Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 34
3'4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
Dansleikur
laugardagskvöld
Hljómsveitin Kvartett
leikur fyrir dansi.
HótelKEA.
CFTIR ARTHUR ÍT1ILL£R
Leikstjóri: Theodór Júlíusson.
Leikmynd: Hallmundur Kristinsson.
Lýsing: Ingvar Björnsson.
Frumsýning 4. mars kl. 20.30. Uppselt.
2. sýning 5. marskl. 20.30.
3. sýning 6. mars kl. 20.30.
B Æ MtÐASALA
96-24073
ISKFéLAQ AKUREYRAR
NÝOG
BETRISÓSA
Dreifingaraðili:
Heildverslun
Valdimars Baldvinssonar h/f,
Akureyri. Sími 96-21344.
Fæst í öllurn betri
matvöruverslunum.
Akureyrarkirkj a:
Fimmtánda kirkjuvik-
an hefst á sunnudag
FIMMTÁNDA kirkjuvikan i Akureyrarkirkju hefst nk. sunnudag,
6. mars. Fyrsta kirkjuvikan var haldin árið 1959 og síðan hefur
Akureyrarkirkja staðið fyrir kirkjuviku annað hvert ár utan einu
sinni. Að sögn Jóns Kristinssonar, formanns undirbúningsnefndar,
er hugmyndin með slíkri viku að auka á fjölbreytni í kirkjustarfinu.
Eins og áður segir hefst kirkju-
vikan á sunnudaginn með sunnu-
dagaskóla kl. 11 og kl. 14 verður
æskulýðsguðsþjónusta. Á mánudag
og þriðjudag verða samkomur í
kirkjunni kl. 20.50 þar.sem m.a.
nemendur Tónlistarskólans leika á
kirkjuorgelið. Séra Yrsa Þórðar-
dóttir prestur að Hálsi flytur hug-
vekju. Haraldur Bessason rektor
Háskólans á Akureyri flytur ræðu.
Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar
syr.gur undir stjóm Jóhanns Bald-
vinssonar, Jón Kristinsson flytur
upplestur auk annarra atriða. Á
þriðjudag flytur Steinunn S. Sigurð-
ardóttir ávarp og upplestur. Séra
Hulda Hrönn M. Helgadóttir úr
Hrísey flytur hugvekju. Michael J.
Clarke syngur einsöng. Bjöm Stein-
ar Sólbergsson leikur á orgel og
Lilja Hjaltadóttir á fiðlu svo eitt-
hvað sé nefnt. Á miðvikudagskvöld
fer fram föstumessa kl. 20.30. Á
fímmtudag mun Kirkjukór Akur-
eyrarkirkju standa fyrir tónleikum
ásamt hinum ýmsu einsöngvurum
og kammersveit. Þann sama dag
verður fyrirbænaguðsþjónusta í
kapellunni kl. 17.15. Séra Magnús
Bjömsson flytur hugvekju. Á föstu-
dagskvöld hefst samkoma kl. 20.50
sem jafnframt verður æskulýðs-
kvöld. Kirkjuvikunni lýkur síðan
sunnudaginn 13. mars með sunnu-
dagaskóla kl. 11 og hátíðarguðs-
þjónustu kl. 14. Séra Om Friðriks-
son prófastur predikar.
Starfsfólk yið vinnu í skóverksmiðjunni Iðunni. Morgunbiaðið/GSV
Skóverksmiðjan Ið-
unn seld einkaaðilum
Skákfélag Akureyrar:
Tólf keppendur á
sterkasta móti Ak-
ureyringa til þessa
Skákfélag Akureyrar hefur
tekið ákvörðun um alla tólf kepp-
endurna sem koma til með að
taka þátt í alþjóðlegu skákmóti
þess dagana 9.-21. mars. Átta
stórmeistarar eru á meðal þátt-
takenda, tveir alþjóðlegir meist-
arar og tveir af sterkustu skák-
mönnum Akureyringa.
Stórmeistaramir á mótinu verða
Sovétmennirnir Mikhail Gurevich,
Lev Polugaevski og Sergey Dol-
matov, Jóhann Hjartarson, Margeir
Pétursson, Jón L. Árnason, Helgi
Ólafsson og Andras Adoijan frá
Ungveijalandi. Alþjóðlegu meistar-
amir tveir sem verða á meðal kepp-
enda eru þeir Jonathan Tisdall frá
Noregi og Karl Þorsteins. Auk þess-
ara manna munu þeir Jón Garðar
Viðarsson og Ólafur Kristjánsson
frá Akureyri taka þátt í mótinu.
