Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 9 PYLSUR aðeins kr. 256.- kg Lambahryggur kr. 456.- kg Svínahamborgarlæri kr. 599.- kg Kjúklingaraðeins kr. 419.- kg Hangikjötslæri 1/1 kr. 537.- kg Hangikjötsframpartur kr. 410.- kg Ungkálfakjötfrá : kr. 245.- kg Bacon bitar kr. 421.- kg Bacon sneiðar kr. 620.- kg Svínakótelettur kr. 869.- kg Nauta T-bone kr. 475.- kg Nautasnitchel kr. 765.- kg Nautagullasch kr. 670.- kg Nautafillet kr. 970.- kg Nautalundir ; kr. 1.290.- kg Svínalundir v. kr. 1.020.- kg Nautalærisneiðar kr. 360.- kg Laugalæk, sími 686S11 Opið til kl. 20 í kvöld, laugardag frá kl. 8-16 Garðabæ> sími 656400 Opið til kl. 20 íkvöld, laugardag frá kl. 8-18 Fjármagns- kostnaður frysting- arinnar Svavar Gestsson, fyrr- verandi formaður Al- þýðubandalagsins, réðst á vaxtastefnu ríkisstjórn- arinnar og sagði fjár- magnskostnaðinn vera að sliga atvinnulifið í landinu ásamt fijálsu fiskverði. Svavar sagði: „I fiskvinnslunni eða frystingunni var fjár- magnskostnaður frysti- húsa, Sambandshúsanna svoköUuðu, orðinn 11% af rekstrartelgum núna fyrir fáeinum vikum samkvæmt uppgjörsyfír- Uti sem ég sá frá sjávar- afurðadeild Sambands- ins fyrir skömmu. Hæst- virtur utanríkisráðherra sagði um sama leyti að raunkostnaður vaxta í frystingunni hefði hækk- að um 70% á einu ári.“ Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra, vék einn- ig að vaxtastefnunni og sagði að á undanförnum vikum hafi menn gerst talsmenn þess að vextir yrðu lækkaðir með vald- boði af hálfu ríkisstjóm- arinnar. Sjálfur teldi hann að forsenda þess að vextir gætu lækkað væri annars vegar að horfur í verðlagsmálum skýrðust og hins vegar að betra jafnvægi kæmist á milli framboðs og eftir- spumar á fjármagns- markaðinum. Viðskipta- ráðherra sagði að nú hefði verulega dregið úr óvissu um þróun verðlags á næstunni. Bæði vegna þess að fyrri aðgerðir ríkisstjómarinnar væm famar að skila árangri í minnkandi verðhækkun- um og vegna þess að stefnan i kjarasamning- um fyrir þetta ár væri nú farin að skýrast og ljóst að hún gæfi færí á hjaðnandi verðbólgu er tæki að liða á áríð. Neikvæðir raunvextir Um tölur Svavars OatoáíM? ‘ Innlansstofnanir 1« ti um 2% að meðaltali Dagsbrún samþykkti naumlega^ SmM Júlíus og reiknistokkurinn Efnahagsmál komu til umræðu í efri deild Alþingis á þriðjudag þegar fjármálaráð- herra lagði þar fram frumvarp um efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Þing- menn fóru um víðan völl í umræðunum og kom það meðal annars til umræðu hvort Júlíus Sólnes, þingmaður og verk- fræðiprófessor, hefði litið rétt á reikni- stokkinn sinn. Gestssonar og utanríkis- ráðherra um fjármagns- kostnað hafði Jón Sig- urðsson þetta að segja: „Samkvæmt tölum Seðla- bankans nam allur vaxta- kostnaður sjávarútvegs- ins á síðastliðnu ári 15% miðað við heildarskuldir hans eins og þær voru á árinu. Þegar litið er á verðlagsþróun á sama tíma þá hækkaði verðlag hér á landi um 25% á sama tíma. Því er algjör- lega ljóst að raunvextir sjávarútvegsins þegar á heildina var litið voru neikvæðir svo verulegu munaði i fyrra og hafa áreiðanlega lést þegar rétt er reiknað á liðnu ári. Þetta eru staðreynd- iraar í málinu." Taldi hann