Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 Yfirlýsing leiðtogafund- ar AtlantshafsbandaJags- ins 2. og 3. mars 1988 Stund staðfestingar Við, fulltrúar 16 aðildarríkja Norður-Atlantshafsbandalagsins, höfum komið saman til þess að leggja enn áherslu á einingu okkar, til þess að meta stöðu samskipta austurs og vesturs nú, til þess að ræða þau tækifæri og þann vanda sem við okkar blasa, og jafnframt því: — að staðfesta enn á ný sameigin- legar hugsjónir og tilgang sem eru undirstaða samstarfs okkar: — að helga okkur enn grundvallar- reglum og ákvæðum Washing- ton-samningsins frá 1949; — að árétta enn hversu lífsnauð- synlegt bandalagið er öryggi okk- ar og undirstrika' gildi friðar- stefnu okkar. Tilgangur og grundvallar- reglur bandalags okkar 2. Bandalag okkar byggist á fijálsri þátttöku lýðræðislegra jafn- ingja, sem sameiginlegir hagsmunir og gildismat tengja. Það á sér ekki fordæmi hvað snertir umfang eða árangur. Öryggi okkar er ódeilan- legt. Bandalagið helgar sig því að varðveita frið með frelsi og tryggja sameiginlegar sjálfsvamir, sam- kvæmt ákvæðum stofnskrár Sam- einuðu þjóðanna. Engu vopna okkar verður nokkru sinni beitt nema til þess að svara árás. 3. Harmel-skýrslan, þar sem settar eru fram hugmyndir okkar um öryggisstefnu reista á jafn- vægi, hefur fyllilega staðist tímans tönn. Báðir þættir hennar, sem bæta hvor annan upp og styrkja, standa óhaggaðir: Að reyna að koma á uppbyggjandi viðræðum og samstarfi þ.m.t. takmörkun vígbún- aðar, á grundvelli pólitískrar sam- stöðu og nægilegs hemaðarstyrks. Meginpólitískur tilgangur banda- lags okkar er að koma á réttlátu og friðsamlegu skipulagi í Evrópu til langframa. 4. Oryggi í frelsi og hagsæld bandalagsríkja í Evrópu og Norð- ur-Ameríku tengjast óijúfandi böndum. Lýðræðisríki Norður- Ameríku hafa nú um langt skeið skuldbundið sig til að varðveita frið og öryggi í Evrópu. Sú skuldbinding er lífsnauðsynleg. Staðsetning hefð- bundins og kjamavædds herafla Bandaríkjanna í Evrópu tryggir ómissandi tengingu við fælingar- mátt langdrægra vopna Banda- ríkjanna. Herafli þessi ásamt her- afla Kanada er áþreifanlegur vottur þessarar skuldbindingar. Hann verður og mun vera um kyrrt. Á sama hátt er fijáls, sjálfstæð og í vaxandi mæli sameinuð Evrópa lífsnauðsynleg öryggi Norður- Ameríku. Ekki er unnt að halda uppi trúverðugum vömum banda- lagsins án verulegs evrópsks fram- lags. Við fögnum því þeirri viðleitni sem undanfarið hefur beinst að því að styrkja Evrópuþátt bandalags- ins, en markmið þessarar viðleitni er að styrkja tengslin milli banda- lagsríkja báðum megin Atlants- hafsins og öryggi bandalagsins sem heildar. Atlantshafsbandalagið getur ekki verið sterkt ef Evrópa er mátt- vana. 5. Við munum hér eftir sem hing- að til stefna að því að koma í veg fyrir hvers konar stríð eða þvingun. Bandalagið hefur tryggt frið í Evr- ópu í næstum því 40 ár með því að halda uppi trúverðugri fælingu. Hefðbundnar vamir einar saman geta ekki komið þessu til leiðar, því getur um fyrirsjáanlega framtíð ekkert komið í stað hemaðaráætl- unar bandalagsins til þess að koma í veg fyrir stríð. Sú áætlun felst í því að byggja fælingu á viðeigandi hlutföllum nægilegs og skilvirks kjarnavædds og hefðbundins her- afla sem áfram verði af nýjustu gerð þar sem það er nauðsynlegt. 