Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
11
Reuter
Ronald Reagan Bandaríkjafor seti ávarpar fréttamenn í höfuð-
stöðvum NATO í Brussel í gær.
byggjandi samskiptum til lang-
frama mill ríkja austurs og vesturs
og ýta jafnframt undir nánari og
árangursrík kynni þjóða og ein-
staklinga um alla Evrópu. Við skor-
um á öll þátttökuríkin að leggja
hart að sér til þess að ljúka sem
fyrst framhaldsfundi RÖSE í Vín
með efnisríku lokaskjali þar sem
jafnvægis er gætt.
17. Við erum á einu máli um
mikla þýðingu þess að Sovétríkin
dragi herlið sitt til baka frá Afgan-
istan fljótt og að fullu og að það
ríki endurheimti í raun fullveldi sitt.
Það er í ljósi þessa sem við munum
meta nýlegar yfirlýsingar Gor-
batsjovs aðalritara.
18. við vonum að á væntanlegum
leiðtogafundi í Moskvu muni Reag-
an forseti og Gorbatsjov aðalritari
geta byggt á þeim árangri sem
náðist á Washington-fundi þeirra í
desember sl. Við styðjum eindregið
viðleitni Bandaríkjanna. Hún er í
fullu samræmi við þá samræmdu
stefnu okkar að sækjast eftir, með
viðræðum háttsettra manna, veru-
legum árangri sem fyrst á sem
flestum sviðum gagnvart Sovétríkj-
unum, þar með talið að auka virð-
ingu fyrir mannréttindum, tak-
marka vígbúnað, slaka á spennu á
einstökum svæðum, og bæta tæki-
færi til tvíhliða sambands og sam-
starfs.
19. þegar við lítum til baka yfir
hartnær fjóra áratugi sameiginlegr-
ar viðleitni og fóma og á þann ár-
angur sem náðst hefur, þá erum
við fullviss um réttmæti grundvall-
arreglna okkar og tilgangs banda-
lagsins nú og í framtíðinni. Við
sameinumst í átaki um að tryggja
frið og frelsi í heiminum. Við mun-
um grípa þau tækifæri og bregðast
við þeim ögrunum sem fram undan
eru með hugvitssemi og bjartsýni
sem og ákveðni og árvekni. Þetta
er ótvíræð skylda okkar gagnvart
þjóðum okkar.
Lögreglumeim vilja
verkfallsrétt að nýju
Landssamband lögreglu-
manna hefur óskað eftir því að
fá að nýju samningsrétt og verk-
fallsheimild. Lögreglumennirnir
telja, að illa hafi gengið að fá
laun leiðrétt miðað við aðrar
stéttir innan BSRB.
Árið 1986 afsöluðu lögreglu-
menn sér verkfallsrétti, en í staðinn
skyldu launahækkanir þeim til
handa reiknaðar út miðað við
nokkrar stéttir innan BSRB. Að
sögn Sæmundar Guðmundssonar,
lögregluvarðstjóra og stjórnar-
manns í Landssambandinu, var
ákveðið að launahækkanir skyldu
reiknaðar út af hagstofustjóra.
„Þegar laun voru reiknuð út í fyrsta
sinn eftir þessari reglu um áramót-
in 1986-1987 fannst okkur ekki
rétt að því staðið og hagfræðingur
okkar staðfesti það álit okkar,“
sagði Sæmundur. „Þá kom í ljós
að fj ármál aráðuneytið hafði látið
reikna þetta út á eigin vegum. Um
mitt ár 1987 voru laun aftur reikn-
uð og þá fengum við enga hækkun.
Við gátum sætt okkur við það, en
enn var reikningsaðferðin röng að
okkar mati. Um síðustu áramót
átti enn að reikna launin, en þá
vorum við orðnir langþreyttir á
þessu. Lögfræðingur okkar taldi
rétt að leita til félagsdóms. Þar
varð dómssátt og málið var sent
hagstofustjóra. Nú liggja fyrir út-
reikningar hans og miðað við þá
áttum við að fá 2,5% um áramótin
1986-1987 og 2,3% um síðustu ára-
mót.“
Sæmundur sagði að iögreglu-
menn sæju sér ekki fært að standa
í málaferlum og jafnvel stefna fjár-
málaráðherra við hvert samnings-
uppgjör. „Við viljum leysa fjármála-
ráðherra undan þeirri kvöð og fá
samningsréttinn aftur, ásamt verk-
fallsheimild. Framkvæmdastjóm
Landssambandsins ræddi þessi mál
við fjármálaráðherra í gær og á
næstunni verður unnið frekar að
þessu máli,“ sagði Sæmundur Guð-
mundsson að lokum.
Konur úr Hruna-
sókn selja brodd
Konur úr Hmnasókn í Hmna-
mannahreppi verða með brodd til
sölu í Miklagarði eftir hádegi í dag.
Allur ágóði rennur til Hranasóknar.
(Fréttatilkynning-)
Okkur
tókstþað
VID NÁÐUM VERDINU NIÐUR
MEÐ STÓRUM INNKAUPUM
KOMDU OG SKOÐAÐU ÞESSI FALLEGU SÓFASETT,
SEM ERU SVO MJÚK OG ÞÆGILEG - MEÐ HÁU BAKI.
ÞAU ERU BÓLSTRUÐ í SVAMP SEM ÞAKINN ER DAC-
RONLÓ OG KLÆDD MEÐ NÍÐSTERKU, KRÓMSÚTUÐU
OG ANILINLITUÐU NAUTALEÐRI (EINS OG YFIRLEÐRIÐ
Á SKÓNUM ÞÍNUM) Á SLITFLÖTUM.
Verðið er mjög hagstætt, því við náðum því niður með
stórum innkaupum- og svo bjóðum við þér 2ja ára
ábyrgð.
6 SÆTA HORNSÓFAR 97.860
5SÆTAH0RNSÓFAR 92.860
3+1+1SÓFASETT 92.860
3+2+1+SÓFASETT 99.860
ÚTB. 25.000 OGCA. 6-7.000 ÁMÁN.
ÚTB. 23.000 OGCA. 6-7.000 ÁMÁN.
ÚTB. 23.000 OGCA. 6-7.000 ÁMÁN.
ÚTB. 25.000 OGCA. 6-7.000 ÁMÁN.
LEÐURLITIR: SVART-BRÚN-UÓSGRÁTT-DÖKKGRÁTT-
BLEIKT-DRAPPLITT- OG DUMBRAUTT.
OG AUÐVITAÐ BORGARÐU ÚTBORGUNINA-
EÐA ÞÁ ALLT SAMAN MED VISA OG EURO.