Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
15
» Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Kristín Hjaltadóttir, Signrbjörg- Óskarsdóttir og Jóhanna Guðmundsdóttir í kaffistofu Arnarvíkur. Jóna
Þorkelsdóttir og Hjördís Ólafsdóttir flúðu myndatökuna.
Ekki hægt annað en að
fella þennan samning
- sögðu verkakonur í Arnarvík
„FISKVINNSLUFÓLK getur
ekki annað fellt þennan samning,
sagði Kristín Hjaltadóttir verka-
kona, ein af fimm verkakonum
hjá Arnarvík í Grindavík, sem
rætt var við á kaffistofu frysti-
hússins í gær.
„Að ætla sér að hækka launin
um 5,1% og fella svo gengið um
6% er fáránlegt. Hver getur lifað
af 32 þúsund krónum. Bónusinn á
ekki að telja með, það er aukavinna
sem við leggjum á okkur til aðv
geta lifað af jaununum okkar. Og
við viljum fá sama skattafslátt og
sjómennirnir. Við hefðum átt að
vera búin að fá hann fyrir áratugum
síðan,“ sagði Hjördís Olafsdóttir. “
„Ofan á annað er svo tekinn
næturvinnutími af þeim sem hafa
mætt klukkan 7 á morgnana til að
flaka fyrir hina sem koma klukkan
8. Samkvæmt samningnum átti nú
að borga tímann frá 7-8 í dag-
vinnu, sagði Kristín. „Og það er
ýmislegt fleira í þessum samningi
sem ekki var hægt að kyngja, sagði
Jóna Þorkelsdóttir. „Vinna í salt-
húsi er skítug og köld vinna. Fata-
peningar eru 186 krónur á viku en
er fatakostnaður er minnsta kosti
500 krónur á viku. Stakkar endast
í 2 mánuði og vettlingar kosta
2-300 krónur og endast í viku.
Fólk gefur stórfé með sér.“
Svo lýstu þeir yfir vilja til að
færa til frídaga," sagði Kristín. „Ef
við höfum unnið helgidaga höfum
við fengið borgað tvöfalt- dag og
næturvinnu- en ég get ekki séð í
yfirlýsingunni með samningunum
að við ættum að fá slíkar greiðslur
áfram ef við vinnum frídaga."
Kristín Hjaltadóttir var kosin í
samninganefnd verkalýðsfélagsu-
ins á félagsfundinum á þriðjudag.
„Mér var nær, það er alltof opin á
mér munnurinn.,“ segir hún. „En
það er svo vonlaust að láta alltaf
einhvem vera að berja á sér. Ein-
hver verður að byija á að rífa kjaft.
Og það verður ekkert mál að standa
í þessu ef við höfum fólkið á bak
við okkur,“ sagði Kristín Hjalta-
dóttir.
„Þetta fólk í samninganefndun-
um er alltof oft verkstjórar og skrif-
stofufólk sem hefur ekki komið inn
í frystihús eða salthús, veit varla
hvað snýr fram og aftur á fiski,“
segir Hjördís. „Alltaf þegar rætt
er um laun fiskvinnslufólk er
einblínt á þennan bónus, sagði Jóna,
„en það eru bara ekki allir með
fullan bónus og það er mjög mikið
fyrir honum haft.“ En þær eru ekki
hrifnar af hópbónus. „Vestfjarða-
kerfið vil ég ekki sjá,“ segir Kristín.
Ég held ég mundi frekar hætta að
vinna. Ég mundi ekki nenna að
vinna í svona kerfi. Halda áfram
að vera í toppbónus og fá kannski
sömu laun og næsta manneskja
þótt hún vinni varla á við 5 ára
krakka." Kristín Hjaltadóttir, Sig-
urbjörg Óskarsdóttir, Jóna Þorkels-
dóttir, Hjördís Ólafsdóttir, Jóhanna
Guðmundsdóttir. Kristín er í samn-
inganefnd, Það er búið að tilkynna
atvinnurekendum að samningurinn
hafi verið felldur og næst er að
boða þá á fund.
Þarf aö stofna Sam-
band fiskvinnslufólks
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Jórunn Stefánsdóttir trúnaðar-
maður i Hópsnesi.
að þessi staða breytist ef samning-
arnir verða felldir víðar,“ sagði Jó-
runn Stefánsdóttir.
