Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
Kaupleiguíbúðir - nýr
valkostur í húsnæðismálum
eftirJóhönnu Sigurð-
ardóttur, félagsmála-
ráðherra
Með því frumvarpi. sem fyrir Al-
þingi liggur um kaupleiguíbúðir er
lagt til að opna nýja leið í húsnæðis-
málum landsmanna. Kaupleigu-
íbúðir eru íbúðir byggðar eða keypt-
ar á þéim forsendum að íbúar eigi
kost á að velja um leigu eða kaup
á íbúðunum með jöfnum mánaðar-
legum greiðslum. Valið stendur um
þrjá kosti:
— Leiga á íbúð með kauprétti.
— Leiga með kaupum á eignarhlut
í íbúð sem tryggir fólki öruggan
afnotarétt á íbúðinni.
— Kaup á íbúð.
Þar sem áhersla er lögð á val
fólksins í þessum efnum er fram-
kvæmdaaðila óheimilt að ákveða
fyrirfram hvort íbúð verði leigð eða
seld.
Í frumvarpinu er lagt til að kaup-
leiguíbúð verði með tvennum hætti:
Félagslegar kaupleiguíbúðir og
almennar kaupleiguíbúðir.
Félagslegar kaupleiguíbúðir
verða eingöngu á vegum sveitarfé-
laga eða félagasamtaka sem þurfa
að byggja kaupleiguíbúðir fyrir lág-
launafólk eða aðra þá sem af félags-
legum ástæðum þurfa aðstoð við
húsnæðisöflun:
Sá sem fær úthlutað félagslegri
kaupleiguíbúð getur valið um að
gera kaupsamning strax í upphafi
eða gera leigusamning með kaup-
rétti. Samkvæmt frumvarpinu hef-
ur leigjandii a.m.k. 5 ára umhugs-
unarfrest varðandi kaup á íbúðinni.
Leiga í félagslegri kaupleiguíbúð
greiðist mánaðarlega og miðast við
afborgun og vexti af láni Bygging-
arsjóðs ríkisins auk vaxtakostnaðar
af 15% framlagi framkvæmdaaðila
að viðbættum almennum rekstrar-
kostnaði. Miðað við 4 milljóna króna
meðalíbúð yrði mánaðargreiðslan
um 10 þúsund krónur, en ef viðkom-
andi óskaði að kaupa íbúðina þá
breyttist mánaðargreiðslan í rúmar
12 þúsund krónur. Til viðbótar
þessu kæmi síðan almennur rekstr-
arkostnaður af íbúðinni. Með þessu
fyrirkomulagi þarf viðkomandi ekki
að taka nein lán heldur einungis
greiða framkvæmdaaðila (sveitar-
félagi eða félagasamtökum) fasta
mánaðargreiðslu.
Almennar kaupleiguíbúðir
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að sveitarfélög, félagasamtök eða
fyrirtæki, sem þurfa af sérstökum
ástæðum að auka framboð íbúðar-
húsnæðis, eigi kost á láni úr Bygg-
ingarsjóði ríkisins til að kaupa eða
byggja almennar kaupleiguíbúðir.
)Jnnið er allt að 85% af kostnaðar-
verði íbúðar.
Með sama hætti og í félagslega
kerfínu á fólk sem fær úthlutað
almennum kaupleiguíbúðum kost á
að velja um leigu eða kaup. Því
yrði með lögum tryggður leigurétt-
ur í 5 ár en framkvæmdaaðilinn
getur ef hann svo kýs framlengt
leiguna. A þeim tíma eða að honum
loknum er síðan hægt að festa kaup
á íbúðinni.
Hér þarf viðkomandi ekki fremur
en í félagslegum kaupleiguíbúðum
að taka nein lán heldur leggur ein-
ungis fram mánaðarlegar greiðslur.
