Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
23
Nokkrar athugasemdir
við nýju umferðarlögin
eftirJóhann
Þórðarson
Þann 1. mars 1988 taka gildi ný
umferðarlög, sem eru nr. 50/1987,
þau koma í stað eldri umferðarlaga
nr. 4/1968 auk breytinga, sem gerð-
ar hafa verið á þeim.
Lög þessi bera nokkuð merki þess
að hér er verið að breyta lögunum
breytinganna vegna, enda efni þeirra
að meginhluta til hið sama og þeirra,
sem nú eiga að falla úr gildi. Niður-
röðun efnis er þó verulega breytt
og skilgreining hugtaka í sumum
tilvikum önnur.
Það eru einkum tvö atriði lag-
anna, sem ég get á engan hátt sætt
mig við og af þeim sökum vil ég
færa hér rök fyrir þessari skoðun
minni.
Nýju umferðarlögin kveða á um
að ekki sé ætlast til að lögregla sé
kvödd á staðinn, þegar umferðar-
óhapp verður, nema í þeim tilvikum,
þegar menn hafa látist eða slasast
og þegar tjón hefur orðið á eignum
af völdum ökutækis og tjónþoli er
ekki viðstaddur, t.d. ekið á mann-
lausa bifreið, grindverk, girðingu og
þess háttar.
Skv. eldri lögunum var ætlast til
að lögregla væri kvödd á áreksturs-
stað, tæki lauslega skýrslu af öku-
mönnum og eftir atvikum fleirum,
gerði nákvæmar mælingar, staðsetti
viðkomandi bifreiðir á uppdrætti, svo
og afstöðu árekstursstaðar til gatna-
móta, kyrrstæðar bifreiðir, umferð-
armerki o.fl. þannig að hagsmunaað-
ilar, þ.e. ökumenn og tryggingafé-
lög, auk lögreglu hefðu sem traust-
ast sönnunargagn í höndum, gert
af vönum og hlutlausum aðilum til
að auðvelda þeim sem um málið áttu
að fjalla að kveða upp réttlátan dóm
eða úrskurð um það hvor árekstrar-
aðilanna væri { sök eða þá hvort
skipta ætti sök.
Með nýju lögunum hefur verið
horfið frá þessari reglu og hefur
okkur bifreiðaeigendum verið að
berast eyðublað, sem við eigum að
geyma í bifreiðum okkar og útfylla
það að mestu á árekstursstað og
skila því síðan útfylltu til viðkom-
andi tryggingafélaga. Hér er sem
sagt ökumönnum gert að skyldu að
framkvæma þann hlut sem þaulvan-
ir lögreglumenn gerðu áður. Þeir
eiga að skýra frá tildrögum óhapps-
ins með því að krossa í ákveðna
reiti á eyðublaðinu. Síðan eiga þeir
að rissa upp afstöðumynd af vett-
vangi á lítinn reit á eyðublaðinu,
setja þar m.a. inn staðsetningu öku-
tækja við áreksturinn, tilgreina um-
ferðarmerki o.fl. o.fl. Vegna þessa
er hveijum ökumanni nauðsynlegt
að hafa í bifreið sinni einhveija
mælistiku auk tilheyrandi skriffæra.
Þar sem hér er verið að semja
ákveðið sönnunargagn, sem eftir
atvikum þarf að nota fyrir dómstól-
um, er nauðsynlegt að nákvæmlega
sé unnið og rétt mælt, hér geta senti-
metrar skipt máli. Mjög mikilvægt
er því að uppdrátturinn sé réttur.
Heyrst hefur frá þeim sem um þessi
mál hafa ijallað að ekki sé erfiðara
að útfylla þessa skýrslu heldur en
skattskýrsluna og að allir þekki á
tommustokk. Það kann að vera og
nokkuð ljóst að sumir ökumenn geta
leyst þetta af hendi, en þó dreg ég
Jóhann Þórðarsori
í efa að slíkt plagg verði hlutlaust
og hætt við að annar aðilinn sýni
hinum yfirburði, þeim veikari í óhag
og til tjóns.
Ég vil benda á það að þegar öku-
menn lenda í umferðaróhappi þó lítið
sé, þá fara velflestir úr jafnvægi,
þeir verða fyrir sálrænu áfalli og eru
því á engan hátt færir um að gera
nákvæmar mælingar. Hugsanlega
gætu þá einhveijir sett krossinn í
rangan reit og þannig'sett sig í sök
sem þeir áttu ekki. Það er regin-
munur á því hvað einstaklingurinn
er færari um að sitja í rólegheitum
heima hjá sér og semja sína skatt-
skýrslu án nokkurra utanaðkomandi
truflana eða standa úti á miðri um-
ferðargötu og semja skýrslu um sitt
eigið umferðarslys og gera nákvæm-
ar mælingar og uppdrátt af vett-
vangi, þarna skilur verulega á milli
í gerð þessara tveggja skýrslna. Ég
óttast það og mjög að ef t.d. hógvær
og hlédrægur maður lendir í árekstri
á ökutæki sínu við annan ökumann,
sem telur sig vita allt um akstur og
reglur í því sambandi og er jafn-
framt fær í gerð uppdrátta og að
gera mælingar af vettvangi, gæti
hann látið þann hlédræga skrifa
undir hluti, sem væru rangir. Hætt
er því við að hér sé verið að innleiða
það að hnefarétturinn skuli ráða og
að hinn minni máttar verði undir í
baráttunni. Það ber því að líta á það
mjög alvarlegum augum, ef löggjaf-
inn er hér að setja reglu, sem mun
í sumum tilfellum fara eftir lögmáli
frumskógarins.
