Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 39 Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Frá þingi Ungmennasambandsins sem haldið var á Hvanneyri 27. febrúar sl. 66. þing UMSB hald- ið á Hvanneyri Hvannatúni, Andakíl. ARLEGT þing Ungmennasam- bands Borgarfjarðar, hið 66. í röðinni, var haldið á Hvanneyri laugardaginn 27. febrúar. A þinginu voru lagðir fram reikn- ingar Húsafellsmótsins. Aðalmál voru annars heildarstarf sam- bandsins, fjármál þess, íþrótta- mál og útgáfa héraðsfréttabréfs. Fyrir þinginu lá myndarleg árs- skýrsla jnBr starfið árið 1987. Slíkar skýrslur hafa verið gefnar út í mörg undanfarin ár. Aðalefni henn- ar eru skýrslur stjómar, nefnda og aðildarfélaga, úrslit íþróttamála og gildandi metaskrá í frjálsum íþrótt- um og sundi. Með tilkomu fastráðins fram- kvæmdastjóra efldist starfíð innan UMSB mjög. Ungmennasambandið hóf seint á sl. ári útgáfu á héraðs- fréttablaði, Borgfírðingi. Meðútgef- andi er Verkalýðsfélag Borgamess. Blaðið hefur hlotið góðar viðtökur og samþykkti þingið að efla útgáfu blaðsins. í reikningum sambandsins kom fram, að ágóði þess af Húsa- fellshátíðinni sl. sumar var liðlega 1,2 millj. kr. Björgunarsveitin Ok, sem var samstarfsaðili UMSB, hafði í tekjur um 550 þús. kr. Á hennar vegum stóðu 30—40 félagar á vakt í senn á hátíðarsvæðinu. Auk þess skiptu aðildarfélög UMSB og Björg- unarsveitin Ok milli sín ágóða af verlsun á svæðinu eftir unnum stundafjölda hvers félags. Heildar- omRon AFGREIÐSL UKASSAR vinnuframlag var rúmlega 10.000 klst. Helstu kostnaðarliðir voru skemmtikraftar og löggæsla. Nokkrar umræður urðu um þennan kostnaðarlið. Samkomuhöldumm úti á landsbyggðinni þykir þeir ekki sitja við sama borð og aðrir í þétt- býli. Þar þekkist ekki að móts- haldarar þurfí að greiða miklar fjár- hæðir til löggæslu. Annars kom fram á þinginu að mótshaldið hefði tekist vel í flesta staði, engin alvarleg slys á fólki, umgengni gesta svipuð og má bú- ast við af þessum aldurshópi og að björgunarsveitarmenn og hjúkr- unarlið hafí hjálpað öllum, sem þess þurftu með. Ákvörðun um annað mót af svip- uðu tagi verður tekin á formanna- fundi. Þingið samþykkti að skipta lottótekjum á árinu 1988 þannig, að meirihlutinn færi til aðildarfélag- anna og opinn verði möguieiki til að veija allt að 25% til kaupa á húsnæði fyrir sambandið, en að- stöðuleysi í húsnæðismálum er orð- ið. bagalegt. Þingið samþykkti að stefnt verði að landsmóti Ung- mennafélags Islands í Borgamesi árið 1996. Formaður sambandsins, Sigríður Þorvaldsdóttir var endurkosin í annað sinn, gjaldkeri var kosin Jónína Pálsdóttir, meðstjómandi Hallgrímur Jónsson, varasam- bandsstjóri Einar Ole Pedersen og ritari er Gísli Einarsson. Fram- kvæmdastjóri og ritstjóri Borgfirð- ings er Ingimundur Ingimundarson. Þingið var vel sótt, 47 kjömir fulltrúar sátu það auk stjómar og gesta. Aðildarfélög UMSB em 13 og tala félagar 1347. - D.J. Norrænt þing um bamavemd haldið hér á landi í sumar NORRÆNT þing um barnavernd verður haldið hérlendis dagana 28. júní til 1. júlí n.k. í Háskóla íslands. Þingið er haldið á vegum Norrænna samtaka um barna- vernd en að undirbúningi þings- ins stendur Bamaverndarráð Is- lands fyrir hönd Menntamála- ráðuneytisins. Haldnir verða 5 fyrirlestrar auk 10 smærri mál- þinga þar sem flutt verða erindi til andmæla og umræðu. Vænst er þátttöku þingmanna, sveitar- stjórnarmanna auk fagfólks og annara sem starfa að málefnum baraa og ungmenna. Samtökin sem að þinginu standa, hafa starfáð frá því á þriðja tug aldarinnar og eru þing haldin