Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
Arósar:
Stemmmng á tónleikum Bubba
Aðalleikarar myndarinnar „Dragnet", Dan Aykroyd og Tom Hanks.
Laugarásbíó
sýnir „Dragnet“
„DRAGNET“ er kvikmynd, sem
gerð hefur verið eftir samnefnd-
um sjónvarpsþáttum og hafa fjöl-
margir listamenn tekið þátt i
gerð hennar.
Handrit myndarinnar gerðu Alan
Zweibel, Tom Mankiewicz og Dan
Aykroyd. Framleiðendur eru Robert
K. Weiss og David Permut. Fram-
kvæmdastjóri er Bemie Brillstein
og aðalleikendur Dan Aykroyd og
Tom Hanks.
Myndin fjallar um lögreglumann-
inn Joe Friday og ævintýri hans.
(Féttatilkynning)
Kaupmannahöf n.
BUBBI Morthens söng og lék
fyrir íslendinga í Danmörku í
Arósum fyrir stuttu við frábærar
undirtektir mikils fjölmennis.
Kom hann beint að heiman í þess-
um tilgangi ásamt tæknimanni
og umboðsmanni sínum og gerði
frægðarför.
Stórtónleikar Bubba voru haldnir
á vegum Islendingafélagsins í Arós-
um í Stakladen í Stúdentahúsinu,
en þar rúmast um 300 manns í
sæti og var salurinn þéttsetinn.
Svona er hann bestur, sögðu marg-
ir, einn með gítarinn sinn og gefur
sig tónlistinni á vald og heillar
áheyrendur. En þeir komu víða að
úr Danmörku, flest íslendingar, og
voru rútuferðir frá íslensku félög-
unum í Horsens, Odense og Ala-
borg, en námsmenn og aðrir komu
líka frá Kaupmannahöfn og Lundi
til að upplifa Bubba.
Eins og fram kom í máli söngvar-
ans bjó hann í Arósum á unglingsár-
unum og var mjög ánægður að fá
tækifæri til að skoða gamla skólann
sinn og umhverfið sem hann dvaldi
þá í og fannst margt hafa breyst.
Lítur Bubbi á Árósa sem annan
heimabæ sinn, þótt hann hafí ekki
komið þangað í 16 ár.
Söngskráin var löng og góð og
var Bubbi óspart klappaður upp.
Mest bar á blús-lögum, m.a. eftir
Leadbelly, og svo lék hann eigin
lög, líka af nýju plötunni. Eftir rúm-
lega tveggja og hálfs tíma konsert
endaði hann á laginu, sem Bob
Marley gerði frægt á sínum tíma,
No woman, no cry.
íslendingafélagið í Árósum starf-
ar nú af miklum krafti og lét for-
maður þess, Jóhann Hlíðar Harðar-
son, mjög vel af tónleikunum og
komu Bubba, en mikil vinna var
auðvitað við undirbúning hjá stjóm-
armönnum. Stóðu tónleikamir nær
undir sér, þar eð söngvarinn þáði
ekki önnur laun en ferðakostnað
og uppihald og kvað Jóhann öll
samskipti við Bubba hafa verið
mjög ánægjuleg.
Daginn eftir gekkst félagið fyrir
félagsvist og 5. mars nk. er þorra-
blót og fjölskylduhátíð í maí.
- G.L. Ásg.
Bubbi Morthens á tónleikunum í Árósum. MortrunWaðið/Bcr,tur Ber^son
Opið í kvöld
fyrir 16 ára og eldri
Þritugasti hver gestur fær
óvæntan glaöning!
Aögangseyrir 600 kr.
Aldurstakmark 16 (fæddir ’72) - 21
Opiö 23.00-03.00
Muniö nafnskírteinin!
LENNON
Þú þarft ekki að bíða fram
yfir miðnœtti til að komast
í góða dansstemmningu, því
Skálafell opnar kl. 7 öll
kvöld og hljómsveitin
KASKÓ byrjar kl. 9 í kvöld.
Dansstemmningin er ótrú-
leg á Skálafelli.
.
H0TEL B0RG
DANSLAGA-
KEPPNIN
Fimmta keppnis-
kvöld 6. mars.
Lögin sem leikin verða:
1. Reykjavíkurvals.
Höfundur: Frosti.
2. Afapolki.
Höfundur: Venus.
3. Kvöld á Heimaey, vals.
Höfundur: ?
4. Huldukonan, polki.
Höfundur: Huldusveinn.
5. Ég gleymi þér aldrei.
Höfundur: Ökuþór.
Afmæliskveðja:
Geirmundur Júlíus-
son trésmiður
Geirmundur Júlíusson trésmiður,
Strandgötu 17, Hnífsdal, eráttræð-
ur í dag, 4. mars. Geirmundur fædd-
ist á Atlastöðum í Fljótavík. Hann
var látinn í fóstur til afa síns og
ömmu, Geirmundar Guðmundsson-
ar og Sigurlínu Friðriksdóttur, eins
árs gamall en þau bjuggu í
Stakkadal I Aðalvík og síðar að
Borg, Skötufirði, en fluttust þaðan
til Atlastaða Fljótavík. Árið 1921
andaðist afí hans og fór hann þá
ásamt ömmu sinni til foreldra sinna,
Júlíusar og Guðrúnar.
Geirmundur var aðeins 15 ára
gamall þegar hann byijaði að róa
með Friðriki Geirmundssyni föður-
bróður sínum frá Látrum í Aðalvík,
Félagsvist
kl. 9.00
Gömlu dansamir
kl. 10.30
★ Hljómsveitin Tíglar
★ Miðasala opnai kl. 8.30
★ Góð kvöldverðlaun
ik Stuð og stemmning á Gúttógleði
S.G.T.