Ingibjörg Jóhannesdóttir
Vil ekkert
verkfall
„ÉG VAR á þessum fundi en ég
vildi samþykkja samningana, það
þýðir ekkert fyrir svona litinn
bæ að standa í þessu,“ sagði Ingi-
björg Jóhannesdóttir verkakona
i Hópsnesi í Grindavík.
„Við viljum ekkert verkfall og
við fáum ekkert hærra kaup, þótt
við stöndum ein í einhveiju stappi,
það er alveg öruggt mál. Hins veg-
ar finnst mér að við eigum að vera
sér með okkar samninga, fiskverk-
unarfólk um allt land,“ sagði Ingi-
björg. „Við erum láglaunafólk og
verðum það áfram.“
„ÉG SAMÞYKKTI þessa samn-
inga,“ sagði Jórunn Stefánsdótt-
ir trúnaðarmaður i fiskverkunar-
stöðinni Hópsnesi í Grindavík.
„Ekki vegna þess að samningarn-
ir hafi verið svona góðir, í þeim
sé ég bara einn Ijósan punkt, það
að nú er kominn einn yfirvinnu-
taxti. En ég held að ekki hafi
verið grundvöllur fyrir eitt félag
að standa eitt sér, það er von-
laust.
„Mér hefur alltaf verið ofarlega
í huga að stofnað verði samband
fiskvinnslufólks um allt land. Það
er það eina sem getur leiðrétt kjör
fiskvinnslufólks. Fyrir samninga er
alltaf talað um aumingja fisk-
vinnslufólkið sem alltaf er neðst,
en það er það eftir sem áður. Það
sýnir sig að við eigum ekkert sam-
eiginlegt með Dagsbrúnarmönnum
enda minnir mig að þessi samning-
ur færi þeim um það bil 30% meðan
við fáum 20%. Eg hef ekki trú á
að Guðmundur J. og Þröstur fari
að gera neitt fýrir okkur. Það er
mitt álit á þessu. Það getur verið
Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðheira:
Ríkið dregrir saman
um 15%, en Reykja-
víkurborg eykur
framkvæmdir um 65%
RÍKISSJÓÐUR tekur engin ný
erlend lán og dregur úr fjárfest-
ingum og framkvæmdum um
15% á sama tíma og Reykjavíkur-
borg áformar aukningu fram-
kvæmda milli ára um 65%, sagði
Jón Baldvin Hannibalsson, fjár-
málaráðherra, þegar Morgun-
blaðið leitaði álits hans á gagn-
rýni þeirra Davíðs Oddssonar,
borgarsljóra, og Sigurgeirs Sig-
urðssonar, formanns Sambands
íslenskra sveitarfélaga, á
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
fresta áformum um breytta
verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga til áramóta.
„Viðskiptahallinn stafar ekki af
opinberri lánsfjáröflun, eins og
borgarstjóri talar um, og eigi að
draga úr honum þá tekst það því
aðeins að það takist almenn sam-
staða um að slá á frest íjármagns-
frekum framkvæmdum sem kalla á
mikinn mannafla, og þá sérstaklega
við þá aðila sem nú virðast ætla
að spenna bogann of hátt, og það
eru þá fyrst og fremst atvinnulífið
sjálft og sveitarfélögin,“ sagði Jón
Baldvin.
Fjármálaráðherra sagði efna-
hagsaðgerðir ríkisstjórnari.nnar
miða að þessu markmiði, og af
ummmælum bæði borgarstjórans í
Reykjavík og formanns Sambands
íslenskra sveitarfélaga mætti ráða
að bæði Reykjavíkurborg og sveit-
arfélög almennt muni í kjölfarið
þurfa að draga eitthvað úr fjárfest-
ingaráformum.
„Það er á misskilningi byggt að
engin tengsl séu á milli verkaskipt-
ingarmálsins og aukinna framlaga
í Jöfnunarsjóð," sagði Jón Baldvin.
