Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 24
24 MORCUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 Arsreikningur Landsbankans 1987: Rekstrarafgangnr um 182 milljónir ARSREIKNINGUR Landsbanka íslands fyrir árið 1987 hefur verið undirritaður af Jóni Sig- urðssyni, viðskiptaráðherra, að lokinni staðfestingu bankaráðs. Samkvæmt honum var rekstrar- afgangur 1987 182 milljónir króna, þegar frá hafa verið dregnar 193 milljónir króna í áætlaða tekju- og eignarskatta. I samræmi við reglur um reikn- ingsskil banka er þá búið að taka tillit til afskrifta fjármuna, fram- laga til afskriftarreiknings út- lána og gjaldfærslu vegna skuld- bindinga við eftirlaunasjóð starfsmanna. Opinber gjöld fyrir árið 1987 námu alls 397 milljón- um króna samanborið við 210 milljónir árið 1986. Eigið fé bankans nam 3.401 milljón króna í árslok og hafði auk- ist um 26,8% á árinu. Heildareignir voru 48.029 milljónir króna og ábyrgðir utan efnahagsreiknings 2.741 milljón. Samkvæmt lögum Aukinn inn- flutningur bíla Bifreiðaeftirlit rikisins skráði 1.625 nýja bíla í febrúar á þessu ári, sem er 185 bílum fleira en í febrúar 1987, en þá voru 1.440 bilar nýskráðir. Af þessum 1.625 bílum voru 1.397 innfluttir nýir og 228 innfluttir not- aðir. í febrúar voru 795 bílar af- skráðir og 59 bílar endurskráðir. Skráðir bílar hinn 1. mars eru alls 136.062. Fyrstu tvo mánuði ársins voru nýskráðir 3.039 bílar á móti 2.757 á sama tíma árið 1987. Innflutning- ur nýrra bíla er þannig 10% meiri nú en í fyrra. um viðskiptabanka má eigið fé þeirra ekki vera lægra en sem svar- ar 5% af heildareignum að við- bættum ábyrgðum en að frádregnu eigin fé, sjóðseign og innistæðum í Seðlabanka og innlánsstofnunum. í árslok 1987 var þetta hlutfall 8,2% hjá Landsbankanum og hafði lækk- að úr 8,4% áður. Samkvæmt þess- um sömu lögum mega fasteignir og tækjabúnaður ekki nema meiru en 65% af eigin fé. Hjá Landsbanka var þetta hlutfall 61% í árslok 1987 og hafði hækkað lítið eitt á árinu. Vaxtabil bankans reyndist 5,2% á árinu. Er það svipað og árið 1985 en nokkru hærra en árið 1986, þegar bilið var óvenju lágt, eða 4,7%. Gjaldskrá fyrir þjónustu hækkaði lítið eitt minna en rekstr- arkostnaður. Fjöldi starfsmanna var 1.036 í árslok og hafði lítið sem ekkert breyst á árinu. Afgreiðslufjöldi jókst um 10%. Innlán jukust um 33% en 37%, ef útgáfa bankabréfa er meðtalin. Endurlánað erlent láns- fé hækkaði um 33% en önnur útl- ánsaukning varð 42%. Mest varð aukningin í gengisbundnum afurða- lánum til útflutnings, eða 70%. í fréttatilkynningu frá Lands- bankanum segir að bankinn hafi enn sem fyrr annast helming allra útiána til atvinnulífisns. Hlutdeild bankans í lánum til sjávarútvegs væri 69% og hefði ekki verið jafnhá áður. Til landbúnaðar væri hlut- fallið 41% og til iðnaðar 50%. Til olíuverslunar væri hlutdeildin 76% en 29% til annarrar verslunar. Utlán bankans til einstaklinga námu 4.800 milljónum króna í árslok og var hlutdeildin þar 27%. í heild væri um 45% af útlánum allra innl- ánsstofnana á vegum Landsbank- ans. (Ur fréttatilkynningu.) Morgunblaðið/ÓL.K.M. Við upphaf undirskriftaherferðar Amnesty International, f.v.; Ævar