Það skiptir ökumann mjög miklu
máli hvort hann er talinn hafa verið
í rétti eða órétti, þegar árekstur
verður. Ég bendi t.d. á þann bónus
sem hann missir, ef hann dæmist í
órétti, auk þess sem hann þarf þá
að standa undir öllu því tjóni sem
hann hefur orðið fyrir, t.d. skemmd-
um á bifreið sinni. Nú, ég bendi á
ákv. 52. gr. nýju umferðarlaganna,
þ.e. ákvæði, sem fjallar um ökufer-
ilsskrá, en í hana mun eiga að skrá
þau umferðaróhöpp, sem viðkom-
andi dæmist hafa borið ábyrgð á.
Það er talað um óverulegt eigna-
tjón í sumum árekstrum, sem skipti
mjög litlu máli og að ástæðulaust
sé að kalla til lögreglu og láta hana
vera að snúast í kringum slíkt. Ég
bendi á að í tilvikum sem þessum
er orðið óvérulegt eignatjón afstætt,
það sem er verulegt tjón fyrir þann
efnalitla kann að vera og er óveru-
legt fyrir þann efnamikla.
Ég vil því árétta það að ég tel
að koma lögreglu á árekstrarstaði
hafi haft mjög mikið gildi og skapað
það réttaröryggi, sem við þurfum á
að halda í þessum efnum og ég tel
að borgararnir eigi rétt á því. Það
gildiir okkur einu hvað ítalir eða
aðrar erlendar þjóðir viðhafa í þess-
um efnum. Við hljótum að hafa þá
greind að geta tekið ákvarðanir án
þess að apa eftir úreltu og óhæfu
fyrirkomulagi erlendra þjóða.
Hitt atriðið sem ég ætla að fjalla
um hér er það að með nýju lögunum
er fellt niður ákv. 1. mgr. 73. gr.
eldri laganna, sem fjallar um það
að sá sem ber fébótaábyrgð á tjóni
skuli greiða vátryggingarfélagi
hluta af því fé sem það hefur greitt
vegna hans. Þetta hefur þau áhrif
að nú þarf að hækka tryggingarið-
gjöld af bifreiðum mjög verulega.
Hér er verið að hækka tryggingarið-
gjöldin á þeim sem ekið hafa tjón-
laust, en í raun lækka á þeim sem
hafa valdið tjóni. Finnst mönnum
þetta virkilega réttlátt? Er hér verið
að verðlauna þá sem valda slysum,
en refsa þeim sem komist hafa hjá
því að valda slysum með varkárni
sinni. Taktu eftir þessu lesandi góð-
ur. Stuðlar þetta að „Fararheill til
framtíðar"?
Fram hefur komið að 80% öku-
manna njóta 50% afsláttar af ið-
gjöldum vegna þess að þeir hafa
komist í gegnum umferðina án þess
að valda slysum eða tjóni á eignum
þannig að stærsti hluti ökumanna
eru góðir ökumenn og engir gapuxar
í umferðinni, en þannig virðist oft
vera litið á ökumenn í heild.
Ég held því að farsælast væri og
mest fyrirbyggjandi til að komast
hjá hinum hörmulegu slysum að líta
betur eftir þessum 20% ökumanna,
sem sannanlega hafa brotið um-
ferðarlögin á sl. árurrt og orðið þann-
ig valdir að ýmsum slysum. Einn
veigamesta þáttinn í þessu eftirliti
tel ég vera þann, að lögreglan haldi
áfram að koma á árekstrar- eða slys-
staði og kanni af eigin raun tildrög
óhappsins og ástand ökumanna.
Við megum ekki sleppa öryggisat-
riði, sem við höfum haft þó annað
sé tekið upp, með því móti kunnum
við að sitja í sama farinu.
Reykjavík, 28. febr. 1988.
Höfundur er starfandi lögfræð-
ingur í Reybjavík.
u 0-mFEGURÐ0m —
Litir og ilmur
Snyrtivörulína frá
IILSANDER
Arsins stærsta ^snyrtivörukynnmg
Kynntar veröa nýjungar á snyrtivörumarkaðnum.
Snyrtifræðingar kynna og leiðbeina.
Einstakt tækifæri
Nýjustu litirnir frá
w
Kynntur verður nýjasti ilmurinn frá ROCHAS,
BYZANCE
M-í Kremlína frá JEAN DAVEZE Nýjustu litirnir frá Helena Rubinstein REVLDN Snyrtifræðingur á staðnum.
Dömu og herrailmurinn frá Snyrtivörulína frá BOOTS K |Qi~7 TED LAPIDUS IN/ MAVALA Naglavörur Allt fyrir þreytta fætur
RéCltal hárlitir.
Snyrtir á staðnum. ™formance
Háreyðingarkrem V/IDAL SASSOON
og vaxtæki. Vörur 0g nýtt naglatæki á markaðnum.
LESLEY, naglaþjalir. Nýtt merki. catzy.
| hárvörur.
W
shampoo.
AUK ÞESS FJOLDI TILBOÐA A OÐRUM SNYRTIVORUM
m. a. mörgum sjampótegundum og sápum.
í DAG KL. 14 - 20
yHIKLIG4RDUR
MARKAÐUR VIÐSUND