Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 44
 4T Utiflísar Karsnesbraut 106. Simi 46044 Góöar stundir meö MS sam- lokum-hvar oghvenær sem er. Mjólkursamsalan Minninff: Valgerður Einarsdóttir frá Kalmanstungu Fædd 30. nóvember 1901 Dáin 27. febrúar 1988 Merkiskonan Valgerður Einars- dóttir, fyrrum húsfreyja í Kal- manstungu og hjúkrunarkona, er látin. Við, sem vorum fædd og upp- alin á næsta bæ við hana, nutum á heimili Valgerðar og Stefáns svo ótalmargra ánægjustunda sem aldrei féll skuggi á. Rausn, gest- risni og glaðværð réð þar ríkjum. Valgerður var fædd á Hálsi í Fnjóskadal 30. nóvember 1901. Foreldrar hennar voru presthjónin þar, séra Einar Pálsson og Jóhanna Eggertsdóttir Briem. Séra Einar fékk Reykholtsprestakall árið 1908 og var þar til 1930. Hann og hans stóra og trygglynda íjölskylda naut óskiptra vinsælda sóknarbarna og hefur sú vinátta við fjölskylduna aldrei rofnað. Valgerður eignaðist vinkonu á Signýjarstöðum, Ástríði Jóseps- dóttur, jafnöldru sína. Má með sanni segja að þær báru af öðru fólki að dugnaði og áræði. Þær fóru ríðandi kringum landið að skemmta sér. Þær drifu sig til Skotlands að læra hjúkrun og útskrifuðust þaðan en fóru til Ameríku til að læra meir og auka sér víðsýni. Komu þær vinkonur heim 1930, hámenntaðar og reyndar í sinni grein. Valgerður giftist þá Stefáni bónda Ólafssyni í Kalmanstungu, ungum og glæsi- legum og þar bjuggu þau í 30 ár. Þau ár sem við vorum að alast upp á Húsafelli bjuggu þau rausnarbúi í Kalmanstungu. Þau eignuðust 3 mannvænleg böm; Ólaf, sem er lög- fræðingur, Kalman, bónda í Kal- manstungu, og Jóhönnu, búsetta í Ameríku. Þegar Stefán var farinn að heilsu flytja þau hjónin til Reykjavíkur, en Kalman tók við búi með ágætri konu, Bryndísi Jónsdóttur, sem reyndist verðugur arftaki Valgerð- ar. Hann vann á Alþingi nokkur ár, en hún tók upp þráðinn sem frá var horfíð og fór að hjúkra á hjúkr- unardeildinni á Hrafnistu. Gat hún sér jafngóðan orðstír þar sem ann- ars staðar, manngæska, stjómsemi og framúrskarandi fagþekking fór þar saman. Stefán er látinn fyrir mörgum árum. Síðustu árin var heilsan farin að bila en atorkan var óbilandi. Nú í síðustu veikindum hennar voru bömin hennar öll og bamabömin henni til gleði. Hjónin í Kalmanstungu, Stefán og Valgerður, voru fólk sem gátu Fædd 25. september 1915 Dáin 25. febrúar 1988 í dag verður jarðsungin frá Dómkirkjunni Jóhanna Ólafsdóttir til heimilis að Hólmgarði 41. For- eldrar hennar voru Elín Jónsdóttir og Ólafur Eyvindsson. Jóhanna fæddist í Reykjavík, næstelst 8 systkina. Gunnar sá elsti dó 18 ára. Hin eftirlifandi eru: Fríða, Kristín, Jón, Eyvindur, Sigríður og Hallveig. Öll eru þau búsett í Reykjavík. Jóhanna sleit bamsskónum í Vesturbænum, nánar tiltekið á Bræðraborgarstígnum, þar sem hún fæddist. En á þeim tíma voru götumar færri og túnin stærri en nú, og mikið frelsi til leikja. Síðar fluttist fjölskyldan í Landsbank- ann, í hjarta bæjarins, en Ólafur sá um húsvarðarstörf í bankanum. Á efstu hæðinni þar bjuggu þau fyrst en síðar í svonefndum Ing- ólfshvol, er varð nú heimili Qöl- veitt öðrum ánægjustundir sem aldrei gleymast. Heimili þeirra bar vott um að þar var fólk sem hafði kynnst hinni stóru veröld. Þar var fínt inni, þar var leikið á hljóðfæri og sungið, þangað var gaman að koma. Þar voru líka trygglyndir vinir. Við vottum fjölskyldunni samúð okkar að leiðarlokum þessarar ágætu konu. Ástríður Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson. Þeim fækkar óðum samferða- mönnunum sem áttu sín bestu ár á fyrrihluta þessarar aldar. Nú hefur Valgerður Einarsdóttir kvatt þetta líf. Hún andaðist á Landakotsspít- ala að kveldi 27. febrúar sl. eftir skamma sjúkralegu. Valgerður var fædd 30. nóvem- ber 1901. Hún var dóttir Einars Pálssonar prests, sem síðast þjónaði að Reykholti í