Morgunblaðið - 02.03.1988, Page 68

Morgunblaðið - 02.03.1988, Page 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 VAXTARRÆKT / MR. OLYMPIA Morgunblaðið/lngólfur Guðmundsson Lm Haney sigraði í Mr. Olympia flórða árið í röð. Myndin hér til hliðar sýnir keppendur á sviðinu. Heimsmeist- arinn f vaxtarækt, Peter Henscel hnykl- ar vöðvana fyrir miðju. Lee Haney sigraði fiórða árid í röð ÁRLEGT stórmót vaxtarrækt- armanna, Mr. Olympia, var haldið í Gautaborg í Svíþjóð í haust. Það var haldið fyrst árið 1965 eða fyrir 23 árum. Kepp- endur nú komu frá 7 löndum, Bandaríkjunum, Englandi, Þýskalandi, Hollandi, Líbanon, Svfþjóð og Kanada. Alls voru keppendur að þessu sinni 18 og voru þeir allir mjög góðir enda þurftu þeir að hafa náð ákveðnum árangri í öðrum mótum á árinu til Ingólfur að öðlast þátttöku- Guðmundsson rétt í þessari keppni. skrifar Svíinn Ulf Larsson er fyrstu Norður- landabúinn sem tekur þátt í þessari keppni en örugglega ekki sá síðasti því á Norðurlöndunum eru margir efnilegir vaxtarræktarmenn sem við fáum vonandi að sjá, því til stendur að halda Norðurlandamót í vaxtarrækt hér á landi nú í ár. Þegar dæmt er í keppni af þessu tagi þarf að taka tillit til geysi- margra þátta, svo sem stærð vöðva (massa), samræmi milli einstakra vöðva, hversu vel vöðvar og vöðva- skil sjást undir húðinni (skurður), stöður (,,pósur“), húðar og fram- komu, svo eitthvað sé nefnt. Keppn- in um efstu sætin var geysihörð og skemmtileg en að lokum var Lee Haney, 26 ára, frá Bandaríkjunum dæmdur sigurinn eins og þrjú sfðastliðin ár og fékk hann í sinn hlut 55.000 dollara og stendur hann þá næstur Amold Schwarzenegger í fjölda sigra, en hann hefur unnið þessa keppni sjö sinnum, þar af sex sinnum í röð, árin 1970-1975, og svo í sjöunda sinn árið 1980. í öðru sæti varð Rich Caspari og fékk 25.000 dollara fyrir. I þriðja sæti varð Lee Labrada, og fékk hann 13.000 dollara. Elstur í þess- ari keppni var hinn ótrúlegi Albert Beckles, 54 ára gamall, og í stöð- ugri framför. Ótrúlegt en satt. Keppnin var haldin í Scandinavium íþróttahöllinni í Gautaborg og náð- ist upp geysigóð stemmning en þó ætlaði ailt um koll að keyra þegar Svíinn Ulf Larsson steig á sviðið, en hann lenti í 16. sæti. íslandsmótið íslandsmótið í vaxtarrækt verður haldið þann 27. mars á Hótel Is- landi, en til stendur að bijóta svo- lítið upp formið á þessari keppni með því að halda svokallað B-mót 6. marz á Broadway þar sem nýir keppendur spreyta sig og öðlast þátttökurétt á A-mótinu. Einnig verður unglingaflokkunum fjölgað og skiptingin á þeim verður sú sama og í karlaflokkunum, -70 kg, -80 kg, -90 kg og +90 kg. Einum nýjum flokki verður bætt inn, öldunga- flokki fyrir 40 ára og eldri. Kvenna- flokkamir haldast óbreyttir, -52 kg, -57 kg og +57 kg. Búist er við skemmtilegu og fjöl- mennu móti í ár og verður allt gert til að gera það sem veglegast. Meira um dómaramál eftir Kjartan Steinbach Föstudaginn 26. febrúar sl. birtist á íþróttasíðu Morgun- blaðsins grein um dómgæslu og dómaramál eftir Viggó Sigurðs- son. Ekki er hægt að láta hjá Ifða að svara Viggó, enda hef ég ekki séð aðra eins þvælu um dómara- mál lengi. Rétt er að taka fram, fyrir þá sem ekki þekkja til, að Viggó Sig- urðsson hefur allan sinn keppnis- og þjálfaraferil átt í útistöðum við dómara, og oft á tíðum sýnt fá- dæma dónaskap og virðingarleysi gagnvart dómurum, og hefur jafnvel farið út í það sem flokka mætti undir lfkamsárás að mínu mati. Hvað varðar grein Viggós er þessu til að svara. Sú skoðun Erik Elías, formanns dómaranefndar IHF, að