Morgunblaðið - 04.03.1988, Side 33

Morgunblaðið - 04.03.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 33 Landbúnaðarráðuneytið; Jöfnunargjaldið skapar eðlilegan sam- keppnisgrundvöll í TILEFNI af athugasemdum Verslunarráðs og Neytendasam- takanna af áhrífum hækkunar jöfnunargjalds á innfluttar franskar kartöflur, og gert var grein fyrir í fjölmiðlum þriðju- daginn 2. mars, vill landbúnaðar- ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri. 1. Landbúnaðarráðuneytið er með þessari ákvörðun að framfylgja lögum nr. 25/1986 um jöfnunar- gjald á innfluttar kartöflur og vörur úr þeim, sem gera ráð fyrir að íslensk framleiðsla sé vemduð gegn óheftum, niðurgreiddum innflutn- ingi. 2. Verðhlutföll innfluttra og inn- lendra kartaflna breyttust í kjölfar tollabreytinga um áramót. Því var nauðsynlegt að hækka jöfnunar- gjald til að framfylgja tilgangi lag- anna. 3. í desember 1987 var frestað útgáfu innflutningsleyfa fyrir franskar kartöflur. I framhaldi af því var óskað eftir tillögum frá inn- Leiðrétting í ATHUGASEMD útvarpsstjóra Markúsar Arnar Antonssonar sem birtist á bls. 29 i blaðinu i gær slæddist inn meinleg villa. Þar stendur að auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins árið 1987 hafi verið 187,7 milljónir króna, en hið rétta er að þær voru 198,7 miiljónir króna. Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á þessu. flutningsnefnd um hvernig farið skyldi með áframhaldandi innflutn- ing. í þessari fimm manna nefnd eiga m.a. sæti tveir fulltrúar inn- flytjenda. Þeir fulltrúar neituðu samstarfi í nefndinni, en kusu að vinna að málinu eftir öðmm leiðum. 4. Samkvæmt upplýsingum frá innflytjendum og samkvæmt þeim upplýsingum sem ráðuneytið hefur aflað sér á annan hátt, var inn- kaupsverð með flutningi að jafnaði um 25 krónur síðari hluta ársins 1987. Samkvæmt því er jöfnunar- gjaldið eftir hækkun tæpar 50 krón- ur á kíló og tollur um 7 krónur á kíló. Af því leiðir að verð án heild- söluálagningar er um 80 krónur hvert kíló. 5. Hvernig heildsöluálagning kemur þessu verði í 120^180 krón- ur, eins og segir í fréttatilkynningu Verslunarráðs, getur landbúnaðar- ráðuneytið ekki skýrt. 6. Landbúnaðarráðuneytið dreg- ur í efa þá miklu verðhækkun sem veitingahúsamenn hafa tilkynnt, en samkvæmt fréttum 2. mars mun hver skammtur af frönskum kart- öflum eiga að hækka úr 90 krónum í 220 krónur, þegar haft er í huga að hin aukna gjaldtaka nemur að hámarki 9.00 kr. á hvern skammt (miðað er við 200 g) og er þá reikn- að með fullum söluskatti í því dæmi. 7. Heildsöluverð innlendra kart- aflna er 107 krónur hvert kíló, þannig að ljóst má vera að hækkun jöfnunargjalds gerir ekki meira en að skapa eðlilegan samkeppnis- grundvöll á markaðnum. (Frcttatilkynning) Lögmaður Lögreglufélags Reykjavíkur: Krefur Ríkissjónvaipið um af sökunarbeiðni GYLFI Thorlacius hæstaréttar- lögmaður hefur, fyrir hönd Lög- reglufélags Reykjavíkur, sent Útvarpsráði bréf vegna þáttarins Maður vikunnar sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu síðastliðið laugardagskvöld. í þættinum var rætt við Svein Jónsson, sem kært hefur tvo lögreglumenn fyrir ólögmæta handtöku og líkams- meiðingar. - í bréfinu krefst lögmaðurinn þess að umsjónarmanni þáttarins, Baldri Hermannssyni, verði veitt áminning og að beðist verði afsökunar í dag- skrá sjónvarpsins á því að þessi þáttur hafi verið sýndur enda hafi í honum verið vegið vægðarlaust að æru heillar stéttar