Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 38
'38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
Hófiaus bílainnflutningur
' * eftir Guðjón F.
Teitsson
Sviptingar eru nú miklar í efna-
hagsmálum hér á landi. Greiðslu-
halli ríkissjóðs er sagður hafa orðið
2.700 millj. kr. á síðastliðnu ári og
viðskiptahalli þjóðarbús gagnvart
útlöndum nálægt 7.000 millj. kr.,
en stefni í 10.000 millj. kr. við-
skiptahalla á þessu ári.
Þetta virðist samt ekki stafa af
slæmu árferði til lands eða sjávar
né beinlínis versnandi viðskiptakjör-
~*ríim gagnvart öðrum þjóðum. Vand-
inn virðist heimatilbúinn. Ogætilega
hafí verið stjómað og fámenn þjóð
í harðbýlu landi lifað um efni fram.
Margt blasir við í þessu sam-
bandi, en hér skal aðallega rætt
um hinn hóflausa innflutning bíla,
eftir að verðtollur á þeim var lækk-
aður úr 70% í 10% hinn 1. marz
1986 og varð t.d. í ýmsum tilvikum
lítið meira en þriðjungur tilsvarandi
tolls í Noregi, svo að nýir bílar þar
í landi, ásamt hærri álagningu, sem
sögð er tíðkast, urðu í mörgum til-
vikum um það bil 50% dýrari en
hér. — Nú hafa Norðmenn verið
lengur vel efnum búnir en íslend-
__ ingar og fleiri stoðir renna undir
efnahag þeirra en okkar, svo að
sþyija má hvorir hagi sér viturlegar
í umræddu bílamáli. Einnig má
spyrja hvort eðlilegt sé, að Islend-
ingar, með fátækt skammt undan
í fortíðinni, skuli nú miðað við íbúa-
tölu flagga í öðru sæti meðal þjóða
heims um bílaeign.
Fylgir hér með samkv. upplýsing-
um frá Hagstofu Islands skýrsla
um bílainnflutninginn 1987 ásamt
helztu varahlutum og benzíni:
Stykkja Cif-verð
tala í millj. kr.
Alm. bifreiðir 49 106,3
Aðrar fólksbifr. 18.813 4.097.3
Bifr. með alhjóladr. 4.439 1.316.3
Sendibifreiðir 447 160.9
Vörubifreiðir 242 274.1
Bifr. til sérst. þarfa 187 180.6
Samtals 24.177 6.135.5
Ýmsir varahlutir 939.3 422.4
Nýrir hjólbarðar 1.562.7 252.0
Notaðir hjólbarðar 1.342.7 47.5
Benzín, að mestu fyrir bíla, en sumir
nota þó gasolíu, sem ekki er
hér skilgreind 118.511.4 828.8
Samtals 122.356.1 7.686.2
Þá fylgir hér með til hliðsjónar
yfírlit um heildartölu innfluttra bif-
reiða og cif-verð þeirra á árunum
1980-1987, og ' má af því ráða
þvílík sprenging varð á þessu sviði
við áðurgreindato'lbreytingu 1986.
Stykkja- Cif-vero
tala bifr. í millj kr.
1980 8.713 199.3
1981 10.128 388.3
1982 10.254 590.3
1983 5.696 653.6
1984 8.391 1.181.7
1985 6.899 1.251.9
1986 15.690 3.354.4
1987 24.177 6.135.5
90,948 13,755,0
Ljóst er, að hin mikla aukning á
innflutningi bifreiða á síðastliðnum
2 árum er bein afleiðing-af opin-
berum stjómaraðgerðum, sem eiga
ekki lítinn þátt í núverandi spennu
á vinnumarkaði og óhagstæðum
verzlunarjöfnuði. Bílaeign í þeim
mæli, að um það bil einn bíll sé að
meðaltali á hveija 2 íbúa landsins,
að meðtöldum bömum og óökufæru
fólki (Bandaríkin ein með hlutfallsl.
meiri bílaeign), felur í sér mikla
fjárfestingu og rekstrarkostnað,
sem hlýtur að hafa áhrif á álmenn
launakjör, svo að viðsjárvert reyn-
ist, ekki aðeins í útflutningsverzlun-
inni heldur einnig í þjónustukostn-
aði hér á landi samanborið við það,
sem tíðkast erlendis.