íslenskir dómarar séu ekki nógu góðir til að dæma á Olympíuleikum, og Viggó er sammála, er ansi skond- in. Hann hefur ekki séð dómara- par nr 1, þá Gunnar og Rögnvald, dæma leik í 3 ár þegar ákvörðun er tekin um hveijir eiga að dæma í Seoul. Hins vegar var hann eftir- litsmaður á leik, sem þeir dæmdu f Svíþjóð f febrúar og hældi þeim í hástert fyrir frammistöðuna, en þá var búið að taka ákvörðunina. Það vekur því athygli að sai Erik Elias skuli standa fyrir því að bæði íslensku milliríkjadómara- pörin, Gunnar/Rögnvaldur og Gunnlaugur Hjálmarsson/Óli P. Olsen skuli valin til að dæma í 8 liða úrslitum í Evrópukeppninni. Þá má og geta þess að íslenskum dómurum hafa borist svo mörg verkefni undanfarin 2 til 3 ár að ekki hefur verið hægt að sinna þeim öllum. Það segir a.m.k. hvernig þær þjóðir sem bjóða þeim heim meta frammistöðu þeirra. Hvað varðar það hvort stefna „mín“ eða HSÍ eins og Viggó orð- ar það, hafi beðið skipbrot, þá er því vísað til föðurhúsanna. Sú stefna sem ræður í dómaramálum er ekki einkastefna mín_ heldur stefna dómaranefndar HSÍ og þar með handknattleikssambandsins. Stefnan er og verður að hafa sem flesta og hæfasta dómara á hveij- um tíma, ásamt því að koma þeim á framfæri erlendis, sem hefur tekist mjög vel undanfarin ár þó svo að ekki hafi þeir komist á OL að þessu sinni. Greinilegt er að Viggó hefur alrei heyrt getið um eftirlits- mannakerfí dómaranefndar og HDSÍ, en 11 eftirlitsdómarar eru starfandi og eru allir fyrrverandi milliríkjadómarar, 1. deildar dóm- arar og/eða fyrrverandi leikmenn. Þessir eftirlitsmenn meta frammi- stöðu dómara og gefa þeim stig fyrir, og eru þau stig lögð til grundvallar er dómarar eru valdir til að dæma í fyrstu deild. Hvað varðar þá staðhæfíngu að ég og þéir sem dæma í fyrstu deild, líti á dómaramálin sem okk- ar einkamál, þá er það varla svaravert. Þó er rétt að benda þér á Viggó, að gefnu tilefni, að dóm- aranefnd og HDSÍ og sú nefnd sem starfar að niðurröðun dómara á leiki, láta hvorki þjálfara né stjómir handknattleiksdeilda segja sér fyrir verkum né ákveða sjálfír hvaða dómarar dæma hjá þeim eða ekki. Viggó segir í grein sinni að flestir þeirra dómara sem dæma í fyrstu deild hafí ekki leikið hand- knattleik. Annan eins rakalausan þvætting hef ég ekki heyrt. Stað- reyndin er nefnilea sú að allir þeir dómarar er dæma nú að stað- aldri í fyrstu deild, utan einn, hafa leikið handknattleik, og leika margir hveijir enn. í þessum hóp eru menn sem hafa leikið með landsliði, unglingalandsliðum, menn með þjálfaramenntun og jafnvel starfandi þjálfarar. Ljóst er að Viggó hefur ekki hugmynd um hvaða menn eru að dæma og hversu mikið sem hann segir að ég forðist að láta þá fé- laga að norðan, Ólaf og Stefán, dæma. Þeir dómarar sem dæma í fyrstu deild eru með nokkum veginn sama leikjafjölda yfír vet- urinn og er þetta því enn ein þvæl- an í grein Viggós. Varðandi það að dómurum sé víxlað innbyrðis, þá kemur oft upp sú staða að menn geta ekki dæmt þá leiki sem þeim em ætlaðir. Fyrir því eru ýmsar orsakir, s.s. vinna, veikindi, meiðsli o.fl. Þá komum við að því vandamáli, að ef um heila umferð er að ræða þann daginn í fyrstu deild ásamt allt að 10—15 öðrum leikjum, að þeir sem sjá um röðun dómara á leiki eiga einskis annars úrkosta en að nýta alla þá sem eru klárir. Vandamálið er nefnilega það að illa gengur að fá menn til starfa sem dómara, og er það aðallega vegna þess skítkasts og dóna- skapar, ásamt sleggjudómum ýmissa aðila í fjölmiðlum. Þar er Viggó Sigurðsson framarlega í flokki. Þá hafa félögin, flest hver, ekki staðið við skyldur sínar, en þau eiga að tilkynna ákveðinn Qölda dómara fyrir hvem flokk sem þau senda til keppni. Rétt er þó að taka fram að til eru nokk- ur félög sem sinna þessu mjög vel, Þegar lengra er lesið í grein Viggós opinberar hann enn þekk- ingarleysi sitt á því hvemig að máium dómara er staðið. Hann talar um „einhver skrifleg dóm- arapróf frá HSÍ sem hvaða páfa- gaukur getur náð“. Það er því rétt að upplýsa Viggó um það hvemig þessu er varið. 