Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
43
Sigurður Þór Guðjónsson
*
„Eg er að reyna að
koma lesandanum —
hinum venjulega manni
sem veikist — í skilning
um hvílíkur háski er
búinn mannréttindum
hans, að einhver vold-
ugasta stofnun þjóð-
félagsins geymi gögn
um prívatmál hans og
áfellisdóma í gervi
sjúkdómsgreiningar,
árum og áratugum eftir
að meðferð hans er lok-
ið.“
En mælikvarðinn er ávallt byggður
á hefðbundnum gildum borgara-
legrar siðfræði Vesturlanda, sem á
sér rætur í hugmyndaheimi Grikkja
og trúarlegum arfi gyðinga. Þær
hugmyndir er fjarri því að vera al-
gildur kvarði á rétt eða rangt í
hugsun, hegðun eða tilfinningalífi
mannkynsins, jafnvel ekki fólks á
okkar menningarsvæði. Og geð-
læknirinn gerir sér svo sem alveg
grein fyrir þessu — nema hann sé
eitthvert flón. En hugsið ykkur það
gífurlega vald sem hann hefur á
ekki traustari undirstöðu, að álykt-
anir hans hljóma sem lög í eyrum
ríkisvaldsins og almennings og geta
skipt sköpum fyrir tilveru „sjúkl-
ingsins". Og þessi úrskurður blífur
í sjúkraskránni fram að byltingunni
miklu án þess að nokkur fái að
gert. „Sjúklingurinn“ sjálfur fær
ekki að lesa skrána nema með
meiri frekju en hann hefur kannski
skaplyndi til. Og jafnvel þó að hann
fengi að glugga í hana og sæi þar
eitthvað er hann teldi ótvíræðar
villur eða missagnir um sjálfan sig
yrðu athugasemdir hans ekki tekn-
ar minnstu vitund til greina. Sjúrn-
alnum yrði ekki breytt. Hann er
heilagt plagg eins og guðspjöllin.
Sjúkraskrárnar
ósamrýmanlegar
mannréttindum
Með þessari umræðu er ég ekki
að gera lítið úr geðlæknisfræðinni.
Ég er einungis að ýja að takmörk-
unum hennar sem eru ekkert leynd-
armál. Og ég neita því ekki, að ein-
hvers konar stimplagerð kunni að
vera nauðsynleg meðan á meðferð
„sjúklings" stendur. En ég er að
reyna að koma lesandanum — hin-
um venjulega manni sem veikist —
í skilning um hvílíkur háski er bú-
inn mannréttindum hans, að ein-
hver voldugasta stofnun þjóðfélags-
ins geymi gögn um prívatmál hans
og áfellisdóma í gervi sjúkdóms-
greiningar, árum og áratugum eftir
að meðferð hans er lokið. Skýrslur
sem hvenær sem er mætti draga
fram í dagsljósið og snúa gegn
honum sjálfum. Þær væri t.d. hægt
að nota í pólitískum ofsóknum ef
persóna, sem einhvem tíma hefði
dvalið á geðdeild, væri farin að
ógna hagsmunum þeirra er með
völdin fara. Gegn slíkum atlögum
væri einstaklingurinn fullkomlega
vamarlaus. Og sagan sýnir að í
mannréttindabrotum getur einmitt
það geret sem enginn hafði ímynd-
unarafl né ófyrirleitni til að láta sér
detta í hug. (Er ekki geðlæknis-
fræðin annars dæmigerð forsjár-
hyggja líkt og frekja bannmanna í
bjórmálinu? En auðvitað skiptir öllu
máli hvort forsjárhyggjarinn heitir
bara Grétar eða Grétar dr.
heimsmed.)
Ég tel víst að engin stofnun eða
aðili í þjóðfélaginu varðveiti jafn
nærgöngular upplýsingar um nafn-
greinda menn sem læknar og
sjúkrahús. Og ég efast ekki um,
að ef það vitnaðist að aðrar stofnan-
ir t.d. lögreglan eða hagstofan
hefðu slík gögn undir höndum, yrði
allt bijálað í þjóðfélaginu. Fjölmiðl-
ar myndu áreiðanlega mótmæla
fremstir í flokki grófri íhlutun í
einkamál og persónuhelgi. En lækn-
ar og sjúkrahús komast upp með
þetta enda em þær stofnanir eins
konar alræðisríki í ríkinu. Og það
hvarflar aldrei að læknum — aldrei
nokkum tíma — að eitthvað sé at-
hugavert við þetta frá mannrétt-
indasjónarmiði. Ekki fremur en evr-
ópskum landræningjum í Ástralíu
datt í hug, að frumbyggjar landsins
hefðu eitthvað til málanna að leggja
um líf sitt og tilveru. Það var geng-
ið út frá því að þeir hefðu engan
rétt. Þetta er sjónarmið hins sterka.
