Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 27 Stöðugar sprenging- ar kveða við í Dhaka Dhaka, frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins í Bangladesh. „Kosningarnar í dag fóru ljómandi vel fram, voru frjálsar og mjög rólegar miðað við það sem gerist i þessum heimshluta. Ekki kom til þess að kveðja þyrfti út herinn,“ sagði M. A. Matin aðstoðarforsæt- isráðherra á fundi með fréttamönnum hér i kvöld eftir að kjörstöð- um hafði verið lokað. Reuter Skemmdir á sjúkrahúsi í Teheran eftir eldflaugaárás íraka á borg- ina. Fimm menn biðu bana og rúmlega 50 slösuðust í árásinni. Ráðherrann sagði að fimm hefðu látið lífið og tíu hefðu meiðst í höf- uðborginni í dag. Miðað við mann- fall í síðustu kosningum sagði ráð- herrann þetta mjög góða útkomu. 170 kjörstöðum varð að vísu að loka vegna átaka en telst varla nein ósköp og hasar. Stöðugar sprengingar síðastliðinn sólarhring hafa kveðið við í Dhaka. Ráðherr- ann sagði að þetta hefðu verið meinlausar púðurkerlingar og ekki til að gera neitt veður út af. Ráðherrann var spurður hvort hann hefði einhvern tíma fylgst íranir og írakar halda áfram eldflaugaárásum: íranir segjast hafa skotið á aðalstöðvar íraska hersins Baghdad. Reuter. ÍRANIR skutu þremur eldflaug- um á íbúðarhverfi í Baghdad, höfuðborg íraks, í gær, fjórða daginn í röð. Irakar sögðu að sjö menn hefðu beðið bana þegar þriðja flaugin lenti. Hótuðu þeir grimmilegum hefndum. Að sögn útvarpsins í Baghdad varð talsvert tjón í eldflaugaárá- sinni. Að sögn sjónarvotta óku tug- ir sjúkrabíla á vettvang þegar flaug númer tvö lenti og sprakk um há- degisbilið að staðartíma í gær. Fyrsta flaugin lenti árla morguns. Af opinberri hálfu var aðeins sagt að manntjón hefði orðið er þriðja flaugin hæfði borgina. íranir sögðu að henni hefði verið miðað á aðal- stöðvar íraska hersins í Baghdad. Irakar svöruðu fyrir sig eftir að fyrstu flauginni var skotið og skutu þremur eldflaugum á Teheran og hina helgu borg Qom. írakar eru sagðir hafa skotið 25 eldflaugum á Teheran og þremur á Qom frá því á mánudag. Iranir segjast hafa sko- tið 11 flaugum á Baghdad á sama tíma. Iranir sögðu að ein írösku flaug- anna, sem skotið var í gær, hefði hæft sjúkrahús og 20 menn hefðu særst. Þeir sögðu að lesa mætti af eldflaugabrotum að flaugarnar, sem írakar hefðu skotið að undanf- örnu, væru sovézkar. Auk eldflaugaárásanna vörpuðu íraskar þotur sprengjum á borgina Shiraz í suðurhluta Irans, að sögn útvarpsins í Teheran. Þrettán menn féllu og að minnsta kosti 40 særð- ust, að sögn útvarpsins. með kosningum á Vesturlöndum og ef svo væri við hvaða land hann líkti kosningunum í dag. Hann nefndi þá England og hló blaða- mannahópurinn dátt og ráðherrann sleit fundinum heldur stuttur í spuna. Það var almennt mjög erfitt framan af degi að átta sig á gangi mála héma. Eg þvældist milli kjör- staða og kom þá á einn kjörstað þar sem tveir menn höfðu verið stungnir til bana hálftíma áður. Þar voru að sögn lögreglunnar að verki stjómarandstæðingar en þeir hund- suðu að mestu kosningamar og réðust gegn þeim sem kusu. Þessum kjörstað var seinna lokað. Ég fór í morgun að horfa á Ers- had forseta og frú hans Roufshan kjósa. Þau mættu á kjörstað í eink- ar óforsetalegum Toyota-bíl. Ers- had virtist rólegur og sagði blaða- manni Morgunblaðsins að hann vonaði að allt færi nú friðsamlega fram og gat sú yfirlýsing frumlegri verið. Kona hans var í grænum sarí og virtist ekki beint afslöppuð enda varla von. Eftir að þau höfðu kosið þrýsti hún ungum syni þeirra að sér og var greinilega fegin að komast í burtu. Forsetinn fór svo á kjörstaði út um landið síðdegis og sjónvarpið var með myndir af því í kvöld og gerði mikið úr því hversu vel honum var fagnað. Areiðanlegar heimildir hér sögðu mér í kvöld að væntanlega yrði