Dregið verður um töfluröð þriðju-
daginn 8. mars, daginn fyrir setn-
ingu mótsins, en það verður sett í
Alþýðuhúsinu, 4. hæð, kl. 17.00
miðvikudaginn 9. mars. Að lokinni
setningu verður fyrsta umferðin
tefld. Mótið verður í 10. styrkleika-
flokki og er þetta sterkasta skák-
mót, sem haldið hefur verið hérlend-
is utan Reykjavíkursvæðisins. Að
meðaltali hafa keppendur 2.490
Elo-stig.
Skákstjóri mótsins verður Norð-
maðurinn Arnold Eikrem. Verð-
omRon
AFGREIÐSLUKASSAR
launafé er 8.750 dollarar sem svar-
ar til um 350.000 íslenskra króna.
Þar af eru fyrstu verðlaun 3.000
dollarar.
FORELDRAR og kennarar
Suzuki-nemenda Tónlistarskól-
ans á Akureyri standa fyrir
kaffisölu í Alþýðuhúsinu, 4. hæð,
sunnudaginn 6. mars frá kl. 15.00
til 17.30. Þar verður kaffihlað-
borð en nemendur frá fjögurra
ára aldri leika fjölbreytta tónlist
á meðan gestir líta inn og fá sér
kaffi og meðlæti.
Nemendurnir, sem koma fram,
læra á strengjahljóðfæri og píanó
með aðferð sem kennd er við jap-
Bæjarstjóm Akureyrar hefur
samþykkt að veita 10,5 milljóna
króna ábyrgð vegna sölu Skó-
verksmiðjunnar Iðunnar til
einkaaðila, sem hugsa sér að
stofna hlutafélag um reksturinn.
Kaupendur verksmiðjunnar eru
þeir Stefán Sigtryggsson raf-
magnstæknifræðingur á Akur-
eyri og Haukur Alfreðsson deild-
arstjóri hjá Iðntæknistofnun í
Reykjavík.
Skóverksmiðjan Iðunn hefur
hingað til verið rekin af versiunar-
deild SÍS og verið ein af Sambands-
verksmiðjunum þar nyrðra í liðlega
50 ár. Hátt í 40 manns starfa við
skóverksmiðjuna og varð það að
samkomulagi kaupenda og seljanda
anska tónlistarkennarann Sinichi
Suzuki og stundum er nefnd móður-
málsaðferð. Helstu einkenni móður-
málsaðferðar í tónlist eru m.a. að
nemendur læra að leika eftir eyra
í byijun, nótnalestur er kenndur
síðar þegar nemendur hafa fengið
gott vald á hljóðfærinu. Þetta er
hliðstætt og þegar böm læra móð-
urmálið, lestur er ekki kenndur fyrr
en þau eru orðin vel talandi.
Kennslan byggir á þeirri kenn-
ingu að allir hafi hæfíleika til að
læra tónlist, rétt éins og móðurmál
að starfsfólki yrði ekki sagt upp
heldur fengi áfram að starfa við
verksmiðjuna.
Stefán Sigtryggsson vildi ekki
tilgreina kaupverð í samtali við
Morgunblaðið í gær enda væru
ýmsir hlutir sem enn ætti eftir að
ganga frá. Verksmiðjan kemur til
með að verða áfram í því húsnæði,
sem hún hefúr hingað til verið í,
og mun nýja fyrirtækið taka það á
leigu af SIS. Þeir félagar standa
nú í viðræðum við forsvarsmenn
Byggðastofnunar og Þróunarsjóðs
íslands um hugsanlega Qármögnun.
Þessa dagana vinnur Haukur að
markaðskönnun í Reykjavík, en
höfuðborgarsvæðið er stærsta
markaðssvæði verksmiðjunnar.
sitt, aðeins þurfí að rækta þá hæfí-
leika, m.a. með því að skapa örv-
andi umhverfí tii náms. Foreldrar
eru því látnir taka virkan þátt í
námi bama sinna með því að koma
með bömunum í kennslustundir og
aðstoða við heimaæfíngar. Nem-
endur geta byijað mjög ungir í
þessu námi, allt niður í þriggja ára.
Markmið kennslunnar er þó ekki
að skapa snillinga heldur að beita
tónlistariðkun til að hjálpa nemend-
um til aukins þroska, segir í frétta-
tilkynningu.
Kaffisala og tónlist í Alþýðuhúsinu
Allt niður í fjögurra ára nemendur leika á hljóðfæri
IE
UþtWCK
ALLTAF A UPPLEIÐ
! nndsins hpstu Opnunartími
l t U °Pl6 um hel9ar fró kl 11.30 - 03.00
PIZZUR Virka daga fró kl. 11.30-01.00