Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 60
| ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA
1 GuðjónÚLhf.
| / 91-27233
FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR.
Sjófrystur fisk-
. ur lækkar í verði
VERÐ á sjófrystum fiski á mörk-
uðum í Englandi hefur lækkað
um 7-10% síðan i fyrrasumar. A
sama tíma hefur tilkostnaður við
útgerð frystitogara aukist, að
sögn Þorsteins Más Baldvinsson-
ar, forstjóra Samherja á Akur-
eyri.
Þorsteinn sagði í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi, að allir
okkar fiskmarkaðir væru að þyngj-
ast. „Við höfum fengið á okkur
verðlækkanir, verð á sjófrystum
físki hefur lækkað um 7-10% frá
því í fyrrasumar. Ég reikna þó
með, að nú sé botninum náð,“ sagði
Þorsteinn. Hann kvað mikinn afla
norskra togara og mikið framboð
af ferskfíski á ensku mörkuðunum
vera helstu skýringuna á verðfall-
inu. Þá kvað Þorsteinn afkomu
frystitogara hafa þyngst upp á
síðkastið, annars vegar vegna verð-
fallsins, hins vegar vegna kostnað-
arhækkana. „Þessi mismunur sem
var á frystitogurum og ferskfisk-
togurum hefur að mestu horfíð,
fískmarkaðir, gámaútflutningur og
siglingar valda því. Þetta, eins og
margt annað, leitar jafnvægis, nú
má heita að jafnvægi sé náð,“ sagði
hann.
Söluaðferðir harð-
lega gagnrýndar
Á ráðstefnu um gæðamál og
ímynd íslensks sjávarútvegs, sem
haldin var í gær, kom fram hörð
gagnrýni á söluaðferðir íslend-
inga á erlendum mörkuðum, eink-
um á verðlagningu og þjónustu
við kaupendur.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra setti ráðstefnuna og kvað
menn þar saman komna til að ræða
gæðamál og mætti þar margt gagn-
rýna, en þó væri margt til fyrirmynd-
ar. Hann ræddi nokkuð markaðsmál
og sagði m.a.: „Nú eru ýmsar blikur
á lofti og þarf að ræða í fullri hréin-
skilni, að ekki má taka sem gefíð,
að við höldum okkar hlut á mörkuð-
um okkar."
Benedikt Sveinsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri sjávarafurða-
deildar Sambandsins, flútti erindi
um orðspor íslenskra sjávarafurða á
mörkuðum. Hann var ómyrkur í
máli og gagnrýndi harðlega hvernig
Islendingar hafa hagað sér á góðum
mörkuðum undanfarin ár. Hann
kvað markaði hafa stórskaðast af
freklegum verðhækkunum og lélegri
þjónustu, nefndi þar Bandaríkja-
markað og Rússlandsmarkað sem
dæmi. Hann varaði við þeirri til-
hneigingu, að láta kné fylgja kviði
þegar eftirspum er mikil og „svína
verðinu upp“ eða að svíkja gerða
samninga um sölu þegar verð er
lágt. „Allt sem maður gerir ljótt
þegar maður hefur undirtökin, kem-
ur aftur í hausinn á manni, þegar
maður hefur þau ekki lengur,“ sagði
Benedikt.
-W-.J
Morgunblaðið/Sigurgeir
Perlumóðurský
Sjaldgæft er að perlumóðurský eða glitský sjáist á himninum
og var því að vonum að fólk staldraði við þessa sjaldgæfu sjón
á miðvikudag. Sigurgeir Jónasson tók þessa mynd í Vestmanna-
eyjum, en glitský sáust þá víða á Suður- og Suðvesturlandi.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Loðnufrysting ífullum gangi
Loðnufrysting er nú í fullum
gangi í Grindavík eftir að
Keflvíkingur KE og Gisli Árni
RE komu með góða loðnu i
gær. Japanskir eftirlitsmenn
dvelja hér á landi á meðan
frysting stendur yfir og eru
tiðir gestir í frystihúsunum. I
gær var Mitsuo Inoue frá Osaka
að skoða sýni hjá Arnarvík i
Grindavík ásamt aðstoðar-
manni sínum. Á milli þeirra á
myndinni er Álfheiður Guð-
mundsdóttir eftirlitskona í
frystihúsinu og Karl Gunnars-
son verkstjóri, lengst til hægri,
að fylgjast með störfum þeirra.
Fjögur verkalýðsfélög felldu kjarasamningana í gærkvöldi:
Hlíf samþykkti með
eins atkvæðis mun
Miklir erfiðleikar framundan segir Þórarinn V. Þórarinsson
SAMNINGAR Verkamanna-
sambands íslands og atvinnu-
rekenda voru samþykktir í Hlíf
í Hafnarfirði í gærkvöldi með
33 atkvæðum gegn 32. Kosið
var tvisvar því í fyrri atkvæða-
greiðslunni var jafnt, 32 voru
fylgjandi samningunum og 32
andvígir. Samningarnir voru
einnig samþykktir í Sandgerði
en felldir í Framsókn í
Reykjavík, Einingu á Akureyri,
Þór á Selfossi og Rangæingi á
Hellu.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bands íslands, sagði í samtali við
Morgunblaðið, eftir að úrslit at-
kvæðagreiðslnanna lágu fyrir, að
honum sýndist að framundan væru
miklir erfiðleikar í þjóðfélaginu, því
boginn hefði verið spenntur til hins
ýtrasta. Honum sýndist að fram-
undan væru harðar vinnudeilur, en
meira yrði ekki sótt í sjóði atvinnu-|
rekenda, því þeir væru þurrausnir.
í Sandgerði voru 30 fylgjandi
samningunum en 18 andvígir. í
Framsókn í Reykjavík voru hins
vegar 134 andvígir en 113 fylgj-
andi, hjá Einingu á Akureyri,
Dalvík og Ólafsfírði voru 348
andvígir en 109 fylgjandi, hjá Þór
á Selfossi greiddu 70 atkvæði gegn
samningunum en 4 voru með þeim
og hjá Rangæingi á Hellu voru 26
AÐALFUNDUR Starfsmannafé-
lags Reykjavíkurborgar verður
haldinn á inorgun, laugardag.
Aðalmál fundarins verður tillaga
um að starfshópar, sem ákveða
að ganga úr félaginu og stofna
ný félög í framhaldi af samnings-
réttarlögum opinberra starfs-
manna, eigi tilkall til hluta eigna
félagsins.
Nefnd til að athuga þessi mál
var skipuð á síðasta aðalfundi.
Nefndin klofnaði í afstöðu sinni og
telur meirihlutinn að starfshópar
eigi tilkall til eigna félagsins í hlut-
andvígir en 2 fylgjandi.
Sjá samtöl við fiskverkunar-
fólk í Grindavík og Garði á
blaðsiðum 14 og 15.
falli við meðalfjölda félagsmanna
undanfarin fímm ár. Minnihlutinn
telur aftur á móti að starfshópar,
sem ákveða að gangá úr félaginu,
eigi ekki tilka.ll til eigna félagsins.
Stjórn Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja samþykkti einróma
ályktun um þessar hugmyndir um
eignaskiptingu. Þar segir að engin
fordæmi séu fýrir því svo vitað sé,
hvorki hér á landi né í nágranna-
löndum okkar, að félagsmenn í
stéttarfélögum, einn eða fleiri sam-
an, taki með sér hluta af eignum
félagsins við úrsögn.
Sjá ennfremur á miðopnu.
Starfsmannaf élag Reykjavíkurborgar:
Gera tilkall til
eigna við úrsögn