Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 t Eiginmaöur minn, ÓSKAR KJARTANSSON gullsmiður, lést 3. mars. Herdis Þórðardóttir. t Eiginmaður minn, STEFÁN ÓLI ALBERTSSON, Kleppsvegi 48, Reykjavík, lést í Landspítalanum að morgni 3. mars. Halldóra Andrésdóttir. t Faðir okkar, JAMES HAROLD WRIGHT, lést fimmtudaginn 18. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram. Pamela Wright og fjölskylda, Linda Wright og fjölskylda, Cristine Denson og fjölskylda. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELENA SVANHVÍT SIGURÐARDÓTTIR, Reynimel 80, Reykjavík andaðist í Landakotspítala fimmtudaginn 3. mars. Sigurður Ó. Halldórsson, Ester Tryggvadóttir, Ólafur Ó. Halldórsson, Guðrún Ása Brandsdóttir, Sigríður Sólveig Halldórsdóttir, Brynjólfur Guðbjörnsson, Hrafnhjldur Björk Halldórsdóttir, Oddur Gunnarsson, Bjarni Ó. Halldórsson, Erna Böðvarsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, EGGERTTH. JÓNSSON, Háaleitisbraut 155, Reykjavík, lést 2. mars sl. Lára Petrína Bjarnadóttir, Birna M. Eggertsdóttir, Pétur E. Eggertsson, Ásta Lóa Eggertsdóttir, Hilmar Þorvaldsson, Ingigerður Eggertsdóttir, Jón Ólafsson, Unnur I. Eggertsdóttir, Hermann Arnviðarson, Gunnhildur Eggertsdóttir, Óskar Þorsteinsson, Kolbrún Eggertsdóttir, Arnaldur Axfjörð. t Ástkaer eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ENGILRÁÐ SIGURÐARDÓTTIR, Freyjugötu 34, Sauðárkróki, andaðist í Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 23. febrúar sl. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 5. mars 1988 klukkan 14.00. Ingimar Bogason, Hörður Ingimarsson, Margrét J. Gunnarsdóttir, Bogi Ingimarsson, Birna S. Helgadóttir, Ólafur R. Ingimarsson, Veroníka Jóhannsdóttir, Sigurður H. Ingimarsson, Elenóra Jósafatsdóttir og barnabörn. t Eiginkona mín, BJÖRG HELGA SIGMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin í dag, föstudaginn 4. mars, klukkan 13.30 frá Víðistaðakirkju i Hafnarfirði. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Gústaf Magnússon. t ARNVIÐUR ÆVAR BALDURSSON garðyrkjubóndi, Hvoll II, Ölfusi, verðurjarðsetturfrá Hveragerðiskirkju laugardaginn 5. mars kl. 16.00. Sigríður Ellertsdóttir, Gunnar Baldursson, Rúnar Baldursson, Gerður Baldursdóttir, Haukur Baldursson, Óttar Ægir Baldursson. Minning: Björg Helga Sigmundsdóttir Fædd 10. apríl 1948 Dáin 25. febrúar 1988 I dag verður til moldar borin Björg Helga Sigmundsdóttir, fædd á Siglufirði 10. apríl 1948. Hún hefði því orðið fertug eftir rúman mánuð ef miskunnarlaus örlögin hefðu ekki gripið í taumana. En vegir almættisins eru að sönnu órannsakanlegir, því hvemig er unnt út frá mannlegum skilningi að sjá tilgang með því að hrífa þriggja bama móður í blóma lífsins burt frá ungum börnum sínum. Hugleiðingar sem þessar um hverfulleika lífsins verða áleitnar þegar mannlegur máttur má sín einskis gagnvart þeim örlagavef sem engu eirir. Það em hartnær tuttugu ár síðan Gústaf Magnússon, bróðir minn, kynnti okkur fyrir Björgu, tilvon- andi eiginkonu sinni. Allt frá því hafa samskiptin verið bæði mikil og ánægjuleg og margar bjartar og skemmtilegar minningar em svo sannarlega við hana tengdar þegar skyggnst er um öxl. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau í sambýli við afa okkar og. ömmu, Agúst Jóhannesson og Lilju Kristjánsdóttur, á Suðurgötu 58, Hafnarfirði. Má með sanni segja að mjög sterk tengsl hafi skapast milli ömmu og Bjargar sem héldust allt þar til gamla konan féll frá og leit hún á Björgu nánast sem dóttur sína alla tíð. Sýnir þetta glöggt þann trausta persónuleika sem Björg hafði að bera og kom iðulega fram í fari hennar, ekki síst gagn- vart bömum og dýmm. Er enda vandfundinn annar eins dýravinur og Björg var og hreint með endem- um hve dýr hændust að henni seint og snemma. Þetta á ekki síður við um blómaræktun og ummönnun alls kyns jurta. Var með ólíkindum hvílíka natni hún sýndi blómum sínum, enda launuðu þau henni umhyggjuna með því að standa sífellt í fullum skrúða á öllum árstímum. Sem persóna var Björg fremur dul og jafnvel seintekin og bar ekki tilfinningar sínar á torg, en þegar trúnaður hennar var unninn var hún trygglynd og staðföst. Hún hafði til að bera mjög jákvætt lífsviðhorf, sá gjarnan björtu hliðarnar á tilver- unni jafnvel þó syrti í álinn og bar harm sinn í hljóði allt þar til yfir lauk. Hún var alla jafna ákaflega glaðlynd og lífsglöð og kunni að skemmta sér á góðum stundum í góðra vina hópi og lék þá við hvern sinn fingur. Það olli Björgu talsverðu hugar- angri fyrstu hjúskaparárin að hún skyldi ekki eignast barn, enda var það hennar heitasta ósk að verða móðir. Það má því með rétti segja að hún hafi svo sannarlega verið bænheyrð í því efni. Þau Björg og Gústaf eignuðust loks þrjú yndisleg börn saman, tvær stúlkur og einn dreng. Þau eru Heiða Björg, fædd 12. febrúar 1978, Ágúst Óm, fædd- ur 17. janúar 1980, og Sigurlín, fædd 10. júlí 1983. Það er því óhætt að fullyrða að sá tími hafi verið naumt skammtaður sem hún fékk notið barnanna sinna og þau henn- ar. En þrátt fyrir það hafa þau feng- ið giftudijúgt og gott veganesti frá hennar hendi. Með okkur hjónunum og Gústafi og Björgu hafa alltaf verið mjög náin samskipti sem efldust og styrktust jafnt og þétt. En nú verð- ur vissulega skarð fyrir skildi því Björg bar mikla umhyggju fyrir okkur og okkar högum og áttum við þar alltaf vísan hauk í horni sem gott var að leita til. Að þessum fátæklegu kveðjuorð- um sögðum viljum við biðja algóðan guð að styrkja Gústaf og börnin á erfiðri stundu. Guð blessi minningu Bjargar Helgu Sigmundsdóttur. Ársæll og Birna Nú ertu leidd mín ljúfa lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna fri, við Guð þú mátt nú mæla miklu fegri en sól • unun og eilíf sæla er þin hjá lambsins stól. (Hallgrímur Pétursson.) Hún Bjögga vinkona mín er dáin. Miklum þjáningum og stríði við erf- iðan sjúkdóm lokið. Það er erfitt að sætta sig við að svo ung kona, sem átti svo margt ógert og hafði svo mikið að lifa fýrir sé hrifin burt langt fyrir aldur fram. Bjögga var gift Gústaf Magnús- syni sjómanni og eiga þau 3 börn Heiðu Björgu 10 ára, Ágúst 8 ára og Sigurlín 4 ára. Bjögga var búin að bíða svo lengi og þrá að eignast börn. Loks fékk hún ósk sína upp- fyllta og hamingjan virtist brosa við henni. En þegar yngsta barnið var aðeins nokkurra mánaða dundi ógæfan yfir, þá kemur í ljós að Bjögga er haldin alvarlegum sjúk- dómi. Hún fór í mikla og erfiða aðgerð og varð vongóð um bata. Hún ætlaði sér að sigra þennan ill- kynja sjúkdóm og barðist eins og hetja tií hinstu stundar. Hún þráði að fá að lifa og vera með fjölskyldu sinni og horfa á bömin vaxa úr grasi. En hún varð að lúta í lægra haldi fyrir þeim óvini, sjúkdómi, sem leggur svo allt of marga að velli bæði unga og aldna. Bjögga átti alltaf sérstakan sess í huga mér, hún var ein sú besta vinkona sem ég hef eignast. Við kynntumst fyrst, þar sem við unnum saman á Skálatúni í Mos- fellsbæ, þá aðeins unglingsstelpur. Við urðum þar óaðskiljanlegar vin- konur jafnt í starfi sem utan þess. Við upplifðum margt skemmtilegt og spennandi saman og oft voru gömlu góðu minningarnar rifjaðar upp, þegar við hittumst og töluðum saman seinna meir. Ég man að Bjögga lét sér mjög annt um vistfólkið á Skálatúni og þótti þeim öllum vænt um hana Bjöggu sína. Elsku Gústi, Heiða Björg, Ágúst og Sigurlín litla, missir ykkar er mikill. Megi Guðs hönd styrkja ykk- ur og hjálpa í gegnum sorgina og söknuðinn. Blessuð sé minning góðrar vin- konu. Guð geymi hana. Á. Markrún