1. Ifyrst verða menn héraðs- dómarar og öðlast þau réttindi að afloknu 20 klst. námskeið, sem lýkur með skriflegu prófí, þar sem próftakar þurfa að skila 80% árangri og að því loknu fara menn í verklegt próf. Kjartan Stalnbach 2. Til þess að öðlast landsdóm- araréttindi þurfa menn að hafa dæmt í a.m.k. 3 ár sem héraðs- dómarar og vera orðnir 21 árs að aldri. Þá fara menn aftur í skriflegt próf, verklegt próf og síðan þrekpróf allt að afloknu 25 tíma námskeiði. Þegar þeim áfanga er náð þurfa menn í flestum tilfellum nokkurra ára reynslu sem landsdómarar, áður en þeir komast í hóp þeirra er dæma í fyrstu deild. 3. Dómaranefnd tilnefnir þá sem bestir eru að hennar mati og mati eftirlitsmanna til IHF og verða menn þá svonefndir B- IHF dómarar. Til þess að öðl- ast A-IHF réttindi þurfa menn að fara á viku námskeið hjá dómaranefnd IHF og ljúka skriflegum prófum auk þess að dæma 3 landsleiki undir eftirliti prófdómara IHF. 4. Kröfur hér eru meiri en IHF gerir um árangur í prófum. Er þar sérstaklega átt við að menn fá styttri tíma til að Ieysa skrifleg próf og verða að gera það einir en vinna tveir og tveir saman að lausn skriflega verk- efna hjá IHF. 5. Sem dæmi um alla pfagaukana sem fóru í gegn á síðasta dóm- aranámskeiði þá eru það birt þér til fróðleiks Viggó, að af 19 manns sem sóttu námskeið- ið, féllu 5 í skriflegum prófum og 3 í verklegum prófum, það er u.þ.b. 42% fall. Ég vil taka fram að með þess- um skrifum er ég ekki að halda fram að dómarar séu óskeikulir, þeir gera mistök sem aðrir. Það er samt leitt að vita að þeir sem gefa sig í þetta skulu sífellt geta átt von á skömmum og svívirðing- um frá mönnum sem ég leyfi mér að fullyrða, að kunni ekki leikregl- ur í handknattleik til hlítar. í ágúst 1985 tóku nýjar leik- reglur gildi, og höfðu orðið nokkr- ar breytingar frá síðustu útgáfu þar á undan. Dómaranefnd HSÍ sendi öllum félögum innan HSÍ bréf þar sem boðist var til að koma til fundar með leikmönnum, þjálfurum og forráðamönnum fé- laganna til þess að kynna nýju leikreglumar og þær breytingar sem orðið höfðu. Aðeins 3 félög sáu ástæðu til þess að kynna sér nýju reglumar. Þegar svo dómarar fóru að dæma eftir þess- um nýju reglum urðu ýmsir alveg æfír og úthúðuðu dómurunum. Það er rétt hjá Viggó að mikil uppsveifla hefur orðið í íslenskum handknattleik undanfarin ár. Hins vegar er ég ekki sammála Viggó um það að dómaramir hafi setið eftir. Ég er þeirrar skoðunar að þetta haldist í hendur og að þeir dómarar sem dæma hér í fyrstu deild séu fullboðlegir í hvaða landi sem er. Þetta ætti Viggó að geta vitnað eftir dvöl í bæði Þýska- landi og á Spáni. Ég bjó sjálfur í Danmörku í 4 ár og dæmdi þar og lék sjálfur handknattleik, og er ég hræddur um að upp hæfist mikið rammakvein ef við þyrftum að búa við þá dómgæslu sem ég varð vitni að þar í landi. Að lokum vil ég skora á Viggó Sigurðsson að mæta í próf hjá dómaranefnd og sýna fram á kunnáttu sína með því að fara í gegnum „páfagaukaprófið". Kveðja. Höfundur er formaður dóm- aranefndar Handknattleiks- sambands íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.