Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 58
5&.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD
Auðvelt
hjá Fram
nyrðra
Framarar höfðu með sér tvö
dýrmæt stig í farteskinu frá
Akureyri í gærkvöldi eftir að hafa
rúllað Þórsurum upp í 1. deildinni.
Fram þurfti ekki að
hafa mikið fyrir
sigrinum í gær-
kvöldi. Leikmenn
liðsins sýndu oft
mjög skemmtilegan handbolta og
léku vörn Þórs sundur og saman á
köflum. Gerðu nokkur „sirkus-
mörk“.
Þeir komust strax í upphafi sjö
mörkum fram úr heimamönnum og
var þá strax sýnt hvoru megin úr-
slitin yrðu, þó svo Framarar gerðu
oft klaufalega mistök. Birgir Sig-
urðsson var mjög dijúgur á línunni
hjá Fram og Jens Einarsson var
geysigóður í markinu. Hann varði
18 skot, þar af 15 í fyrri hálfleik.
\9wt£á var einn margra leikja í vetur
sem Þórsarar vilja sennilegast
gleyma. Menn höfðu á orði í gær-
kvöldi að verra hefði það ekki sést
í 1. deild á Akureyri. Sókn liðsins
var mjög bitlaus og slök og vörnin
þaðan af verri. Ahugaleysi var
greinilega mikið hjá Þórsurum og
þurfa þeir ekki að búast við að ná
í stig ef slíkt upp á teningnum.
Þór-Fram
20 : 35
íþróttahöllin á Akureyri, íslandsmótið
í handknattleik 1. deild, fímmtudaginn
3. mars 1988.
Gangur leiksins: 0:2, 2:4, 2:9, 5:13,
7:14, 8:16, 11:19, 13:21, 14:24, 16:29,
18:35, 20:35.
Mörk Þórs: Sigurpáll Ámi Aðalsteins-
son 8/4, Erlendur Hermannsson 3,
Jóhann Samúelsson 2, Gunnar M.
Gunnarsson 2, Sigurður Pálsson 1,
Hörður Sigurharðarson 1, Kristján
Kristjánsson 1, Ingólfur Samúelsson 1
og Sævar Ámason 1.
Varin skot: Axel Stefánsson 8, Her-
mann Karlsson 6.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Fram: Birgir Sigurðsson 12,
Atli Hilmarsson 9, Hannes Leifsson
6/4, Sigurður Rúnarsson 2, Egill Jó-
hannesson 2, Júlíus Gunnarsson 2,
Ragnar Hilmarsson 1 og Hermann
- öjömsson 1.
Varin skot: Jens Einarsson 18/2, Guð-
mundur A. Jónasson 3.
Utan vallar: 4 mínútur.
Áhorfendur: 153.
Dómarar: Kristján Sveinsson og
Magnús Pálsson og dæmdu þeir vel.
Reynir
Etríksson
skrífar
Staðaní l.deild
Þór - Fram 20 : 35
Birgir Sigurðsson lék vel með Fram sem endranær í vetur. Hann skoraði
tólf mörk í gærkvöldi.
HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS
Lelkir U J T Mörk u J T Mörk Mörk Stig
FH 15 6 2 0 230: 175 6 1 0 193: 153 423 328 27
Valur 14 6 1 0 157: 115 4 3 0 148: 117 305: 232 24
Vikingur 14 4 0 3 172: 155 5 0 2 184: 161 356: 316 18
UBK 14 5 0 2 153: 150 3 1 3 151: 158 304: 308 17
Stjarnan 15 2 1 4 162: 183 5 1 2 188: 182 350: 365 16
KR 14 3 1 3 164: 160 3 0 4 140: 154 304: 314 13
Fram 15 3 1 3 160: 167 2 0 6 191: 202 351: 369 11
KA 15 2 3 2 148: 147 1 1 6 161: 186 309: 333 10
ÍR 15 3 0 5 175: 187 1 2 4 146: 169 321: 356 10
Þór 15 0 0 8 151: 201 0 0 7 138: 190 289: 391 0
Héðinn og Sigurður
markahæstir í deildinni
"Tiafa báðir gert 84 mörk en Sigurður hefur spilað ein-
um leikfærra. ÞrírFH-ingarítoppbaráttunni
Sigurður Gunnarsson úr Víkingi
og Héðinn Gilsson úr FH eru
markahæstir í 1. deildinni í hand-
knattleik eftir leikina í gær. Báðir
hafa þeir skorað 84 mörk, en Sig-
urður hefur skorað 20 af þessum
mörkum úr vítaköstum, en Heðinn
ekkert.
Méðinn hefur leikið einum leik
fleira en Sigurður. Það er
hinsvegar athyglivert að FH-ingar
eiga 3 af 12 efstu mönnum á listan-
um, samtals 235 mörk og aðeins
13 úr vítaköstum.
FH-ingar eiga flesta af þeim 16
leikmönnum sem skorað hafa fleiri
en 60 mörk. Fjögur lið eiga tvo
igjkrnenn á þessum lista, Víkingur,
VaTur, KR og Stjaman.
Morgunblaðið/Bjarni
Eftirtaldir leikmenn hafa skorað yfir
16 mörk í 1. deildinni I vetur:
Sigurður Gunnarsson, Víkingi........84/20
Héðinn Gilsson, FH..............,.....84
Þorgils Óttar Mathiesen, FH............83
Hans Guðmundsson, UBK...............79/21
Stefán Kristjánsson, KR.............78/26
Sigurpáll Aðalsteinsson, Þór........78/37
ValdimarGrímsson, Val................74/5
Gylfi Birgisson, Stjömunni...........74/7
Birgir Sigurðsson, Fram................72
Konráð Olavson, KR..................72/16
Erlingur Kristjánsson, KA...........71/20
Skúli Gunnsteinsson, Stjörnunni........69
Guðjón Ámason, FH...................68/13
Júlíus Jónasson, Val................67/26
Ólafur Gylfason, ÍR.................67/19
Bjarki Sigurðsson, Víkingi.............61
HéAlnn Qllsson er markahæsti
leikmaður 1. deildarinnar í handknatt-
leik ásamt Sigurði Gunnarssyni.
