Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
SAMNINGARNIR FELLDIR I GRINDAVIK OG GARÐI
í KJÖLFAR þess að samningar VSÍ og VMS og VMSÍ voru
felldir í atkvæðgreiðslum á fundum verkalýðsfélaganna í
Grindavík og Garði, voru formenn félaganna tveggja tekn-
ir tali, sem og nokkrir félagsmenn. Allt á verkafólkið það
sameiginlegt að starfa að fiskvinnslu og hafa tekið þátt í
atkvæðagreiðslum um samningana. I ummælum allra má
greina ákveðnar skoðanir á samningunum og verkalýðs-
hreyfingunni og þá einkum stöðu fiskvinnslufólks innan
hennar.
Líkur á sam-
ráði þeirra sem
fella samningmn
- segir Jón Hjálmarsson formaður Verka-
lýðs- og sjómannafélags Gerðahrepps
Morgunblaðið/Kr. Ben.
Fiskvinnslufólk er
algjörlega skilið eftir
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Anna Hulda Júlíusdóttir, Rut Eygló Arnardóttir og Sigríður Bachmann Andradóttir verkakonur í frysti-
húsi Garðskaga í Garðinum.
ÞETTA eru of lélegar launa-
hækkanir, þetta er ekki neitt,“
sagði Guðjón Arngrímsson
verkamaður hjá Garðskaga í
Garðinum. Hann er í samninga-
nefnd Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Gerðahrepps. „40 þúsund
krónur í grunnlaun ætti að vera
lágmark."
„VIÐ hinkrum meðan við erum
að sjá hvað gerist annars stað-
ar á landinu ,“ sagði Jón Hjálm-
arsson formaður Verkalýðs- og
sjómannafélags Gerðahrepps.
„Eg reikna með því að við reyn-
um fyrir okkur með viðræður
hérna heima fyrir en það fer
að sjálfsögðu eftir því hvernig
þetta fer annars staðar á
landinu. Það eru líkur á því að
þar sem þetta verður fellt hói
menn sig saman. Það er ljóst
að þetta þolir ekki langa bið
en það verður ekki mikið um
aðgerðir fram að helginni,"
sagði Jón.
„Eg lagði samninginn fyrir hlut-
laust enda var ljóst að hann þótti
ekki góður. Prósentuhækkanirnar
eru litlar og starfsaldurshækkan-
irnar alls ekki nægar. Það fer fyr-
ir bijóstið á fólki hvernig starfsald-
urshækkanirnar eru útfærðar, að
það þurfí að hafa unnið hjá sama
vinnuveitanda í 12 ár til að fá þá
hækkun. Fólk sem hefur 12 ára
starfsaldur og flyst á milli, kannski
þegar fyrirtæki eru lögð niður eða
sameinuð, fer niður í sjö ára tax-
tann. Það nær ekki nokkurri átt.
Svo fer það fyrir bijóstið á mönn-
um, þótt enginn sé að fárast yfir
launum byggingaverkamanna, að
16-17 ára unglingar í bygginga-
vinnu hafi hærri laun en fólk eftir
7 ára starf í fískvinnu," sagði Jón
Hjálmarsson. „Nú efnahagsráð-
stafanimar bættu ekki stöðuna.
Morgunblaðið/Ámi Saeberg
Jón Hjálmarsson formadur
Verkalýðs- og sjómannafélags
Gerðahrepps.
Hækkun á öllum martvörum,
gengisfelling, hækkun á bílatrygg-
ingum, allt á undanförnum vikum,
þetta lagðist illa í fólkið“.
„Ég held að þessir samningar
hafi endanlega gert það ljóst að
það er orðið nauðsynlegt að stofna
Landssamband fiskvinnslufólks,
við eigum ekki orðið samleið með
öðrum í þessu, við erum komin
það langt á eftir,“ sagði Jón
Hjálmarsson að lokum.
Atkvæðagreiðslan í Grindavík var skrifleg og sést á myndinni hvar unnið er að talningu atkvæða.
Verkalýðsfélag Grindavíkur:
Þriðjungur félagsmamm tók
þátt í atkvæðagreiðslunni
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Benóný Benediktsson formaður
Verkalýðsfélags Grindavíkur
komist nema með einhveijum hörð-
um aðgerðum. Það verður svo að
koma í ljós. Stjórn og trúnaðarráð
hefur verkfallsheimild og getur boð-
að verkfall með viku fyrirvara en
að svo komnu máli hefur ekki verið
tekin ákvörðun um hvort henni
verður beitt, það er frumskilyrði að
viðræður heíjist. En það kæmi mér
ekki á óvart að fleiri félög, þar sem
fískvinnslufólk er í meirihluta, fylgi
í kjölfarið og felli samningana.