Borgarfírði og kónu hans, Jóhönnu Eggertsdóttur Briem. Ekki er það ætlun mín að rekja ættir eða æviferil Valgerðar, til þess eru aðrir mér færari, en mig langar að minnast í örfáum orðum áranna sem við áttum saman heima í Kalmanstungu. Valgerður giftist Stefáni Ólafs- syni, föðurbróður mínum, árið 1930 og sama ár hófu þau búskap í Kal- manstungu í Borgarfírði ásamt for- eldrum mínum. Kalmanstunga er víðlend fjalla- jörð umkringd jöklum og fallvötn- um. Búseta á slíkum stað kallar á dug og bjartsýni búendanna en jafn- framt eykur slíkt umhverfi sjálfs- bjargarviðleitni og sjálfstæði þeirra sem við það búa. Valgerður hafði þessa eiginleika í ríkum mæli. Hún tók miklu ástfóstri við staðinn. Hafði hún þó víða dvalið og starfað við hjúkrun erlendis um árabil. Eg hygg þó að Kalmanstungan hafí verið hennar kærasti dvalarstaður. Að mörgu þurfti að hyggja í búskapnum og dró húsfreyjan hvergi af sér við störfín úti sem inni. Börn þeirra Stefáns urðu þijú, Ólafur, Kalman og Jóhanna. Vitan- lega urðu þau leikfélagar okkar systranna á hinum bænum og tengdust þá þau vináttubönd sem ekki bila þótt fjarlægðir hafí skilið okkur sum að í áraraðir. Margar ferðirnar trítlaði ég upp á loft til að hitta krakkana Kalman og Nönnu og margvíslegir voru þeir leikir sem við fundum upp á. Vafa- skyldunnar næstu árin. Á þessu fjölmenna heimili var oft líf og fjör og margt að starfa og ekki fór hjá því að elsta dóttirin tæki mikinn þátt í heimilisstörfum. En æskuárin voru ljúf í minni, og sérstaklega á seinni árum minnt- ist hún þessara stunda og hafði frá mörgu að segja um lífið í borg- inni á þessum árum. Jóhanna gekk í Kvennaskólann og varð henni það drjúgt vega- nesti. Fór hún svo til Danmerkur þar sem hún dvaldi um tíma hjá þarlendri fjölskyldu. Er heim kom hóf hún störf á Morgunblaðinu þar sem hún vann í nokkur ár. Á þessum tíma var starfsaðstaða ólík því sem nú er, en oft var glatt á hjalla og kunni hún margar sög- ur af samstarfsfólki og eftirminni- legum persónum bæjarins á þess- um tíma. 18. júlí 1940 giftist Jóhanna Kristjáni Halldórssyni frá Pat- reksfírði, en hann hafði stundað laust hefur hávaðinn stundum keyrt úr hófí fram en húsfreyjan amaðist sjaldan við galsanum í okkur. Hún hafði lag á að beina huganum að öðru en ærslum og hafði meðfædda hæfileika til að miðla öðrum af reynslu sinni og hugsunum. Á heimili Stefáns og Valgerðar var oft mannmargt því margir áttu og eiga enn leið fram að Kálmans- tungu, fjölskylda, vinir og ferða- langar. Áuk þess áttu mörg borgar- böm þar kærkomið athvarf á sumr- in. Oft var því glatt á hjalla í bæn- um og ekki spillti fyrir þegar Stefán frændi minn settist við píanóið og gestimir tóku lagið. Þá var Stefán í essinu sínu. Eitt er það sem allt lifandi á sameiginlegt en það er vissan um að deyja einhvern tímann. Þó kem- ur dauðinn oft óvænt og í opna skjöldu. Við verðum stundum að kveðja þá sem em okkur kærir allt- of fljótt en þó megum við ekki verða bitur eða vonsvikin en leiða heldur hugann að því sem okkur hefur hlotnast í lífínu og læra að njóta þess góða. Þjóðskáldið Einar Benediktsson orðar þessa hugsun snilldarlega í einum sálma sinna. Hvað bindur vom hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka, oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum þó dauðinn oss megi ei saka. Með þessum orðum þjóðskáldsins vil ég ljúka þessari hugleiðingu. Eg og §ölskylda mín vottum Valgerði Einarsdóttur virðingu og þökk fyrir samfylgdina og biðjum bömum hennar og öðru vensiafólki blessun- ar guðs. Ólöf Kristófersdóttir Nú er hún Valgerður amma lát- in. Á þeirri stundu er margs að nám í Kennaraskólanum. Fluttust þau vestur á Patreksfjörð og síðar á Bíldudal. Starfaði Kristján við kennslu og sjómennsku. Var með- al annars á togurum, sem sigldu stundum erlendis á stríðsárunum, veður oft válynd og stíðsógnir yfirvofandi, svo oft hefur bið þeirra sem heima voru, verið löng. En Jóhanna átti við heilsuleysi að stríða á þessum árum og nægi- leg læknisþjónusta ekki fyrir hendi, svo úr varð að fjölskyldan minnast og margt er að þakka. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að búa heima hjá ömmu í fímm vetur þeg- ar ég var í menntaskóla og að byija í Háskólanum. Á þeim tíma kynnt- ist maður vel þessari óvenjulegu konu. Það voru margar frásagnim- ar, sem hún sagði frá um gamla daga sem maður mun aldrei gleyma. En amma hafði líka lífsreglur sem fólk nú til dags hefur ekki kynnst. Þetta voru lífsreglur þeirrar kynslóðar sem braust fram úr fátækt fyrri alda, til þeirrar vel- megunar sem nú ríkir. í þessum lífsreglum fólst að gera kröfur til sjálfs sín, frekar en annarra. Ótak- mörkuð iðjusemi, þar sem ekki þótti hægt að láta eina stund ónotaða til einhverra verka. Þannig mátti amma beijast áfram framan af ævinni en þegar lífsbaráttan léttist var þó ekki slegið slöku við. Því kynntist ég vel þegar ég bjó heima hjá henni á Laugarásveginum. Hún fór til vinnu sinnar á Hrafnistu á hveijum degi þar til hún varð átt- ræð og mér er enn minnisstætt þegar hún gekk um dyr snemma á morgnana á leið til vinnu sinnar. Ævi ömmu var í mörgu óvenju- leg. Hún ólst upp sem prestsdóttir, lengst af í Reykholti í Borgarfírði. Eftir tvítugt fer hún, ásamt vinkonu sinni, Ástríði Jósepsdóttur, til Skot- lands að læra hjúkrunarfræði. Þar luku þær báðar prófí og unnu með skóla ásamt því að ferðast um Evr- ópu. Mér er minnisstætt þegar amma sagði frá þessum ferðalögum um Þýskaland og Alpana stuttu eftir fyrra stríð. Á árunum 1925 til 1930 vann amma sem hjúkrunarkona á nokkr- um stöðum í Bandaríkjunum og í Kanada. Árið 1930 er hún svo kom- in heim og giftist þá afa, Stefáni Ólafssyni frá Kalmanstungu. Þar bjuggu þau síðan í 30 ár. Það hefði mátt ætla að þá væri starfsævinni að mestu lokið en svo var þó ekki. Eftir að búskap lauk hóf hún störf sem hjúkrunarkona á Hrafnistu í Reykjavík, lengst af sem yfírdeildarhjúkrunarkona. Á Hrafn- istu starfaði hún í tuttugu ár eða þar til hún var orðin áttatíu ára gömul. Það sýnir kannski best þann kraft sem hún bjó yfír. Valgerður amma var ákveðin kona sem lét engan ganga á sinn hlut ef því var að skipta. Hún var með eindæmum hégómalaus og óhrædd við að segja fólki sínar skoðanir. Ég held að þetta séu þættir sem hafi einkennt systkinin frá Reykholti, verið hluti af þeirra uppeldi. Ég veit að amma óttaðist ekki dauðann og að hún vildi ekki þurfa að liggja lengi og bíða hans. Það varð heldur ekki því eftir aðeins um tveggja vikna sjúkrahúsvist var hún látin. Fram til þess tíma hafði hún oftast verið vel hraust og alltaf fluttist til Reykjavíkur 1949, þar sem þau bjuggu æ síðan, fyrst á Njálsgötunni og síðar á Laufás- vegi 36. Kristján hóf kennslu við Miðbæjarskólann en var síðan fastráðinn við Melaskólann, þar sem hann starfaði til dánardags 5. júlí 1976. Ég kom fyrst á heimili þeirra 1975, er ég kynntist yngri dóttur þeirra hjóna. Heimilið var auðugt, ekki á veraldarvísu, en ríkt af því sem máli skiptir. Gestkvæmt var oft og þau hjón gestrisin og kunnu þá list að láta gestum sínum líða vel og fínna sig velkomna. Þau hjón höfðu ríka samúð með þeim, er stóðu höllum fæti í lífinu og gerðu það sem þau gátu fyrir það fólk. Eina lífsreglu höfðu þau að leið- arljósi, þá „að skulda engum neitt og vera helst aflögufær". Þau voru af þeirri kynslóð sem ólst upp við það að skömm væri að skulda og sækja til annarra og lögðu metnað sinn í að þurfa þess ekki. Jóhanna vann að húsmóður- störfum og barnauppeldi mestan part ævi sinnar. í mörg ár sá hún um kaffi og húsvarðarstarf hjá Verslunarráði íslands. En heima Jóhanna Ólafs- dóttir - Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.