Valdsins sem þarf ekki rök fyrir
málstað sínum.
Kjami málsins
Nú vil ég leggja á það mikla
áherslu, að ekki er hægt með
nokkru móti að flokka það undir
afskiptasemi fávisra leikmanna
af flókinni sérgrein þó að fólk
hafi sitt hvað við það að athuga,
að læknar og sjúkrahús varðveiti
von úr viti sjúkraskrár um viðkvæm
einkamál. „Sjúklingurinn" ætti að
geta gert tvær kröfur: í fyrsta lagi
að fá að lesa skrárnar nýjar ef
hann vill. Og í öðm lagi að þær
verði brenndar eða nafn hans máð
burt að ákveðnum tíma liðnum frá
lokum meðferðar. Það er mann-
réttindakrafa en ekki afskipta-
semi af læknisfræðinni. Að segja
að hér sé einungis um vinnuplögg
lækna að ræða er hundsun þeirrar
staðreyndar að tveir em aðilar
málsins: læknir og sjúklingur sem
á mikið í húfi ef skrárnar yrðu
misnotaðar. Við emm hér komin
að kjarna málsins í þessari grein.
Það er feiknalega mikilvægt að
gera sér þetta ljóst. Mannréttindi
eru ekki sérfræðingamál. Það
eru ekki til neinir praktisérandi
spesjalistar í mannréttindum.
Fyrir nokm átti ég tal við geð-
fræðing og rakti honum þau rök
er hér hafa verið sett fram. Hann
féllst á þau í meginatriðum. En það
er ósköp auðvelt fyrir slíkan mann
að vera „sammála síðasta ræðu-
manni" í vinsamlegu spjalli um
þessi efni. Hann veit vel að svona
gögn yrðu ekki eyðilögð fyrr en
eftir harðvítuga baráttu, ef krafan
næði þá yfirleitt fram að ganga.
Læknirinn á því ekkert á hættu þó
hann tali af ftjálslyndi. En hætt er
við að hann yrði ekki sérlega um-
burðarlyndur ef á ætti að herða.
Það yrði reyndar ákaflega merki-
legt ef einhver freistaði þess að
skera úr um rétt manna að þessu
leyti fyrir dómstólum. En til þess
að standa í slíku þyrfti viðkomandi
að vera nokkuð vel efnum búinn
því málaferlin yrðu áreiðanlega
flókin og dýr. Og hann yrði nauð-
synlega að vera eitthvert númer í
þjóðfélaginu, t.d. alþingismaður að
vestan og heita Karfi Pálmsker. Það
væri vita vonlaust fyrir Jón Jónsson
bensínafgreiðslumann í Kmmma-
seli í Breiðholti að leita þannig rétt-
ar síns. Kerfíð myndi ekki nenna
að sinna máli hans. Hann værí bara
að skapa vandræði og vesen. Gott
ef hann yrði ekki umsvifalaust
stimplaður „paranoid" og fengi þar
út á langan og ljótan appendix við
sjúmalinn, sem yrði enn vísinda-
legra plagg fyrir vikið. Og hvað
myndi gerast ef „sjúklingur" neit-
aði t.d. að fara í lífsnauðsynlega
aðgerð nema gengist yrði að fyrr-
greindum tvennum skilyrðum um
sjúkraskrár? Þá myndi nú vandast
málið. Hvort yrði þyngra á metun-
um: Líf „sjúklingsins“ eða sjúmala-
reglur sjúkrahússins? Eða yrði
„sjúklingurinn" keyrður nauðugur
í aðgerðina og sendur síðan beina
leið í sérstaklega nákvæma rann-
sókn á lokaðri geðdeild? Það er
kannski ólíklegt að svona mál komi
upp af því að menn er em frekir
til fjörsins. Á því byggist blátt
áfram vald læknanna. Þjóðfélagið
þorir ekki annað en sitja og standa
eftir þeirra höfði. Og þeir komast
upp með það sem þeir vilja.
Réttlæta vísindin allt?