Altalað er, að hin umrædda sér-
stæða lækkun aðflutningsgjalda
fyrir bíla hafi verið þáttur í svo
nefndri „þjóðarsátt" um kaup og
kjör á almennum vinnumarkaði. En
ólíklegt er, að tillaga um þetta hafi
komið frá hinum fjölmennu stéttum
láglaunafólks, sem almennt á þann
mestan fjárfestingarvanda um
ævina að eignast íbúðarhúsnæði. —
Sýnist því líklegast, að tillaga og
ákvörðun um nefnda lækkun að-
flutningsgjalda, sem vissulega fól í
sér áhrifamikla stjómun, hafi verið
nokkurs konar „mörsiður“, sem
ríkisstjórnin á sínum tíma hafi kast-
að út af lftilli fyrirhyggju.
Afleiðingamar hafa orðið þær,
að allar fyrirframgerðar áætlanir
um götur og aðstöðu fyrir slíkan
ijölda ökutækja, sem orðinn er,
hafa farið úr böndum. Skúra og
jafnvel stæði vantar fyrir bílana við
heimili eigenda svo ekki sé nú talað
um stæði í grennd við vinnustaði,
verzlanir og samkomuhús, þar sem
bílstjórar sveima með tímatapi og
áhættu í leit að stæðum og leggja
svo oft bílunum á ólöglegan hátt
og við áhættusöm skilyrði.
Verður mér hugsað til þess, er
ég fer um íbúðarhúsagötur, þar sem
bílar standa í þéttum röðum við
gangstéttir eða sumpart upp á
þeim, beggja megin hjá hveiju húsi,
að þama er um að ræða gífurlega
íjárfestingu, sem yfirleitt VQrður
algerlega ónýr á 10—15 árum, og
væri þjóðhagslega að verulegu leyti
betur komin í arðbærum atvinnu-
rekstri eða fbúðarhúsnæði, sem
endist mörgum sinnum Iengur og
Guðjón F. Teitsson
„Enginn vafi er á því,
að bein nýting og gagn-
semi verulegs hluta af
einkabílum er tiltölu-
lega lítil, og svo er um
minn eigin bíl með um
það bil 5.000 km akstri
á ári.“
ber ekki með sér neinn sambærileg-
an rekstrarkostnað.
í þessu sambandi kemur mér í
hug, að 37 ára gömul íbúð mín var
samkvæmt skattmati fyrir 1987,
án breytinga, hækkuð að verðgildi
frá 1986 um hátt í milljón kr., sam-
svarandi 29,7%, sem vissulega felur
í sér athyglisverða en lítið lofsverða
stjómarfarslega þróun.
Enginn vafi er á því, að bein
nýting og gagnsemi verulegs hluta
af einkabílum er tiltölulega lítil, og
svo er um minn eigin bíl með um
það bil 5.000 km akstri á ári. Virð-
ist því fullkomlega réttmætt, að
stjómvöld hafí verulegan hemil á
þessu sviði, og sé fremur miðað við
allháan beinan innflutningstoll fyrir
bílana sjálfa en slíka tollálagningu
á fylgjandi rekstrarvömr, þar eð
hið síðar nefnda bitnar auðvitað
mest á þeim, sem mest nota tækin
og hafa væntanlega brýnasta þörf
fyrir þau.
Sérstæður vandi er það í sam-
bandi við bílamálin, að skráð em
orðin hátt í tvö þúsund ökutæki úti
í Heimaey (Vestmannaeyjum), og
er sótt fast að fá nýtt feijuskip, í
stað þess sem nú er 12 ára, en tal-
ið er að skiptin muni kosta nál. 600
millj. kr., og verði rekstrarhalli mið-
að við ríkjandi ástand raunvemlega
varla undir 100 millj. kr. á ári, sem
skattborgurum landsins sé ætlað
að greiða.
Nú um skeið er ýmsum mönnum
hér á landi tamt að tala um mark-
aðsþróun, og telja hinn skefjalausa
bílainnflutning heyra undir hana.
