Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 33 Landbúnaðarráðuneytið; Jöfnunargjaldið skapar eðlilegan sam- keppnisgrundvöll í TILEFNI af athugasemdum Verslunarráðs og Neytendasam- takanna af áhrífum hækkunar jöfnunargjalds á innfluttar franskar kartöflur, og gert var grein fyrir í fjölmiðlum þriðju- daginn 2. mars, vill landbúnaðar- ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri. 1. Landbúnaðarráðuneytið er með þessari ákvörðun að framfylgja lögum nr. 25/1986 um jöfnunar- gjald á innfluttar kartöflur og vörur úr þeim, sem gera ráð fyrir að íslensk framleiðsla sé vemduð gegn óheftum, niðurgreiddum innflutn- ingi. 2. Verðhlutföll innfluttra og inn- lendra kartaflna breyttust í kjölfar tollabreytinga um áramót. Því var nauðsynlegt að hækka jöfnunar- gjald til að framfylgja tilgangi lag- anna. 3. í desember 1987 var frestað útgáfu innflutningsleyfa fyrir franskar kartöflur. I framhaldi af því var óskað eftir tillögum frá inn- Leiðrétting í ATHUGASEMD útvarpsstjóra Markúsar Arnar Antonssonar sem birtist á bls. 29 i blaðinu i gær slæddist inn meinleg villa. Þar stendur að auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins árið 1987 hafi verið 187,7 milljónir króna, en hið rétta er að þær voru 198,7 miiljónir króna. Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á þessu. flutningsnefnd um hvernig farið skyldi með áframhaldandi innflutn- ing. í þessari fimm manna nefnd eiga m.a. sæti tveir fulltrúar inn- flytjenda. Þeir fulltrúar neituðu samstarfi í nefndinni, en kusu að vinna að málinu eftir öðmm leiðum. 4. Samkvæmt upplýsingum frá innflytjendum og samkvæmt þeim upplýsingum sem ráðuneytið hefur aflað sér á annan hátt, var inn- kaupsverð með flutningi að jafnaði um 25 krónur síðari hluta ársins 1987. Samkvæmt því er jöfnunar- gjaldið eftir hækkun tæpar 50 krón- ur á kíló og tollur um 7 krónur á kíló. Af því leiðir að verð án heild- söluálagningar er um 80 krónur hvert kíló. 5. Hvernig heildsöluálagning kemur þessu verði í 120^180 krón- ur, eins og segir í fréttatilkynningu Verslunarráðs, getur landbúnaðar- ráðuneytið ekki skýrt. 6. Landbúnaðarráðuneytið dreg- ur í efa þá miklu verðhækkun sem veitingahúsamenn hafa tilkynnt, en samkvæmt fréttum 2. mars mun hver skammtur af frönskum kart- öflum eiga að hækka úr 90 krónum í 220 krónur, þegar haft er í huga að hin aukna gjaldtaka nemur að hámarki 9.00 kr. á hvern skammt (miðað er við 200 g) og er þá reikn- að með fullum söluskatti í því dæmi. 7. Heildsöluverð innlendra kart- aflna er 107 krónur hvert kíló, þannig að ljóst má vera að hækkun jöfnunargjalds gerir ekki meira en að skapa eðlilegan samkeppnis- grundvöll á markaðnum. (Frcttatilkynning) Lögmaður Lögreglufélags Reykjavíkur: Krefur Ríkissjónvaipið um af sökunarbeiðni GYLFI Thorlacius hæstaréttar- lögmaður hefur, fyrir hönd Lög- reglufélags Reykjavíkur, sent Útvarpsráði bréf vegna þáttarins Maður vikunnar sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu síðastliðið laugardagskvöld. í þættinum var rætt við Svein Jónsson, sem kært hefur tvo lögreglumenn fyrir ólögmæta handtöku og líkams- meiðingar. - í bréfinu krefst lögmaðurinn þess að umsjónarmanni þáttarins, Baldri Hermannssyni, verði veitt áminning og að beðist verði afsökunar í dag- skrá sjónvarpsins á því að þessi þáttur hafi verið sýndur enda hafi í honum verið vegið vægðarlaust að æru heillar stéttar opinberra starfsmanna. Bréfið er í heild