Nú er viðbúið að því yrði haldið
fram að sjúkraskrámar hefðu svo
mikið „vísindalegt gildi“, að þær
væm læknum og sjúkrahúsum al-
veg ómissandi. En það sagði virtur
geðlæknir upp í opið geðið á mér,
að einstaka geðskýrslur a.m.k.
hefðu ekkert vísindalegt gildi. Það
sem hefði vísindalegt gildi væm
ýmsar tölfræðilegar upplýsingar
um tíðni sjúkdóma, aldur og kyn
„sjúklinga" og þess háttar. En lát-
um svo vera að sjúkraskrámar
hefðu vísindalegt gildi. Þá vaknar
þessi mikilvæga spuming: Er hægt
að réttlæta allt með þeirri töfra-
formúlu að það sé í „þágu vísind-
anna“? Getur ekki verið að hinn
„vísindalegi tilgangur“ stangist
óþyrmilega á við önnur gildi sem
em jafnvel enn mikilvægari fyrir
mannkynið. Hvort er meira virði
„vísindin" eða „mannréttindin"?
Frá sjónarmiði mannhelgi og
réttinda einstaklingsins á sam-
félagið að binda þannig um
linúta, að einstaka stofnanir þess
eða aðrir aðilar geymi ekki upp-
lýsingar um viðkvæm einkamál
manna — sem í sjálfu sér er dóna-
legt tillitsleysi — er hugsanlega
yrðu notaðar gegn þeim sjálfum
við vissar aðstæður í þjóðfélag-
inu.
Ég geri ráð fyrir að heilbrigðis-
yfírvöld myndu fullvissa fólk um
að slík tortryggni sé með öllu
ástæðulaus. Farið sé með þessi
gögn sem algjört trúnaðarmál. Ein-
ungis læknar sem stundi „sjúkling-
inn“ hafí að þeim aðgang. Én þessi
ótti er mjög langt frá því að vera
ástæðulaus. Ef einn læknir leggur
starfsferil sinn að veði með því að
svíkja út fé með fölsuðum reikning-
um gæti öðrum alveg eins dottið í
hug að beita einstakling fjárkúgun
vegna óþægilegra upplýsinga í
sjúkraskrá (t.d. kynferðislegra).
Þetta er aðeins eitt dæmi um það
óöryggi sem fólk býr við. Auk þess
hefur „sjúklingurinn" enga raun-
verulega tryggingu fyrir því að
læknamir sjálfír bijóti ekki trúnað
á honum. Mannlegt eðli er nú bara
eins og það er. (Og því til stuðnings
get ég skotið því inn, að ég varð
eitt sinn fyrir þeirri fáránlegu
reynslu, að læknir einn gerði sjúkra-
meðferð mína að umtalsefni framan
í öllum á þijátíu manna fundi. Ann-
ar læknir var vitni að þessu. En
þetta var of fíflalegt atvik til að
kæra það. Auk þess tek ég sjálfan
mig aldrei of hátíðlega.)
Trúnaðarskylda fótum
troðin á sjúkrahúsum
Aðstoðarlandlæknir lýgur því
eins og hann er langur til, þegar
hann fullyrðir í grein í DV 27. jan.,
að eingöngu læknar er stunda sjúkl-
inginn hafí aðgang að sjúkraskrám.
Ég sagði fyrr í greininni að þær
lægju nánast í glámbekk. Og það
orðalag var ekki valið í hugsunar-
leysi. Gegnum árin hef ég þekkt
margt fólk sem um lengri eða
skemmri tíma hefur starfað sem
gæslumenn á geðdeildum. Þetta
fólk talar um það sem hveija aðra
staðrejmd, að geymsla sjúkra-
skýrslna sé oft á sumum deildum
með þeim hætti að leikur einn sé
fyrir hvern sem er að komast í
þær. Og sé tilvalið að stúdera þær
á næturvöktum, bara svona til
skemmtunar, til þess að drepa
tímann. Nýlega lýsti maður einn
því nákvæmlega fyrir mér, hvemig
hirðuleysi í þessum efnum var hátt-
að á krónískri geðdeild þar sem
hann var að vinna. Hugsið ykkur
réttleysi þessa fólks sem ekki getur
borið hönd fyrir höfuð sér. Og rey-
nið, ef þið getið, að fmynda ykkur
það hrokafulla virðingarleysi fyrir
mannlífinu sem í þessu felsL En
ég vil þó táka fram að aldrei hefur
nokkur maður sagt mér hvað stóð
í skýrslunum. En það er ekki mál-
ið. Málið er blátt áfram þetta: Frá
sjónarmiði „sjúklingsins" er það
með öllu óþolandi að óviðkom-
andi fólk, hvort sem það eru nú
læknar, nemar eða gæslumenn,
sé að hnýsast í viðkvæmustu
einkamál hans, jafnvel þó það
fari ekki lengra. Éru það ekki
mannréttindi að fá að vera í friði
fyrir slíku? Þetta eru ruddaleg
mannréttindabrot sem framin eru í
skjóli sinnu- og kæruleysis sjúkra-
stofnana. Ef svo ótrúlega skyldi
reynast að þau séu lögleg, þá eru
þau að minnsta kosti algerlega sið-
laus. Og er það ekki talandi dæmi
um réttleysi „sjúklinga" yfírleitt
gegn heilbrigðisþjónustunni, að á
heilbrigðisráðstefnu sem nýlega var
haldin í Reykjavík „gleymdist“ með
öllu að muna eftir „einstaklingnum"
í samskiptum við „kerfið", að því
að blaðafregnir herma. Menn
gleyma gjama því sem þeir vilja
ekki muna.
