Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 Maren Eyvinds- dóttír - Kveðjuorð Fædd9.maíl915 Dáin 26. febrúar 1988 Hún var fædd í Útey í Laugardal og voru foreldarar hennar hjónin Katrín Bjarnadóttir og Eyvindur Eiríksson, sem þar bjuggu. Hún var elst sex systkina og hefur það ver- ið glaðvær og tápmikill hópur, sem þar ólst upp. Bar Maja þess vott hvar sem hún fór, að ekki hafði hún verið þústuð S uppvextinum. Arið 1937 giftist hún Sigurfinni Guð- mundssyni frá Brekkum í Mýrdal. Fyrstu árin var heimili þeirra í Reykjavík og á Stokkseyri. En árið 1942 fluttust þau á Hæðarenda í Grímsnesi og bjuggu þar til ævi- loka. Þau eignuðust fimm börn sem eru talin í aldursröð: Svanhildur Helga, gift Grími Davíðssyni, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. Eyvindur Karl, kvæntur Önnu Garðarsdóttur, þau eiga þrjú börn. Guðmundur Rafn, ókvæntur. Lauf- ey, gift Haraldi Haraldssyni, þau eiga tvö börn. Birgir, kvæntur Maríu Andrésdóttur, þau eiga þrjú börn. Fljótlega eftir að þau fluttu á Hæðarenda hófust þau handa við búreksturinn af dugnaði og atorku. Það varð fljótt ljóst um alla sveit að þangað hafði flust dugmikið fólk, glaðvært og gestrisið. Var ekki síst rómaður dugnaður húsfreyjunnar og frjálslegt viðmót, sem gerðí henni létt að umgangast alla, háa sem lága. Gestkvæmt var á Hæða- renda og öllum vel tekið. