Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
Líbanon:
Vestur-þýskur
gísl látinn laus
Bretland:
Rændu allt að millión
pundum úr öryggisbíl
London. Reuter.
VOPNAÐUR bófaflokkur rændí
Beirut, Reuter.
SÝRLENSKAR hersveitir fylgdu
Vestur-Þjóðverjanum Ralph
Schray til Damascus, höfuð-
borgar Sýrlands, eftir að mann-
ræningjar höfðu leyst hann úr
haldi í Beirut i gær. Mannræn-
ingjarnir krefjast þess að tveim-
ur libönskum föngum verði
sleppt úr fangelsi i Vestur-
Þýskalandi, og þeir halda enn
öðrum Vestur-Þjóðveija í
gislingu.
Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands,
og Hans-Dietrich Genscher, ut-
anríkisráðherra Vestur-Þýska-
lands, til „að virða samkomulagið
og nota tækifærið til að leysa mál-
ið án þess að skjóta því á frest.“
Mannræningjamir halda enn
Vestur-Þjóðveijanum Rudolf Cor-
des, sem var rænt í janúar í fyrra.
Þeir krefjast þess að vestur-þýsk
stjómvöld sleppi tveimur líbönskum
föngum úr fangelsi.
Reuter
Alþjóðlegri fréttaþjónustu barst
þessi mynd af vestur-þýska
gíslinum Ralph Schray í gær.
Með myndinni fylgdi yfirlýsing
um að Schray yrði ef til vill
sleppt innan skamrns, og það var
gert.
öryggisbil í London á miðvikudag
og komst á brott með allt að eina
milljón sterlingspunda. Nóttina
áður tóku tveir bófanna tvo gísla
og héldu öðrum þeirra í gíslingu,
þar til ránið var afstaðið.
Talsmaður lögreglunnar sagði, að
aðgerðin, sem var vandlega undirbú-
in, hefði hafist aðfaramótt miðviku-
dags, þegar tveir menn vopnaðir
skammbyssum réðust inn á heimili
starfsmanns hjá öryggisgæslufyrir-
tæki og tóku hann og eiginkonu
hans í gíslingu. Sögðust bófamir
mundu stytta eiginkonunni aldur, ef
maðurinn yrði ekki samstarfsfús.
Öiyggisvörðurinn fékk síðan tvo
félaga sína til að aka peningaflutn-
ingabíl á fyrirframákveðinn stað. Þar
biðu aðrir úr bófaflokknum og fluttu
peningana yfir í annan bfl. Eftir örfá-
ar mínútur vom bófamir horfnir með
feng sinn, en eftir sátu öryggisverð-
imir og eiginkonan.
Talsmaður lögreglunnar vildi ekki
gefa upp nákvæmar tölur um ráns-
fenginn, en aðrir heimildarmenn inn-
an lögreglunnar sögðu, að þar hefði
verið um að ræða frá 750.000 til
einnar milljónar punda (50 - 70
millj. ísl. kr.). Öryggisgæslufyrirtæk-
ið, Security Express, vildi ekkert um
málið segja.
Schray var sleppt í vesturhluta
Beirut í dögun og sýrlenskir her-
menn tóku þar við honum. Farouq
al-Shara, utanríkisráðherra Sýr-
lands, sagði að Schray væri við
góða heilsu og yrði sendur í vestur-
þýska sendiráðið í Damascus.
Faðir Schrays er vestur-þýskur,
en móðir hans líbönsk. Sýrlenskir
heimildarmenn segja að Schray
hafi verið leystur úr haldi vegna
þiýstings íranskra og sýrlenskra
yfirvalda. Haft er eftir mannræn-
ingjunum að þeir hvetji Helmut
Bandaríkin:
Gerðir
sjónvarps-
þættir um
Norðurlöndin
Washington, frá ívari Guðmundssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
VINSÆLT og virðulegt
bandarískt sjónvarpsfyrirtæki,
MacNeil/Lehrer Production,
vinnur nú að gerð fimm sjón-
varpsþátta um Norðurlöndin
fimm. Hver þáttur verður ein
klukkustund. Þættimir verða
sýndir hjá PBS-sjónvarpsstöðv-
unum, sem sjónvarpa menning-
arlegu efni viða um Bandaríkin.
PBS stöðvar birta ekki auglýs-
ingar og er kostnaður við rekstur
þeirra er greiddur með fijálsum
framlögum einstaklinga og fyrir-
tækja . Stöðvarnar þiggja ekki
ríkisstyrk.
Hver þáttur verður ekki helgað-
ur hveiju einstöku landi heldur
verður blandað saman efni frá öllum
löndunum fimm í hveijum þeirra.
Lögð verður áhersla á að skýra
sögu og menningu hvers lands.
Þeir félagar MacNeil og Lehrer
hafa áður gert tvo sams konar
þætti. Annar er um Kínaveldi og
hinn er um þróun enskrar tungu.
Þessir þættir hafa einig verið gefn-
ir út í skrautlega prentuðum bók-
um, er gefnar voru út í stóru upp-
lagi og hafa selst vel.
A1 Vecchione, upplýsingafulltrúi
MacNeil/Lehrer-Productions, bauð
sendiherrum og fulltrúum frá sendi-
ráðum Norðurlandanna í Washing-
ton til málsverðar á heimili sínu
síðastliðinn sunnudag. Þar var og
frú Díana Frank, kona af dönskum
ættum, sem aðstoðaði við gerð sjón-
varpsþáttanna um Kína og mun
einnig vinna að þáttunum um Norð-
urlöndin. Frú Frank sagði að undir-
búningur þáttanna hæfist með því
að gerð yrði kvikmynd Norðurlönd-
in og yrðu þættimir síðan gerðir
með hliðsjón af henni. Sagði hún
að undirbúningurinn tæki langan
tíma og yrðu þeir ef til vill fullbún-
ir eftir tvö ár.
Sendiherra Islands Ingvi S. Ing-
varsson og frú Hólmfríður; sænski
sendiherrann William Wachtmeist-
er, greifi, og kona hans voru meðal
gesta Vecchione hjónanna, ásamt
fréttariturum norrænna fjölmiðla.
SKRIFSTOFAIM 88
í Laugardalshöll, anddyri og neðri sal,
2- 6. mars KL 13:00-20:00
SKRIFSTOFAN’88:
NÝJUNGAR
Sýningin er ætluð öllum þeim
sem vilja kynna sér og tileinka
nýjungar í skrifstofuhaldi og -
rekstri.
Þar kynnir ^öldi fyrirtækja og
stofnana vörur sínar og þjón-
ustu, nánást hvað sem er til auk-
ins hagræðis og hagkvæmni á
nútímaskrifstofu.
FYRIRLESTRAR
AHVERJUMDEGI
Á hvetjum degi sýningarinnar gefst gestum
kostur á að hlýða á fyrirlestra sérfraeðinga í
hinum ýmsu þáttum skrifstofuhalds.
ÍDAGKL 17:15
^ÍANNESKJAN Á SKRDSTOFUlJlJr
Fyririesari: KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sjúkraþjálfari.
SKRIF^ipfAN
oo
Laugardalshöll