Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
53. tbt. 76. árg.
FOSTUDAGUR 4. MARZ 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Afganistan:
Stjórnin
slakar á
kröfum
Genf, Reuter.
FULLTRÚAR afgönsku lepp-
stjórnarinnar í Kabúl gerðu heyr-
inkunnugt í Genf i gær að stjórn-
in væri reiðubúin til að fallast á
að sovéska innrásarliðið í landinu
hefði sig á brott á níu mánuðum,
og yrði helmingur liðsaflans kall-
aður heim á þriggja mánaða tíma-
bili.
Pakistanar, sem styðja afganskar
frelsissveitir, vilja hins vegar að her-
liðið verði kallað heim á átta mánuð-
um og hafa hingað til bundið slíkt
samkomulag því skilyrði að bráða-
birgðastjóm hafí tekið við völdum í
Afganistan. Hins vegar gaf for-
maður pakistönsku sendinefndarinn-
ar til kynna í gær að stjórnin færi
tilbúin til að fallast á tilslakanir í
þessu efni.
Reuter
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra ræðir við Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, er
leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins komu saman til hádegisverðar í Brussel í gær.
Fundi leiðtoga ríkja Atlantshafsbandalagsins lokið:
Atlantshafsbandalagið er
sterkara eftir þennan fund
segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra
Brussel, frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgrinblaðsins.
FUNDI leiðtoga sextán aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins lauk
hér í Brussel um hádegisbilið í gær. Að fundinum loknum Iýstu leið-
togaranir ánægju með niðurstöðu hans. Ronald Reagan Bandaríkja-
forseti sagði á blaðamannafundi í höfuðstöðvum bandalagsins, að
styrkur og samstaða þjóðanna væri mikil: Bandaríkjamenn myndu
enn um langan aldur treysta eigið öryggi og annarra með varnarsam-
starfi við Evrópuríkin. Eftir töluverðar umræður um orðalag á þeim
kafla i yfirlýsingu fundarins sem fjallar um vopnabúnað náðist sam-
komulag í fyrrakvöld, sem allir kváðust ánægðir með. Eftir fundinn
sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra að viðræðurnar hefðu
styrkt bandalagið og markað framtiðarstefnu á sama grunni og áður.
Fundur leiðtoganna í gærmorgun
var stuttur. í upphafi hans skýrði
Carrington lávarður, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins, frá
því að í fyrrakvöld hefði tekist sam-
komuíag um orðalag á lokayfirlýs-
ingu leiðtoganna. Staðfestu leið-
togamir þá niðurstöðu og sagði
Bandaríkjaþing:
Hafna stuðningi
við kontra-liða
Washington, Reuter.
FULLTRÚADEILD Bandaríkja-
þings felldi óvænt i gærkvöldi
tillögu þingmanna Demókrata-
flokksins um stuðning við
kontra-skæruliða í Nicaragua.
í fyrstu atkvæðagreiðslu um til-
löguna var hún samþykkt með 215
atkvæðum gegn 210. í síðari um-
ferð var hún hins vegar felld. Sam-
kvæmt henni var gert ráð fyrir að
30,5 milljónum Bandaríkjadala yrði
varið til aðstoðar við skæruliða og
að upphæðinni yrði eingöngu varið
til kaupa á hjálpargögnum.
Þingið felldi nýverið tillögu Ron-
alds Reagans Bandaríkjaforseta
sem gerði ráð fyrir 36 milljóna
dala aðstoð við skæruliða. Repú-
blikanar lögðust gegn tillögu
Demókrataflokksins og kváðust
stjórnmálaskýrendur í gær telja að
atkvæði þeirra svo og þeirra demó-
krata sem eru algjörlega andvígir
stuðningi við skæruliða hefðu ráðið
úrslitum.
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, á blaðamannafundi
að umræðurnar um yfirlýsinguna
hefðu enn sýnt lýðræðislega stjórn-
arhætti bandalagsins í framkvæmd.
Orðalagið sem um var deilt er í
fimmtu grein yfirlýsingarinnar þar
sem segir að varnarstefna banda-
lagsins byggist á fælingu þar sem
stuðst sé við kjarnorkuvopn og
hefðbundinn vígbúnað „sem áfram
verði af nýjustu gerð þar sem það
er nauðsynlegt". Snerust umræð-
umar þannig um endurnýjun kjarn-
orkuvopna í Vestur-Evrópu. Vildi
Margaret Thatcher, forsætisráð-
hera Bretlands, halda fast í hin til-
vitnuðu orð og lýsti hún mikilli
ánægju með lokaniðurstöðuna á
blaðamannafundi, sem boðað var
til í gær.
í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins sagði Þorsteinn Pálsson
forsætisráðherra um niðurstöður
fundarins: „Það er mikilvægast að
Atlantshafsbandalagið er sterkara
eftir þennan fund en áður. Hann
markaði stefnu fram í tímann á
grundvélli þeirra meginsjónarmiða,
sem mótað hafa samstarf ríkjanna
til þessa. Allir lýstu eindregnum
stuðningi við samninginn um upp-
rætingu meðaldrægu eldflauganna
og lögðu áherslu á nauðsyn þess
að semja áfram af styrkleika um
fækkun kjarnavopna og hefðbund-
inna vopna. Almenn samstaða er
um þá skoðun að Míkhaíl Gor-
batsjov vilji í raun breyta stjórnar-
háttum í Sovétríkjunum. Vilja menn
nýta þetta tækifæri til að bæta
samskiptin við Sovétríkin en telja
jafnframt nauðsynlegt að orðum
fylgi athafnir og líta t.d. til Afgan-
istans í því efni.“
Sjá ennfremur lokayfirlýsingu
leiðtogafundarins á bls. 10 og
fréttir á bls. 26.
Azerbajdzhan:
Féllu 17 í
Sumgajt?
Moskvu, Reuter.
SOVÉSKUR andófsmaður segir
17 manns hafa fallið í átökum
miili Azerbajdzhana og Armena
í borginni Sumgajt á mánudag.
Svo virðist sem óeirðirnar séu
að breiðast út því í gær bárust
af því fréttir að hermenn héldu
uppi eftirliti í borginni
Kirovabad í sovétlýðveldinu Az-
erbajdzhan. Eru þetta mestu
þjóðemisróstur í Sovétríkjunum
um áratuga skeið.
Andófsmaðurinn Sergej Gróg-
oryants sagði í Moskvu á miðviku-
dag að 17 manns hefðu fallið í átök-
unum í Sumgajt í Armeníu. Stjórn-
völd í Sovétríkjunum hafa enn ekki
viljað skýra frá því hversu margir
týndu lífí en Gennadíj Gerasímov,
talsmaður sovéska utanríkisráðu-
neytisins, hefur staðfest að „nokkr-
ir“ hafi fallið. Gerasímov sagði á
blaðamannafundi í Moskvu í gær
að upphafsmenn átakanna hefðu
verið handteknir en vildi ekki láta
uppi hversu margir þeir væru. Átök-
in brutust út síðastliðinn sunnudag
vegna ágreinings Azerbajdzhana
og Armena um yfirráð yfir Nag-
omo-Karabakh-héraði sem tilheyrir
Azerbajdzhan.
Sovéskur embættismaður í borg-
inni Kirovabad sagði í samtali við
Reuíers-fréttastofuna í gær að
„hópar ungra ofbeldisseggja" hefðu
efnt til mótmæla í borginni á mánu-
dag. Kirovabad er um 275 kíló-
metra vestur af Sumgajt. Sagði
embættismaðurinn að hermenn og
sjálfboðaliðar úr röðum óbreyttra
borgara héldu uppi eftirliti í borg-
inni og að ekki hefði komið til frek-
ari mótmæla.
Bangladesh:
Þingkosningamar
eru blóði drifnar
Dhaka, frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgfunblaðsins, og Reuter.
ÞRETTÁN manns féllu í gær er
til átaka kom í Bangladesh
vegna kosninga í landinu að sögn
heimildarmanna innan lögreglu.
Aðstoðarforsætisráðherra
landsins segir hins vegar að
fimm hafi fallið i átökum fylgis-
manna stjórnar Eshrads forseta
og stjórnarandstæðinga.
Eshrad forseti virtist rólegur og
sagði hann í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins er hann mætti á
kjörstað í gær að hann vonaði að
kosningamar fæm friðsamlega
fram. Loka þurfti 170 kjörstöðum
vegna átaka og sprengingar hafa
kveðið við linnulítið í Dhaka undan-
farinn sólarhring.
Búist er við því að flokkur forset-
ans fari með sigur af hólmi í kosn-
ingunum en stjómarandstæðingar
hundsuðu þær að mestu og réðust
þess í stað gegn þeim sem neyttu
atkvæðisréttar síns.
Sjá ennfremur „Stöðugar
sprengingar . . . á bls. 27.
i mmmm j
Reuter
LögTeglumenn flytja kjörgögn
á brott í Dhaka, höfuðborg
Bangladesh.