Templarahöllin
Eiriksgötu 5 - Sími 20010
Frití mn fyrir kl. 9 - Adgangseyrir kr. 300
\V J VEITINGAHÚS x Vagnhöfða 11, Reykjavík. Sími 685090.
<5 ■ ■ 0 MLU DANSARNIR™."
DansstuðiðV \ Hljómsveitin DANSSPORIÐ ásamt eríÁrtúni ^ , söngvurunum Örnu Þorsteins og Grétari
en það var ekki róið frá Fljótavík
fyrr en á fjórða áratugnum.
Árið 1929 fluttist hann til Látra
og stundaði þaðan sjóróðra ásamt
búskap en fluttist til Atlastaða í
Fljótavík 1938, byggði sér þar ný-
býli og var það kallað Skjaldabreið.
Húsið byggði hann að mestu úr
rekavið, sem hann sagaði með að-
stoð Þórðar bróður síns. Keypti
hann sér litla skektu áður en hann
flutti frá Látrum, sem róið var með
línu við annan mann á vorin og
haustin þegar veður leyfði. Plægður
var kúfiskur á vfkinni og notaður
til beitu, róið með 20 lóðir út á
víkina. Búið var ekki stórt, ein kýr,
20—30 kindur og einn hestur.
Árið 1945 flutti Geirmundur aft-
ur til Látra í Aðalvík og keypti sér
5 tonna dekkaðan vélbát sem hann
reri þaðan. Vorið 1946 flutti hann
til Hnífsdals og reri með línu á trill-
unni út í Djúpið, en um sumarið
varð hann fyrir því óláni að bátur-
inn eyðilagðist í sunnanroki við
bryggjuna í Hnífsdal. Eftir það
stundaði hann sjómennsku á vélbát-
um frá Hnífsdal og síðan vinnu í
fiski í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal.
Trésmiðjuna hf. Hnífsdal stofnaði
hann ásamt fleirum 1958, stjómar-
formaður frá stofnun og annaðist
reksturinn frá 1963 til 1985 en þá
tók við rekstri fyrirtækisins Magnús
Geir Helgason sonarsonur hans.
Geirmundur vinnur þar 5 tíma á
dag þegar heilsa leyfir. Formaður
Byggingarfélags verkamanna í
Hnífsdal í mörg ár og hefur hann
byggt þar marga verkamannabú-
staði auk annarra bygginga. Hjálp-
aði hann öllum bömum sínum að
byggja sitt fyrsta íbúðarhús í auka-
vinnu.
Kona Geirmundar er Guðmunda
Regína Sigurðardóttir, dóttir Sig-
urðar Þorkelssonar útvegsbónda frá
Látrum í Aðalvfk og Ólínu Sigurðar-
dóttur. Geirmundur og Guðmunda
Regína eiga 7 böm. Þau eru: Hall-
dór Geirmundsson f. 29. janúar
1930, bifreiðastjóri á ísafirði,
kvæntur Guðnýju Eygló Hermanns-
dóttur frá Látrum í Aðalvík. Þau
eiga 6 böm og 6 barnaböm. Gunn-
ar Geirmundsson f. 15. apríl 1931,
húsgagnasmiður í Kópavogi,
kvæntur Gunnhildi Magnúsdóttur
frá Reykjafirði í ísafjarðardjúpi.
Þau eiga 5 böm og 8 barnaböm.
Geir Sigurlíni Geirmundsson f. 25.
maí 1932, sjómaður í Sandgerði,
kvæntur Sigríði Sigfúsdóttur frá
Þórshöfn. Þau eiga 4 börn og 8
bamaböm. Helgi Geirmundsson f.
17. nóvember 1934, sjómaður,
kvæntur Emu Magnúsdóttur frá
Isafírði. Þau eiga 6 böm og 3 barna-
böm. Ásthildur Geirmundsdóttir f.
19. júní 1936, húsmóðir í Ólafsvík,
gift Kristófer Edilonssyni bifreiða-
stjóra í Ólafsvík. Þau eiga 4 börn
og 3 bamaböm. Baldur Geirmunds-
son f. 15. október 1937, skrifstofu-
maður hjá Mjólkursamlagi ísfirð-
inga ísafirði, kvæntur Karitas Páls-
dóttur frá ísafirði. Þau eiga 4 börn
og 3 bamaböm. Baldur átti eina
dóttur fyrir hjónaband og á hann
þar 2 barnböm. Karl Geirmundsson
f. 13. mars 1939 framkvæmdastjóri
á ísafirði, kvæntur Rannveigu
Hjaltadóttur frá Dalvík, þau eiga 3
böm.
Foreldrar Geirmundar eru Júlíus
Geirmundsson f. 5. júní 1884,
Látranesi, Látrum í Aðalvík, og
kona hans Guðrún Jónsdóttir f. 18.
júní 1884, Steinstúni í Árnes-
hreppi. Þau áttu 12 böm og 2 þeirra
eru dáin, Jón Ólafur og Júlíana
Guðrún, en hin systkinin eru: Guð-
finna Ingibjörg, Geirmundur, Sig-
urlína Etísa, Jóhann Hermann, Guð-
munda Sigurfljóð, Guðmundur
Snorri, Þórður Ingólfur, Júdit Fríða,
Betúela Anna og Guðmundur Þór-
arinn.
H.G.