opinberra starfsmanna. Bréfið er í heild svo- hljóðandi: „Lögreglufélag Reykjavíkur hef- ur falið mér að rita yður vegna þessa eftirfarandi. Á dagskrá Ríkisútvarpsins, sjón- varps var laugardaginn 27. febrúar sl. sýndur þáttur með nafninu „Maður vikunnar" umsjónarmaður Baldur Hermannsson. í þætti þess- um var rætt við pilt sem handleggs- brotnaði þegar hann verulega öl- vaður veitti lögreglumanni mót- spymu þegar fara átti með hann í fangageymslu í Reykjavík. í þætti þessum er dregin upp hrottafengin mynd af starfsaðferð- um erlendra lögreglumanna og her- manna og gefið í skyn að íslenskir lögreglumenn viðhafi slíka harðn- eskju og „ætti að vera þjóðinni til umhugsunar". I dagskrárkynningu kl. 20.34 segir svo orðrétt: „Kl. 21.15 verður Maður vikunnar kynntur, sem að þessu sinni er Sveinn Jónsson, tvítugur Austfirðingur, sem nýlega var handleggsbrotinn af lögregl- unni í Reykjavík, og í dagskrár- kynningu á undan þættinum sjálf- um kl. 21.15 segir svo: „Nú kynnir Baldur Hermannsson mann vikunn- ar, sem er að þessu sinni Sveinn Jónsson, tvítugur Austfirðingur sem lögreglan í Reykjavík hand- leggsbraut nýlega." Þarna er því gefið til kynna að lögreglan í Reykjavík hafi handleggsbrotið manninn. En út yfir tekur þó kynningar- myndin sjálf í þættinum og er það ein sú sérkennilegasta dagskrár- gerð sem um getur. Þar eru sýndar aðgerðir ísraelskra hermanna sem misþyrma palestínskum skærulið- um og ennfremur fleiri myndir í sama dúr. Allur inngangur að þætt- inum og kynning hans er mjög ærumeiðandi fyrir lögreglumenn. Þátturinn er fullur af rangfærslum og dylgjum sem ekki fá staðist, t.d. er hvergi í þættinum minnst á ástæðu fyrir handtöku mannsins. Þá lýsir stjómandi yfir því að líkur séu til að viðmælandi hljóti varanleg örkuml og hafí orðið fyrir verulegu fjártjóni. En í dag er með öllu óljóst hvort um varanleg örkuml eða fjár- hagstjón verður að ræða. Það verður í fyllsta máta að telj- ast óeðlilegt að óháður fjölmiðill láti frá sér fara svo rætinn þátt sem hér um getur, byggðan á einhliða staðhæfingum annars málsaðila án þess að gera tilraun til að gefa hin- um kost á að segja frá sinni hlið málsins, eða reyna að kynna Sér réttmæti fullyrðinga Sveins Jóns- sonar. Er vægast sagt með ólíkindum að ríkisfjölmiðill skuli leyfa sér að Sjö fegurstu stúlkur Suðurlands. Frá vinstri: Anna Berglind Júlídóttir, Hanna Björk Sigurðardóttir, Sigrún Ágústsdóttir, Eygló Linda Hallgrímsdóttir, Karen Kristjánsdóttir, Linda Hrönn Ævarsdóttir og Kristjana Þórey Ólafsdóttir. Ungfrú Suðurland: •• Krýnd að Hótel Ork á laugardag’ UNGFRÚ Suðurland 1988 verður krýnd að Hótel Ork í Hveragerði á laugardaginn. Ungfrú Suður- land tekur þátt í keppninni um nafnbótina ungfrú Island . Sjö stúlkur keppa í Hveragerði og hafa þær verið valdar úr hópi þeirra 15 sem tóku þátt í for- keppni sem haldin var í nóvemb- er. Keppendurnir eru: Anna Berg- lind Júlídóttir, 19 ára danskennari frá Þorlákshöfn; Eygló Linda Hallgrímsdóttir, 19 ára ungþjónn frá Selfossi; Hanna Björk Sigurðar- dóttir, 20 ára afgreiðslustúlka á Nesjavöllum; Karen Kristjánsdóttir, 22 ára hjúkrunarnemi frá Ingólfs- hvoli í Ölfusi; Kristjána Þórey Ól- afsdóttir, 20 ára afgreiðslustúlka í Vestmannaeyjum; Linda Hrönn Ævarsdóttir, 18 ára og starfar hjá Fiskvinnslunni í Vestmannaeyjum og loks Sigrún Ágústsdóttir 20 ára sjúkraliði frá Vestmannaeyjum. Dómnefndina skipa: Erla Har- aldsdóttir danskennari, Reykjavík; Örn Guðmundsson, danskcnnari, GOTT