Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 13 EYJOLFUR EINARSSON SÝNIR í FÍM-S ALNUM Það fer ekki milli mála, að Eyjólf- ur Einarsson notar liti af miklu óryggi og er það sem þeir á Norður- löndum kalla Kolorist. Hann sýnir sem stendur 25 verk í FÍM-salnum við Garðastræti. í neðri sal eru 15 vatnslitamyndir, en á jarðhæð eru tíu olíumálverk og mynda þau verk meginviði þessarar sýningar. Eyj- ólfur er enginn byijandi í listinni. Hann hefur haldið fjölda sýninga, og ein sú eftirminnilegasta í mínum huga er sú, er var í Listmunahúsinu hér á árunum. Hann hefur einnig stundað nám erlendis í meira en einu landi og er því vel með á nótun- um, ef svo mætti til orða taka. Olíumálverk Eyjólfs standa sann- arlega fyrir sínu í litameðferð. Um innihald þeirra verður vart annað sagt en að Eyjólfur hallist að ab- straksjóninni (svo notað sé vafa- samt orð). Hér er á ferð málari sem vinnur af mikilli tilfinningu, sérlega hvað lit snertir og nær sterkum áhrifum í verk sín á stundum. Eyj- ólfur á það til að einfalda hlutina ef til vill um of, en persónulega líkar mér svo vel við litameðferð hans, að ég lít fram hjá því, sem mér finnst fara miður í þessum verkum. Eyjólfur er ekki með neina stæla og útúrdúra í þessum verkum, og hann kemur til dyra eins og hann er klæddur. Það er hressilegur blær yfir þessari sýningu, og það er tek- ið á hér og þar. Það, sem ef til vill er fyrir mestu, er að Eyjólfur trúir á það, sem hann er að gera og er algerlega heiðarlegur í öllum sínum vinnubrögðum. Þetta er dálítið sérstæð sýning og hefur sínar góðu hliðar, en það væri ekki heiðarlegt að láta það hjá líða að nefna í þessum línum, að ég er ekki dús við allt á þessari sýningu, en eins og ég hef þegar tekið fram, lít ég framhjá slíku og kenni jafnvel sjálfum mér um að vera ekki alveg með á nótunum. Þetta er sýning, sem hefur sínar sterku hliðar, og ég hvet fólk til að láta hana ekki fram hjá sér fara. Þakka fyrir áhrifaríkt litaflóð. Spenser fer enn á stúfana Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Robert Parker: The Widening Gyre Útg. Penguin 1987 Spenser spæjari fer enn á stúfana í þessari bók. Til hans leitar maður nokkur, milligöngumaður Meade nokkurs Alexanders. Sá er fulltrúa- deildarþingmaður í Bandaríkjunum og nú fysir hann að stefna hærra og bjóða sig fram til öldungadeildar- innar. Það liggur í augum uppi að slíkur maður verður fyrir aðkasti og svo langt hefur gengið að honum hefur verið hótað lífláti. Hann hefur þegar nokkra sér til aðstoðar, en til vonar og vara er svo leitað eftir að- stoð Spensers og honum bætt í hóp- inn. Spenser er jafn kaldhæðinn og klár og í þeim bókum, sem ég hef skemmt mér með honum áður. Þó er ekki að efa, að hann hefur hjartað á réttum stað og hann er ekki alVeg með samband sitt við Susan Silver- man — vinkona hans í þó nokkrum bókum — á hreinu og hann tekur það nærri sér. TII EK While tKe polilicíon is loofíiog forvotes, Spenscr is lookingfor dues Kápumynd En hann getur ekki látið sína einkamálamæðu skyggja á spæjara- starfið og ákveður að hitta þing- manninn og forvitnast um hvers lags persóna hann er og hvort starfið er nægilega spennandi. Gítar og klavikord _________Tónlist_______________ Jón Ásgeirsson Háskólatónleikarnir í Norræna húsinu sl. miðvikudag voru um margt sérkennilegir, því þar var leikið á klavikord og gítar. Dr. Orthulf Prunner orgelleikari lék á klavikord- inn en Símon ívarsson á gítarinn. Á efnisskránni voru tvö verk, það fyrra Sónata (BWV 1016) fyrir fiðlu og sembal, eftir J.S. Bach. Sónötur þær sem Bach samdi í Cöthen, fyrir viola da gamba, fiðlu og fláutu með semballeik eru meðal merkustu kammerverka meistarans, sérstak- lega fyrir það að í þessum verkum er sembalinn ekki lengur aðeins „continue“-hljóðfæri