Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 Deilurnar um Noriega: Stjóm Reagans íhugar að frysta eigur Panamabúa Brussel. Reuter. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, íhugar að frysta eigur Pa- namabúa í Bandaríkjunum í þeirri von að það megi verða til þess að grafa undan Manuel Noriega, hershöfðingja, valdamesta manni Panama, að sögn George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Reuter Lögreglumenn vígbúast á götum Panama og gera sig klára til átaka við fólk, sem efnt hefur til mótmæla gegn stjórn landsins i Panama- borg. Shultz skýrði frá þessu á blaða- mannafundi að afloknum leiðtoga- fundi NATO-ríkja í Brussel í gær. „Noriega er slæmur kostur fyrir Panama og fyrir þennan hejmshluta [Miða-Ameríku]. Honum hefur ver- ið stefnt fyrir fíkniefnasmygl," sagði Shultz. Dómstóll í Flórída ákærði Noriega í fyrra mánuði fyr- ir aðilda að fíkniefnasmygli. Shultz sagði frystingu eigna Pan- amabúa í Bandaríkjunum einn þeirra valkosta, sem stjórn Reagans íhugaði. Hún hefði „ýms áform“ um aðstoð við andstæðinga Noriega í valdabaráttunni í Panama. Banda- ríkjamenn telja mikilvægt að eiga gott samband við Panama vegna Panamaskurðarins. Noriega brást reiður við yfirlýs- ingu Shultz. Hann sagði hugmynd- ina um að frysta eigur Panamabúa í Bandaríkjunum dæmi um árásar- hneigð Bandaríkjanna gagnvart veikburða smáríki. Stjórnmálaský- rendur telja að yfirvöld í Panama líti á ákvörðun um frystingu sem brot á samkomulagi frá 1977 um Panamaskurðinn. Palma forseti hefur útilokað að tekið verði fyrir bandarískra skipa um skurðinn ef af frystingu verður. Ástandið í Panama versnaði til muna í síðustu viku þegar Eric Arturo Delvalle, forseti, reyndi að reka Noriega. Endaði það með því að þing Panama setti Delvalle af og kaus Noriega, Manuel Solis Palma, menntamálaráðherra, for- seta í hans stað. Palma og Noriega eru nánir bandamenn. I júní í fýrra hættu Bandaríkja- menn efnahagsaðstoð við Panama og í vikubyrjun setti stjórn Reagans ríkið á lista yfír ríki, sem að hennar mati hafa ekki gengið nógu langt í baráttunni gejgn fíkniefnasmygli. Sú ákvörðun leiðir sjálfkrafa ti! þess að Bandaríkjamenn munu beita sér gegn aðstoð og fyrir- greiðslu Alþjóðabankans og ann- arra alþjóðlegra peningastofnana við Panama. Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins i Brussel Margaret Thatcher: Hvatti Vesturlönd til stuðn- ings við umbætur Gorbatgovs Briissel, Reuter. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Breta, bar sig í gær sam- an við Sovétleiðtogann Míkhaíl Gorbatsjov og sagði að ríkisstjóm- ir Vesturlanda ættu að sýna umbótaáætlunum hans heima fyrir hvatningu. í ávarpi, sem Thatcher hélt undir lok leiðtogafundarins í Brilssel, sagði hún að þau Gorbatsjov væm bæði umbótasinnar — hvort á sinn hátt — og sagði hún Gorbatsjov marka nýjan þátt í. sögu Sovétríkjanna, sem væri „nýr kafli í mannkynssögunni sem veitti nýja von.“ Þessar yfírlýsingar ,járnfrúar- ust mikið á við þá viðvörun, sem innar", sem fékk viðumefni sitt hún lét í ljós daginn áður, en þá fyrst í sovésku dagblaði, stönguð- ítrekaði hún þá skoðun sína að Vesturlönd yrðu að vera á varð- bergi gegnvart hemaðarmætti Sov- étríkjanna. Á blaðamannafundi, sem hún hélt eftir ræðuflutning sinn sagði hún þó að árvekni í varn- armálum og pólitísk hvatning gæti vel farið saman. „Það tvennt er hluti sömu stefnu. Ég hef trú á ágæti þess að hafa öflugar vamir, hafa frið með frelsi og réttlæti. [Gorbatsjov] býr við Reagan Bandaríkjaforseti: Bandalagið öflugt og reiðubúið til sanuiinga Brussel, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti lauk viðræðum aínum við aðra leiðtoga Atlantshafsbanda- lagsríkjanna með þvi að segja að bandalagið stæði traustum fótum og reiðubúið til samninga við Sovétrf kin og leppríki þeirra. „Bandalagið er stórvel á sig komið. Þjóðir vorar eru öflugar, þær eru sameinaðar, þær búa við velmegun og þær eru fijáls- ar,“ sagði forsetinn á blaða- mannafundi, sem sigldi í kjölfar- ið á ræðu hans. „Eftir þennan tveggja daga fund er ég sann- færðari en nokkru sinni fyrr um að bandalagið er á réttri leið og að við höfum — eins og hingað til — hugrekki og vilja til þess að fylgja þeirri leið.