Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 47 Hér skortir framtíðarsýn eftirJóhönnu Guðmundsdóttur Hvílík smekkleysa og ósvinna í vinnubrögðum borgarstjóra að bjóða út byggingu ráðhúss fyrir Reykjavík úti í Reykjavíkurtjöm við öll þau mótmæli og ósátt sem þessi ráðagerð hans hefír mætt, samtím- is því sem hann gengst undir að kynna hugmyndir sínar betur. Það lýsir því einna best hve erfítt honum er að kyngja þeim bita að þurfa að kynna almenningi til hlítar þess- ar fáránlegu hugmyndir um ráðhús á þessum stað. þvinga átti málið í gegn án þess að menn almennt átt- uðu sig á hvað hafði gerzt. Allt átti að vera klappað og klárt og verkið þegar hafíð! Drifið var í því að rífa gamalt hús og saga niður gamlat tré sem sjaldgæft er að sjá hér um slóðir, þ.e. hegg sem skrýdd- ist hvítum hangandi blómaskúfum í maí/júní — og braut þar með lög — allt til þess að sýna framkvæmda- semina og hafa roð við er upp hæfust óánægjuraddir hins þögula meirihluta. Eitthvað er þessi fram- kvæmdasemi einstök og eitthvað meira en lítið er bogið við alla und- angengna málsmeðferð þessarar ráðhúsbyggingar Davíðs úti í Reylqavíkurtiöm. Hér eru engin algeng vinnubrögð, því marga þarf að hundsa og lítilsvirða. Mér fínnst það skrítið fólk sem lætur sannfæra sig um að þetta sé gott málefni, staður og málsmeðferð sem hæfí. 011 vinnubrögð hins vegar við að- draganda og framvindu mála varð- andi þessa fyrirhuguðu byggingu bera vott um grófa valdníðslu, ófyr- irleitni, hroka og tillitsleysi við vilja borgaranna, sem allflestir eru á móti byggingu á þessum viðkvæma stað. Nú þegar er þröngt á þessum fagra stað, og ekki verður minna kúldrið þegar búið er að troða þess- ari braggalaga byggingu fyrir framan Oddfellowhúsið. Nei, þessi bryggjulega verbúð getur ekki neins staðar verið nema niður við höfn, og hefði meira að segja nægi- legt olnbogarými þar sem nú standa vöruskemmur Hafskips heitins, milli Skúlagötu og Tryggvagötu. Þar myndi það sóma sér miklu bet- ur, og myndi t.d. tróna jafnt af sjó og landi, fyrir miðri Lækjargötu, nálægt Amarhóli og Stjómarráði, og e.t.v. eigi ólíkt í sveit sett þar og hið aðlaðandi Óslóar-ráðhús. Þar væri og rými fyrir bæði torg og styttur eins og er við hæfí við ráð- hús. Hvaða Reykvíking hefði órað fyr- ir því fyrr á þessari öld, að svo fávíst fólk myndi lifa og hafa völd hér í borginni þegar nálgast færi 21. öldina, að friðhelgi Tjarnarinnar yrði rofin svo gróflega, á stað og tíma þegar yfrið nóg rými er hvar sem er annars staðar í borgar- landinu? Marga hefí ég heyrt hafa á orði að Oddfellowhúsið hefði aldr- ei átt að setja á þennan stað, því það ryfí þann stfl sem er á bygging- unum kringum 'Ijömina. í rauninni fínnst mér að ekkert ætti að vera á svæðinu milli Kirkjustrætis og Tjamarinnar (Vonarstrætis) annað en þingið, og því á ekki að troða í kúldurslegar sambyggingar hveija „í rauninni finnst már að ekkert ætti að vera á svæðinu milli Kirkju- strætis og- Tjarnarinnar (Vonarstrætis) annað enþingið. . . íraun- inni getur ráðhús fyrir Reykjavík verið alls staðar annars staðar en einmitt á þessum stað.