Morgunblaðið - 02.03.1988, Síða 72
1
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA
iil GuójónÓ.hf.
/ 91-2 72 33 |
MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR.
Kjarasamningarnir
felldir í Grinda-
vík og Garðinum
Morgunblaðið/Rax
Umferðin gekk að óskum um aUt land í gær, daginn sem nýju umferðarlögin tóku gildi. Að sögn
lögreglunnar í Reykjavík bar nokkuð á að vantaði eyðublöð frá tryggingafélögunum, sem eiga að
vera í hverri bifreið samkvæmt nýju reglunum en gert er ráð fyrir að bifreiðastjórar sjái sjálfir
um skýrslugerð vegna minniháttar óhappa.
Sjá bls. 4: „Þegar óhapp verður og lögreglu er þörf.“
Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ;
Sjómenn munu krefjast
hækkunar á fiskverði
Grindavík.
NÝGERÐIR kjarasamningar
voru felldir á fjölmennum
fundi í Verkalýðsfélagi
Grindavíkur sem haldinn var í
Félagsheimilinu Festi í gær
með 42 atkvæðum gegn 37.
Fjórir seðlar voru auðir.
Fundurinn er sá fjölmennasti
sem haldinn hefur verið um árabil
hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur
þar sem nýgerðir lq'arasamningar
hafa verið til umræðu, en alls voru
á fundinum rúmlega níutíu manns.
Benóný Benediktsson formaður
félagsins kynnti samningana fyrir
Loðnu-
frysting
hafin í
Grindavík
Grindavík.
LOÐNUFRYSTING er haf-
in í Grindavík, en Japanir
gáfu grænt ljós á loðnu-
farm úr Þórshamri GK,
sem kom inn til löndunar
um miðjan dag á mánudag-
inn.
Að sögn Ágústu Gísladótt-
ur, framkvæmdastjóra
Gullvíkur hf. í Grindavík, er
ekki seinna vænna, því
hrognafylling er orðin 20%
og fer því að verða hver
síðastur að frysta.
„Loðnan er samt of smá
eða um 65 stykki í kílói og
verður reynt að byija á þess-
ari loðnu þangað til Gísli Ámi
RE kemur í nótt til Grindavík-
ur með stærri loðnu," sagði
Ágústa í gærkvöldi.
Loðnunni er dælt með sér-
stökum dælubíl, sem eigendur
Þórshamars GK fengu í Nor-
egi, en þar er slíkt áhald not-
að til að dæla laxaseiðum
milli keija. Nýja dælan hefur
því hlotið naftiið „Laxdæla".
Kr.Ben.
GUÐRÚN Á. Símonar óperusöng-
kona lést á heimili sinu í
Reykjavík sunnudaginn 28. febr-
úar sfðastliðinn, 64 ára að aldri.
Guðrún fæddist í Reykjavík 24.
febrúar 1924, dóttir hjónanna
Símonar Johnsen Þórðarsonar lög-
fræðings og Ágústu Pálsdóttur. Hún
stundaði fyrst söngnám hjá Sigurði
Birkis, en síðan söng- og leiklist-
amám og nám í skyldum greinum
í „The Guildhall School of Music and
Drama" í London 1946 til 1950.
Næstu tvö ár var hún við nám í
„The English Opera Studio". Öll
dvalarárin í London var Guðrún við
söngnám í einkatímum hjá Lorenzo
Medea í Wigmore Hall auk þess sem
hún stundaði háskólanám í ensku.
Hún var við söngnám á Ítalíu hjá
Carmen Melis í Mflanó til 1954.
fundarmönnum og þegar orðið var
gefíð laust á eftir var greinilegt
að fundarmenn voru ekki alls kost-
ar ánægðir með samningana og
endurspeglaði atkvæðagreiðslan
andann á fundinum.
Þegar niðurstaðan lá fyrir ósk-
aði formaðurinn eftir uppástung-
um um 5-7 manns í samninga-
nefnd, því fyrir liggur að leita eft-
ir betri samningum. Fyrir skömmu
samþykkti félagsfundur að veita
stjóm heimild til að boða verkfall,
þá mættu aðeins 12 manns.
— Kr.Ben.
Garði
Samningarnir voru felldir með
13 atkvæðum gegn 6 á almenn-
um fundi hjá Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Gerðahrepps í
gærkvöldi.
Fundinn sótti aðallega fólk sem
starfar við fískverkun og var að
heyra á máli þeirra sem töluðu
gegn samningunum að þeim þætti
óskiljanlegt að 17 ára unglingar í
byggingarvinnu hefðu hærri laun
en þeir sem starfað hafa fímm ár
við fískverkun. - Arnór
„SJÓMENN munu ekki sætta sig
við óbreytt fiskverð. Fulltrúar
þeirra í Verðlagsráði munu krefj-
ast þess, að þeir verði ekki látnir
sita eftir, en við teljum að nú
vanti 6 til 10% eftir landssvæðum
upp á að laun sjómanna hafi
hækkað til jafns við laun verka-
fólks í landi miðað við tveggja
ára tímabil. Við munum því krefj-
ast hækkunar á fiskverði," sagði
Guðjón A. Kristjánsson, forseti
Guðrún Á. Símonar hélt fíölmarga
tónleika í mörgum löndum, svo sem
í Danmörku, Noregi, Bretlandi, Sov-
étríkjunum, Bandaríkjunum,
Kanada og íslandi. Hún söng í út-
varp og sjónvarp og sígild lög og
létt lög á hljómplötur. Hún söng
aðalhlutverk í óperum, meðal annars
Tosca úr samnefndri óperu, Mímí í
La Boheme, Santuzza í Cavalleria
rusticana, Rósalindu í Leðurblö-
kunni, Sertínu í Ráðskonuríkinu og
Amor í Orfeus og Evridís. Hún kom
fram sem einsöngvari hjá Sinfóníu-
hljómsveit íslands og hljómsveit
ríkisútvarpsins. Guðrún var heiðus-
borgari Winnipeg-borgar og var
sæmd skjaldarmerki borgarinnar úr
gulli. Hún var sæmd Riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu árið 1981.