Sigurður Gunnarsson, lands-
liðsmaður úr Víkingi, er
ekki í dónalegum félagsskap í
þeim tíu manna hópi sem hand-
knattleiksnefnd Alþjóðasam-
bands íþróttafréttamanna
(AIPS) hefur til-
nefnt vegna vænt-
anlegs kjörs íþrótta-
fréttamanna hvað-
anæva úr heiminum
á besta handknatt-
leiksmanni ársins
1987, og greint var
frá frá í Morgun-
blaðinu í gær.
Til upprifjunar ætla
ég að telja upp hina
níu: þar er að finna
stórskytturnar Ves-
elin Vujovic frá
Júgóslavíu, Alex-
ander Tutschkin
Sovétríkjunum,
Martin Schwalb
Vestur-Þýskalandi,
Frank Wahl Aust-
ur-Þýskalandi, Juan
Munoz Melo Spáni,
Jae-Won Kang Suð-
ur-Kóreu og
Finnann Mikael Ka-
ellmann, sem hefur
leikið mjög vel með
vestur-þýska félag-
inu Wallau Massen-
heim ( vetur. Þá er
í hópnum einn markvörður,
Svíinn Mats Olsson — sem ís-
lendingar muna eflaust vel eftir
fyrir frábæra frammistöðu á
heimsbikarkeppninni í janúar —
og homamaðurinn Eugenio Ser-
rano frá Spáni.
í nefndinni, sem útnefndi ofan-
talda leikmenn, eru menn sem
fylgjast grannt með hveiju ein-
asta stórmóti í íþróttinni sem
fram fer, og hafa gert mörg
undanfarin ár, og menn sem
einnig þekkja deildarkeppni
flestra landa út og inn. Það
kemur alls ekki á óvart að ís-
lendingur skuli vera á þessum
iista en það er ákaflega
skemmtilegt að það skuli vera
leikmaður sem nú leikur hér
heima. Sigurður hefur oft staðið
sig frábærlega í keppni erlendis
— hann fór á kostum á Ólympíu-
síðan utan þar sem hann lék
með Bayer Leverkusen í Vest-
ur-Þýskalandi, kom síðan heim
til Víkings í eitt ár á ný. Eftir
Ólympíuleikana 1984 fékk hann
tilboð frá spánska félaginu Tres
Sigurður ásamt sænska markverðinum
Claes Hellgren eftir leikinn um 5. sætið á
HM í Sviss. Þeir léku saman með Tres de
Mayo á Spáni.
de Mayo, sem hann tók, og lék
þar í þijú keppnistímabil, þar
til hann sneri til Víkings á ný
síðastliðið sumar. Sigurður stóð
sig mjög vel á Spáni og skoraði
alls rúmlega 400 mörk í deildar-
keppninni fyrir lið sitt.
Það er ljóst að mikil breidd er
í íslenskum handknattleik. ís-
lendingar vita það, en þetta val
undirstrikar það enn frekar.
Morgunblaðið birti fyrr í vetur
frétt þess efnis að Jae-Won
Kang, leikmaðurinn frábæri frá
Suður-Kóreu, hefði sagt í blaða-
viðtali að Kristján Arason væri
að sínu mati besti handknatt-
leiksmaður heims í dag. Þá var
Þorgils Óttar Mathiesen valinn
í sjö manna úrvalslið heims-
bikarkeppninnar í Svíþjóð í jan-
úar, Einar Þorvarðarson hefur
um tíma verið einn af bestu
SIGURDUR
Sigurður Gurmarsson í góðum hópi meðal þeirra bestu
Enn einu sinni geta íslenskir handboltaunnendur giaðst
Val Siguiðar staðfestir hve breiddin er mikil hjá íslendingum
Tveir góðlr
Sigurður Gunnarsson sendir hér knöttinn á félaga sinn i landsliðinu,
Þorgils Óttar Mathiesen, sem einnig hlotnaöist mikill heiður nýlega.
Var valinn í úrvalslið heimsbikarkeppninnar í Svíþjóð í vetur.
leikunum í Los Angeles 1984
og einnig má nefna Eystrasalt-
skeppnina 1986 og heimsmeist-
arakeppnina í Sviss sama ár.
Sigurður varð einmitt marka-
hæsti leikmaður íslenska liðsins
á HM í Sviss og einnig á heims-
bikarkeppninni í Svíþjóð í janúar
síðastliðnum. Þá má ekki
gleyma þeirri staðreynd að Sig-
urður lék um tíma á Spáni —
þar á meðal á síðasta keppn-
istímabili — og stóð sig mjög
vel. Sigurður er mjög reyndur
leikmaður, en hann verður 29
ára í haust. Hann varð snemma
áberandi með Víkingum og héit
markvörðum heims og Alfreð
Gíslason og Guðmundur Guð-
mundsson eru örugglega með
þeim bestu í heiminum í sínum
stöðum. Fieiri mætti teija en
þess gerist ekki þörf. En það
er ástæða til að óska Sigurði
Gunnarssyni til hamingju. Vaiið
er mikil viðurkenning honum til
handa og undirstrikar auk þess
enn einu sinni styrk og breidd
íslensks handknattleiks. íslensk-
ir handknattleiksunnendur hafa
því nú, sem oftar, ástæðu til að
gleðjast.
Skapti
Hallgrímsson