Verið sé að metta bílamarkaðinn
og brátt muni æskilegu jafnvægi
verða náð. En væri ekki rétt að
gera hliðstæðar tilraunir með tóbak
og áfengi? Afnema að mestu inn-
flutningstollinn og leita að mettun
og jafnvægi? Eða leita mettunar
barna og unglinga til sælgætisáts?
Oscar Wilde sagði: Sumir em
vitrir og sumir em öðmvísi.
Höfundur er fyrrverandi forstjóri
Skipaútgerðar ríkisins.
Waldheim, Yeager
hershöfðingi og
Olvir barnakarl
eftir Skúla Br.
Steinþórsson
Oft hefír verið ástæða til að dást
að Bandaríkjamönnum, en upp á
—síðkastið virðast þeir eitthvað hafa
tapað áttum. Einhvers konar
hræsni virðist ráða gerðum þeirra
í ýmsum málum. Þeir vilja banna
íslendingum að veiða og éta hvali
á sama tíma og þeir drepa sjálfír
ógrynni hvala á ári hveiju. Þeir
drepa óbreytta borgara í Líbýu og
segjast vera að refsa fyrir hryðju-
verk, sem virðast svo tengjast Sýr-
landi en ekki Líbýu, og hvað sem
því líður þá er viðkunnanlegra að
þeir sem vilja vera til fyrirmyndar
noti aðrar aðferðir en hryðjuverka-
menn. Waldheim Austurríkisforseta
meina þeir landvist, að því er virð-
ist fyrir að hafa stundað útreiðar
með SA-reiðklúbbi, eða hafa ef til
Vill vitað um hryðjuverk, sem hafí
verið framin af herdeild hans á
stríðsárunum.
í því sambandi langar mig til að
vitna í sjálfsævisögu Yeagers, fyrr-
verandi hershöfðingja í bandaríska
flughemum. Það er sá hinn sami
sem fyrstur flaug með meira en
hljóðhraða árið 1947 og er fyrir-
myndin að hetjunni í kvikmyndinni
„The Right Stuff‘, greinilega kjark-
maður, sem þorir að segja sannleik-
ann. Frásögn Yeagers er eitthvað
á þessa leið: „Grimmdarverk
-(hryðjuverk) voru framinraf báðum
stríðsaðilum. Þá um haustið fékk
orrustuflugsveitin okkar fyrirskip-
un frá áttunda flughemum um að
gera okkar ýtrasta. Okkur var út-
hlutað fimmtíu fermflna svæði inni
í Þýskalandi og okkur skipað að
skjóta á allt sem hreyfðist með hin-
um 75 Mustang-orrustuflugvélum
“»kkar. Tilgangurinn var að draga
kjark úr hinum þýsku íbúum. Eng-
inn bað um okkar álit á því hvort
við værum í rauninni að draga kjark
úr þeim sem eftir lifðu eða ef til
vill að reita þá til reiði þannig að
þeir gerðu sitt ýtrasta til að styðja
stríðsrekstur nasista. Við vorum
ekki spurðir að því hvernig okkur
líkaði að skjóta fólk. Þetta var aum-
leg og skítleg árásarferð, en við
hófum allir flugtak á réttum tíma
og hlýddum. Ef einhveijum hefði
dottið í hug að neita að taka þátt
í þessu (enginn neitaði eftir því sem
ég man) hafði sá hinn sami senni-
lega verið sendur fyrir herrétt. Ég
man að ég sat við hliðina á Boch-
kay þegar verið var að gefa upplýs-
ingar um árásina og ég hvíslaði að
honum, ef við ætlum að standa í
svona nokkru þá er eins gott fyrir
okkur að vera þeim megin sem sig-
urvegaramir verða. Þetta er skoðun
mín enn í dag,“ mælti Yeager.
Vonandi myndu Islendingar ekki
Skúli Br. Steinþórsson
leiðast út í grimmdarverk við svip-
aðar aðstæður, en allmjög dregur
þó úr þeirri von við lestur Sturlungu
og af einhveiju tilefni gáfu forfeður
okkar Ölvi víkingi Einarssyni við-
umefnið bamakarl.
