Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 18
18________________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988_ Or þróun í fiskeldi eftirNíels Árna Lund I. Á undanfömum árum hefur orðið ðr þróun í fiskeldismálum, hér á landi. Þrátt fyrir að íslendingar hafi verið seinni til að byggja upp þessa atvinnugrein en margar þjóð- ir verður ekki öðru haldið fram en að hratt hafi miðað á síðustu árum og að útlitið lofi góðu. Það á jafnt við þótt nokkuð bakslag hafi komið í rekstur sumra fyrirtækja á und- anfömum vikum og stafaði af und- irkælingu sjávar. Það sýnir í raun hversu skilyrði hér em ólík og t.d. í Noregi og Færeyjum sem þó hefur verið horft til þegar borið hefur verið saman þróun í fiskeldi hér og í öðmm löndum. Bæði við Færeyjar og Noreg er sjávarhiti mun meiri, auk þess sem firðir Noregs em lygnir og gætir mun minni áhrifa flóðs og ijöru en hér við land. Á áranum 1984 til ársloka 1987 fjölgaði skráðum fiskeldisstöðvum úr 40 í 113. Af þeim vom 94 með skráða framleiðslu á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Veiðimálastofnun í þessum mánuði vom á árinu 1987 framleidd 682,5 tonn af laxi og silungi og um 5,2 milljón seiða. Heildarverðmæti eld- isfiskjar var 549 milljónir. Fjöldi ársverka við þessa atvinnugrein var 242,5 menn á síðasta ári. Á þessu ári er áætiað að fram- leidd verði um 1.800 tonn af laxi og silungi og um 12 milljónir laxa- seiða og tæp milljón siiungsseiða. Þá er gert ráð fyrir að á árinu 1989 verði framleidd um 3.000 tonn af iaxi og siiungi og rúmar 15 millj- ónir seiða. Á þessum tölum má sjá hve fram- ieiðsluaukningin er mikil og hve þróunin hefur orðið ör á síðustu ámm. Það em því miklar vonir bundnar við fiskeldið og líklegt að það verði ein af undirstöðum íslensks efna- hags, haldi svo áfram sem horfir. n. Segja má að áhugi íslendinga fyrir fiskeldi í þeirri mynd sem nú þekkist, hafi fyrst vaknað fyrir al- vöm þegar erlendir aðilar, og þá einkum Norðmenn sýndu því áhuga að leggja fram Qármagn til fiskeld- is hér á landi, einkum í landeldis- stöðvum. í Noregi fer allt fiskeldi fram í sjókvíum eða flotbúmm. Þar í landi hafa verið í gildi tak- markanir um stærð eldisbúra sem miðast við að hver eldisbóndi hafí ekki stærra búr en sem svarar 8.000 rúmmetmm. Með þessu var girt fyrir að stórfyrirtæki legðu undir sig þessa atvinnugrein, enda er reynslan sú að fiskeldisfyrirtækin em dreifð með allri ströndinni. Er það liður í byggðastefnu Norð- manna. Þessar takmarkanir ollu mikilli óánægju í Noregi. Enginn vafi er á að þær leiddu til þess að ýmis stór- fyrirtæki þar í landi sýndu fískeldi á íslandi áhuga, vitandi af þvf frelsi sem hér var í þeim málum. Af þessu leiddi að þeir komu hingað og §ár- festu í fiskeldisfyrirtækjum með (slenskum aðilum. Við þetta vaknaði áhugi íslenskra stjómvalda á þessari atvinnugrein, svo sem fyrr segir. Á siðustu áram hafa verið veittir umtalsverðir styrkir til fiskeldis og rannsókna í þágu þess. Reynslan af fiskeldi I sjó í Nor- egi þótti lofa góðu. Vegna þessa kom upp umræða um starfsrækslu landeldisstöðva þar sem skilyrði fyrir þeim hér á landi em einkar