Morgunblaðið - 04.03.1988, Page 39

Morgunblaðið - 04.03.1988, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 39 Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Frá þingi Ungmennasambandsins sem haldið var á Hvanneyri 27. febrúar sl. 66. þing UMSB hald- ið á Hvanneyri Hvannatúni, Andakíl. ARLEGT þing Ungmennasam- bands Borgarfjarðar, hið 66. í röðinni, var haldið á Hvanneyri laugardaginn 27. febrúar. A þinginu voru lagðir fram reikn- ingar Húsafellsmótsins. Aðalmál voru annars heildarstarf sam- bandsins, fjármál þess, íþrótta- mál og útgáfa héraðsfréttabréfs. Fyrir þinginu lá myndarleg árs- skýrsla jnBr starfið árið 1987. Slíkar skýrslur hafa verið gefnar út í mörg undanfarin ár. Aðalefni henn- ar eru skýrslur stjómar, nefnda og aðildarfélaga, úrslit íþróttamála og gildandi metaskrá í frjálsum íþrótt- um og sundi. Með tilkomu fastráðins fram- kvæmdastjóra efldist starfíð innan UMSB mjög. Ungmennasambandið hóf seint á sl. ári útgáfu á héraðs- fréttablaði, Borgfírðingi. Meðútgef- andi er Verkalýðsfélag Borgamess. Blaðið hefur hlotið góðar viðtökur og samþykkti þingið að efla útgáfu blaðsins. í reikningum sambandsins kom fram, að ágóði þess af Húsa- fellshátíðinni sl. sumar var liðlega 1,2 millj. kr. Björgunarsveitin Ok, sem var samstarfsaðili UMSB, hafði í tekjur um 550 þús. kr. Á hennar vegum stóðu 30—40 félagar á vakt í senn á hátíðarsvæðinu. Auk þess skiptu aðildarfélög UMSB og Björg- unarsveitin Ok milli sín ágóða af verlsun á svæðinu eftir unnum stundafjölda hvers félags. Heildar- omRon AFGREIÐSL UKASSAR vinnuframlag var rúmlega 10.000 klst. Helstu kostnaðarliðir voru skemmtikraftar og löggæsla. Nokkrar umræður urðu um þennan kostnaðarlið. Samkomuhöldumm úti á landsbyggðinni þykir þeir ekki sitja við sama borð og aðrir í þétt- býli. Þar þekkist ekki að móts- haldarar þurfí að greiða miklar fjár- hæðir til löggæslu. Annars kom fram á þinginu að mótshaldið hefði tekist vel í flesta staði, engin alvarleg slys á fólki, umgengni gesta svipuð og má bú- ast við af þessum aldurshópi og að björgunarsveitarmenn og hjúkr- unarlið hafí hjálpað öllum, sem þess þurftu með. Ákvörðun um annað mót af svip- uðu tagi verður tekin á formanna- fundi. Þingið samþykkti að skipta lottótekjum á árinu 1988 þannig, að meirihlutinn færi til aðildarfélag- anna og opinn verði möguieiki til að veija allt að 25% til kaupa á húsnæði fyrir sambandið, en að- stöðuleysi í húsnæðismálum er orð- ið. bagalegt. Þingið samþykkti að stefnt verði að landsmóti Ung- mennafélags Islands í Borgamesi árið 1996. Formaður sambandsins, Sigríður Þorvaldsdóttir var endurkosin í annað sinn, gjaldkeri var kosin Jónína Pálsdóttir, meðstjómandi Hallgrímur Jónsson, varasam- bandsstjóri Einar Ole Pedersen og ritari er Gísli Einarsson. Fram- kvæmdastjóri og ritstjóri Borgfirð- ings er Ingimundur Ingimundarson. Þingið var vel sótt, 47 kjömir fulltrúar sátu það auk stjómar og gesta. Aðildarfélög UMSB em 13 og tala félagar 1347. - D.J. Norrænt þing um bamavemd haldið hér á landi í sumar NORRÆNT þing um barnavernd verður haldið hérlendis dagana 28. júní til 1. júlí n.k. í Háskóla íslands. Þingið er haldið á vegum Norrænna samtaka um barna- vernd en að undirbúningi þings- ins stendur Bamaverndarráð Is- lands fyrir hönd Menntamála- ráðuneytisins. Haldnir verða 5 fyrirlestrar auk 10 smærri mál- þinga þar sem flutt verða erindi til andmæla og umræðu. Vænst er þátttöku þingmanna, sveitar- stjórnarmanna auk fagfólks og annara sem starfa að málefnum baraa og ungmenna. Samtökin sem að þinginu standa, hafa starfáð frá því á þriðja tug