Mánaðarlegar leigugreiðslur al-
rnennra kaupleiguíbúða miðað við
4 milljóna króna meðalíbúð yrði um
16 þúsund krónur. Þegar íbúðin er
keypt er gert ráð fyrir að kaupandi
yfirtaki strax 15% lán úr Bygging-
arsjóði ríkisins sem hvílir á íbúðinní
og greiði það upp á allt að 5 árum
með sömu vöxtum og eru á skulda-
bréfum lífeyrissjóða. Ifyrstu 5 árin
yrðu mánaðarlegar greiðslur um
15 þúsund krónur vegna 70% láns
úr byggingarsjóði ríkisins og endur-
greiðslu framlags framkvæmdaað-
ila auk um 12 þúsund króna vegna
endurgreiðslu 15% viðbótarláns úr
Byggingarsjóði ríkisins eða samtals
um 27 þúsund króriúr. Að liðnum
fyrstu fímm árum kaupleigusamn-
ingsins eða þegar 15% lánið er end-
urgreitt þá munu mánaðarlegar
greiðslur léttast og fara niður í
rúmlega 15 þúsund á mánuði. í
þessu sambandi er rétt að vekja
athygli á aðstoð skattakérfisins með
sérstökum húsnæðisbótum í 6 ár
til þeirra sem eru að eignast sína
fyrstu íbúð.
Uthlutun á almennum kaup-
leiguíbúðum er ekki háð tekjumörk-
um eins og gildir um félagslegar
kaupleiguíbúðir og íbúðir í verka-
mannabústöðum. Framkvæmdaað-
ilum er gert skylt að auglýsa þær
reglur sem gilda hverju sinni um
ráðstöfun íbúðanna. Hins vegar er
gert ráð fyrir því að til grundvallar
afgreiðslu húsnæðismálastjórnar á
láni til almennra kaupleiguíbúða
liggi fyrir upplýsingar um sérstaka
þörf á að auka framboð húsnæðis
í sveitarfélaginu. Staðan í hús-
næðismálum á landsbyggðinni veg-
ur auðvitað þungt í þessu sambandi.
Sala á hlutareign með af-
notarétti af íbúðinni
Enn einn kostur er í kaupleigu-
kerfinu, en tilgangur kaupleigu-
kerfís er að auka sveigjanleika hús-
næðiskerfisins. Þess vegna er í
frumvarpinu gert ráð fyrir að í al-
menna kaupleigukerfinu verði opn-
aður nýr möguleiki fyrir þá aðila
sem vilja bjóða kaupleiguíbúðir á
þeim forsendum að leigjendur kaupi
skuldabréf framkvæmdaaðila og
Jóhanna Sigurðardóttir,
f élagsmálaráðherra
eignist 30% hluta í íbúðinni. Þegar
um er að ræða aldraða eða öryrkja
er heimilt að selja leigjendum 15%
hluta í eigninni en almenna reglan
er 30% hlutareign. Hlutareign með
þessum hætti tryggir afnotarétt af
íbúðinni svo lengi sem viðkomandi
óskar. Gert er ráð fyrir að þessi
leið verði einungis bundin við al-
mennar kaupleiguíbúðir.
Leiguíbúðir með hlutareign henta
sérstaklega vel fyrir fjármögnun og
rekstur íbúða fyrir aldraða og ör-
yrkja. Með þessu fyrirkomulagi
verða íbúðarskiptin auðveldari fyrir
t.d. aldraða sem vilja laga hús-
næðismál sín að breyttum forsend-
um á efri árum og komast í sérstak-
ar íbúðir fyrir aldraða. Hlutareign
gefur möguleika á þátttöku við
stjómun og rekstur leiguíbúðanna.
Þegar framkvæmdaaðili lætur
leigjanda almenna kaupleiguíbúð í
té með sölu á hlutareign er leigu-
gjaldið afborganir af láni úr Bygg-
ingarsjóði rkisins auk rekstrar-
kostnaðar. Þegar leigjandi hættir
afnotum af íbúðinni fær hann fram-
lag sitt endurgreitt með verðbótum
en án vaxta.