6. Við stefnum að öryggi og jafn- vægi við minni vígbúnað en emm jafnframt staðráðin í að gera áfram það sem þarf til þess að tryggja áframhaldandi raunhæfan, trúverð- ugan og skilvirkan hefðbundinn og kjamavæddan herafla, þar með tal- ið kjamavæddan herafla í Evrópu, sem saman tryggja sameiginlegt öryggi okkar. Með hliðsjón af upp- byggingu bandalagsins og í anda samstöðu mun hvert okkar gegna sínu hlutverki í þessari sameigin- legu viðleitni. Við staðfestum enn ,að við emm reiðubúin til þess áð skipta af sanngirni með okkur áhættu, byrðum og ábyrgð sem og árangri sameiginlegrar viðleitni okkar. 7. Við leitum réttláts og stöðugs friðar þar sem fullveldi og helgi landsvæðis allra ríkja em virt og réttindi allra einstaklinga, þ.m.t. réttur til pólitísks vals em vemduð. Við viljum í áföngum binda enda á óeðlilega skiptingu meginlands Evrópu, sem einkum snertir hina þýsku þjóð. Við munum áfram styðja fijálsa og lífvænlega Berlín- arborg og styðja viðleitni til þess að bæta ástand þar. Viðleitni til þess að bæta sam- skiptin við Sovétríkin og önnur ríki Austur-Evrópu og skapa þeim traustari gmnn er eitt meginverk- efni okkar. Við skomm á þessi lönd að ganga til samstarfs við okkur um að tryggja frekar slökun spennu, aukið öryggi við minni vígbúnað, víðtækari mannleg sam- skipti og fijálsari aðgang að upplýs- ingum. Við munum áfram leggja hart að okkur til að auka samstarf við ríki í austri hvar og hvenær sem það er báðum til hagsbóta. Staða samskipta austurs o g vesturs — Vegurinn framundan 8. Við höfum veitt athygli upp- örvandi merkjum um stefnubreyt- ingu í Sovétríkjunum og sumum bandalagsríkja þeirra. Þetta lýkur upp möguleikum fyrir opnari sam- skiptum þeirra við eigin þjóðir sem og aðrar. Við fögnum þeim árangri sem þegar hefur náðst á vissum sviðum. En umfram yfirlýsingar ætlumst við til áþreifanlegra og varanlegra stefnubreytinga, sem takast beint á við ágreiningsefni austurs og vesturs. 9. Enn sem komið er sjást þess hins vegar engin merki að Sovétrík- in séu að draga úr áralangri vígvæðingu sinni. Sovétríkin halda enn úti mun meiri herafla en varn- ir þeirra krefjast. Þessi fyrirferð- armikli herafli, sem Sovétríkin hafa ekki skirrst við að beita utan landa- mæra sinna, eins og enn sést í Afganistan, er ein grundvallar- ástæða spennu milli austurs og vesturs. Stöðugur vöxtur hernaðar- getu Sovétríkjanna, sem snertir öll svæði bandalagsins, krefst því stöðugrar árvekni okkar. 10. Við munum áfram staðfast- lega fylgja öryggisstefnu okkar, halda uppi traustum vörnum og trúverðugri fælingu sem eru nauð- synlegur grunnur uppbyggjandi viðræðna við ríkin í austri þ.á m. um takmörkun vígbúnaðar og af- vopnunarmál. Enn aukin skilvirkni verður nauðsynleg á næstu árum til þess að tryggja öryggi okkar með tak- mörkuðum fjármunum. Því erum við ákveðin í að auka hagnýtt sam- starf við öflun vopna og víðar. I þessu samhengi gerum við okkur ljóst hver vandi þeirra ríkja banda- Iagsins er, sem skemur eru á veg komin í iðnaði, og nauðsyn þess að bregðast við þeim vanda með gagn- kvæmri hjálp og samstarfi. 11. Takmörkun vígbúnaðar er ómissandi þáttur öryggisstefnu okkar. Við leitumst eftir viðræðum, ekki þeirra sjálfra vegna, heldur til þess að ná samningum sem geta verulega dregið úr hættu á átökum og orðið raunverulegt skref í átt til stöðugleika og friðar. Við munum ráðgast og vinna saman af kappi að þessu marki. 12. Fulltrúar okkar í Norður- Atlantshafsráðinu vinna enn að frekari þróun allsheijarhugtaks um takmörkun vígbúnaðar og afvopn- un, eins og þeim var falið að gera í yfirlýsingu ráðherra okkar í Reykjavík í júní 1987. 