Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 Byggðamál eftirJón Sveinsson Að segja að landsbyggðin eigi í vanda er eins og að horfa á bíl með sprungið dekk og segja: „Það er ekkert að bflnum en dekkið virðist eiga í einhverju basli, það er þess mál." Vandi landsbyggðarinnar er ekkert einangrað fyrirbæri, heldur vandi þjóðarinnar allrar, því að keðja verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Mismundur á fólki eftir búsetu Það er sjálfsagt að mótmæla á alþjóðavettvangi aðskilnaðarstefnu hvítra gegn blökkumönnum í Suð- ur-Afríku. Það ætti einnig að vera á okkar valdi að sameinast gegn þeirri aðskilnaðarstefnu sem stjórn- völd okkar reka gegn þeim sem búa utan okkar fallegu höfuðborgar. Við erum ein þjóð en ekki tvær. Við sem bygggjum dreifbýlið eigum rétt á því að sitja við sama borð og aðrir í atvinnumálum, mennta- málum, vísindum og listum, afþrey- ingarmálum sem menningarmálum í þröngum skilningi. Snemma báru Islendingar gæfu til að leggja niður þrælahald, en ekki tók betra við þar sem var hin efhahagslega og andlega kúgun sem við Islendingar sættum, sem konungsþegnar. Hið blinda um- burðarlyndi okkar fyrir valdi, rétt- mætu sem óréttmætu, hefur fylgt þjóðinni inn í lýðveldið ísland. Það er uggvænlegt þegar uppástungur heyrast um að safna völdum á enn færri hendur til dæmis með því að auka völd forseta. Ætla hefði mátt að millistriðsárin hefðu meðal lýð- ræðisþjóða verið notuð til leitar að hinum „sterka" manni og þær hug- myndir hefðu þvf átt að líða undir lok og lýðræðið væri eftirsóknar- verðara én nokkru sinni fyrr. Er helmingur þjóðarinnar ölmusufólk? Það er harla lítið sem gefur okk- ur rétt til búsetu í landi sem við erum markvist, að því er best verð- ur séð, að leggja í eyði. Þessari stefnu eða þróun, hvort sem við kjósum að kalla þetta, verð- ur ekki snúið við fyrr en löggjafinn hættir að líta á sig sem ölmusu- gjafa og helming þjóðarinnar sem þurfamenn. Byggðarlögin verða með góðu eða illu að öðlast stjórnar- farslegt og efnahagslegt sjálfstæði, 29. JANÚAR 1988 ÍVAR STÓR DAGUR í SÖGU SLYSAÝARNA Á ÍSLANDL Í>ANN DA(B VARÐ SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS 60 ÁRA^___j ÍvlARKMIÐ FÉLAGSINS ÉR VERNDUN^MANNSLÍFAOGIáIð SAMSTILLT UATÁKÍ GEGN SLYSUM OG AFLEtolNGUM PEIRRA MÁ NÁ VERULEGUM ÁRANGRIIPEIRRI BARÁTTU EN TIL Í»ESS I>ARF FÉLAGIÐ ÞINN STUÐNÍNGT ------\--------7—.J-------------VINNINGAR:-------7-----J-----------------------— ÍBÚÐARVINNINGUR AÐ VERQMÆTI 2.000.000,00 KR. TVEIR TOYOTA LANDCRUIESER 4WD AÐ VERÐMÆTI KTl: 1.129.000,00 HVER NÍTJÁN TOYOTA COROLLA BIFREIÐAR AÐ VERÐMÆTIiKR. 456.080,00 H^ER. DREGIÐ VERÐIIR-MNN 12. APRÍL 19M___- með héraðsstjórnum, héraðsbönk- um og sjálfstæðum tekjustofnum. Svo lengi sem landsbyggðin er valda- og þar með ábyrgðarlaus lifir hún sig inn í hlutverk þurfa- lingsins og mænir upp á löggjafann og ríkisvaldið sem bara þenst út með vöxtum og vaxtavöxtum í skrifræði sínu og algjöru ábyrgðar- leysi þeirra einstaklinga sem þjóð- félagið mynda. Tilkoma Þjóðarflokksins Hugmyndir þessar hefur Þjóðar- flokkurinn sett fram um leið