Framkvæmdaaðilar
Eins og áður sagði geta fram-
kvæmdaaðilar verið sveitarfélög og
félagasamtök að því er varðar fé-
lagslegar íbúðir og sveitarfélög,
félagasamtök eða fyrirtæki að því
er varðar almennar kaupleiguíbúð-
ir. Þessir framkvæmdaaðilar fengju
85% af kostnaðarverði íbúðar lánað
úr byggingarsjóðunum hvort heldur
sem um væri að ræða almennar
kaupleiguíbúðir eða félagslegar.
15% framlag verða viðkomandi að
leggja fram sjálf en bent er á þann
möguleika í frumvarpinu að fram-
kvæmdaaðili geti íjármagnað fram-
lag sitt með sölu skuldabréfa t.d.
til staðbundinn lífeyrissjóða. Með
þeim hætti getur lífeyrissjóður
heima í héraði stuðlað að nauðsyn-
legu auknu framboði íbúðarhús-
næðis og um leið aukið hlut byggð-
arlagsins í útlánum húsnæðislána-
kerfisins. Þetta ætti því að vera
vænlegur kostur bæði fyrir lífeyris-
sjóðina og sveitarfélögin, en miðað
við að lánað yrði til 300 kaupleigu-
íbúða á ári hvetju úr lífeyrissjóðun-
um, þ.e.a.s. 15% framlag fram-
kvæmdaaðilans, yrði þó einungis
um að ræða 1% af rúmlega áætluðu
ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna.
Ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna er
áætlað um 13,6 milljarðar króna.
Miðað við að lífeyrissjóðirnir fjár-
mögnuðu 15% hlut sveitarfélaganna
af 300 kaupleiguíbúðum á hveiju
ári með skuldabréfakaupum væri
um að ræða um 136 millj. króna.
Húsnæðisvandi á
landsbyggðinni
Víða á landsbyggðinni er mikill
íbúðaskortur og byggjngafram-
kvæmdir í lágmarki þrátt fyrir góða
afkomu og mikla eftirspurn eftir
vinnuafli. Augljóst er að fjárfesting
í íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni
getur reynst einstaklingum áhættu-
söm ef langtímadvöl á staðnum er
ekki fyrirhuguð eða augljós. Enda
hafa einstaklingar á landsbyggðinni
sótt minna í nýja húsnæðislánakerf-
ið en þeir sem búa í þéttbýlinu við
Faxaflóa. Biðröðin er orðin löng og
því ljóst að hlutur landsbyggðarinn-
ar í húsnæðiskerfinu verður helst
leystur nú með sérstökum aðgerð-
um í þágu landsbyggðarinnar.
Kaupleiguíbúðir henta því vel við
þær aðstæður sem eru á lands-
byggðinni. Sveitarfélög og sam-
starfsaðilar þeirra geta með þessu
fyrirkomulagi boðið fólki sem er
óráðið um framtíðarbúsetu leigu-
íbúðir sem íbúum gefst kostur á
að eignast ef ljóst er að viðkomandi
ætlar að setjast að í sveitarfélaginu.
Af því sem hér hefur verið lýst
er ljóst að ef vilji stjórnvalda stend-
ur til þess og gott samstarf tekst
við þá aðila sem hlut eiga að máli
eins og sveitarfélögin og félaga-
samtök þá gætu kaupleiguíbúðir
gjörbreytt ástandinu í húsnæðis-
málum landsmanna.
Fimmtíu ára skátastarf
♦
Skátar í Eyjum halda upp á afmæli
Morgunblaðid/Albert Kcmp
A myndinni sést að steinarnir
sem hrunið hafa á veginn gera
hann ógreiðfæran og erfiðan
yfirferðar.
Suðurfjarðavegur:
Tllfær sökum
grjóthruns
Fáskrúðsfirði.
Á veginum á milli Fáskrúðsfjarð-
ar og Reyðarfjarðar, sem í dag-
legu tali er nefndur Suðurfjarða-
vegur, eru svonefndar Staðar-
skriður og Vattarnesskriður. Oft
kemur það fyrir þegar er frost
á nóttunni og sólbráð á daginn,
að grjót hrapar niður á veg.
Vegfarendum finnst það all-
merkilegt að það skuli svo dögum
skiptir vera íátið liggja á vegin-
um án þess að það sé hreinsað.
