyrir skömmu að við- stöddum hafhamefndarmönnum og bæjarstjóm. I stuttri ræðu sem Guðmundur Guðmundsson formaður hafnar- nefndar hélt, kom fram að Vilmund- ur heitinn hefði þann röska áratug, sem hann var hafnarvörður, sýnt höfninni mikla umhyggju og rækt og því vel við hæfi að nefna bátinn í höfuðið á honum. „Það var orðin full þörf að höfn- in eignaðist öflugan hafnsögubát því hér ríkti ófremdarástand. Þurft hefur að notast við hinar og þessar trillur í gegnum árin þegar taka átti kaupskipin inn og út úr höfn- inni og skapaði það mikið óöryggi," sagði Guðmundur. Hafnsögubáturinn Villi er með 350 hestafla Cummingsvél oggetur nýst sem dráttarbátur þegar slík þörf er fyrir hendi. FÉLAG hrossabænda hefur und- irritað samning við fyrirtækið Fish-Cargo um leigu á DC 855 flugvél til að flytja út reiðhesta í mars og apríl, annars vegar til Ostende í Belgiu og hins vegar til Gardemoen á Eidsvoll skammt frá Osló. Flugvélin, sem einnig flytur ferskan fisk til Belgiu, getur tekið tæplega 80 hross í hvorri ferð. Þegar hefur verið pantað pláss fyrir milli 70 og 80 hross sem flest fara til Sviþjóð- ar. Stefnt að því að fljúga fyrri ferðina um miðjan mars. Félag hrossabænda og Búvöru- deild Sambandsins hafa um nokk- urt skeið haft samstarf um útflutn- ing á reiðhestum og sláturhrossum en nú hefur Sambandið sagt upp þessu samstarfí. Á fundi með fréttamönnum sem Félag hrossa- bænda hélt í gær kom fram að fé- lagið hefur ákveðið að beita sér fyrir áframhaldandi útflutningi hrossa. Hefur félagið ákveðið að hafa samvinnu við Sigurð Ragnarsson sem áður starfaði hjá Búvörudeild Sambandsins við hrossaútflutning. Sigurður hefur stofnað sjálfstætt fyrirtæki, Faxatorg, og mun han sjá um frágang skjala, útvegun dýralæknisvottorða, innheimtu og fleira. Hann hyggst auk þess starf- rækja umboðssölu á hestum, gefa út söluskrár, veita upplýsingar um markaðsmál og aðstoða einstakl- inga við útflutning hrossa. Sigurður Ragnarsson sagði að í hans verkahring yrði einnig að sjá um flutning á hestum, geymslu þeirra og uppihald þar til þeir verða fluttir utan, en flogið verður frá Keflavík og hrossum safnað saman a.m.k. fímm dögum fyrir brottför. Fluggjald fyrrir hvert hross er um 16.000 íslenskar krónur ef miðað er við staðgreiðslu. Við það bætist greiðsla fyrir þá þjónustu sem Sig- urður innir af hendi sem verður um 10 — 12.000 krónur á hest. Að sögn Halldórs Gunnarssonar formanns markaðsnefndar Félags hrossabænda gerir þessi samningur við Fish-Cargo kleift að flytja út hross á mjög hagstæðu verði. Flug- vélin er sérstaklega búin út sem gripaflutningavél á efra flutnings- rými, en neðri hæð vélarinnar er einangruð og þar verður ferskur fískur sem fluttur verður til Belgíu. Verið er að athuga hvort mögulegt er að flytja físk einnig í einangruð- um hluta af efri hæð vélarinnar, ef ekki tekst að fylla hana af hross- um. Halldór sagði að á síðasta ári hafí hagnaður af útflutningi reið- hesta verið samtals 60—70 milljónir króna. Á undanfömum árum hafa verið seldir út um 600 reiðhestar á ári og fjölgaði þeim úr um 200 á ári eftir að samstarf Félags hrossa- bænda og Búvörudeildar Sam- bandsins hófet. Þorlákshöfn: Morgunblaðið/Ámi Helgason Hluti hljóðfæraleikaranna sem spiluðu á tónleikunum. Lúðrasveit Stykkishólms: 38 hljóðfæraleikarar léku á tónleikum - Kr. Ben. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Við athöfnina er hinn nýi hafnsögubátur Grindvíkinga var tekinn I notkun. Frá vinstri: Valgerður, Þorvaldsdóttir, Guðmundur Guð- mundsson, formaður hafnarnefndar, Bjarni Þórarinsson, hafnar- stjóri, og Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri. Ný æskulýðsmiðstöð opnuð Þorlákshöfn. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Frá opnun æskulýðsmiðstöðvarinnar í Þorlákshöfn. FÉLAGSMIÐSTÖÐ var formlega tekin í notkun fyrir nokkru hér ( Þorlákshöfn. Félagsmiðstöðin, sem opin er þijú kvöld f viku, er fyrir krakka úr 7. bekk og upp úr. Böm í 4., 5. og 6. bekk fá að vera tvo daga i viku fyrir kvöldmat. Það hefur lengi verið haft á orði hér að enginn staður annar en sjopp- umar væru fyrir bömin til að eyða frítíma sínum. Fyrir um ári fóru tveir áhugasamir menn að kanna mögu- leika á að fá stað sem hægt væri að nýta fyrir félagsmiðstöð og einnig að kynna sér hvemig slfkir staðir væru reknir. Enginn fannst staður- inn, en áhugi unglinganna fyrir þessu leyndi sér ekki. Það var sfðan ekki fyrr en f haust að Hjörtur Sandholt og Torfi Áskels- son tóku þráðinn upp að nýju og fengu leyfí hreppsnefndar til að breyta smfðastofu f enda félags- heimilisins, sem hefur verið ónotuð um tfma vegna kennaraskorts. Fjjótlega varð Torfí að hverfa til annarra starfa en Hjörtur hélt ótrauður áfram og með aðstoð fíölda sjálfboðaliða og peningastyrkja frá hreppsnefnd og klúbbum eins og Kiwanis og Lions og fjölda fyrir- tækja á staðnum tókst honum og áhugasömum unglingunum að gera smfðastofuna að aðlaðandi félag- smiðstöð þó eitthvað skorti á að öll tæki séu fyrir hendi. Einar Sigurðsson, oddviti hrepps- nefndar, afhenti unglingunum veg- legan lykil til merkis um það að nú væri félagsmiðstöðin þeirra. Búið er að skipta starfeeminni t hópa. Sem dæmi um hópa má nefna skák, biHjarð, dans, pílukast, Ijós- myndun, mjmdbönd og fleira. Hjörtur sagði í ræðu sinni við opn- unina, um leið og hann þakkaði öllum samstarfíð og unglingunum ánægju- leg kynni, að nú réðist framhaldið af þvf hvað áhugi og dugnaður ungl- inganna entist, því þeir ættu sjálfir að sjá um skipulag og framkvæmd hér eftir. - JHS Stykkishólmi. UM ÞESSAR mundir hefir Lúðrasveit Stykkishólms starfað í 44 ár. Var stofnuð þjóðhátíðar- árið 1944. Núverandi stjórnandi Lúðra- sveitarinnar er Daði Þór Einars- son tónlistarskólastjóri sem er einnig þjálfari hennar ásamt Hafsteini Sigurðssyni tónlistar- kennara. Nýlega voru haldnir tónleikar í Félagsheimilinu, þar sem 38 hljóð- færaleikarar léku undir stjóm Daða Þórs fjölbreytta tónlist bæði inn- lenda og erlenda við mikla hrifningu áheyrenda. Var gaman að fylgjast með þessum tónleikum og verða þeirrar ánægju aðnjótandi hvað Hólmarar eiga marga efnilega tón- listarmenn. Á fyrstu árunum og frameftir var aðaluppistaðan áhug- asamir sjálfboðaliðar og hugsjóna- menn. Víkingur Jóhannsson var bæði stjómandi hennar yfír 30 ár og æfði einnig hjjóðfæraleikarana og var það mikið starf og tímafrekt. Hafsteinn Sigurðsson kynnti á tónleikunum þau verk sem þar vom flutt og lýsti að nokkru efni og höfundum, en eins og áður sagði var dagskráin vel valin, efnisrík og skemmtileg. Eldri borgurum bæjar- ins var boðið á tónleikana. Lúðrasveitin varð í lokin að leika nokkur aukalög svo að alls vom leikin þama um eða yfír 20 verk. Þá skal þess getið að Lúðrasveit- inni hefír boðist þátttaka í lúðra- sveitamóti sem fram fer í Austur- Þýskalandi nú í sumar. Hefír verið ákveðið að reyna að nýta sér þetta boð, og er þegar hafínn undirbún- ingur æfínga undir þau verk sem sveitin hyggst flytja þar. — Árni Fræðsla um samskipti for- eldra og bama Foreldrafélag Breiðholtsskóla efnir til fræðslufundar um efnið „Samskipti foreldra og bama“ I kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30 í Breiðholtsskóla. Fyrirlesari verður Húgó Þóris- son, skólasálfræðingur. Fyrirepum- ir og umræður verða eftir fyrirlest- urinn. Fræðslufundurinn er opinn öllum foreldmm, kennumm og hverjum öðmm, sem hafa áhuga á uppeldis- málum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.