13. Samkomulag það sem Banda- ríkin og Sovétríkin gengu nú nýlega frá um meðaldræg kjarnavopn markar tímamót í viðleitni okkar til þess að koma á öruggari friði og minni vígbúnaði. Samningurinn er aðdáunarverður árangur pólitísks hugrekkis, raunsæis og einingar aðildar ríkja bandalagsins. Ákvæði samningsins um strangt eftirlit og ósamhverfan samdrátt vígbúnaðar eru gagnlegt fordæmi fyrir samninga í framtíðinni. Við væntum þess að hann verði fullgilt- ur sem fyrst. 14. í samræmi við öryggiskröfur munu þau fimmtán aðildarríki sem hlut eiga að máli neyta allra tæki- færa til þess að ná raunverulega eftirlitshæfum samningum um tak- mörkun vígbúnaðar, sem leiða til stöðugs og öruggs jafnvægis her- afla á lægra stigi. Þau telja alls- heijarhugtak um takmörkun vígbúnaðar og afvopnun ná til eftir- farandi: — 50% fækkun langdrægra kjarn- orkusóknarvopna Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, sem samið yrði um í núverandi Gen- far-viðræðum. — Algera eyðingu efnavopna. — Staðfestingu á stöðugu og traustu stigi hefðbundins herafla með því að útrýma misvægi á því sviði alls staðar í Evrópu. — I tengslum við jafnvægi í hefð- bundnum herafla og algera út- rýmingu efnavopna komi raun- hæf, eftirlitshæf og sannanleg fækkun á skammdrægum kjarn- orkuvopnum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á landi, fækkun, sem leiði til jöfnunar á þessu sviði. 15. Við gerum okkur grein fyrir bráðri nauðsyn þess að fást við ójafnvægi hefðbundins herafia í Evrópu og höfum samþykkt sér- staka yfirlýsingu ' um takmörkun hefðbundins vígbúnaðar. 16. Ekki verður gert út um ágreiningsefni austurs og vesturs nema árangur náist á mörgum svið- um. Sönnum friði í Evrópu verður ekki komið á einungis með tak- mörkun vígbúnaðar. Friður verður að hvíla á traustum grunni fullrar virðingar fyrir grundvallarmann- réttindum: Jafnframt því að kosta kapps um að takmarka vígbúnað munum við fylgja eftir framkvæmd ríkisstjórna Sovétríkjanna og ann- arra ríkja Austur-Evrópu á öllum grundvallarreglum og ákvæðum Helsinki-sáttmálans og Lokaskjals- ins frá Madrid. Við styðjum áfram- hald og styrkingu ROSE-ráðstefn- anna sem er mikilvægt tæki til þess að stuðla að stöðugum og upp- Rannsóknir á arfgengrí heilablæðingn á aðalfundi Blóðgjafafélagsins: Arangursríkt samstarf við japanska vísindamenn AÐALFUNDUR Blóðgjafafé- lags íslands var haldinn mánudag- inn 29. febrúar og voru þar flutt erindi um arfgenga heilablæð- ingu, sem finnst hér á landi í ákveðnum ættum. Sagt var frá japönskum rannsóknum á sama sjúkdómi og samstarfi íslenskra og japanskra aðila á þessu sviði. Fyrirlesarar höfðu áður flutt er- indi um sama efni á ráðstefnu í Japan siðastliðið haust. Auk venjulegra aðalfundastarfa, voru flutt þijú erindi um nýlegar rannsóknir á arfgengri heilablæð- ingu í íslenskum ættum. Arfgeng heilablæðing stafar af myndun mýl- ildis (amyloid) í smærri slagæðum miðtaugakerfisins og fleiri líffærum. Dr. Leifur Þorsteinsson ónæmis- fræðingur sagði frá útbreiðslu mýl- ildismyndunar í líkama sjúklinga, sem þjást af arfgengri heilablæð- ingu. I máli hans kom fram, að myndun mýlildis af þeirri gerð sem þekkt er í æðum miðtaugakerfisins hjá þessum sjúklingum, er einnig að finna í æðum sogæðaeitla, svo og miltisvef og stoðvef munnvatnskirtla. Þessar niðurstöður gefa aukna möguleika á að greina sjúkdóminn með vefjarannsókn og ónæmisefna- greiningu. Leifur