Morgunblaðið - 02.03.1988, Side 56

Morgunblaðið - 02.03.1988, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur. Ég er fædd 30. júlf 1956, kl. 7.05 (Reykjavík) að morgni. Gætir þú sagt mér eitthvað um sjálfa mig og mína hæfileika. Virð- ingarfyllst...“ Svar: Þú hefur Sól, Úranus, Merk- úr, Rísandi og Plútó í Ljóni, Tungl á Miðhimni í Nauti, Venus í Tvíbura og Mars í Fiskum. Föst fyrir Það að vera Ljón og Naut táknar að þú ert föst fyrir og að mörgu leyti óbreytanlegur persónuleiki. Mick Jagger í Rolling Stones er líkt og þú Ljón með Tungl í Nauti. Hann hefur spilað í sömu hljóm- sveitinni í 25 ár og á sama tfma hefur persónulegur stíll hans lítið sem ekkert breyst. Þetta táknar einnig að þú ert að mörgu leyti ráðrík og getur verið ákaflega þrjósk ef svo ber undir. Dul Þrátt fyrir að þú sért Ljón og því opin og hlý í grunneðli þínu, ert þú að mörgu leyti dul og varkár í famkomu og hvað varðar persónulegan stfl. Ástæðan fyrir þessu er sú að þú hefur Plútó í samstöðu við Rísanda. Það táknar að þú ert sjálfsgagnrýnin og meðvit- uð um neikvæðar hliðar per- sónuleika þfns og hefur þörf fyrir að losa þig við neikvæð- ari þætti. Plútó fylgir að þú hefur áhuga og hæfíleika á sálfræðilegum og andlegum sviðum. SjálfstœÖ í korti þfnu er sterkur Úran- us. Það táknar að þú hefur þörf fyrir spennu f daglegu lífi og sækir í það sem er óvenjulegt. Þér er að mörgu leyti illa við bönd og hefð- bundin viðhorf og þarft að hafa ákveðið sjálfstæði í dag- legu lffi. Félagslynd Venus f Tvíbura táknar að þú ert félagslynd og forvitin um fólk og þarft að hafa félags- legan Qölbreytileika f lífi þínu. Þar sem Sólin er f tólfta húsi þarft þú eigi að síður að geta dregið þig í hlé annað slagið. ímyndunarafl Mars í Fiskum táknar að framkvæmdaorka þín fer að töluverðu leyti út í ímyndun- arafl þitt, að þú átt til að vera draumlynd og utan við þig, en einnig misjöfn í orku- beitingu. Þú ert tamamann- eskja í vinnu. Mars í Fiskum er algengur hjá listamönnum og þeim sem vinna að lfknar- málum. Mannúöarmál Þegar á heildina er litið er líklegt að störfum að mannúð- armálum henti þér bestu. Þér gæti t.d. fallið að vinna að uppeldismálum og hjúkrun. Vegna Ljónsins og Plútó hef- ur þú hæfileika til að gegna stjómunarstörfum. Það á einnig geta þess að Tungl á Miðhimni gefur hæfileika til allra starfa sem hafa með undirstöðugreinar að gera, s.s. að fæða, klæða, hýsa og ala upp. Inn f því er falið matreiðsla, fatahönnun og hótelstörf. Hœtturnar Það sem helst gæti háð þér er stöðugleikinn, þ.e.a.8. Þú þarft að vera á varðbergi gagnvart því að festa þig í sama farinu. Einnig þarft þú að varst tilhneigingu Mars í Fiskum að láta sig dreyma um verkin en framkvæma þau ekki. Ef þú tekst á við þessi tvö mál ættu þér að vera allir vegir færir. GARPUR DÝRAGLENS LJOSKA Líklega ættir þú ekki að borða hnetusjör og tyggja kúlutyggjó samtímis___ Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Aðdáendur breska bridshöf- undarins Victor Mollos, sem lést í haust, þurfa ekki endilega að kvfða því að heyra ekki fleiri sögur af þeim einstæðu mann- gerðum sem Mollo skóp og dáð- um þeirra og mistökum við græna borðið. Svo virðist sem höfundur að nafni Jimmy Tait ætli sér að reyna að feta í fót- spor meistarans. Hann hefur nýlega gefið frá sér bók sem ber heitið „Frásagnir klúbbmeistar- ans“, en sá karakter þykir minna meira en lítið á aðalsögupersónu Mollos, hina hræðilegu svína- pest, Göltinn grimma. Ekki nóg með að grobbi sleitulaust af af- rekum sínum; hann getur ekki stillt sig um að hæðast að tak- mörkuðu spilaviti mótheija sinna. Og hver kannast ekki við þessa eiginleika í fari Galtarins. Hér er spil sem klúbbmeistari Taits skýrir frá í bókinni: Vestur gefur, allir á hættu. Norður ♦ 82 ♦ 876532 ♦ K7 ♦ D104 Vestur ♦ KG7643 ♦ 10 ♦ D10 ♦ ÁK85 Austur ♦ 1095 ♦ 4 ♦ Á962 ♦ G9732 Suður ♦ ÁD ♦ ÁKDG9 ♦ G8543 ♦ 6 Vestur Norður Austur Suður 1 Spaði Pass 2 spaðar 3 hjörtu 3 spaðar 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur leggur niður laufás og skiptir svo yfir í tromptíuna. Hinn almenni spilari — og vafalaust nokkrir meistarar líka myndu spila þennan samning fljótt og óhikað! Eða blasir ekki við að spila tígli á kónginn? Þá er spilið tapað, því austur sendir spaða í gegnum ÁD, áður en ráðrúm fæst til að fría tígullit- inn. Klúbbmeistarinn lét hins veg- ar út tígulgosann í öðrum slag! Vestur lagði drottninguna á og fékk að eiga slaginn. Þar sem hann getur ekki sótt spaðann hefur sagnhafi nú nægan tíma til að fría tígulinn. En það er heimska vesturs sem veitir meistaranum hvað mesta gleði. Hann ætlaði sér auðvitað að stinga upp kóngnum ef vestur léti lítinn tígul. Spilið hefði því tapast ef vestur hefði fundið þá „augljósu" vöm að setja tíuna undir gosann!! SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Lichtenstein í fyrra kom þessi staða upp í skák Júgóslavanna Stanisic, sem hafði hvítt og átti leik, og alþjóðlega meistarans Komljenovic. Hvítur fann nú óvenjulega glæsilegan leik: 16. Hd8I! - Dxd8, 17. Rf7+ - Hxf7, 18. Dxf7 - Rd7, 19. Bc4 - Rf6, 20. Dxg6 Mjög sterkt var einnig 20. Rxe5! 20. - Rh7, 21. Rxe5! - BxeS, 22. Hxh6 og svartur gafst upp, þvi hann er óveijandi mát.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.