ákjósanleg; annars vegar nægt heitt vatn og hins vegar hreint lindar- vatn eða sjór. Þótt skilyrði til fiskeldis séu góð hér á landi, em þau að sjálfsögðu mismunandi. Hvað vænlegast þykir seiðaeldið, þar sem auka má vaxta- hraða seiða vemlega með því að ala þau upp í upphituðu vatni. Við þá framleiðslu nýtist jarðvarminn vel til upphitunar eða blöndunar. Þessi sérstaða gerir okkur kleift að framleiða gönguseiði á mun ódýrari máta en t.d. í Noregi, þar sem hita þarf yfírborðsvatn og vöxtur seið- anna tekur mun lengri tíma. Mikil aukning hefur orðið og er fyrirsjá- anleg í seiðaeldi hér á landi og er e.t.v. meiri en markaður er fyrir. Offramleiðsla á seiðum er atriði sem framleiðendur og stjórnvöld verða að huga að í tíma ef ekki á að stefna í óefni. Þar sem landeldisstöðvar byggja á heitu vatni og hreinu ferskvatni eða sjó, kemur það að sjálfu sér að staðsetning þeirra miðast fyrst og fremst við hvar þessi skilyrði em fyrir hendi. Því er laxeldisstöðv- ar að finna víðs vegar um landið, allt frá ströndu og lengst upp til dala. Sennilega verður meirihluti laxeldis í landeldisstöðvum nærri sjó og þar hefur íjárfestingaráhugi erlendra aðila verið mestur. Því má bæta við að Norðmenn era með víðtækar athuganir í gangi um aukið landeldi m.a. í gegnum- streymandi víðum römm þar sem fískurinn er í straumvatni. Talið er að auka megi vöxt físksins með því móti og hafa allt að þrisvar sinnum meira magn af honum í slíkum eld- irbúmm en í sjó. Þar að auki em gæði fisksins talin betri og minni hætta á sjúkdómum. Landeldinu er því spáð framtíð. III. Seiðin era síðan alin áfram með mismunandi eldisaðferðum. Hvað vænlegasta leiðin hér á landi er hafbeitin. Við hafbeit er gönguseiðunum sleppt til sjávar, þar sem þau dvelja og þroskast í villtu umhverfi, þar til þau ganga upp í ámar til hrygningar. Þá er unnt að ná fískinum til slátmnar eða ef ætlunin er að auka veiði í viðkomandi á, að leyfa honum að ganga upp í ána. Hafbeitin er þess vegna ætíð nátengd laxveiðiám og vatnasvæðum og þar með land- búnaðinum. Forsenda hafbeitarinnar er bann við laxveiði í sjó. Það atriði er tryggt í lögum um lax- og silungsveiði frá árinu 1932, með einstöku laga- ákvæði sem ekki þekkist í nokkm öðm landi. Þetta lagaákvæði hefur gjörbreytt skilyrðum til fiskræktar f ám og þó sérstaklega varðandi hafbeit, enda augljóst að til lítils væri fyrir einstaklinga sem aðra að ala upp seiði og sleppa ef hver sem er mætti síðan veiða laxinn úti fyrir ströndum. Þar sem seiðaframieiðsla er mik- il og viða góð skilyrði til hafbeitar verður að telja að hafbeitin eigi mikla framtíð fyrir sér. Lengi hefur verið ljóst að eldi í sjókvíum hér við land væri mun áhættusamara. Vegna mikils sjávarkulda og óblíðs veðurfars hefur alltaf verið hætta á kælingu sjávar undir þau mörk sem laxfiskar þola. Reynsla undan- farinna vikna hefur sýnt að íslenskt laxeldi mun að vemlegu leyti fara fram í landeldisstöðvum eða blönd- uðu eldi þar sem sjókvíar em ein- göngu nýttar yfír sumartímann, auk hafbeitar. Hafbeit hefur verið stunduð hér á landi í um tuttugu ár, lengst í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Þar