og bent hefur verið á tímabæra endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Árang- urinn kom fljótt í ljós sem sýndi sig í verulegu fylgi og það stöðugu þrátt fyrir að hljótt hafi verið um hann eftir kosningar. Enginn var viljugur til að ráðast beint á stefnu þessa og hefur hún skotið upp koll- inum á ólíklegustu stöðum, svo sem í Alþýðublaðinu og er þar eignuð Alþýðuflokknum. „Báknið burt" hafa ungir sjálfstæðismenn sagt, en er þeir hafa komist í valdastöður hafa þeir keppst við að tylla ættingj- um sfnum og „góðum" flokks- bræðrum utan á báknið með ævi- ráðningum. í þeim aðförum er hljótt um kjörorð þeirra er þeir kalla frjálsa samkeppni. „Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önn- ur," sagði svínið Napóleon í bók George Orwelle „Animal Farm", sem að öllu jöfnu hefur verið túlkuð sem beinskeytt gagnrýni á kom- múnismann, en hann er sagður vera höfuðóvinur sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisflokkurinn er í dag höf- uðlaus her. í hverri hugsjón er skammaryrði. Eru íslendingar enn á menningarstigi Sturlunga? Það er auðvelt að ala upp embættismenn en hugsjónamenn eru fæddir hugsjónamenn fremur en aldir upp sem slíkir menn. Að axla ábyrgð er ætíð óvinsælt, því fylgir áhætta en einmitt það að æxla ábyrgð og vera ekki hræddur við að gera mistök heldur læra af þeim hefur ætlð einkennt leiðtoga hvort sem er í hernaði, viðskiptum eða stjórnmálum. Nitjándualdar- heimspekingurinn Nietzsche hélt því fram, að menn fyndu til mátt- leysis þegar mistök ættu sér stað og þeir sæktu nýjan kraft í það að leita að og á endanum sakfella ein- hvern fyrir gloppuna. Reyndar hafa fræðimenn bent á að heimspekileg rit hafi ekki fyrr en á síðari árum verð þýdd á íslensku en hjá okkar þingræðis- og lýðræðisnágrönnum hafi rit forn-Grikkja verið hornsteinn hug- mynda um stjórnarfar. Talið er að tilsvarandi grundvall- arrit á íslandi sé Sturlunga og í málfari stjórnmálamanna hefur borið nokkuð á „pólitískum morðum og aftökum" og fleiri blóðugum hugtökum sem styður kenninguna. . Snúa verður baki við sinnulausum stjórnmálaöflum Landsbyggðin á rétt að njóta þeirra gæða sem hún aflar með þéttbýlinu. Þéttbýlið (Reykjavík) á ekki að hafa einokun á þeim. Hin skammsýna hagkvæmni ræður. Völd, þjónusta, menntun og atvinna aukast á SV-horninu svo fólk á ekki annarra kosta völ en að flytja þangað fyrr eða sf ðar. Það er hrein blekking að þetta sé óhjákvæmi- legþróun. Þetta er markviss stefna sem snúa verður við og það er hægt ef vilji er fyrir hendi hjá lands- byggðarfólki og hugsun komi í stað trúar, áræði í stað sinnuleysis í íslenskum stjórnmálum. Menntamál Nytsemisssjónarmiðið hefur ráð- ið í íslenskum menntamálum frá upphafi, það eitt sem beint hagnýtt gildi hefur nýtur virðingar og er eftirsótt. Engin vandamál eru þess virði að fást við nema að við þeim finn- ist tæknileg lausn. Það andleysi og sá heilaþvottur sem þessu fylgir og kemur fram í hugsjónalauBum stjórnmálamönnum sem líta á hlutverk sitt sem lifibrauð en ekki • MMUfnuu 11 mn«tttH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.