heldur fullvígur samleiksaðili. Þetta er sérlega merki- legt þar sem Bach mun hafa haft margvísleg kynni af sónötugerð Co- rellis og Legrenzis og umritað verk eftir þá. Þrátt fyrir margt fallega gert í leik Prunners og Símonar tolldi þetta fiðluverk ekki alls kostar saman, sérstaklega í seinni köflunum. Tón- leikunum lauk með tilbrigðaverki eftir Beethoven sem ber nafnið And- ante con Variazioni og merkt WoO 44b (Werke ohne Opuszahl) en fyrst útgefið 1940 í Sudentendeutsches Musikarchiv. Þetta verk er meðal nokkurra nýlegra útgefinna verka sem talið er að Beethoven hafi sam- ið fyrir de Clary greifynju, sem var vel kunn sem frístundasöngvari. Þetta er glaðlegt vérk en ekki merki- legt í gerð og var mjög fallega leikið af þeim félögum. Fróðlegt væri að heyra leikið á þetta sérstæða og hljóðláta hljóðfæri eitt og sér, þá tónlist sem í raun til- heyrir þessu hljóðfæri og ekki með hljóðmögnun, sem trúlega er nauð- synlegt í samleik við önnur hljóð- færi, eins og hér átti sér stað. Hljóð- mögnunin dró fram viðkvæma tónun- ina í bassanum, svo að tónninn varð stundum urgandi, sem líklegast er að verði minna áberandi í ómögnuðu hljóðfærinu. Það er ekki ólíklegt að sveimandi tónninn í þessu hljóðfæri þoli illa nútíma hljóðmögnun og að- eins upprunaleg tónun hljóðfærisins eigi hér við og tilheyri því undarlega hljóðlæti, sem einkenndi tíma Bachs. Meade Alexander og Ronni kona hans eru ákaflega fróm hjón, hjá þeim ræður ekki aðeins kristilegt hugarfar, heldur bendir flest til þess að þau séu ekki síður aðdáunarverð og til fyrirmyndar í öllum sínum gjörðum. Spenser ákveður að taka að sér að hjálpa aðstoðarmönnum Alexand- ers að tryggja öryggi hans. Og þó að einkennilegt sé með svona mætan mann er greinilegt að ýmsir hafa horn í síðu hans. Meðal annars verða tvö ungmenni fyrir árás larfaláka þegar þau eru að dreifa blöðum um þingmanninn. Spenser kemst fljótlega á snoðir um að ekki er allt sem sýnist, enda væri þá ekki mikið hægt að skrifa um spæjarann og djarfmannleg afrek hans. Svo virðist sem Ronni Alexand- er hafi ekki hreint mjöl í pokahorn- inu, en heldur er ólíklegt að maður- inn hennar sé með henni í leiknum. Inn í þetta blandast eiturlyf, klám og fjárkúgun og má ekki öllu meira af þessu vefa. Spenser fær sannarlega að vinna fyrir kaupinu sínu í þessari bók og eins og oftast verða honum á hæfi- lega mörg mistök til að gera hann dálítið manneskjulegan og auk þess •drýgir hann nokkrar dáðir, sem duga til að lesandi getur fallið í stafi yfir því hvað Spenser finnur alltaf góða leið úr vandanum. Robert Parker, höfundur Spenser-bókanna, hefur doktorsgráðu í enskum bókmenntum og hefur skrifað nokkrar bækur þar sem Spenser er hvergi nærri, Wilder- ness og Love and Glory, en hann er án efa langkunnastur fyrir skrif sín um hinn mannlega og að mörgu leyti ágæta Spenser spæjara. Akureyringar Fundur um framhaldskólann Almennur fundur um framhaldsskól- ann með Birgi ísleifi Gunnarssyni, menntamálaráðherra, verður í Kaup- angi við Mýrarveg, Akureyri, laugar- daginn 5. mars kl. 14.00 Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin Akureyri. COLOUR PURE VOR OG SUMAR'88 Vor- og sumarlitirnir ’88 eru komnir. BYLGJAN SARA Laugavegi 76 Bankastræti 8 LÍBÍA MIRRA Laugavegi 35 Hafnarstræti 17 CLARA Laugavegi15 CLARA Kringlunni ANNETTA Keflavík SNYRTIHÖLLIN Garðabæ GJAFA- 0G SNYRTIVÖRUBÚÐIN Suðurveri Ml i* Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardög- um frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er ölium borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 5. mars verða til viðtals Árni Sigfússon, formaður félagsmála- ráðs og í stjórn heilbrigðisráðs og Hulda Valtýsdóttir, formaður menningamála- nefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.