Kjartansson, formaður íslands- deildar, Ingibjörg Björsdóttir, starfsmaður AI, Jóhanna Eyjólfsdóttir í sljórn AI, Kristján Thorlacius formaður BSRB og séra Jón Bjarman, í stjórn AI. Mesta undirskrifta- # herferð Amnesly hafin ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- ernational hóf í gær undir- skriftaherferð til stuðnings Mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna. Hana hófu tveir forystumenn stórra iaun- þegasamtakanna fulltrúar námsmanna, kirkju, dómara, rit- höfunda og blaðamanna. Her- ferðin nefnist „Mannréttindi strax!“ og er sú viðamesta sem samtökin hafa staðið fyrir til vamar almennum mannréttind- um. Á fundi sem samtökin efndu til, kom fram að ætlunin er að safna allt að 100 þús. undirskriftum. Þær verða sendar ríkisstjóm Islands og Sameinuðu þjóðunum fyrir 10. des- ember en þann dag, fyrir 40 árum var Mannréttindayfirlýsing Sam- einuðu þjóðanna samþykkt. Með undirskriftunum vill Am- Bílatryggingar: Mismunandí iðgjöld eft- ir búsetu og bíltegund ÞESSA dagana eru gíróseðlar vegna bifreiðatrygginga að ber- ast til bíleigenda. Eins og marg- oft hefur komið fram hækka grunniðgjöld um 60% frá fyrra ári. Hér að neðan eru birtar töl- ur um tryggingu sem þarf að greiða af nokkrum tegundum bíla. Miðað er við bíla á fyrsta áhættusvæði nema þar sem ann- ars er getið. Sem kunnugt er skiptist landið í tvö áhættusvæði. Fyrsta svæði, þar sem iðgjöld eru dýrari, er höfuðborgarsvæðið og AJiureyri, en til annars svæðis teljast öll önnur byggðalög á landinu. Iðgjaldaupphæðir eru einnig breytilegar eftir bfltegundum og er ástæða þess sú að bíltegundum er skipt í áhættuflokka og ræður þyngd bflanna því hvar í flokki þeir lenda. Forsenda tryggingafélag- anna fyrir þeirri flokkun er sú að þyngd bíla valdi miklu um það tjón sem af þeim hlýst í árekstrum. í dæmunum hér á eftir er ekki reiknað með húftryggingu (kaskó). Iðgjöld slíkra trygginga hækka um sem nemur 30% frá fyrra ári. Aðrar afsláttarreglur giída um húftrygg- ingar en ábyrgðartryggingar og geta upphæðir sem bíleigendur greiða vegna þeirra numið frá 10-35 þúsund krónum, allt eftir bfltegund, búsetu og afslætti. VW Golf með 10% afslátt Nettóiðgjald SÖ-iðgjald Framrúðutrygg. Söluskattur Alls 25.444 3.200 1.145 7.447 37.237 SÖ-iðgjald er iðgjald vegna nýrrar slysatryggingar öku- manns (og eigenda) sem lögboðin er samkvæmt umferðarlögum. Volvo 240 með 65% bónus Iðgjald Afsláttur(10%) 28.272 2.827 Iðgjald 38.520 Afsláttur (65%) 25.071 Nettóiðgjald 13.499 SÖ-iðgjald 3.200 Framrúðutrygg 1.635 Söluskattur (25%) 4.58 Alls 22.918 Volvo 240 með 40% bónus á 2. áhættusvæði Iðgjald 26.250 Afsláttur (40%) 10.500 Nettóiðgjald 15.750 SÖ-iðgjald 3.200 Framrúðutrygg. 1.635 Söluskattur 5.146 Alls 25.731 Saab 900 með 30% bónus Iðgjald 36.586 Afsláttur (30%) 10.975 Nettóiðgjald 25.610 SÖ-iðgjald 3.200 Framrúðutrygg. 1.405 Söluskattur 7.554 AIIs 37.769 Mazda 323 með 55% bónus Iðgjald 28.272 Afsláttur (55%) 25.071 Nettóiðgjald 12.722 SÖ-iðgjald 3.200 Framrúðutrygg. 