“ ofan í annarri, heldur verður að ríkja samræmi í stfl og andrúmi, en einnig svigrúm og frelsi. Slflct hæfír þessari gömlu stofnun — elzta þjóðþingi í Evrópu. (Ef til vill yrði þá gömlum tijám sem ennþá lifa á þessu svæði veitt svigrúm og tengsl við framtíðarsviðið við þingið — þá á ég við hlynina við Suðurgötu og Templarasund.) Einhver erlendur stjómmálamað- ur var óvænt sendur hingað norður til íslands einhvemtíma á síðasta áratug. Honum kom á óvart allt sem hér var: borgin, menningin og nátt- úrufegurðin. Hann hreifst af mynd- inni af borginni sem við honum blasti er litið var til borgarinnar (mynd sem fylgdi blaðaviðtalinu við hann): Við Tjömina speglast húsa- röðin frá tímanum kringum alda- mótin og borgin virðist kúra þar með Esjuna fasta og tignarlega á bak við sig. honum fannst hún „traly a jewel of a city“ (sannkölluð gersemi). En það hefír hún alltaf verið í hugum okkar sem hér hafa alist upp. Mér finnst að það sem geri borgina að gersemi sé fyrst og fremst sú gersemi sem Tjömin er og sá andblær er húsin sem kringum hana standa varðveitir. Þau era byggð á tíma sjálfstæðis- baráttu og vonar um reisn og lausn undan erlendri stjóm. Er ekki eins mikilvægt að varðveita óspilltan þann andblæ á þessum stað eins og við Lækjargötu, húsin milli Bankastrætis og Amtmannsstígs? (Stjómarráðs og Latínuskóla?) Era íbúar Reykjavíkur nú svo uppteknir p'-°ÖTVÖrP PIOIMEER HUÓMTÆKI í lífsgæðakapphlaupinu að þeir mega ekki vera að því að hugsa, og fínnst að það geti aðrir gert fyrir þá? Eða er þeim e.t.v. alveg sama? Búa ef til vill í úthverfunum og eiga aldrei leið um gamla bæinn kringum Tjömina okkar. Nei, borgarar Reykjavíkur sem erað haldnir svo ríkri steypugleði — sjáið að ykkur hvað þið eruð að gera við höfuðborgina okkar! Hug- sið af viti — takið tillit til samborg- ara ykkar! Takið tillit til framtí- ðarinnar! Það þýðir ekki að vera að tala um skipulag fyrir sléttuna, kvosina, aðeins (hvflíkt orð!). Skoða verður skipulag þessa svæðis og aðliggjandi hverfa í víðara sam- hengi. í rauninni getur ráðhús fyrir Reykjavík verið alls staðar annars staðar en einmitt á þessum stað — það maetti jafnvel endurbyggja gamla ísbjöminn og gera að ráð- húsi ef þeir fást ekki frá Tjöminni. En ljótast af öllu er málsmeðferðin, hvemig ryðja á málinu í gegn. Slflct á ekki að líðast og sæmir ei í landi sem vill láta kenna sig við vöggu lýðræðis. Reykvíkingar, stöðvið þessa ósvinnu. Látið ekki eyðileggja þennar blett Reykjavíkurtjamar. Ljótt er ástand umferðar á þessum stað eins og nú er, og hefír verið undanfarin ár, en ekki myndi það batna ef þessir óvitra menn fá að ráða. Lítið til framtíðar! Höfundur er kennari. Prufu-hitamælar + 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. gflwitegiMr VESTURGOTU ló — SÍMAR 14630 - 21480 Laugavegur - skrifstofa Til leigu ný skrifstofa, 50 fm. á 1. hæð. Allt nýtt með eða án ísskáps, síma, Ijósritunar, ritvélarog skrifborða. Laust strax. Tilvalið fyrir margskonar þjónustu o.m.fl. Lysthafendur sendi til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 25. mars ’88 merkt: „L - 6194“. fjArhagsbúkhald SKULDUNAUTAKERFI LANADROTTNAKERFI BIRGÐAKERFI FRAMLEGÐARKERFI VERKBÚKHALD SÖLUNOTUKERFI LAUNAKERFI TILBOBSKERFI GAGNAGRUNNSKERFI SAMHf FflUR HU6BÚNA0UR MS-DOS. ZENIX. UNIX hugbUnadur-tolvur-hdnnun KENNSLA-ÞJDNUSTA-RA86JÖF KERFISÞRÚUN HF. Armúll 38. I08 Rmyk|*vtk Slmir: 6880S5 - 68 7466 ÖFLUGUR - EINFALDUR I NOTKUN - ODÝR - STÆKKAR MEÐ FYRIRTÆKINU Til sölu verslun með tískuskartgripi, miðsvæðis. Beinn innflutningur. Góð staðsetning, góð álagning, nýr lager, tilvalið fyrir hárgreiðslu- eða snyrtifræðing eða áhugasama aðila. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir28. marsmerkt: „M - 3578". Konica UBIX UÓSRITUNARVÉLAR Fermingarúrin KARL LAGERFELD RARIS Yfir 500 gerðir af úrum verðfrá kr. 2.000.- P pierre cardin paris Kaupin eru best, þarsem þjónustan er mest Jcn og Csksp Laugavegi 70 - Sími: 2 49 30 Delma - Seiko - Citizen - Orient - Casio - Pierpoint OfTIROn AFGREIÐSLUKASSAR MICROSOFT HUGBÚNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.