fara nú fram kynbótatilraunir í sambandi við hafbeit og væntan- lega verður einnig farið af stað með tilraunir varðandi annað fiskeldi. IV. Kjmbótastarf í fiskeldi er rétt að byija og markmiðið er að rækta afkastamikla stofna líkt og gert hefúr verið hjá öðmm „húsdýram". Eflaust verður framhaldið, að kyn- bættir verða einnig stofnar sem ætlaðir em til eldis með öðmm að- ferðum en hafbeit, m.a. landeldi. Þeim kynbótatilraunum sem nú fara fram, er þannig háttað að bom- ar em saman 150 laxafjölskyldur af ákveðnum stofnum og athugað hvemig þær standa sig í sjávar- vexti og endurheimtum. Tilraunimar em unnar af Veiði- málastofnun í samvinnu við Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, enda hefur sú stofnun bestu þekkinguna á sviði kynbóta. Kynbætur á laxi byggja á sama gmnni .og kynbætur annarra dýra. Þessi þáttur undir- strikar enn frekar hin nánu tengsl eldis á laxfiskum og ræktun annars búpenings. Reynt er að draga fram ákjósanlega erfðaeiginleika með því að velja saman bestu einstaklingana hveiju sinni. Mikilvægt er að efla þessar til- raunir og fá til þeirra aukna fyrir- greiðslu stjómvalda með meiri fjár- framlögum. V. Fiskeldi er mjög viðkvæm bú- grein með tilliti til sjúkdóma. Stöð- ugt þarf að fylgjast með fiskinum og vera tilbúinn að grípa inn í með lyfjagjöfum ef sjúkdómur gerir vart við sig. Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjóm fisksjúkdómamála og honum til aðstoðar er fisksjúk- dómanefnd. Hún er skipuð yfirdýra- lækni, forstöðumanni Tilrauna- stofnunarinnar á Keldum og veiði- málastjóra. Hlutverk nefndarinnar er að marka heildarstefnu í því hvemig veijast skuli fisksjúkdómum, segja til um sýnatöku og henni er ætlað að ráðleggja ráðherra hvernig bregðast skuli við þegar upp koma skæðir sjúkdómar. Með lögum frá 1985 var sett á stofn embætti dýralæknis físksjúk- dóma. Hann starfar í nánum tengsl- um við físksjúkdómanefnd og veitir henni ráðgjöf. Dýralæknir fískdjúkdóma og hér- aðsdýralæknar annast reglubundið eftirlit með fiskeldisstöðvum. Úr- vinnsla á sýnum fer fram á rann- sóknardeildinni á Keldum og í fram- haldi af því útgáfa heilbrigðisvott- orða. Á síðasta ári fékkst leyfí fyrir öðram dýralækni til aðstoðar dýra- lækni fisksjúkdóma og á fjárlögum þessa árs var veitt heimild til ráðn- ingar á þá stöðu. Forvamarstarf í fiskeldismálum fer fram á sama tíma og hið reglu- bundna eftirlit með fiskeldisstöðv- unum. Á undanfömum ámm hefur tekist að taka sýni úr öllum klak- fiskum, bæði villtum og í hafbeit og hluta þeirra fiska sem notaðir hafa verið til undaneldis í búmm. Samsvarandi starf og þetta hefur hvergi annars staðar verið unnið og það er eflaust ástæða þess að íslendingum hefur m.a. tekist fram til þessa að vama því að nýmaveiki ylli vemlegum áföllum. Ekki verður nógsamlega undir- strikað mikilvægi forvamarstarfs- ins og að heilbrigðiskröfum sé vel sinnt. Komið hefur það fyrir að ein- staklingum hafi þótt of langt geng- ið í heilbrigðiskröfum en reynsla annarra þjóða sýnir að fyllsta ástæða er til að fara varlega. Öflugt starf á þessum vettvangi hefur skit- að okkur