Raddir um sérstakt samband fisk-
vinnslufólks hafa verið háværar
undanfarið og sú hugmynd verður
rædd til hlítar á fundi VMSÍ í vor,
sagði Benóný Benediktsson.
Geng^isf ellingin hleypti
illu blóði í fólk
„Ég get ekki annað en sagt allt
gott um þá menn sem standa í þess-
ari baráttu, Þröstur Ólafsson og
Guðmundur J., hafa til dæmis báð-
ir mikla reynslu og vit á þessum
málum og ég tel víst að þeir hafi
gert sitt besta til að ná öllu því
fram sem unnt var og mælti með
samningnum í trausti þess. En það
má segja að ekki hafi verið óeðli-
jegt að þessi samningur hafi verið
felldur, þegar búið er að taka það
til baka með einu pennastriki sem
um hafði samist eftir langa og
stranga fundi. Gengið hefur verið
fellt um 5%. Búvöruverð er að
hækka. I dag erum við að fá hing-
að rukkanir um 60% eða jafnvel enn
meiri hækkun bílatrygginga . Við
þessi skilyrði er ekki við því að
búast að fagnaðarlæti bijótist út
yfir þessum samningi. Það var
greinilegt á fundinum að þessi
gengisfelling hleypti mjög illu blóði
í fólk, það má segja að hún hafi
riðið baggamuninn. Ég held að sú
tíð sé liðin að fólk geri sér þetta
að góðu,“ sagði Benóný.
„NÆST á dagskrá er tala við
atvinnurekendur og taka upp
samningaviðræður," sagði Ben-
óný Benediktsson formaður
Verkalýðsfélags Grindavíkur,
sem felldi nýgerða kjarasamn-
inga VSÍ, VMSI og VSS á félags-
fundi á þriðjudag með 42 at-
kvæðum gegn 37. Fjögur atkvæði
voru auð. „Þessi fundur var sá
fjölmcnnasti sem ég man eftir í
þessu félagi, um það bil þriðjung-
ur félagsmanna var mættur.
„Það er orðið mjög langt síðan
samið hefur verið hér utan heildar-
samninga. Við hljótum að byggja í
megindráttum á þeirri kröfugerð
sem Verkamannasambandið lagði
fram á sínum tíma og reynum að
fá eitthvað meira útúr því en þessi
samningur bauð upp á,“ sagði Ben-
óný.
„Ég lagði samninginn fram og
mælti með því að hann yrði sam-
þykktur. Eftir því sem búið var að
kynna þetta fyrir okkur, formönn-
um verkalýðsfélaga á Suðurnesjum,
var talið víst að ekki yrði lengra
Þetta er engin hækkun
„VIÐ erum allar með 172 krónur
á tímann í grunnlaun, það er
miðað við 3 ára starfsaldur. Nýi
samningurinn hefði gefið 181 á
tímann í grunnlaun. Það er engin
hækkun,“ sögðu þær Anna Hulda
Júlíusdóttir, Rut Eygló Arnar-
dóttir, Sigríður Bachmann
Andradóttir, sem vinna í frysti-
húsi Garðskaga í Garði og
greiddu atkvæði gegn kjara-
samningunum.
„Við erum búnar að vinna hér í
5 ár og erum með lægra kaup en
16 ára strákar sem eru að byr]a í
byggingavinnu," sögðu þær. „Mér
finnst lágmark að maður hafí 10
þúsund á viku í grunnlaun fyrir
utan bónus, sagði Sigríður og hinar
sögðust vera sammála því.
„Fiskvinnslufólkið er algjörlega
skilið útundan. Maður sem er búinn
að vera 5-7 ár í fiski fær það sama
og 17 ára ófaglærður strákur sem
er að byija í byggingavinnu," sagði
Guðjón. „Ég geri alveg eins ráð
fyrir því að það þurfi að fara í verk-
fall og mér heyrist á fólki að það
styðji það almennt að samningurinn
var felldur þótt svo að fundurinn
hafi verið frekar fámennur.
Morgunblaðifl/Ámi Sæberg
Guðjón Arngrímsson.