þriðja hvert ár. ísland hefur ekki verið formlegur aðili að samstarfinu, þó að ýmsir íslenskir aðilar hafi sótt þingið, segir frétt frá framkvæmda- nefnd þingsins. Í undirbúningshópa voru skipaðir ýmsir fulltrúar félaga og opinberra stofnana og úr þeim hópi voru til- nefndir aðilar í framkvæmdanefnd sem Bamavemdarráð skipaði. í henni eiga sæti; Bragi Guðbrands- son, félagsmálastjóri Kópavogs, Guðný Guðbjömsdóttir dósent, Gunnar Sandholt, yfírmaður fjöl- skyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, Gyða Jóhannesdóttir, skólastjóri Fósturskólans, Helga Hannesdóttir læknir, Jón Bjömsson félagsmálastjóri, Margrét Margi- ersdóttir, deildarstjóri í Félagsmála- ráðuneyti, Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari og Sævar Berg Guð- bergsson félagsráðgjafí og formað- ur framkvæmdanefndar. Aðalfyrirlestur þingsins ber yrir- skriftina „Böm - auður framtíðar- innar“ og hann flytur prófessor Sig- urður Bjömsson. Aðrir fyrirlestrar verða „Úrræði hins opinbera og félagasamtaka fyrir böm og ung- menni“- Jakob Tore Hegland, Dan- mörku, „Böm í hættu“- Teije Odd- gren, Noregi og „Böm árið 2013“- Timo Sneck, Finnlandi. Þá verða 10 málþing, þar sem verða flutt erindi og andmæli gegn þeim. Meðal þess sem þar verður rætt em „Eyðni og ábyrgð bama- vemdaryfírvalda", „Aðstaða bama í deilum um forsjá og umgengni", og „Böm og misnotkun foreldra á vímuefnum". Þá kemur gestafyrir- lesari frá Bretlandi, Jane Rowe, og nefnist erindi hennar „Planning For Permanence In Child Care". Ferðaskrifstofa ríkisins aðstoðar við gistingu og tekur við þátttöku- tilkynningum, sem þurfa að berast fyrir 1. maí. Einnig má fá upplýs- ingar á skrifstofu Barnavemdar- ráðs. Útskrift úr Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum Stýrimannskólinn í Vestmannaeyjum útskrifaði nýlega tíu nemendur með réttindi til skipstjómar á bátum allt að 30 tonna stærð. Aðalkenn- arar á námskeiðinu vom Friðrik Ásmundsson skólastjóri Stýrimanna- skólans í Vestmannaeyjum og Brynjólfur Jónatansson. Myndin er tek- in við skólaslitin og er af þátttakendum með prófskírteini sín ásamt kennurunum. Félag slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli: Héldu 20 ára afmælið hátíðlegt Keflavik. ^ FÉLAG slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli átti 20 ára afmæli sunnudaginn 21. febrúar og gerðu félagsmenn, sem eru rúmlega 80 talsins, sér glaðan dag í tilefni dagsins. A-vaktin stóð vaktina þennan sólarhring og gátu liðsmenn hennar því ekki farið í veisluna sem haldin var i Keflavik. En þeir voru ekki af baki dottnir og héldu sitt eig- ið hóf i slökkvistöðinni. Á mynd- inni eru liðsmenn A-vaktarinnar sem voru að störfum á afmælis- daginn. Þeir standa við einn af öflugustu slökkviliðsbílum sem framleiddir hafa verið. Slökkviliðsbílinn er sér- staklega hannaður til að fást við elda í farþegaflugvélum og er hann engin smásmíði eins og sjá má. Þriggja manna áhöfn er á bflnum Morgunblaðið/Bjöm Blöndal A-vaktin við slökkviliðsbílinn g’óða sem er einn stærsti sinnar tegnnd- ar í heiminum og nýjasta tæki flugvallarslökkviliðsins. Halldór Mar- teinsson aðstoðarslökkviliðsstjóri er lengst til vinstri og Þórður Kristjánsson varðstjóri er lengst til hægri á myndinni. sem flytur 25 þúsund lítra af vatni mínútur að tæma allt vatn af bílnum og tekur það áhöfn hans aðeins 2 þegar svo ber undir. _ BB Viltu sofa út? Ef þú erf í Arnarflugsklúbbnum þarftu ekki að skila hófelherberginu fyrr en undir kvöld, daginn sem þú ferð. ARNARFLUG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.