svo- hljóðandi: „Lögreglufélag Reykjavíkur hef- ur falið mér að rita yður vegna þessa eftirfarandi. Á dagskrá Ríkisútvarpsins, sjón- varps var laugardaginn 27. febrúar sl. sýndur þáttur með nafninu „Maður vikunnar" umsjónarmaður Baldur Hermannsson. í þætti þess- um var rætt við pilt sem handleggs- brotnaði þegar hann verulega öl- vaður veitti lögreglumanni mót- spymu þegar fara átti með hann í fangageymslu í Reykjavík. í þætti þessum er dregin upp hrottafengin mynd af starfsaðferð- um erlendra lögreglumanna og her- manna og gefið í skyn að íslenskir lögreglumenn viðhafi slíka harðn- eskju og „ætti að vera þjóðinni til umhugsunar". I dagskrárkynningu kl. 20.34 segir svo orðrétt: „Kl. 21.15 verður Maður vikunnar kynntur, sem að þessu sinni er Sveinn Jónsson, tvítugur Austfirðingur, sem nýlega var handleggsbrotinn af lögregl- unni í Reykjavík, og í dagskrár- kynningu á undan þættinum sjálf- um kl. 21.15 segir svo: „Nú kynnir Baldur Hermannsson mann vikunn- ar, sem er að þessu sinni Sveinn Jónsson, tvítugur Austfirðingur sem lögreglan í Reykjavík hand- leggsbraut nýlega." Þarna er því gefið til kynna að lögreglan í Reykjavík hafi handleggsbrotið manninn. En út yfir tekur þó kynningar- myndin sjálf í þættinum og er það ein sú sérkennilegasta dagskrár- gerð sem um getur. Þar eru sýndar aðgerðir ísraelskra hermanna sem misþyrma palestínskum skærulið- um og ennfremur fleiri myndir í sama dúr. Allur inngangur að þætt- inum og kynning hans er mjög ærumeiðandi fyrir lögreglumenn. Þátturinn er fullur af rangfærslum og dylgjum sem ekki fá staðist, t.d. er hvergi í þættinum minnst á ástæðu fyrir handtöku mannsins. Þá lýsir stjómandi yfir því að líkur séu til að viðmælandi hljóti varanleg örkuml og hafí orðið fyrir verulegu fjártjóni. En í dag er með öllu óljóst hvort um varanleg örkuml eða fjár- hagstjón verður að ræða. Það verður í fyllsta máta að telj- ast óeðlilegt að óháður fjölmiðill láti frá sér fara svo rætinn þátt sem hér um getur, byggðan á einhliða staðhæfingum annars málsaðila án þess að gera tilraun til að gefa hin- um kost á að segja frá sinni hlið málsins, eða reyna að kynna Sér réttmæti fullyrðinga Sveins Jóns- sonar. Er vægast sagt með ólíkindum að ríkisfjölmiðill skuli leyfa sér að Sjö fegurstu stúlkur Suðurlands. Frá vinstri: Anna Berglind Júlídóttir, Hanna Björk Sigurðardóttir, Sigrún Ágústsdóttir, Eygló Linda Hallgrímsdóttir, Karen Kristjánsdóttir, Linda Hrönn Ævarsdóttir og Kristjana Þórey Ólafsdóttir. Ungfrú Suðurland: •• Krýnd að Hótel Ork á laugardag’ UNGFRÚ Suðurland 1988 verður krýnd að Hótel Ork í Hveragerði á laugardaginn. Ungfrú Suður- land tekur þátt í keppninni um nafnbótina ungfrú Island . Sjö stúlkur keppa í Hveragerði og hafa þær verið valdar úr hópi þeirra 15 sem tóku þátt í for- keppni sem haldin var í nóvemb- er. Keppendurnir eru: Anna Berg- lind Júlídóttir, 19 ára danskennari frá Þorlákshöfn; Eygló Linda Hallgrímsdóttir, 19 ára ungþjónn frá Selfossi; Hanna Björk Sigurðar- dóttir, 20 ára afgreiðslustúlka á Nesjavöllum; Karen Kristjánsdóttir, 22 ára hjúkrunarnemi frá Ingólfs- hvoli í Ölfusi; Kristjána Þórey Ól- afsdóttir, 20 ára afgreiðslustúlka í Vestmannaeyjum; Linda Hrönn Ævarsdóttir, 18 ára og starfar hjá Fiskvinnslunni í Vestmannaeyjum og loks Sigrún Ágústsdóttir 20 ára sjúkraliði frá Vestmannaeyjum. Dómnefndina skipa: Erla Har- aldsdóttir danskennari, Reykjavík; Örn Guðmundsson, danskcnnari, GOTT veður