heilbrigðum stofnum. Benda má á að lykillinn af seiða- sölu erlendis, m.a. þeirri sem áætluð er til Noregs í ár, var vissa Norð- manna fyrir því hversu heilbrigðis- þættinum er hér vel sinnt. VI. Á undanförnum ámm hefur verið lögð áhersla á fræðslu fyrir þá sem vilja leggja fískeldi fyrir sig. Enda þótt margur læri umhirðu og ann- að, sem til þarf við fískeldi, af starfí við það er samt svo að mennt- Níels Árni Lund „ Af þessu má sjá að hlutur landbúnaðar- ráðuneytisins og stofn- ana þess er verulegur. Vart verður séð að æskilegt geti talist að hann verði slitinn úr tengslum við f iskeldið í landinu.“ un í þessari atvinnugrein sem ann- arri er bráðnauðsynleg. Margir hafa lært til þessara hluta í Noregi en nú á síðari ámm bjóða bændaskólamir á Hólum og Hvann- eyri upp á bóklegt nám í fiskeldi og fiskrækt. Á Hólum er auk þess ágæt aðstaða til verklegrar kennslu, þar sem Hólalax hf. hefur aðstöðu sína þar. Við stöðina læra nemendur meðferð á klakfiski, hrognum og seiðum ásamt umhirðu á fiskum. Auk þess er í samráði við Veiðimálastofnun farið í ár og vötn þar sem nemendum er kennt að leggja net, draga á, taka pmfur og kanna ástand og stofnstærðir fiska. Á vegum Veiðimálastofnunar em starfandi ráðgjafadeildir í öllum landsfíórðungum sem ætlað er að aðstoða þá sem vilja gefa sig að fískeldi. Því er við að bæta að á vegum Búnaðarfélags íslands er starfandi sérmenntaður ráðunautur í fiskeldi og veitir hann ásamt ráðunautum í vatnsvirkjun, byggingum og bú- tækni og hagfræði, bændum sem nú stunda fiskeldi eða hafa hug á að taka það upp, leiðbeiningar og ráðgjöf. VII. Á sama tíma og áhugi fyrir fisk- eldi jókst, var fyrirsjáanlegur sam- dráttur í hefðbundnum búskap hér á landi. Þá þegar var af stjóm- völdum og öðmm bent á að fiskeldi sem ákjósanlega atvinnugrein sem gæti víða um land komið í stað hefðbundins búskapar. Nú má segja að fiskeldi í þeirri stærð sem hér þekkist, sé í flestum tilvikum of kostnaðarsamt fyrirtæki til að geta verið á höndum einnar fjölskyldu. Reynslan hefur líka orð- ið sú að um flest þeirra hafa verið stofnuð hlutafélög. í mörgum þeirra eiga bændur stóran hlut, sem í sum- um tilfellum er á þann veg að þeir leggja til land og vatn en aðrir hlut- hafar hafa lagt til Qármagnið til uppbyggingarinnar. Á þann máta hafa margir bændur fengið tekjur, bæði sem eignaraðilar og sem starfsmenn stöðvanna. Þá er skylt að nefna að fiskeldi hefur skipt sköpum í atvinnulífi heilla byggðalaga. Má því til sönn- unar nefna Kelduhverfi við Öxar- fíörð. Þar má hiklaust halda því fram að fjöldi bænda hefði orðið að flytjast á brott, vegna stórfellds niðurskurðar á riðuveiku sauðfé, ef þeir hefðu ekki fengið atvinnu við fiskeldi. Þar er fiskeldið í reynd sú búgrein sem kom í stað hefðbundins búskapar. Eins má nefna Miklalax hf. í Fljótum, þar sem bændur og fleiri tóku sig saman um stofnun hlutafé- lags um fiskeldi. í Grímsnesi veitir Fjallalax hf. mörgum atvinnu og fiskeldi er stór þáttur í atvinnulífi í Ölfusi. Mörg fleiri dæmi má nefna þar sem fiskeldið hefur styrkt at- vinnulíf til sveita. Eðli þess er í reynd þannig að það verður helst stundað