Óskarsdóttir í dag vil ég minnast með nokkr- um fátæklegum orðum, kærrar vin- konu, Bjargar Helgu Sigmunds- dóttur. Kynni okkar hófust á tímamót- um, gamla árið var að kveðja og nýtt ár fór í hönd. Þannig er í lífinu sjálfu, tímamót, gleði og sorgar. Efst í mínum huga er þakklæti fyrir margar ógleymanlegar stundir og vináttu. Er ég lít til baka minn- ist ég Bjöggu, þá er hún bjó í sama húsi og tengdaamma hennar og afí áttu og bjuggu, að Suðurgötu 58 í Hafnarfirði. Þar bjó hún ásamt unnusta sínum og síðar eigin- manni, Gústaf Magnússyni, stýri- manni í Hafnarfirði. Þar ríkti fal- legt mannlíf. En eldra fólk, böm og dýr, það átti hug hennar allan. Þar fæddist þeirra fyrsta bam, 12. febrúar 1978, yndisleg stúlka, er ber nafnið Heiða Björg. 17. janúar 1980 fæddist sonurinn, Ágúst Örn. Á sama tíma eignaðist ég mitt yngsta barn, dreng. Þá áttum við margar stundir saman, það var prjónað, saumað og beðið með eftir- væntingu komu drengjanna í heim- inn. Með þeim Ágústi og mínum dreng, Matthíasi, myndaðist strax sterk vinátta, sem ekki er síðri hjá bömum. Sú vinátta minnir mig á margt með okkur Bjöggu. Þann 12. júlí 1983 leit dagsins Ijós þriðja bam þeirra hjóna, lítil stúlka, er 4 ber nafn föðurömmu sinnar, Sig- urlín. Með Bjöggu og tengdafor- eldmm hennar, Sigurlín Ágústs- dóttur og Guðmundi Ársæli Guð- mundssyni vom miklir kærleikar. I mínum huga var Bjögga í sínu rétta umhverfi, sem eiginkona, móðir og húsmóðir. Umhyggja hennar vár mikil, og ber þess vitni. Árið 1984, syrtir að. Þá gerir vart við sig sá sjúkdómur, er hún varð að lúta í lægra haldi fyrir hinn 25. febrúar sl. Sú barátta er hetju- saga. Þá reyndi á karlmannslund Gústafs. Missir eiginmanns og bama er mikill. „Sem móðir hún býr í bamsins mynd; það ber hennar ættarmerki. Svo streyma skal áfram lífsins mynd, þó lokið sé hennar verki. Og víkja skal hel við garðsins grind, því guð vor, hann er sá sterki. Að eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir, Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir.'“ (E. Ben.) _ Eiginmanni, börnum, aldraðri móður og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð, og minni á orðin úr heilagri ritningu: „Trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.“ Elínborg Jóhannsdóttir í dag verður Björg Helga Sig- mundsdóttir mágkona mín jarðsett. Eftir langvarandi og erfiða sjúk- dómslegu hefur hún nú hlotið hinstu hvíld. „Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir ailt. (Jóhann Jónsson.) Ég kynntist Björgu fyrst sem unglingur, en þá hófst sambúð þeirra Gústa bróður míns. Ég minn- ist þess hversu oft ég gerði mér ferð til hennar á eftirmiðdögum þessi ár, sat og spjallaði og fékk að hlusta á plötur úr plötusafni hennar. Það var róandi að sitja hjá henni og hún hafði ávallt tíma fyr- ir þann sem kom. Nálægð gælu- dýra, sem Björg hafði yfirleitt ein- hver hjá sér, jók enn á jafnvægi andrúmsloftsins. Hún virtist unna öllu sem lifði og dýr og jurtir döfn- uðu í návist hennar. Björg þráði í mörg ár að eignast barn og loks auðnaðist henni sú hamingja. Hún reyndist börnunum sínum þremur einstök móðir og segja má að hún hafi vart litið af þeim þann tíma sem hún var heil heilsu. Að þessu öryggi fyrstu æskuáranna munu þau eflaust lengi búa. I dag þurfa þessi börn að sjá á bak móður sem var þeim allt. Við sem horfum á slíkan harmleik eigum erfitt með að sætta okkur við að hann geti gerst. En vegir Guðs eru órannsakanlegir. Okkur mönnunum ber að lúta vilja hans og megum ekki efast um tilgang þeirra rauna sem á okkur eru lagð- ar. Elsku Gústi, ég votta þér, Heiðu, Ágúst og Sillu einlæga samúð og óska ykkur styrks. Blessuð sé minn- ing Bjargar Helgu Sigmundsdóttir. Guðrún Hrefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.