„Þegar leitað var samkomulags um
málið var ljóst að ríkið var reiðu-
búið að greiða fyrir framgangi
málsins og minnka skerðingu Jöfn-
unarsjóðs í tveimur áföngum, enda
yrði verkaskiptingarmálið fram-
kvæmt í tveimur áföngum. Nú þeg-
ar sýnt er að málið nær ekki fram
að ganga á Alþingi að sinni, og
framkvæmd verkaskiptingarmáls-
" ins er frestað, þá er málið tekið upp
í heild sinni. Margir hafa mótmælt
framgangi málsins með þeim fals-
rökum að með því sé ekki verið að
styrkja fjárhag sveitarfélaga. Nú,
þegar málið strandar á andstöðu
innan þings, þá rjúka menn til og
mótmæla því á þeim forsendum að
sveitarfélögin tapi íjármunum af
því að málið nær ekki fram að
ganga. Þetta tvennt fær ekki stað-
ist.“
Jón Baldvin sagði það misskiln-
ing hjá borgarstjóra að ríkið ræki
sína starfsemi og framkvæmdir á
lánum. Ríkissjóður sem slíkur tæki
engin ný erlend lán á árinu og ríkið
og ríkisstofnanir hefðu dregið úr
lánaumsvifum sínum sem svaraði
þremur og hálfum milljarði.
Stærstu þættir viðskiptahallans'
væru halli á vaxtajöfnuði upp á 6,3
milljarða króna - sem væri afléiðing
af afleitum syndum fyrri ríkis-
stjóma - og eftirsókn eftir erlendu
lánsíjármagni frá atvinnulífinu.
„Sjálfum þykir mér mjög miður
að verkaskiptingarmálinu skuli
skotið á frest,“ sagði Jón Baldvin.
„Ég var einn helsti baráttumaður
fyrir því máli í ríkisstjórn og Al-
þingi. Við stóðum hins vegar
frammi fyrir því að vegna andstöðu
einstakra þingmanna stjórnarliða,
aðallega úr Framsóknarflokknum,
var málið strandað. Ríkisstjórnin
hefur hins vegar alls ekki fallið frá
þessu máli. Þetta er meiri háttar
umbótamál og það er geymt en
ekki gleymt.“
Landssamband iðnaðarmanna:
Efnahagsráðstafan-
imar taka ekki tillit til
hagsmuna iðnaðarins
STJORN Landssambands iðn-
aðarmanna hefur samþykkt
ályktun um nýgerðar efna-
hagsráðstafanir ríkisstjórnar-
innar, þar sem segir m.a. að
aðgerðimar einskorðist að
langmestu leyti við hagsmuni
sjávarútvegs, en nær ekkert
tillit tekið til versnandi sam-
keppnisstöðu iðnaðarins. „í
reynd er með þessum aðgerð-
um verið að hverfa mörg ár
aftur í tímann og tekinn upp
vísir að því tvöfalda gjaldeyris-
kerfi sem nefnt var „bátagjald-
eyrir““, segir í ályktuninni.
Landssamband iðnaðarmanna
vekur athygli á því að efnahags-
þróun undanfarinna mánaða hafi
ekki einungis bitnað á hag fisk-
vinnslunnar, heldur hafí hafi sam-
keppnisstaða iðnaðarins versnað
stórlega, bæði í útflutningi og á
innlendum markaði. Framleiðslu-
verðmæti í íslenskum iðnaði séu
meiri en samanlögð framleiðslu-
verðmæti fiskveiða og fiskiðnaðar,
og geti samkeppnisstaða iðnaðar-
ins því varla talist aukaatriði er
efnahagsráðstafanir eru gerðar.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar ein-
skorðast þó að langmestu ieyti við
hagsmuni sjávarútvegs, segir í
ályktuninni, og eru nefnd atriði
eins og stórfelld aukning á endur-
greiðslu uppsafnaðs söluskatts í
sjávarútvegi og bætt kjör á hag-
stæðum rekstrarlánum fiskvinnsl-
unnar í erlendri mynt. Hins vegar
bitni tvöföldun skatts á erlendar
lántökur og takmarkanir á þeim
einkum á öðrum atvinnugreinum
en sjávarútvegi.
Því er mótmælt að „í aðgerðun-
um skuli fyrst og fremst felast
sértækar ráðstafanir í þágu sjáv-
arútvegs og hagsmunir iðnaðarins
að engu hafðir,“ og segir að að-
gerðirnar hafi í for með sér óeðli-
lega röskun á starfsskilyrðum at-
vinnuveganna innbyrðis. „Aðgerð-
irnar munu vissulega ná að bæta
talsvert hag fískvinnslunnar. Hins
vegar munu þær lítil sem engin
áhrif hafa til að draga úr ört vax-
andi viðskiptahalla, bæði vegna
þess að lítið er gert til að draga
úr mikilli innflutningseftirspum
og sérstaklega vegTia þess að ekk-
ert er gert til þess að bæta versn-
andi samkeppnisaðstöðu iðnaðar.“