Vonandi ná Bandaríkjamenn átt-
um fljótt og vel og verða sjálfum
sér samkvæmir.
Höfundur er flugstjóri hjá Ftug-
leiðum.
Rannsóknastofnun vitundarinnar:
Námsstefna um
ginsengjurtina
Rannsóknastofnun vitundar-
innar, næringardeild, efnir til
námsstefnu um ginsengjurtina
laugardaginn 5. mars nk. Verður
námsstefnan haldin í stofu 301 í
Arnagarði, Háskóla Islands, kl. 9
til 12.30.
Á námsstefnunni verða lögð fram
gögn frá kóresku ríkisrannsókna-
stofununinni (Ginseng Research
Institute) og skýrsla frá vestur-
þýsku neytendasamtökunum “Stift-
ung Warentest" um gæðamat á
markaðssettu ginseng, eins og seg-
ir í fréttatilkynningu frá Rann-
sóknastofnun vitundarinnar.
Vilhjálmur Skúlason prófessor
frá Háskóla íslands, Wolter frá
Gintex Evrópu, Oddur C.S. Thorar-
ensen lyfjafræðingur og fulltrúar
innflytjenda ginseng til Islands
mæta og ræða um heilsuvemdar-
áhrif og lækningagildi jurtarinnar.
Bjór fyrir börnin?
eftirHalldór
Arnason
Þingmenn munu innan skamms
greiða atkvæði um bjórinn. í mál-
flutningi þingmanna sem hafa
mælt með bjórnum hefur sú skoðun
komið fram að börnum og ungling-
um væri hollara að drekka bjór en
sterk vín og er þá gjaman vitnað
í drukkna unglinga í miðbæ
Reykjavíkur um helgar, en sú sjón
er, eins og flestir vita, einungis
bamaleikur á við drykkjukúnstir
hinna fullorðnu þó þau sýningar-
atriði séu ekki færð upp á opnum
torgum.
Mikil er umhyggjan og háleit eru
markmiðin sem felast í þessari
skoðun þingmanna. Er ekki líklegra
að fyrirmynd hinna fullorðnu hafí
meiri áhrif en tilkoma bjórsins á
það hvort böm og unglingar drekki
sterk vín eða ekki. Miklu alvarlegri
er þó sá uppgjafartónn og andlegur
doði sem í þessari skoðun fellst og
vantrú á viljastyrk og lífskrafti
hinnar ungu kynslóðar.
Vita menn ekki að áfengi hefur
verri áhrif á líffæri bama og ungl-
inga en hinna fullorðnu, að ungling-
um er hættara við að ánetjast
áfengi því fyrr sem þau hefja neyslu
þess og að áfengi er undanfari
neyslu á sterkari vímuefnum.
Hafí þingmenn í raun áhyggjur
af áfengisneyslu bama og unglinga
þá ættu önnur markmið og háleit-
ari að sæma þeim betur. Sem dæmi
um raunhæft markmið til að keppa
að má nefna „Vímulaus grunn-
skóli". Flestir geta fallist á að
áfengisneysla unglinga 15 ára og
yngri skaði líkamlegan og andlegan
INNLENT
Halldór Árnason
„Bjórínn mun aldrei
verða börnum og ungl-
ingnm til framdráttar
og frumvarp um að
leyfa sölu á bjór er al-
varleg tímaskekkja sem
æ fleirum er að verða
ljós.“
þroskaferil þeirra. Meiru máli skiþt-
ir að hvert það ár sem unglingur
dregur að hefja sína neysiu dregur
úr líkunum að hann á síðari tímum
ánetjist vímuefni. „Vímulaus
grunnskóli" er raunhæft markmið
ef til kemur stuðningur og hvatning
frá foreldrum og samfélaginu. Það
eru hins vegar verulegar líkur á að
flæði bjórinn inn í landið þá muni
markmið „Vímulaus grunnskóli“
drukkna í því flóði.
Bjórinn mun aldrei verða bömum
og unglingum til framdráttar og
frumvarp um að leyfa sölu á bjór
er alvarleg tímaskekkja sem æ fleir-
um er að verða ljós.
Höfundur er hagfræðingur.