Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 t ERLENT Tveir olíuborpallar slitu siglausa Tveir olíuborpallar, annar breskur en hinn danskur, slitu sig lausa í óveðrinu, sem gekk yfir Norðursjó á mánudag. Betur fór þó í báðum tilvikunum en á horfð- ist og tókst að koma böndum á pallana og hindra þar með, að þeir rækjust á önnur olíumannvirki þarna í nágrenninu. A myndinni sjást breski pallurinn, Santa Fe 135, og björgunarskip, sem kom á vettvang. Veður- hæðin komst upp í 140 km á klukkustund. Tillögiir Sovétmanna um vígbúnað á Norðurhöfum pólitísk vitleysa - sagði Rozanne Ridgeway, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna „TILLÖGUR Sovétiiianna eru einu orði sagt reykur, sem bandalag- inu er ætlað að vaða,“ sagði Rozanne Ridgeway, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi, sem hún héit í Hels- inki á dögunum. Atti hún þar við þær tillögur, sem Sovétmenn hafa að undanförnu lagt fram um hvemig slaka megi á spennu á Norðurhöfum. Þá drap hún á aðrar tillögur Sovétmanna — bæði hvað varðar samvinnu ríkjanna við heimskautsbaug og þá hugmynd að haldin verði ráðstefna í Moskvu um mál þessi. Samkvæmt tillögu Sovétmanna ingu kjamorkuvopna. Lærdómur- skal haldin ráðstefna í Moskvu þar sem saman koma utanríkismála- nefndir þjóðþinga Bandaríkjanna, Kanada, Sovétríkjanna og Norður- landa. Tilefni hugsanlegs ráð- stefnuhalds er vígbúnaður á norð- urslóðum, en Sovétmenn segjast hafa áhyggjur af því að afvopnun- arsamkomulag risaveldanna um upprætingu skamm- og meðal- drægra flauga, sem sérstaklega hefur áhrif á vígbúnað í Evrópu, verði til þess að vopnakapphlaupið aukist til muna í Norðurhöfum og þeim löndum, sem þar að liggja. Þá hafa Sovétmenn enfremur lagt fram tillögur um margvíslega sam- vinnu ríkja á norðurhveli jarðar. Nauðsyn þess að semja af styrk Ridgeway sagði það Ijóst af þeim ávexti sem stefnufesta NATO-ríkj- anna hefði borið, að ekki væri hægt að vænta árangurs af samn- ingaviðræðum nema menn væru reiðubúnir til þess , að standa óhagganlegir að baki sannfæringu sinni. Sagði hún þennan vilja til þess að láta ekki undan síga þegar á reyndi og þrátt fyrir mikinn þrýst- ing og hrósaði hún ríkisstjómum Vestur-Þýskalands, Bretlands, Belgíu, Hollands og Ítalíu fyrir að hafa sýnt pólitískt hugrekki. „Þær tóku pólitíska áhættu og við höfum náð árangri, sem á sér engan sinn líkan í mannkynssögunni, uppræt- inn, sem af þessu má draga er ein- faldur: Semjið af styrk." Ridgeway sagði þó aðra lexíu búa að baki þessari, en hún væri að menn skyldu ávallt vera viðbúinir áróðursstríði áður en samningavið- ræðumar hæfust af alvöru. Sagði hún það öldungis glögglega augljóst að menn myndu frekar velja þá leið, ef fær væri, þar sem hún væri bæði auðveldari og ódýrari. Enginn hluti NATO er öðrum mikilvægari í svari við spumingum frétta- manna um hvort verið væri að breyta vamaráherslum Atlants- hafsbandalagsins þannig að vígbúnaður væri efldur á norður- og suðursvæðum þess, sagði hún það misskilning. Stefnan væri sem fyrr sú að hafa herstyrk þar sem hans væri þörf, en á hinn bóginn þyrfti einnig að svara ögrunum og vísaði þar til hinnar gríðarlegu hemaðaruppbyggingar Sovét- manna á Kólaskaga. „Ég geri mér fulla grein fyrir orðaskakinu um hversu mikil þörf sé á einhverju átaki á norðurslóðum og að þar þurfí að binda enda á spennu. Við gerum ráð fyrir að hafa þann viðbúnað, sem nauðsyn- legur er til þess að veija banda- lagsríkin frá norðri til suðurs.