úti í dreifbýlinu. VII Nokkur umræða hefur orðið um það hvar í stjómkerfinu fiskeldið skuli vistað og hafa jafnvel komið fram sjónarmið sem telja það hafa orðið fiskeldinu fjötur um fót að slíkt skuli ekki betur ákvarðað en nú er. Um þetta má eflaust lengi deila. Hitt er aftur á móti ljóst, að vart verða þær deilur atvinnugrein- inni til hagsbóta. Ástæða er þó til að benda á eftirfarandi: Fiskeldi hefur lengi verið á við- fangsefnalista hjá landbúnaðar- ráðuneytinu og má rekja það allt til ársins 1932 er sett vom lög um lax- og silungsveiði. Þá fór atvinnu- málaráðuneytið með þennan mála- flokk og allt til 1969 er landbúnað- arráðuneytið var sett á fót. Lögin vom síðan endurskoðuð 1970 og í auglýsingu um Stjómarráð íslands frá þeim tíma er sérstaklega kveðið á um að landbúnaðarráðuneytið skuli „fara með mál er varða veiði í ám og vötnum svo og önnur veiði- mál, er eigi ber undir annað ráðu- neyti." Þá má nefna að í jarðarlögum er kveðið á um. að jarðarnefndir þurfi að samþykkja allar ráðstafan- ir lands utan þéttbýlissvæða og þarf þannig samþykki þeirra fyrir ráðstöfun lands undir fiskeldisfyrir- tæki. Málefni jarðanefnda heyra undir landbúnaðarráðuneytið. Þá skal þess einnig getið að land- búnaðarráðuneytið hefur umsjón með flestum ríkisjörðum og hefur það undanfarin ár stuðlað að því að land ríkisins væri notað til fisk- eldis. Ifyrir fáum ámm sætti ákvörðun núverandi landbúnaðar- ráðherra, þess efnis að veita ís- landslax hf. aðstöðu í landi Staðar í Grindavík, harðri gagnrýni nokk- urra alþingismanna. Flestir ef ekki allir era þó sammála um réttmæti þeirrar ákvörðunar nú. Enn skal á það bent að allar helstu stofnanir sem sinna fiskeldis- málum, þar með rannsóknum, fræðslu og heilbrigðisatriðum, heyra allar undir landbúnaðarráðu- neytið. Þar má nefna Veiðimála- stofnun, Fisksjúkdómanefnd og dýralækni fisksjúkdóma, Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins og bændaskólana á Hólum og Hvann- eyri. Þessir aðilar hafa náð miklum árangri í þágu fiskeldis. Biýnt er að koma á reglum um slátmn, flokkun, mat og meðferð matfiskjar. Að þeim málum er nú verið að vinna. Auk þess sinna Búnaðarfélag íslands, Stofnlánadeild landbúnað- arins og Framleiðnisjóður mikil- vægu hlutverki varðandi fiskeldi. Af þessu má sjá að hlutur land- búnaðarráðuneytisins og stofnana þess er vemlegur. Vart verður séð að æskilegt geti talist að hann verði slitinn úr tengslum við fiskeldið ( landinu. Jafnframt er ljóst að ef fiskeldið verður vistað annars stað- ar í stjómkerfinu verðurað byggja upp frá gmnni samskonar þjónustu og nú er veitt eða að færa hóp starfsmanna sem nú vinna á vegum landbúnaðarins yfir til annars ráðu- neytis og annarra stofnana. Fyrir slíkum breytingum em vart sjáan- leg rök. Það er hins vegar rétt að sá sem ætlar sér að heQa starfrækslu fisk- eldisfyrirtækis verður að Ieita til margra annarra ráðuneyta varðandi leyfisveitingar, umsagnir og vottorð og fullkomlega eðlilegt að spurt sé hvort ekki sé hægt að einfalda þá afgreiðslu. Höfundur er starfsmaður í Land- búnaðarráðuneytinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.