aldarinnar og eru þing haldin þriðja hvert ár. ísland hefur ekki verið formlegur aðili að samstarfinu, þó að ýmsir íslenskir aðilar hafi sótt þingið, segir frétt frá framkvæmda- nefnd þingsins. Í undirbúningshópa voru skipaðir ýmsir fulltrúar félaga og opinberra stofnana og úr þeim hópi voru til- nefndir aðilar í framkvæmdanefnd sem Bamavemdarráð skipaði. í henni eiga sæti; Bragi Guðbrands- son, félagsmálastjóri Kópavogs, Guðný Guðbjömsdóttir dósent, Gunnar Sandholt, yfírmaður fjöl- skyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, Gyða Jóhannesdóttir, skólastjóri Fósturskólans, Helga Hannesdóttir læknir, Jón Bjömsson félagsmálastjóri, Margrét Margi- ersdóttir, deildarstjóri í Félagsmála- ráðuneyti, Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari og Sævar Berg Guð- bergsson félagsráðgjafí og formað- ur framkvæmdanefndar. Aðalfyrirlestur þingsins ber yrir- skriftina „Böm - auður framtíðar- innar“ og hann flytur prófessor Sig- urður Bjömsson. Aðrir fyrirlestrar verða „Úrræði hins opinbera og félagasamtaka fyrir böm og ung- menni“- Jakob Tore Hegland, Dan- mörku, „Böm í hættu“- Teije Odd- gren, Noregi og „Böm árið 2013“- Timo Sneck, Finnlandi. Þá verða 10 málþing, þar sem verða flutt erindi og andmæli gegn þeim. Meðal þess sem þar verður rætt em „Eyðni og ábyrgð bama- vemdaryfírvalda", „Aðstaða bama í deilum um forsjá og umgengni", og „Böm og misnotkun foreldra á vímuefnum". Þá kemur gestafyrir- lesari frá Bretlandi, Jane Rowe, og nefnist erindi hennar „Planning For Permanence In Child Care". Ferðaskrifstofa ríkisins aðstoðar við gistingu og tekur við þátttöku- tilkynningum, sem þurfa að berast fyrir 1. maí. Einnig má fá upplýs- ingar á skrifstofu Barnavemdar- ráðs. Útskrift úr Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum Stýrimannskólinn í Vestmannaeyjum útskrifaði nýlega tíu nemendur með réttindi til skipstjómar á bátum allt að 30 tonna stærð. Aðalkenn- arar á námskeiðinu vom Friðrik Ásmundsson skólastjóri Stýrimanna- skólans í Vestmannaeyjum og Brynjólfur Jónatansson. Myndin er tek- in við skólaslitin og er af þátttakendum með prófskírteini sín ásamt kennurunum. Félag slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli: Héldu 20 ára afmælið hátíðlegt Keflavik. ^ FÉLAG slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli átti 20 ára afmæli sunnudaginn 21. febrúar og gerðu félagsmenn, sem eru rúmlega 80 talsins, sér glaðan dag í tilefni dagsins. A-vaktin stóð vaktina þennan sólarhring og gátu liðsmenn hennar því ekki farið í veisluna sem haldin var i Keflavik. En þeir voru ekki af baki dottnir og héldu sitt eig- ið hóf i slökkvistöðinni. Á mynd- inni eru liðsmenn A-vaktarinnar sem voru að störfum á afmælis- daginn. Þeir standa við einn af öflugustu slökkviliðsbílum sem framleiddir hafa verið. Slökkviliðsbílinn er sér- staklega hannaður til að fást við elda í farþegaflugvélum og er hann engin smásmíði eins og sjá má. Þriggja manna áhöfn er á bflnum Morgunblaðið/Bjöm Blöndal A-vaktin við slökkviliðsbílinn g’óða sem er einn stærsti sinnar tegnnd- ar í heiminum og nýjasta tæki flugvallarslökkviliðsins. Halldór Mar- teinsson aðstoðarslökkviliðsstjóri er lengst til vinstri og Þórður Kristjánsson varðstjóri er lengst til hægri á myndinni. sem flytur 25 þúsund lítra af vatni mínútur að tæma allt vatn af bílnum og tekur það áhöfn hans aðeins 2 þegar svo ber undir. _ BB Viltu sofa út? Ef þú erf í Arnarflugsklúbbnum þarftu ekki að skila hófelherberginu fyrr en undir kvöld, daginn sem þú ferð. ARNARFLUG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.