Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 S JÚKRASKRÁR OG MANNRÉTTINDI eftir Sigurð Þór Guðjónsson Nú stendur yfir málavafstur um aðgang að sjúkraskrám heilsu- gæslustöðvar. Tryggingastofnunin í þjófaleit, krefst þess að komast í þær til að sannreyna hvort sjúkling- ar læknis við stöðina séu mennskir menn eða huldufólk. Huldulækning- ar voru reyndar mikið í tísku í gamla daga. En aldrei skrifaði þó Friðrik reikning svo vitað sé. En heilsugæslubossinn segir að þessi hnýsni komi ekki til nokkurra mála. Ekki vegna þess að hann vilji hilma yfir sína menn heldur af umhyggju- semi og trúnaði við sjúklingana. Það sé eitt heilagt prinsíppatriði, sem einhver fomaldarspekingur fékk vitmn um á tíð Móses eða var það á dögum Nebúkadnesar. Hét hann ekki Hippothalamus eða eitt- hvað? En fyrir utan virðuleg réttarhöld er í gangi æsispennandi og mjög harðnandi ritdeila milli lækna í dag- blöðunum. í gær voru þeir byijaðir að kalla hvem annan skúrka. Þjófa- leitarmenn telja slíkt rifrildi milli opinberra aðila ótilhlýðilegt og koma álmenningi spánskt fyrir sjónir. En þá vil ég — sem einkaað- ili en þó brot af almenningi — upp- lýsa að það sé öðru nær. Þetta skítkast læknanna er einmitt mjög kærkomið. Fólkið í landinu á heimt- ingu á því að kynnast þeim reglum og starfsaðferðum sem þessi leyni- lega stétt fer eftir í störfum sínum. Þegar allt kemur til alls er það hinn venjulegi maður, „sjúklingurinn", sem á mest í húfi ef læknir stelur af honum peningum og líka ef hann biýtur á honum trúnað. Furðar mig á því að hinum röggsömu þjófaleit- armönnum skuli hafa skotist yfir þá hlið mála. Mér kemur þetta þannig afskaplega mikið við. Og þar sem enn er ekki búið að afnema ritfrelsi í landinu fyrir aðra en sér- fræðinga ætla ég heldur betur að skipta mér af því. Þjófaleitin réttlætanleg Ég heyrði ekki betur í sjónvarp- inu á dögunum, en Bjöm Ónundar- son hamraði á því látlaust að alls ekki stæði til að lesa sjúkraskrámar efnislega. Aðeins að ganga úr skugga um hvort sjúklingamir séu til og hafi leitað til læknisins. Þessi orð heyrðu allir sem fylgdust með sjónvarpsþættinum. Og læknar í opinbem starfi er varla að skrökva að þjóðinni. Einfaldara gæti þetta ekki verið. Og ég segi fyrir minn hatt, sem er nú reyndar ekki neinn pípuháttur, að ef ég væri sjúklingur og yrði spurður hvort ég sam- þykkti svona þjófaleit — í þessu sérstaka tilfelli vel að merkja — myndi ég svara: Guðvelkomið! Og kæmi það að liði í rannsókn máls- ins, að leggja mig inn á spítala í skoðun, skyldi ekki á mér standa. Og það væri ekki nema sjálfsagt að fremja á mér líkskurð kvikum, ef það mætti verða til þess að upp- lýsa málið. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að samfélagslegir glæpir séu verri verk en einkaglæpir. Hér er samfélagið að standa á rétti sínum gegn læknasvindli. Það er því tvímælalaust hagur „sjúkling- anna“ að þjófaleitarmenn fái að- gang að hinum umdeildu skrám. Það á ekki að lesa þær. Það er margbúið að segja það. Þetta er mín afstaða í þessu sérstaka máli. Og ef ég liti mjög stórt á sjálfan mig gæti ég alveg eins talið mig „rödd sjúklinganna". Reyndar er það talið víst meðal almennings (og jafnvel fjölmiðla) að í þessum ágreiningi sé „leynd" sjúkra- skýrslna og „trúnaðarskylda" lækna einfaldlega hentugt skálka- skjól til að fela eitthvað sem ekki þolir dagsins ljós. Auðvitað tek ég og aðrir „ábyrgir aðilar“ þó ekki minnsta mark á illmælgi og dóm- hörku skrílsins. En grein mín er ekki skrifuð vegna þessarar deilu. Hún er aðeins tilefni hennar. Það sem fyrir mér vakir er jafnvel enn mikilvægara og alvarlegra mál, en meintur þjófnaður lækna af skatt- borgurunum. Réttur sjúklinga gegn heilbrigðiskerfinu Ég hef áhyggjur af rétti „sjúkl- inga“ gagnvart heilbrigðiskerf- inu sjálfu og starfsfólki þess. Miklu fremur en að ég óttist að það starfsfólk sé að kjafta í fólk utan heilbrigðiskerfísins. Það er ekkert vafamál, og það hefur mörgum verið ljóst áður en þessi deila kom upp, að sjúkraskrár liggja náast á glámbekk fyrir hunda og manna fótum á sjúkrahúsum og heilsu- gæslustöðvum. Þær eru og geymd- ar löngu eftir viðkomandi „sjúkling- ur“ er útskrifaður og jafnvel eftir að hann hefur safnast til feðra sinna. Það