Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLABIÐ. PÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 jtjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Ég á fimm ára gamla dóttur. Hún er kraftmikil og erfið í umgengni. Daglega fallast okkur heimilisfólkinu hendur og við erum allt að því að gef- ast upp á henni. Hún er frekar neikvaeð og mér finnst stund- um að það sé okkur að kenna vegna skorts á þolinmæði. Stundum held ég að annað hvort fari ekki vel fyrir henni eða að það verði eitthvað mik- ið úr henni. Umrædd dóttir er 3. f röðinni af 4 stystkinum. Ég óska þess oft að hún væri elst, þvf hún vill öllu stjóma og öllu ráða, enda hörkudug- leg. Síðastliðið sumar var hún komin út kl. 7 á morgnana með plastpoka til að hreinsa lóðimar í kring eins og krakk- amir í unglingavinnunni. Gam- an væri að fá ráðleggingar hjá þér. Hún er fædd í Reykjavík, 5.8. 1983 kl.l0.29.“ Svar Ég þakka fyrir skemmtilegt bréf og það að þinn fæðing- artimi skyldi fylgja með. Dótt- ir þín hefur Sól í Ljóni, Tungl í Tvíbura á Miðhimni, Merkúr, Venus og Rísandi í Meyju og Mars i Krabba. Krefjandi Ljón Ijón geta oft verið krefjandi og ekki sist sem böm. Að upp- lagi er Ljónið ráðríkt merki sem krefst athygli. >að þarf þvi oft að snúast í kringum litla Ljónið. Segja má að þetta sé innbyggt og komi alltaf til með að fylgja Ljóninu en í flestum tilvikum eldast verstu hnökramir af. Ljónið skilur með auknum þroska að allt getur ekki snúist í kringum það. ÞarfhrósogJjör Það að dóttir þín er neikvæð má að hluta til rekja til Meyjar- innar, en hún á oft til að vera gagnrýnin út af smáatriðum. Að hluta til getur skýringin síðan legið í þvi að hún fær kannski ekki nógu mikið hrós (Ljón þurfa meira en aðrir á jákvæðri uppörvun að halda.) Einnig getur Ljón-Tvíburi orð- ið óánægt ef ekki er nógu mikið fjör. Fjölbreytileiki Tvíburaþátturinn vísar til þess að dóttir þín sé félagslynd og fbrvitin. Eg tel að nauðsynlegt sé að skapa henni fjölbreytileg viðfangscfni til að koma í veg fyrir leiða. Hún þarf fijálst umhverfi og þarf að geta hreyft sig. Hún þolir aga ekki alltof vel. Velgefin Það er ekkert ( korti hennar sem bendir til erfiðleika. Þvert á móti tel ég hana að flestu leyti vel gerða, greinda og hæfa. Hún er drífandi, hefur mikið hugmyndaflug, en er samt sem áður jarðbundin og hagsýn. Kröfur Kort þitt beindir til að þu sért m.a. kröfuhörð, hafir sterka ábyrgðarkennd og eigir til að vera stif. Það er einnig athygl- isvert að sólin þín er nákvæm- lega beint á móti sól hennar. Það táknar að tveir þijóskir vi(jar rekast saman. ÞolinmœÓi Ég trúi þvf vel að dóttir þín rverið erfið og þreytandi. tcl hins vegar að hún sc skynsöm og vel gerð. Þú ættir því ekki að hafa alltof miklar áhyggjur af henni, ættir að varast að vera of alvörugefin, kröfúhörð og stíf við hana. Ég tel að eftir því sem hún eldist verði auðveldara að lynda við hana, sérstaklega ef þú talar við hana, höfðar til skynsemi hennar og reynir að komast að samkomulagi við hana. Hún verður alltaf ráðrík og gagn- rýnin, en cf henni er sýnd vin- samleg festa, hlýja og skyn- semi ( bland við hróe ætti vel að ganga. GARPUR 1 t-EXÍUþEQAH U/&HEbJTUM HONUM ÚT\ S'DHSr. H4FÞU EKK/ MHySGM^ BEj/H/SOÓS/ \ WE>ERU/H'A GRETTIR DÝRAGLENS FERDINAND SMÁPÓI K Stíllinn er of fábrotinn hjá þér... Þú átt að nota skrautleg orð eins og „óafvitandi". Að öllum óafvitandi var myrkur og stormur þetta kvöid. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Margir nota dobl á þremur gröndum „upp úr þurru" sem beiðni til makkers um að spila út í sínum styttri hálit. Þeir sem vilja helst vera lausir við tauga- strekkjandi bið eftir að útspilinu kjósa einfaldari regiur, nefnilega þá að dobl biðji um spaða út. En austur í spili dagsins var í fyrmefnda flokknum og uppskar ríkulega fyrir framsýni sína: Suður gefur; allir á hættu: Norður ♦ D105 VD87 ♦ ÁK76 ♦ KD5 Vestur Austur ♦ 962 ♦ KG8 ♦ 63 II ♦ ÁKG1095 ♦ G842 ♦ 95 ♦ 6432 ♦ G7 Suður ♦ Á743 ♦ 42 ♦ D103 ♦ Á1098 Vestur Norður Austur Suður — — — Pass Pass 1 lauf Pass! 1 grand Pass Pass 3 grönd Pass Dobl Pass Með tilliti til þess að makker var passaður og að opnun norð- urs lofaði sterkum spilum, ákvað austur að liggja í leyni með hjartalitinn. Það reyndist vel heppnað þegar andstáeðingamir geystust í þíjú grönd, og ekki var verra að hafa sagnvenju í vopnabúrinu til að vísa makker á rétta útspilið. Líklega hefði vestur fundið hjartaútspilið hjálparlaust, en AV hefðu þá aðeins uppskorið 200 í staðinn fyrir 500 í dobluðu spilj. Á hinu borðinu ströglaði aust- ur á hjarta yfir laufopnun norð- urs og þurfti síðan að spila sjálf- ur út gegn þremur gröndum. f örvæntingu tók hann ÁK í hjarta, svo sagnhafi fékk níu slagi átakalaust. J—/esiö af meginþorra þjóoarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er22480 IHorgtstiblafrfö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.