gat um nýlegar rannsóknir í Japan, þar sem greinst hefur sjúkdómstilfelli með æðamein í miðtaugakerfi, sem svipar til hinna íslensku æðamýlildismeina, sem valda arfgengri heilablæðingu. Yfir- lit um hina arfgengu heilablæðingu á íslandi hefur verið birt í japönsku læknatímariti og er þar m.a. byggt á ritum íslenskra sérfræðinga. Dr. Astríður Pálsdóttir sameinda- líffræðingur, sem unnið hefur að uppbyggingu erfðaefnisrannsókna í Blóðbankanum í rúm tvö ár, lýsti árangri af rannsóknum á breytileika þess gens, sem stýrir mvndun cystat- in C, sem er mikilvægt andmeltiefni, eða latefni, Ifkamans. Það er þetta efni, sem leggur til byggingareinin- gamar í mýlildisefnið, sem myndar æðameinið hjá sjúklingum með arf- genga heilablæðingu. Ólafur Jensson yfirlæknir sagði frá nýlegum rannsóknum á arf- gengri heilablæðingu í sunnlenskum ættum. Þær benda til, að þar liggi til grundvallar sama meingen og veldur sjúkdómnum í sjúklingum, sem eiga ættarrætur í byggðum við Breiðafiörð og mest hafa verið rann- sakaðir. í doktorsritgerð Árna Áma- sonar læknis frá 1935 er minnst á sjúkdómstilfelli í sunnlenskri ætt, með arfgenga heilablæðingu. Fyrirlesarar fluttu erindi um fram- angreind efni á 5. alþjóðaþinginu um mýlildi (amyloidosis), sem haldið var dagana 26. til 28. október s.l. haust- í Hakone í Japan. Ólafur Jensson sagði í samtali við Morgunblaðið, að þessi sjúkdómur væri þekktur hér á landi a.m.k. tvö til þijú hundmð ár aftur í tímann. Nokkuð góðar sannanir em til um 130 til 140 manns, sem hafa fengið hann á síðustu 100 ámm og talið að um 200 manns hafi fengið hann á síðustu 150 ámm. Sfðustu eitt til tvö ár hafa þrír til fjórir sjúklingar dvalist á sjúkrahúsum hér á landi, þungt haldnir af þessum sjúkdómi. Arfgeng heilablæðing kemur oftast fram öðm hvomm megin við þrítugs- aldurinn, en-getur einnig komið fram síðar að sögn Olafs. Nýjustu rann- sóknir benda til, að sjúkdómurinn geti komið fram í fleiri líffærum en miðtaugakerfínu og hafnar em rann- sóknir á tíðni hans meðal héilablæðit- ilfella hjá öldmðu fólki. Talið er, að sögn Olafs, að finna megi sameigin- lega þætti með arfgengri heilablæð- ingu og Alzheimer sjúkdómi. Ekki er fundin lækning við þessum sjúk- dómi, en nú er hægt að greina hann á fósturstigi, á 7. til 8. viku með- göngu. í ársskýrslu Blóðgjafafélags fs- lands kom fram, að félagið hefur veitt blóðbankastarfseminni mikil- vægan og margháttaðan stuðning frá því að það var stofnað árið 1981. Síðan 1985 hefur félagið lagt mikið af mörkum til að efla erfðarannsókn- ir og þá sérstaklega á sviði sameind- alíffræðinnar. Nú hefur félagið feng- ið öflugan bandamann í þessu styrkt- artátaki fyrir nýerfðafræðirannsókn- ir, Heilavemd, sem er líknarfélag til eflingar rannsókna á arfgengri heila- blæðingu, sagði í ársskýrslu form- anns Blóðgjafafélags Islands. Stjóm Blóðgjafafélags Island var endurkjörin, en hana skipa: Ólafur Jensson formaður, Hólmfríður Gisla- dóttir varaformaður og ritari, Logi Runólfsson gjaldkeri, Jóhann Diego Amórsson og Hrafnhildur Gunnars- Ólafur Jensson læknir, og dr. Shigeyoshi Fujihara, höfundur yfirlitsins um arfgengar heila- blæðingar á Islandi, sem birtist i japanska læknatimaritinu Dem- entia, júlíhefti 1987. Þeir hafa með sér samstarf um rannsóknir á sjúkdómnum. dóttir meðstjómendur. Endurskoð- endur voru kjömir þeir Þorsteinn I. Kragh og Hallberg Sigurgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.