Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 41 Forsetaembættið fulltrúi fólksins? eftirSigrúnu Þorsteinsdóttur Við Islendingar búum við það stjórnkerfi að fulltrúar alþingis eru kosnir flokkspólitískum kosningum. Og eins og margir gera sér orðið grein fyrir er alls ekki verið að kjósa fulltrúa fólksins í landinu heldur er þetta barátta um völdin í valdabygg- ingu landsins. Flestir sjá t.d. orðið í gegnum ákvarðanir eins og Ráð- húsbyggingu, Seðlabankabyggingu, ákvörðun um skattabreytingar o.fl. Þarna er aldeilis ekki verið að hugsa um hag almennings heldur þeirra sem græða á framkvæmdunum, verktaka, fjármálastofnana, banka, umboðsaðila og þeirra sem hafa hag af ríkisstofnunum. Meira að segja verkalýðsforystan hefur hvað eftir annað brugðist hinum almenna manni í landinu. Þannig að það er orðið fátt um fína drætti þegar um er að ræða málsvara alþýðu lands- ins. Neitunarvald forsetans Eitt embætti er þó samkvæmt stjórnarskránni vel til þess fallið að sinna mannréttinda- og siðferðis- málum. Það er forsetaembættið. Því samkvæmt stjórnarskránni getur forseti gripið inní þegar of langt er gengið hjá harðsvíruðum stjóm- málamönnum. T.d. getur forseti neitað að skrifa undir lög. Mannréttindabrot Segjum að forseti hefði neitað að skrifa undir lögin um afnám samn- ingsréttar 1983, en þau lög bmtu mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það hefði samkvæmt stjórnarskránni tafið samþykki lag- anna, skapað umræðu í landinu og jafnvel orðið hvati að þjóðarat- kvæðagreiðslu, sem trúlega hefði orðið til þess að þau hefðu verið felld. í raun má segja að forseti ætti ekki að skrifa undir lög sem btjóta mannréttindi eða eru á móti meirihlutavilja þjóðarinnar, eins og t.d. matarskatturinn. Menn mega nefnilega ekki gleyma að matar- skatturinn varð ekki að lögum fyrr en forsetinn var búinn að skrifa undir þau. Þannig það er ekki bara Jón Baldvin sem ber ábyrgð á hon- um. Einnig getur forseti rofið þing og krafist nýrra kosninga. Svona ákvæði virðast sétt í stjórnarskrána til að hægt sé að standa gegn ráðs- mennsku valdhafanna á daglegu lífi fólks. Flokksforingi í fýlu Þó auðvelt sé að finna misbresti á framkvæmd forsetaembættisins, þá gekk þó út yfir allt þegar boðið kom frá Rússum um heimsókn nú fýrir skömmu. I stað þess að leggja þetta fyrir forsetann til úrskurðar fóru flokksforkólfar Sjálfstæðis- flokksins í afbrýðisemiskast út í Steingrím utanríkisráðherra og sáu ofsjónir yfír þeim vinsældum sem hann hefði af sinni alkunnu kænsku og ísmeygilegheitum getað „kríað“ út á það að verða fylgdarmaður Sigrún Þorsteinsdóttir „Því miður hefur umræðan undanfarið um forsetaembættið verið á vitlausu plani eins og oft vill verða. Hún hefur snúist um það hvort forsetinn hefði átt að bjarga ein- hveijum ullarvöru- samningi eða ekki.“ forsetans. Þeir létu sér jafnvel detta í hug að Gorbatsjov myndi ætla að nota hann sem senditík á NATÓ- fund sem halda á skömmu seinna. Auðvitað hefur forsetaembættið aðalleg virkað eins og glæsilegur verslunarfulltrúi, sem gripið er til þegar auglýsa þarf fisk, ullarvörur eða aðrar vörur. Forsetaembættið vilja- laust verkfæri? Það er áreiðanlega tími til kominn fyrir okkur Islendinga að leggja það vel niður fyrir okkur hvernig við viljum að forsetaembættið sé í fram- kvæmd. Viljum við að þetta sé ráð- stefnu- og