1.145 Söluskattur 4.267 Alls 21.33 Toyota Landcruiser með 50% bónus Iðgjald Afsláttur (50%) Nettóiðgjald SÖ-iðgjald Framrúðutrygg. Söluskattur Alls 39.154 19.577 19.577 3.200 1.405 6.046 30.228 nesty beina máli sínu til ríksstjóma um heim allan að halda í heiðri þær samþykktir til vamar mannréttind- um sem þær hafa sjálfar samþykkt. Samtökin æskja liðsinnis félaga- samtaka til að safna undirskriftum og var meðal annars haft samband við nokka forvígismenn samtaka sem sæta hvað helst ofsóknum í þeim löndum sem pyntingar við- gangast; forystumenn og starfs- menn verkalýðssamtaka, blaða- og fréttamenn og meðlimi trúfélaga. Fyrir hönd verkalýðsforystunnar skrifuðu þeir Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ og Kristján Thorlacius, formaður BSRB; Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamannafé- lags íslands, Bemharður Guð- mundsson, blaðafulltrúi þjóðkirkj- unnar, Sigurður Pálsson, formaður Rithöfundasambands íslands, Auð- ur Geirsdóttir, dómari og fulltrúar námsmanna, Runólfur Ágústsson og Ómar Geirsson, SHÍ og Kristinn Halldór Einarsson BÍSN. Slunkaríki,ísafirði: Sigríður Ásgeirsdótt- ir heldur sýningu Láugardaginn 5. mars opnar Sigríður Ásgeirsdóttir sýningu á verkum sínum í Slunkaríki á Ísafírði. Verkin á sýningunni eru unnin í gler og tré á síðastliðnum tveimur árum. Sigríður stundaði nám við Edin- burgh College of Art 1979—1984 og í Þýskalandi 1984. Þetta er önn- ur einkasýning hennar, en hún hef- ur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Steint gler eftir hana er m.a. að finna í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, kapellu Kvennafangelsisins í Comton Vale í Stirling, Skotlandi, og í Iðnaðar- banka íslands við Lækjargötu. Sýningin í Slunkaríki stendur frá 5. til 27. mars og er opin frá fimmtudegi til sunnudags kl. 16-18. Afsláttur (bónus) er ákveðinn með tilliti til þess í hve mörg ár bíleigandi hefur verið tjónlaus. Hljótist tjón af notkun bifreiðar missir eigandi bónusinn og greiðir fullt iðgjald. Samkvæmt upplýsing- um tryggingafélaganna hefur um það bil 80% viðskiptavina 50% bón- us eða meira. Bíleigendum skal bent á að á heimsendum giróseðlum er ekki boðið upp á sjálfsábyrgð á ábyrgðartryggingunni. Menn geta snúið sér til tryggingafé- laga og óskað eftir að taka á sig allt að 15 þúsund króna sjálfs- ábyrgð sem ætti að lækka heild- aruupphæð um sem nemur 10% að jafnaði. Ekki búið að ráð- stafa fénu að fullu - segir fjármálaráðherra ÞEIM 75 milljónum króna sem ráðgert er að skera niður af framlagi ríkissjóðs til Bygginga- sjóðs ríkisins hefur ekki verið ráðstafað að fullu, sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fjármála- ráðherra, þegar borin voru undir hann ummæli Rannveigar Guð- mundsdóttur, formanns Hús- næðismálastjórnar, I Morgun- blaðinu á miðvikudag. Rannveig segir að fénu hafi þegar verið ráðstafað á árinu 1987 og því þyrfti stofnunin hugsanlega að stöðva greiðslur sem búið væri að lofa í lok ársins. Jón sagði að niðurskurðurinn á framlagi til Byggingasjóðs ríkisins í tengslum við efnahagsráðstafanir ríkisstjómarinnar væri 75 milljónir en ekki 100 milljónir, eins og sagði í frétt Morgunblaðsins. Þá væri það ekki rétt hjá Rannveigu að ekki hefði verið skorið niður hjá fleiri ráðuneytum, en aðeins hjá Hús- næðismálastofnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.