“ Reagan sagði að hann óg hinir leiðtogamir fímmtán hefðu rætt „fjöldann allan af málum, sem [sneru] að sameiginlegu öryggi bandalagsins," vegna væntanlegs leiðtogafundar risaveldanna í Moskvu, sem til stendur að fari fram í enduðum maí. „Ég ítrekaði stuðning beggja flokka í Bandaríkjunum við aðild- ina að Atlantshafsbandalaginu og veru heija okkar í Evrópu, stuðn- ingur hvaða stjómar sem er, svo lengi sem þörf er á að veija sameig- inlega hagsmuni okkar,“ sagði Reagan, en hann mun- Iáta af emb- ætti í janúar næstkomandi. kerfí, sem er gjörólíkt okkar, en hann vill einnig og þarf öflugar og ábyggilegar vamir.“ Thatcher minntist á það hún hefði hitt Gorabtsjov árið 1984, áður en hann varð leiðtogi Sovét- stjómarinnar, en þá sagði hún að hann væri maður, sem hún gæti átt viðskipti við. „Ég var sú fyrsta, sem sagði að hann væri algerlega ný tegund Sovétleiðtoga," sagði Thatcher. „Þegar hann varð leið- togi lagði hann í sögulegar og djarflegar bumbætur . . . Það sýndi hugrekki. Það var ekki bara í þágu þjóða Sovétríkjanna, að þær skyldu fá meira frelsi og svigrúm, heldur einnig í þágu Vesturlanda." I ræðunni líkti hún umbótum Gorbatsjovs við eigin umbætur á Bretlandi og sagði erfíðleika hans vera svipaðs eðlis og sú gagnrýni, sem hún hlaut á fyrstu stjórnar- árum sínum. „Þegar þú fram- kvæmir grundvallarbreytingar koma erfiðleikamir alltaf í ljós fyrst,“ sagði hún fréttamönnum Reuter Thatcher ásamt utanríkisráð- herra sínum, Sir Geoffrey Howe. eftir ræðuhaldið. „Hinn raunveru- legi ávinningur kemur ekki í Ijós fyrr en eftir tvö til þijú ár. Menn verða að sýna einurð." Þegar Thatcher var spurð hvort þjóðemisróstur við rætur Kákasus veiktu ekki Gorbatsjov vísaði hún því á bug. „Sú skoðun er almenn að Gorbatsjov eigi undir högg að sækja. Ég er ekki þeirrar skoðun- ar. Ég tel að hann sé traustur í sessi. Ég tel að hann hafí stjóm- málaráðið að baki sér og hann hefur séð hvað þarf að gera.“ Kohl kanzlari Vestur-Þýskalands: Fyllilega sáttur við mðurstöðuna Brussel, Reuter. HELMUT Kohl, kanzlari Vestur-Þýskalands, sagði að loknum leið- togafundinum i gær að þar hefði framtíðarstefna Atlantsbandalags- ins verið mörkuð og að Bonn myndi fallast á staðsetningu allra þeirra vopna, sem bandalagið teldi vera þörf á þar. Sagðist Kohl vera ánægður með lokaályktun fundarins, en þar var ekki hvatt til endurnýjunar skammdrægra kjarnorkuvopna, heldur látið nægja að segja að kjarnorkuvopn sem hefðbundin skyldu endurnýjuð þegar þörf væri á. Reagan ásamt George Shultz, utanríkisráðherra sínum. Reuter „Við getum ekki og munum ekki hætta friði og frelsi okkar, bama okkar og bamabama," sagði Reag- an. „011 okkar skiljum hina gífur- legu nauðsyn þess að halda uppi trúverðugri fælingu. Við munum aldrei framselja þann trúverðugleik við samningaborðið og við munum ekki tapa honum vegna van- rækslu." Kohl sagði að fyrir Vestur- Þjóðveija væri það mikilvægast, að ekki hefðu verið teknar neinar sértækar ákvarðanir um ákveðin vopn eða vopnakerfi og því væri hann ánægður með lyktir fundar- ins. Kohl var þetta reyndar sjálfum sérstaklega í mun þar sem í Þýska- landi eru framundan tvennar ríkja- kosningar í vor. „Á leiðtogafundinum réðu menn ráðum sínum um stefnuna eftir staðfestingu afvopnunarsamnings- ins um upprætingu skamm- og meðaldrægra kjarnorkuflauga — hina „tvöföldu núll-lausn“,“ sagði Kohl. Hann kvað „núll-lausnir“ á fleiri sviðum ekki til umræðu og átti þá við upprætingu skamm- drægra kjamorkuflugskeyta, sem draga innan við 500 km. Þau til- heyra svonefndum vígvallarvopn- um og nær Washington-samning- urinn ekki til þeirra. Sagði hann ljóst að NATO þyrfti á „lágmarks kjamorkufælingu að halda."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.