þetta vera til marks um það hversu „fráleit- ar“ fullyrðingarnar um vaxtakjörin í landinu væra. Viðskiptaráðherra vék einnig að þeim vaxta- Iækkunum sem nú era að eiga sér stað og lagði áherslu á að þær hefðu lánastofnanimar sjálfar ákveðið. í vaxtamálum væri það að gerast, að lögmál hagfræðinnar væru farin að gilda á ís- landi þótt að Svavar Gestsson þverskallaðist við að viðurkenna það og þættist ekki sjá það. Ekki betri sanmingar án verkfalla En það vora ekki bara vextimir og fjármagns- kostnaðurinn sem Svavar bölsótaðist yfir þennan þriðjudagseftirmiðdag. Hann fann einnig ný- gerðum kjarasamning- um allt til foráttu. Júlíus Sólnes, oddviti Borgara- flokksins í Reykjanes- kjördæmi, tók undir með Svavari í þeim söng. „Ég leyfi mér að full- yrða að það verkafólk sem var verið að semja um kaup og kjör fyrir núna fyrir helgina var mun betur sett fyrir mánuði en það er nú eft- ir að hafa fengið þá launahækkun sem um var samið og fá síðan ofan i hana ráðstafamr ríkisstjórnarinnar. Ég held að þessu fólki hafí verið mun betur borgið án nokkurra samninga og án þessara ráðstaf- ana,“ sagði Július Sólnes. Karvel Pálmason, varaformaður Verka- mannasambandsins og þingmaður fyrir Alþýðu- flokldnn á Vestfjörðum, varði nýgerða samninga. Hann sagðist taka undir með þeim sem segðu: „Hefði ekki Verka- mannasambandið komið að þessari samningsgerð hefðu trúlega orðið hærri tölur að þvi er varðar fall á gengi en menn standa nú frammi fyrir. Þá er ástæða til að spyrja þessa hina sömu menn, sem telja að þetta dugi ekki, það þurfti meira: Hvað átti að gera?' Átti að fella gengið meira? Á að skera meira niður? Við þessu hafa engin svör fengist." Karvel sagði að það hefði veríð talin skylda af hálfu VMSÍ að halda þannig á málum að hægt væri að halda uppi kaup- mætti frá árinu 1987. Hann væri 3% lægri í þessari samningsgerð heldur en var og engin ástæða til að leyna því á neinn hátt. „Og þó að ég sé ekki hissa á þvi að menn séu óánægðir, þá fullyrði ég það að menn hefðu ekki náð lengra í þessum efnum án harð- vítugra átaka, langvar- andi verkfalla, sem memi hér innan dyra ættu að vita að kynni að kosta. Frammi fyrir þessu stóðu menn og það kemur að þvi alltaf annað slagið hjá þeim aðilum sem við þessi verkefni fást að menn þurfa að taka ákvarðanir, taka afstöðu °g þá jafnvel bera ábyrgð og standa eða faUa með sínum gjörð- um.“ Ef þetta var staðan sem blasti við að mati varaformanns VMSÍ, hvað er það þá sem vakir fyrir þeim Júlfusi og Svavari þegar þeir gagn- rýna nýgerða kjarasamn- inga? Þeir eru kannski að sækjast eftir þeirri upplausn sem fylgir harðvítugum átökum og langvarandi verkföllum? Telur Júlús Sólnes að ekki hafi verið nauðsyn- legt að grípa til ráðstaf- ana til þess að draga úr þenslu? Eða Ieit kannski verkfræðiprófessorinn bara vitlaust á reikni- stokkinn sinn, eins og viðskiptaráðherra orðaði það í umræðunum? Hver svo sem ástæðan er, er ljóst að forystumenn verkalýðshreyfingarinn- ar hafa reynst mun ábyrgari í þessum efnum en upplausnarsinnar í stjórnarandstöðunni. Brúðkaupsgjafir sem þú velur fyrir vini þína og þú sem þér þykir vœnt um -——-' N * J studio-line
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.