Eftirlitsmaður er með þessum
vegi er staðsettur suður á Breið-
dalsvík og Vegagerð ríkisins er með
höfuðstöðvar á Reyðarfirði. Oft
þyrfti ekki nema einn mann á bíl
með góða garðhrífu til þess að
hreinsa veginn þannig að fólki staf-
aði ekki hætta af að aka hann.
- Albert
Skátafélagið Faxi í Vest-
mannaeyjum varð 50 ára 22.
febrúar. Af því tilefni var opnuð
sýning i skátaheimilinu á munum
og minjum úr 50 ára skátastarfi,
gefið var út myndarlegt afmælis-
rit og vikulöng dagskrá hófst.
Afmælisfagnaður var haldinn á
laugardag þar sem margir eldri
skátar úr Eyjum og ofan af
fastalandinu rifjuðu upp gamlar
minningar, tóku lagið og færðu
Faxa margar góðar gjafir.
Skátahöfðinginn Ágúst Þor-
steinsson sæmdi nokkra yngri og
eldri skáta heiðursmerkjum fyrir
vel unnin störf í þágu hreyfing-
arinnar. Eftir nokkra lægð er
skátastarf nú í öflugri sókn í
Eyjum.
Dagskrá skátavikunnar hófst
síðastliðinn laugardag með opnun
sýningar á ýmsum munum og
myndum, gömlum flokksbókum,
nýjum og gömlum útilegubúnaði og
gömlum búningum. Þótt mikið af
hlutum tengdum starfi og sögu
Faxa hafi farið í glatkistuna í gos-
inu, þá kom það mörgum á óvart
hve miklu hafði tekist að safna
saman.
Afmælisfagnaður
Afmælisfagnaður Faxa var svo
haldinn á laugardagskvöld í Akog-
es-húsinu. Auk skáta úr Eyjum
voru margir góðir gestir mættir frá
íslandi svo sem skátahöfðinginn
Halldór íngi, nokkrir meðlimir
skátaflokksins Útlaga, en það er
flokkur brottfluttra skáta sem
starfað hefur í Reykjavík, auk ann-
arra ágætra gesta. I tilefni af af-
mælinu sæmdi skátahöfðingi
nokkra skáta starfsmerkjum og
heiðursmerkjum. Friðrik Jesson,
fyrsti félagsforingi Faxa, sem
staddur var í hófinu, var sæmdur
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Páll Zophoníasson félagsforingi ásamt nokkrum krökkum úr skátafé-
laginu.
gullmerki Bandalags íslenskra
skáta og Páll Zophoníasson núver-
andi félagsforingi, var bæði sæmd-
ur gullmerki og Þórshamrinum.
Faxa bárust margar góðar gjafir
og hlý orð í tilefni afmælisins.
Skátastarf í Eyjum
Á þessum fimmtíu árum Faxa
hefur húsnæðisskortur og ör skipti
á húsnæði gengið eins og rauður
þráður í gegnum starf félagsins.
Eftir gos rættist fyrst verulega úr
þeim vandræðum þegar Faxi festi
kaup á íbúðarhúsi undir starfsemi
sína. Kaup á því húsi voru fjár-
mögnuð með höfðinglegum gjöfum
jafnt innanlandsfrá sem utan. Að
mörgu leyti hentaði þó íbúðar-
húsnæði ekki starfsemi félagsins
og fyrir nokkrum árum var hús
félagsins selt og ráðist í byggingu
nýs húss er hentaði starfseminni
betur. N.ýja húsið sem er eitt glæsi-
iegasta skátaheimili á landinu var
byggt > samvinnu við hjálparsveit
skáta. Eins og í öðru félagsstarfi
liafa skipst á skin og skúrir í starfi
félagsins. Skátastarf á landinu er
nú í uppsveiflu eftir nokkura lægð.
Með tilkomu nýs skátaheimilis og
kröftugri stjórn félagsforingjans,
Páls Zophoníassonar, er skátastarf
nú í öruggri uppsveiflu í Eyjum og
eru nú á þriðja hundrað skáta starf-
andi í félaginu.
— Bjarni