veður er á loðnumiðunum um þessar mundir og skipin fylla sig jafnóðum og þau koma út. Loðnan er á hraðri leið vestur með landi og veiddist í gær út af vík í Mýrdal, milli Hjörleifs- höfða og Dyrhólaeyjar. Aúk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynnti Gísli Árni RE um 640 tonna afla á miðvikudag. Hann Reykjavik; Ingveldur Gyða Krist- insdóttir danskennari, Vestmanna- eyjum; Unnur Steinsson flugfreyja, Reykjavík og Sölvi Ragnarsson raf- virki, Hveragerði. fór inn til Grindavíkur. Síðdegis á fimmtudag höfðu eft- irtalin skip tilkynnt um afla: Pétur Jónsson RE 1.050 óákveðinn, Fífíll GK 640 og Kap II VE 700 til Fær- eyja, Svanur RE 700 til Bolung- arvíkur, Huginn VE 580, Bergur VE 520 og Sighvatur Bjamason VE 680 til Vestmannaeyja. Loðnan á vesturleið sýna slíkan þátt byggðan á einhliða upplýsingum og slúðursögum. Eitt furðuatriðið til viðbótar í dagskrá þessari var að af dagskrárfé sjón- varpsins, sem almenningi hefur skilist að væri fremur af skomum skammti var keypt flugfar austan af fjörðum fyrir móður Sveins Jóns- sonar, sem mun vera tvítugur mað- ur. Hún var leidd í sjónvarpssal þar sem dagskrárgerðarmaðurinn Bald- ur Hermannsson spurði hana m.a. hvernig þeirri móður liði „sem frétti úr fjarlægð að harðneskja hennar eigin þjóðar hafi bitnað á syni henn- ar“. Síðar í þættinum svaraði hún ítrekað aðspurð að hún sæi enga framtíð fyrir hann! enda gætu svona menn leynst alls staðarl! Það er lágmarkskrafa að út- varpsráð veiti þeim sem ábyrgur er fyrir gerð þáttar þessa áminn- ingu og jafnframt að beðið verði afsökunar í dagskrá sjónvarpsins á því frumhlaupi að sýna þátt þar sem svo vægðarlaust er vegið að æru heillar stéttar opinberra starfs- manna. Vonast er til að mál þetta verði afgreitt sem allra fyrst.“ Aðstandendur Jesus Christ Superstar samankomnir; f.v.: Guðmundur Jónsson, Stefán Hilmarsson, Rafn Jónsson, Arnhildur Guðmunds- dóttir, Elín Óskarsdóttir, Jón Ólafsson og Haraldur Þorsteinsson. Á myndina vantar Eyjólf Kristjánsson. Ný uppfærsla á „ Jesus Christ Superstar“ í Evrópu og frjálslegum búningi. Hún er sér- sniðin til flutnings á skemmtistað og að henni standa Eyjólfur Kristj- ánsson, Jón Ólafsson, Stefán Hilm: arsson, Rafn Jónsson, Haraldur Þor- steinsson og Guðmundur Jónsson auk söngkvennánna Arnhildar Guð- mundsdóttur og Elínar Ólafsdóttur. í það minnsta 8 sýningar eru áætlaðar á söngleiknum og verður önnur sýning þegar á laugardags- kvöld, 5. mars. Hann verður fluttur á efstu hæð Evrópu og hefjast sýn- ingamar upp úr miðnætti. Uppfærsla nokkurra lands þekktra tónlistarmanna á söng- leiknum Jesus Christ Superstar verður frumsýnd i veitingahúsinu Evrópu, í kvöld, föstudagskvöldið 4. mars. Söngleikurinn er settur upp i tilefni þess að um þessar mundir eru liðin 15 ár frá því Leikfélag Reykjavíkur setti hann upp i Austurbæjarbiói. Söngleikurinn er eftir þá Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. í frétt frá skemmtistaðnum Evrópu segir að uppfærslan sé í all nýstárlegum Stokksey ri ngar Árshátíð Stokkseyringafélagsins í Reykjavík verður haldin í Fóstbræðraheimil- inu, Langholtsvegi 111, laugardaginn 12. mars. Húsið opnað kl. 19.00. Til skemmtunar: Ommukórinn syngur ásamt fleiri góðum atriðum. Áríðandi að fólk láti vita í símum 12120 (Haraldur), 41564 (Stefán), 40307 (Sigga Þ.), 35986 (Jóna) og 37495 (Sigga Árna). Fjölmennum. Stokkseyringafélagið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.