hlýtur að valda hugs- andi mönnum kvíða, að vita af upplýsingum um viðkvæm einka- mál nafngreindra manna í hönd- um mjög voldugra aðila í þjóð- félaginu; skýrslum sem alls kon- ar fólk hefur aðgang að meðan „sjúklingurinn“ er í meðferð og árum og áratugum eftir að henni lýkur. Skapar þetta feiknalegt ör- yggisleysi fyrir einstaklinginn. Fá- mennt samfélag þar sem allirþekkj- ast bætir ekki úr skák. Og aldrei er að vita nema þessi gögn verði misnotuð og snúið gegn „sjúklingn- um“ sjálfum. Ekki síst er þetta alvarlegt mál þegar um sjúkraskrár geðdeilda er að ræða. Vegna þess að þar eru hvers kyns upplýsingar sem yfír- leitt eru ekki á skrám annarra deilda. Þar getur verið fjölskyldu- saga einstaklingsins og jafnvel hræðileg fjölskylduleyndarmál, sem gert gætu honum ólíft í samfélaginu ef þau lækju út. Þar er félagsleg samskiptasaga hans í stuttu máli. I skýrslunum er viðbúið að fjallað sé um kynlíf einstaklingsins ef ekki trúarlíf. Þar eru kannski meira og minna rakin viðhorf hans til lífsins. Stjómmálaskoðanir ekki útilokaðar. Þar er sagt frá árekstrum við lög og rétt ef nokkrir eru. Og í skránum er stundum að fínna niðurstöður greindarmælinga og persónuleika- prófa sem sum em næsta umdeild. Það er uggvænleg tilhugsun fyrir einstakling, sem dvalið hefur á geð- deild, að vita af slíkum gögnum í geymslu löngu eftir að hann sjálfur er útskrifaður og lifír venjulegu og virku lífí í samfélaginu. Ofan á allt saman bætist svo sjúkdómsgreining „sérfræðings", sem þekkir þó ein- staklinginn lítið eða ekk'ert, en byggir úrskurð sinn á samsafni prófa og athugana. í flestum tilfell- um veit einstaklingurinn ekki hver er sjúkdómsgreiningin. Ef hann spyr verður oft fátt um viti borin svör. Greinarhöfundur var eitt sinn vitni að því, er kona nokkur spurði yfírlækni sjúkradeildar, hvað héti nú annars sjúkdómurinn sinn. Hinn ríki yfírlæknir, sem skrifað hefur margar lærðar vísindaritgerðir, datt ofan á þetta frumlega svar: „Það þýðir ekkert að segja þér það, af því að það er allt á latínu." En sjúk- dómsgreining læknisins á latínu eða volapuk stendur og á honum tekur samfélagið mikið mark. Orð læknis í sérgrein sinni eru nánast lög. Líka þegar um er að tefla óræð og um- deild fyrirbrigði eins og „gott“ og „illt", „æskilegt" eða „óæskilegt" í fari manna og hugsanalífi. Maður nokkur var fáa daga á geðdeild fyrir nokkrum árum. Sjúkdóms- greiningin var „þunglyndi og per- sónuleikatruflanir". En „það setja þeir á alla sem gagnrýna stofnun- ina“, bætti sá við er mér söguna sagði. Og því get ég vel trúað. Þetta eru svoddan vísindamenn. Læknirinn sem þessa greiningu gerði talaði við „sjúklinginn" í hálftíma. Hitt reiknaði hann út „samkvæmt fræðunum". Sögumað- ur minn, sem fræddi mig um þetta um hábjartan dag, var allsgáður geðlæknir. Sagan er skráð í dagbók mína daginn sem hún gerðist. Og er öllum heimilt að lesa hana þar án dómsúrskurðar, ókeypis. Ekki vísindi fyrir fimm aura Sjúkdómsgreining eins og „per- sónuleikatruflanir" er í rauninni miklu harkalegri dómur en þó sjúkl- ingurinn væri beinlínis ekki talinn viti sínu ráðandi. Þrátt fyrir fágað orðbragð merkir þetta tvímælalaust þá skoðun læknisins — því skoðun er það en ekki staðreynd — að umræddur maður sé „skíthæll" eða „vandræðagepill". Þetta er ekki raunvísindalegt mat fyrir fímm aura — jafnvel ekki vísindalegt yfír- leitt. Umsögn af þessu tagi er kannski gerð eftir kokkabók A, ein- hvers skóla sem mótast hefur af sérstöku hugsanakerfí við ákveðnar aðstæður. En svo segir kokkabók B, sem samin er af öðrum skóla er spratt upp af öðru hugsanakerfi við aðrar aðstæður, að skýrgreining kokkabókar A sé tómt rugl. Þetta er huglægt og siðferðislegt mat. MÁLARAFÉLAG REYKJAVÍKUR 60 ARA Til hamingju málararl í dag er afmælisdagur Málarafélags Reykjavíkur. Félagið var stofnað viku seinna en Málarameist- arafélag Reykjavíkur eða þann 4. mars 1928. Við óskum málurum um allt land til hamingju með daginn og þökkum ykkur ánægjulegt samstarf í þróun málaraiðnar á íslandi. Fyrir hönd starfsfólks Málningar hf. Stefán Guðjohnsen framkvæmdastjóri. málninghlf LH cr» r— *o cn o > ru Q. ‘O ru U) c jz 'fU 'D JC Z3 *o (V > cu c c >»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.