Árið 1973 kom út ævisaga hennar,
FFSÍ, í samtali við Morgunblaðið.
Eftir efnahagsráðstafanir ríkis-
stjómarinnar, er enn talið að fisk-
vinnslan sé rekin með tapi, einkum
frystingin, og því geti hún ekki tek-
ið á sig hækkun fískverðs. Nýtt físk-
verð átti að taka gildi nú um mán-
aðamótin. Með lækkun verðs á ga-
solíu úr 8,60 krónum á lítrann í 8,20
lækka útgjöld útgerðar, en á móti
kemur að við þessa lækkun, hækkar
skiptahlutfall úr 75% í 76% sam-
Guðrún Á. Símonar
skráð af Gunnari M. Magnúss, „Eins
og ég er klædd".
Guðrún giftist árið 1960 Garðari
Forberg. Þau skildu árið 1967. Guð-
rún lætur eftir sig uppkominn son,
Ludvig Kára Forberg.
kvæmt kjarasamningum við sjó-
menn. Því batnar afkoma beggja
aðilja eitthvað, laun sjómanna
hækka um 1,4%. Stjómvöld munu
hafa bundið við það vonir, að lækkun
olíuverðsins ásamt niðurfellingu
launaskatts á útgerð eftir mitt þetta
ár og endurgreiðsla uppsafnaðs sölu-
skatts hefði þau áhrif að hægt yrði
að ná samkomulagi um óbreytt fís-
kverð. Líklega verður það ekki nema
skiptahlutfalli verði breytt til að
auka laun sjómanna á kostnað út-
gerðar en ekki fiskvinnslu.
Fyrir ráðstafanir ríkisstjómarinn-
ar töldu fulltrúar fiskvinnslunnar
frystinguna rekna með 10 til 15%
tapi. 6% gengislækkun þýðir 6%'
hækkun á tekjum, lækkun vaxta
gæti bætt stöðuna um 1% og endur-
greiðsla söluskatts og niðurfelling
launaskatts um 2%. Þetta þýðir að
staðan batnar vemlega, en á móti
kemur kjarasamningur, sem kostar
3% og gengislækkun hefur hugsan-
lega einhver áhrif til aukningar verð-
bólgu fyrst í stað að minnsta kosti,
en það eykur innlendan kostnað.
Fulltrúar fískvinnslunnar telja því
ekkert svigrúm til fiskverðshækkun-
ar og telja sumir líklegt að hækkun
á fískverði leiði til annarrar gengis-
fellingar.
Guðjón A. Kristjánsson, forseti
FFSÍ, segir að hækkanir á fískverði
árið 1986 hafi verið sáralitlar, en
vissulega hafí fiskverð hækkað
nokkuð á síðasta ári með fijálsri
verðlagningu og tilkomu fiskmark-
aða, en það dugi ekki til. Óbreytt
fískverð verði því aðeins til að fresta
vandanum, en það gangi ekki að
vertíðarsjómenn fái enga hækkun
nú, þar sem meginhluta tekna þeirra
sé aflað á næstu mánuðum. Þá seg-
ir hann að hækkun skiptahlutfalls
úr 75% í 76% komi fískverði ekkert
við. Það sé samkvæmt kjarasamn-
ingi að skiptahlutfall sé tengt verði
á olíu og þar með útgjöldum útgerð-
arinnar. Á síðasta ári hafí hlutur
sjómanna skerzt um það sama og
hann hækkaði nú vegna breytinga
á olíuverði.
Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri LÍU, vildi lítið tjá sig
um stöðu mála. Hann sagði þó, að
það gæti ekki gengið til lengdar að
Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvæði
fiskverð, sem væri undir almennri
verðlagsþróun í landinu.
Verðlagsráðið kemur saman til
fundar í dag og er þess vænzt að
útreikningar Þjóðhagsstofnunar á
stöðu fiskvinnslunnar eftir aðgerðir
stjómvalda liggi þá fyrir.
Stunginn
með hnífi
UNGLINGUR særðist talsvert af
hnífsstungu í átökum við annan
ungling á Vesturgötunni f gær-
kvöldi.
Var pilturinn fluttur í sjúkrahús
þar sem gert var að sárum hans.
Piltamir vom undir áhrifum áfeng-
is þegar til átakanna kom.
Rannsóknarlögregla ríkisins hef-
ur fengið málið til meðferðar.
Guðrún A. Símonar
óperusöngkona látin