í ritdeilu læknanna í DV út af
þessum frægu sjúkraskrám kemur
þessi klausa fyrir í máli annars
aðilans, þar sem hann telur að þær
kunni að vera ónothæfar til stað-
festingar á réttmæti reikninga
lækna: „Ritari misskilur orðabelg
(diktafón) eða samskiptaseðil og
gerir ranga færslu í sjúkraskrá og
því í ósamræmi við annars réttmæt-
an reikning." Þetta eru athyglisverð
orð. Hver er þessi ritari? Er hann
„læknir sem annast sjúklinginn?"
Hvað þekkir ritarinn mörg leyndar-
mál fólks sem hefur aldrei svo mik-
ið sem litið hann augum? Og hvað
skyldu vera margar villur í sjúkra-
skrám vegna misskilnings ritara á
atriðum er skipta „sjúklinginn"
meira máli en vitlaus reikningur?
Þessar pælingar fá fullan stuðn-
ing í annarri klausu, sem ég las
meðan á samningu greinarinnar
stóð. í svari við skrifum Guðjóns
Magnússonar aðstoðarlandlæknis í
grein í DV 2. febr. segja forsvars-
menn Tryggingastofnunar ríkisins:
„Öllum er ljóst að leynd læknis-
fræðilegra gagna er ekki sú sem
landlæknir vill vera láta. Sjúkra-
skrár liggja frammi á hinum ýmsu
deildum sjúkrahúsa og heilsugæslu-
stöðva, aðgengilegar öllum læknum
og starfsfólki þessara stofnana."
Og Bjöm og félagar bæta síðan
við. „Sýnist eðlilegra að landlæknis-
embættið hefði byijað að kanna
almenna meðferð þessara gagna í
stofnunum þessum í stað þess að
stöðva allt eftirlit með reikningum
lækna." Og þetta er mergurinn
málsins. Hver einasti þegn i
landinu á siðferðilega kröfu á
því, að slík könnun verði fram-
kvæmd þegar i stað af hæfum
aðilum.
Mannréttindamál að eyða
gömlum sjúkraskrám
Loks skulum við fjalla um mikil-
vægustu ástæðuna fyrir því, í
fyrsta lagi, að „sjúklingar" fái
að vera i friði með einkamál sin
fyrir óviðkomandi lesendum
meðan hann liggur veikur; og í
öðru lagi, að hann geti gert þá
kröfu að skýrslur um hann verði
nafnlausar eða eyðilagðar eftir
að ákveðinn timi hefur liðið frá
lokum meðferðar. Og hún er
þessi: Það er alkunna að í sumum
löndum er geðlæknisfræðinni
a.m.k. beitt í ofsóknarskyni gegn
óæskilegum einstaklingum. Og það
sakar ekki að rifja upp þá þjóð-
frægu staðreynd að þetta hefur
einnig gerst hér á landi. Helgi Tóm-
asson notaði aðstöðu sína sem yfír-
læknir Kleppsspítala ti! pólitískra
FYRIRHUGUÐ er stofnun
klúbbs ungra sjálfstæðismanna
utan af landi er hafa aðsetur á
höfuðborgarsvæðinu. Með stofn-
uninni er ætlunin að skapa ein-
hvern vettvang fyrir þetta fólk
til að starfa að málefnum ungra
sjálfstæðismanna á meðan það
dvelst á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu tímabundið við nám eða aðra
vinnu.