“ „Það eru engin sérstök vamar- svæði innan bandalagsins og það er það, sem gerir því kleift að vera það sem það er. Það er ein heild. Rozanne Ridgeway, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Myndin var tekin hér á landi á Reykjavíkurfundinum 1986. Frá Kirkenes í Noregi til Anatólíu í Tyrklandi er eitt vamarbandalag, þess vegna þjónar það tilgangi sínum og þess vegna er það jafn- öflugt og raun ber vitni.“ Hún vék máli sínu að tillögum Sovétmanna og sagðist búast við að fleiri slíkar tillögur ættu eftir að líta dagsins ljós. Kvaðst hún sannfærð um að hægt væri að hafa einhveija samvinnu milli ríkjanna í líkingu við það sem fram kom í tillögu þeirra, sérstaklega á vísindasviðinu. Sumar tillögur Sovétmanna pólitísk vitleysa „Ég held að við séum engu blind- ari á getu Sovétmanna til þess að þyrla upp einhverri pólitískri vit- leysu á norðurslóðum en við vorum á miðjum sjöunda áratugnum. Ég hef af öllum mætti reynt að finna falleg orð til þess að lýsa áliti mínu á sumum tillögum þeirra og þær em í einu orði sagt reykur — sem bandalaginu er ætlað að vaða, til þess að veikja það meðan reynt er að semja. Eigi að síður fögnum við tillögum um samvinnu á norður- slóðum. Við höfum ástundað hana um langt skeið og gengur mjög vel og þess vegna fögnum því ef Sovét- menn vilja ganga til liðs við okkur á þeim sviðum, þar sem samvinna er við hæfí.“ Pólland: Um milljón Pólveijar voru fluttir til Sov- étríkjanna í stríðinu í desember lauk umfangsmestu réttarhöldum í sögunni yfir mafí- unni á Sikiley. Falconi kvað þá upp dóma yfir mörgum af höfuðpaurum glæpasamtakanna. Húsi dómstóls- ins hefur verið líkt við gluggalaust virki þar sem fanga og kviðdóm- enda var gætt mánuðum saman. Námskeiðið sem Falconi er boðið að halda nefnist „frávik og jaðar- hópartúlkun á sálrænum þætti fé- lagslegra réttinda á grundvelli tungutaks glæpahreyfinga“. Lög- fræðideild háskólans kom hug- myndinni um að Falconi héldi nám- skeið á framfæri við stjórn skólans og var hún samþykkt einum rómi. „Tungumál mafíunnar er því miður orðið ærið útbreitt og aðkall- andi að skilgreina sögu þess' og áhrif á samfélagið," er haft eftir forseta lagadeildar háskólans. „Falconi býr yfir mikilvægri vitn- eskju sem háskólinn hefur ekki aðgang að með öðrum hætti.