er á loðnumiðunum um þessar mundir og skipin fylla sig jafnóðum og þau koma út. Loðnan er á hraðri leið vestur með landi og veiddist í gær út af vík í Mýrdal, milli Hjörleifs- höfða og Dyrhólaeyjar. Aúk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynnti Gísli Árni RE um 640 tonna afla á miðvikudag. Hann Reykjavik; Ingveldur Gyða Krist- insdóttir danskennari, Vestmanna- eyjum; Unnur Steinsson flugfreyja, Reykjavík og Sölvi Ragnarsson raf- virki, Hveragerði. fór inn til Grindavíkur. Síðdegis á fimmtudag höfðu eft- irtalin skip tilkynnt um afla: Pétur Jónsson RE 1.050 óákveðinn, Fífíll GK 640 og Kap II VE 700 til Fær- eyja, Svanur RE 700 til Bolung- arvíkur, Huginn VE 580, Bergur VE 520 og Sighvatur Bjamason VE 680 til Vestmannaeyja. Loðnan á vesturleið sýna slíkan þátt byggðan á einhliða upplýsingum og slúðursögum. Eitt furðuatriðið til viðbótar í dagskrá þessari var að af dagskrárfé sjón- varpsins, sem almenningi hefur skilist að væri fremur af skomum skammti var keypt flugfar austan af fjörðum fyrir móður Sveins Jóns- sonar, sem mun vera tvítugur mað- ur. Hún var leidd í sjónvarpssal þar sem dagskrárgerðarmaðurinn Bald- ur Hermannsson spurði hana m.a. hvernig þeirri móður liði „sem frétti úr fjarlægð að harðneskja hennar eigin þjóðar hafi bitnað á syni henn- ar“. Síðar í þættinum svaraði hún ítrekað aðspurð að hún sæi enga framtíð fyrir hann! enda gætu svona menn leynst alls staðarl! Það er lágmarkskrafa að út- varpsráð veiti þeim sem ábyrgur er fyrir gerð þáttar þessa áminn- ingu og jafnframt að beðið verði afsökunar í dagskrá sjónvarpsins á því frumhlaupi að sýna þátt þar sem svo vægðarlaust er vegið að æru heillar stéttar opinberra starfs- manna. Vonast er til að mál þetta verði afgreitt sem allra fyrst.“ Aðstandendur Jesus Christ Superstar samankomnir; f.v.: Guðmundur Jónsson, Stefán Hilmarsson, Rafn Jónsson, Arnhildur Guðmunds- dóttir, Elín Óskarsdóttir, Jón Ólafsson og Haraldur Þorsteinsson. Á myndina vantar Eyjólf Kristjánsson. Ný uppfærsla á „ Jesus Christ Superstar“ í Evrópu og frjálslegum búningi. Hún er sér- sniðin til flutnings á skemmtistað og að henni standa Eyjólfur Kristj- ánsson, Jón Ólafsson, Stefán Hilm: arsson, Rafn Jónsson, Haraldur Þor- steinsson og Guðmundur Jónsson auk söngkvennánna Arnhildar Guð- mundsdóttur og Elínar Ólafsdóttur. í það minnsta 8 sýningar eru áætlaðar á söngleiknum og verður önnur sýning þegar á laugardags- kvöld, 5. mars. Hann verður fluttur á efstu hæð Evrópu og hefjast sýn- ingamar upp úr miðnætti. Uppfærsla nokkurra lands þekktra tónlistarmanna á söng- leiknum Jesus Christ Superstar verður frumsýnd i veitingahúsinu Evrópu, í kvöld, föstudagskvöldið 4. mars. Söngleikurinn er settur upp i tilefni þess að um þessar mundir eru liðin 15 ár frá því Leikfélag Reykjavíkur setti hann upp i Austurbæjarbiói. Söngleikurinn er eftir þá Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. í frétt frá skemmtistaðnum Evrópu segir að uppfærslan sé í all nýstárlegum Stokksey ri ngar Árshátíð Stokkseyringafélagsins í Reykjavík verður haldin í Fóstbræðraheimil- inu, Langholtsvegi 111, laugardaginn 12. mars. Húsið opnað kl. 19.00. Til skemmtunar: Ommukórinn syngur ásamt fleiri góðum atriðum. Áríðandi að fólk láti vita í símum 12120 (Haraldur), 41564 (Stefán), 40307 (Sigga Þ.), 35986 (Jóna) og 37495 (Sigga Árna). Fjölmennum. Stokkseyringafélagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.