fundasetjari, veislustjóri og borðaklippir, sem sé sendur eins og viljalaust verkfæri eftir duttlung- um og gróðavon stjómmálamanna og húsbænda þéirra í flokkseigenda- félögunum. Eða viljum við að for- seti landsins komi fram hér á landi sem fulltrúi fólksins og standi vörð um mannréttindi almennings í landinu og sé á hinn bóginn boðberi ábyrgrar friðar- og manngildis- stefnu íslendinga á erlendri grund. Boðberi sem taki ávallt afstöðu með þeim arðrændu og kúguðu í hveiju landi sem hann sækir heim í nafni þjóðarinnar. Friðlýsing íslands Þetta umrædda heimboð hefði verið gott tækifæri til að sækja Rússa heim, ekki bara til að drekka með þeim rússneskt vodka og eta kavíar. Heldur stinga að þeim í leið- inni hvort ekki væri kjörið tækifæri fyrir þá á þessum breytingatímum í þeirra eigin landi að sýna friðar- vilja í verki og undirbúa t.d. niður- rif Berlínarmúrsins eða kalla herinn strax heim frá Afganistan. Eða það sem hefði þó staðið næst okkur ís- lendingum að fá þá til þess að vinna að friðlýsingu íslands með því að kalla burt alla kafbáta þeirra frá ströndum landsins. Fulltrúi fólksins? Í>ví miður hefur umræðan undan- farið um forsetaembættið verið á vitlausu plani eins og oft vill verða. Hún hefur snúist um það hvort for- setinn hefði átt að bjarga einhverj-_ um ullarvörusamningi eða ekki. I stað þess að snúast um aðalatriðið. Það er hvort við viljum hafa rán- dýrt embætti sem einkennist af veisluhöldum og prjáli. Eða fulltrúa fólksins sem alltaf komi fram sem fyrirmynd í siðferðis-, mannrétt- inda- og friðarmálum. Höfundur er í Landsráði Flokks mannsins. Góugleði Kven- félags Frí- kirkjunnar í Reykjavík KVENFÉLAG Fríkirkjunnar í Reykjavík, elsta safnaðarkvenna- félag landsins, stofnað 6. mars 1906, ætlar að efna til skemmti- kvölds í Oddfellowhúsinu við Von- arstræti nk. sunnudagskvöld, 6. mars fyrir safnaðarfólk og gesti. Góugleðin hefst með borðhaldi kl. 19.30. Hjálmfríður Þöll Friðriks- dóttir syngur einsöng með undirleik Friðriks Guðna Þorleifssonar. Síðan verður leikið á harmoniku fyrir dansi. Undanfarin ár hefur kvenfélagið staðið fyrir skemmtikvöldum fyrir safnaðarfólk, sem hafa verið fjöl- sótt. Fríkirkjufólk er hvatt til að fjöl- menna og njóta góðrar skemmtunar á afmælisdegi kvenfélagsins. Að- göngumiðar verða seldir við inn- ganginn. (Fréttatilkynning) Hver er munurinn á þessum máltíðum? Verðmunurinn VERÐLAGSSTOFNUN birti niðurstöður úr nýrri verðlagskönnun 2. mars síðastliðinn. Þar kemur fram ótrúlega mikill verðmunur á milli matvöruverslana. Þessir tveir réttir eru dæmi úr könnun VERÐLAGSSTOFNUNAR. Þegar valið er dýrasta hráefnið í þennan sperðlarétt kostar hann 176 kr. Ef valið er ódýrasta hráefnið kostar hann aftur á móti ekki nema 75 kr. Hér munar 101 kr. eða 135% - það munar um minna. Könnunin náði til fjölmargra verslana um allt land og miðaðist við neyslu fjögurra manna fjölskyldu í þrjá daga, samtals 40 vöruflokka. Einnig er að athyglisvert að þó nokkur verðmunur er á milli hverfa á höfuðborgar- svæðinu, og sýnir það hversu nauðsynlegt það er að hver og einn fylgist með vöruverði í sínu hverfi. Besta tryggingin fyrir lágu vöruverði er hið vakandi auga neytandans. Verum á verði - gerum verðsamanburð. VERUM Á VERÐI VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ -4-- j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.