“ Dómarinn hefur starfað við rétt- arhöld og málaferli yfir mafíunni í áratug. Hann var meðal annars við- staddur yfirheyrslur yfír mafíufor- ingjunum Tomaso Buschetta og Salvatore Contani sem féllust á að ljóstra uppi um félaga sína til þess að fá vægari dóma. Framburður þeirra var lykilatriði í réttarhöldun- um í desember á síðasta ári. Varsjá, Reuter. PÓLSKA timaritið Konfrontacje hefur greint frá þvi að 0,8 til 1,2 milljónir Pólverja hafi verið flutt- ar til Sovétrikjanna á árunum 1940-41, aðallega til Siberiu og Kazakhstan. Þar að auki hafi 200 til 250 þúsund Pólveijar verið sett- ir i sovéska herinn eða fluttir með heilu verksmiðjunum til Sovétrikj- anna. Heimildir tímaritsins eru Sviss: Alusuisse rekið með ágóða 1987 ZUrich, frá Önnu Bjaraadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. REKSTUR svissneska álfyrir- tækisins Alusuisse var arðbærari á síðastliðnu ári en á undanförn- um árum. Það var rekið með 259 milljóna sv. franka (um 7,6 millj- arða ísl. kr.) ágóða árið 1987, en tapaði 688 milljónum sv. franka (um 19,3 milljörðum ísl. kr.) árið 1986. Heildarvelta fyrirtækisins dróst saman um 10% á árinu. Það minnk- aði hlut sinn í nokkrum fyrirtækj- um, til dæmis í Sviss og Noregi, dró úr álframleiðslu í Vestur-Þýska- landi og seldi tvær verksmiðjur sem unnu úr hrááli í Nígeríu. Lægri gengisskráning hafði einnig áhrif á veltu fyrirtækisins. Alusuisse mun ekki greiða hlut- höfum sínum arð í ár þrátt fyrir ágóðann. Aðalfundur þess verður haldinn 20. apríl. lítt þekkt pólsk rit, sovéskir út- flytjendur og opinber vestræn gögn. Þessar upplýsingar voru birtar á sama tíma og fímm daga fundur pólskra og sovéskra sagnfræðinga hófst í Varsjá, þar sem fjallað var um samskipti ríkjanna og tekið á málum sem áður lágu í þagnargildi. Sagnfræðingamir drógu í efa þá staðhæfíngu Vyatsjeslavs Molotovs, utanríkisráðherra Sovétríkjanna í seinni heimsstyijöldinni, að einungis ein milljón íbúa þess hluta Póllands sem Sovétmenn hertóku árið 1939, hefði verið af pólsku bergi brotin. I tímaritinu segir að samkvæmt pólsk- um útreikningum hafí um 4,2 millj- ónir af 11,6 milljónum íbúa hertekna hlutans verið af pólskum uppruna, aðrir íbúar hafí verið frá Ukraínu og Rússlandi. „Óþörf leynd hefur verið yfir ör- lögum Pólveijanna í Sovétríkjunum," segir í tímaritinu. „Þeir voru undir eftirliti og þeim var gert að samlaga sig Rússum og þeirra menningu. Mannréttindi þeirra voru skert ... Þeir voru allir brennimerktir eftir að hafa verið fluttir í víðáttur Sovétríkj- anna.“ Konfrontacje var stofnað í byijun þessa árs og er ætlað að vera vett- vangur fyrir skoðanaskipti sem sjald- an fá inni í opinberum blöðum. Tíma- ritið birti til að mynda fyrsta viðtalið við Bronislaw Geremek, ráðgjafa Samstöðu, sem tekið hefur veríð síðan herlögin voru sett árið 1981. Framhaldssaga blaðsins er skáldsag- an „Animal Farm“ eftir George Or- well, sem áður var bönnuð. Ítalía: Dómara yfir mafíunni boðið að kernia í Palermo Mílanó. Frá Benedikt Stefánssyni, fréttarítara Morgunbladsins. GIOVANNI Falconi, sérstökum á Sikiley, hefur verið boðið að ans í Palermo á hausti komanda. sakadómara í málum mafíunnar kenna við heimspekideild háskól- Falconi íhugar að þekkjast boðið en ekki hefur verið fundin leið til að tryggja öryggi dómarans sem fer allra sinna ferða í bryn- varinni bifreið með tugi lög- reglumanna til fylgdar. Þykir óhugsandi að láta dómarann þeysa reglulega um miðborg Palermo eftir stundatöflu sem öllum verður kunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.