Markmið verða m.a. að vera vett-
vangur klúbbfélaga til þjóðmálaum-
ofsókna gegn einstaklingi. Hann
var því eins konar brautryðjandi að
þessu leyti enda skáti og ávallt við-
búinn. Hafa Rússar áreiðanlega
mikið af honum lært. Þó var Helgi
ekkert meiri ofbeldisseggur en ger-
ist og gengur. Hann var aðeins
blindur af valdi sínu og leiksoppur
aðstæðna í þjóðfélaginu. En dæmi
hans sýnir svo ekki verður um villst
hve læknisfræðin getur glapst af
leið við sérstök skilyrði. Og það
hefði ekki verið neitt smáræðis vopn
í þessari deilu, að geta flaggað
framan í Jónas og aðra gömlum
sjúkraskrám, þar sem ráðherrann
væri talinn „persónuleikatruflað-
ur“, „síkópat" eða álíka rhannkerti.
Þetta var í gamla daga. Þá fór fólk
ekki á geðsjúkrahús nema það væri
fársjúkt. Nú er öldin önnur. Það
má heita að annar hver maður hafí
leitað til geðdeilda einhvem tíma á
æfínni. Ef menn skilja ekki hvað
ég er að fara í þessari grein, þá
er tregðu þeirra ekki viðbjargandi.
En sumir vilja kannski ekki skilja
af því að skilningurinn ógnar hags-
munum þeirra.
Niðurlag
Jæja bömin mín! Þá fer að stytt-
ast þessi ágæta og vel rökstudda
grein, sem að hugmyndalegu inni-
haldi á _sér enga hliðstæðu á
íslensku. Ég er sammála hugsandi
lesendum um það, að hún sé sannar-
lega orð í tíma töluð. Ég hreyfí hér
merkilegu máli sem er að vísu afar
flókið og erfítt viðureignar. En ekki
svo flókið að ekki megi velta því
fyrir sér og setja fram sjónarmið
til athugunar.-Og eins og ég hef
margtekið fram er þetta ekki einka-
mál lækna. Það snertir grundvallar-
réttindi allra manna. Ég efast ekki
um að þau vðhorf, sem hér eru
skýrð, muni fá mjög aukinn hljóm-
gtunn á næstu árum. Um allar jarð-
ir. En hér og nú má velta þremur
spumingum fyrir sér: Hveiju
myndu læknar svara bón „sjúkl-
ings“ að fá að lesa sjúkraskrá sína?
Hvemig yrði þeim við ef „sjúkling-
ur“ krefðist þess af mannréttindaá-
stæðum að nafn hans yrði afmáð
af gömlum sjúkraskrám eða þær
eyðilagðar? Og hvað myndu þeir
taka til bragðs ef fárveikur „sjúkl-
ingur" neitaði að gangast undir
læknismeðferð nema með þessum
skilyrðum? Það væri ekki amalegt
fyrir almenning í landinu ef læknir
léti svo lítið að hugleiða þessi atriði
blygðunarlaust framan í öllum.
Hann þyrfti ekki að tala latínu!
Bara vera eðlilegur. Og þá væri
ekki úr vegi ef vitrir menn, sem
hafa verið að velta fyrir sér fyrir-
bærum eins og „stjórnmálum og
siðfræði" og „læknisfræði og sið-
fræði", beindu nú sínum heimspeki-
lega huga að „læknisfræði og
mannréttindum". Um það mætti
áreiðanlega skjóta á þúsund faðma
djúpri ráðstefnu í Háskólanum.
Þeir hafa þeytt þokulúðra af minna
tilefni þessir doktorar. Ég trúi því
ekki fyrr en á reynir (þó eðlislæg
bjartsýni mín fari að vísu minnk-
andi með hverri nýrri útvarpsstöð)
að þessar spumingar þyki ekki mik-
ilsverðar og varða hvert mannsbam
á landinu.
Reykjavíí 1. til 14. febrúar.
Höfundur er ríthöfundur.
ræðu og taka þátt í stefnumótum
Sjálfstæðisflokksins. Að útbreiða
stefnu Sjálfstæðisflokksins meðal
ungs fólks og auka og bæta sam-
skipti ungra sjálfstæðismanna af
landsbyggðinni innbyrðis og við fé-
laga þeirra á höfuðborgarsvæðinu.
Stofnfundur klúbbsins verður
haldinn í Valhöll við Háaleitisbraut
1 laugardaginn 5. mars nk. og hefst
kl. 20. Að honum loknum verða
léttar veitingar og opið hús. Allir
sjálfstæðismenn eru velkomnir.
(Fréttatilkynning)
Stofna klúbb ungra
sjálf stæðismanna