nú unnið að því að halda aðrar kosning- ar í nóvember og myndi Jatyia, stjórnarflokkurinn, reyna að kom- ast að samkomulagi við Hashínu Wajib og Khalidu Zhia sem eru mest áberandi í stjórnarandstöðu. Bandalög þeirra tóku ekki þátt í kosningunum í dag en undirbún- ingsviðræður eru semsagt að fara af stað um einhverkonar skilmála sem þær stöllur gætu sætt sig við svo flokkar þeirra fengjust til þess að taka þátt í nóvemberkosningun- Um. A blaðamannafundi sem Hash- ína .formaður Awami-bandalags- ins, hélt síðdegis vildi hún ekki stað- festa þetta en neitaði engu og var ekki jafn harðorð og fyrr í garð forystumanna Jatya-flokksins. Þegar þetta er skrifað er talið að flokkur forsetans muni fá að minnsta kosti 222 þingsæti af 300 og annar „stjómarandstöðuflokk- ur“ sem styður Ershad um 30. Þar sem aðrir stjómarandstæðingar sátu heima eru úrslitin naumast marktæk og verða varla veikburða lýðræðistilburðum Bangladeshar til framdráttar. Takist að ná sam- komulagi við Hashínu en flokkur hennar hafði 76 sæti á síðasta þingi gæti þó rofað til í kosningunum í nóvember. Ítalía: Fyrrum ráðherrar flæktir í mútumál Mtlanó. Frá Benedikt Stefánssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. ÞINGNEFND sem rannsakar embættisafglöp ítalskra ráðherra fékk í gær í hendur gögn rannsóknarlögreglunnar í Genova um eitt mesta mútuhneyksli síðari ára hér í landi. Þrír þingmenn og fyrrverandi ráðherrar eru bendlaðir við hneykslið, Franco Nicolazzi sem sagði af sér formennsku í Sósíaldemókrataflokknum í byijun vikunnar, Clielio Darida og Vittorio Colombo öldungardeildarþingmenn Kristi- lega demókrataflokksins. Byggingarmeistari í Mílanó sem gekk lög- reglunni á hönd í von um að hljóta vægari dóma hefur játað að hafa greitt ráðherrunum og fleiri embættismönnum allt að hálfum milljarði íslenskra króna í mútur. Stjónmálamennirnir þáðu pen ingana gegn því að tryggja verktak- anum samninga um byggingu fang- elsa, flugvalla og járnbrauta víðs vegar um Italíu. Sem dæmi má nefna að fyrir réttu ári þegar Nic- olazzi gegndi embætti ráðherra opinberra framkvæmda samdi hann sjálfur við byggingameistarann um framkvæmdir við fangelsi í Mílanó og Trento gegn sextíu milljóna króna „gjöf“. I vitorði með Nicol- azzi var æskufélagi hans Giorgio De Palma sem ráðherrann hóf til æðstu metorða innan ráðuneytisins. De Palma fer nú huldu höfði eftir misheppnaða tilraun til að flýja land um síðustu helgi. Þá hafði Nicol- azzi afnot af einkaflugvél bygg- ingameistarans sem hann notfærði sér óspart. Þingnefndin hefur aðeins örfáar vikur til að aðhafast eitthvað í málinu því umboð hennar rennur út 7. apríl næstkomandi. Fyrir nefndarmönnum liggur fjöldi alvar- 'legra kærumála þeirra á meðal eru meint embættisafglöp núverandi ráðherra og þingmanna í æðstu embættum viðkomandi stjórnmála- flokka. Stjórnarskrámefnd skilaði fyrr í vikunni tillögu sem gerir ráð ' fyrir að ákæruvald vegna brota ráðherra í starfi verði á hendi sak- sóknara og dæmt verði í málum þeirra fyrir almennum dómstólum. Óldungardeild og fulltrúadeild þingsins þurfa að samþykkja bréyt- inguna á stjómarskránni til þess að þessi lög taki gildi. Eins og ástatt er í ítölskum stjómmálum gæti tekið langan tíma að koma breytingunni klakklaust í gegnum báðar deildirnar því má vera að stjómmálamennirnir geti enn keypt sér nokkum gálgafrest. ÞARSEM BÍLARNIR ERU í sýningarsal T0Y0TA BÍLASÖLUNNAR er úrval nýlegra bíla af öllum geröum. Auk þess gefum við út söluskrá mánaöarlega þar sem auglýstar eru allar árgeröir og teguridir. Verið velkomin aö skoöa bílana í rólegheitum í björtum sýningarsal. Viö tökum vel á móti þér. Öpið milli kl. 9:00-19:00 og laugardaga milli kl:10:00 og 17:00. TOYOTA BÍLASALAN SKEIFUNNI 15.SÍMI 687120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.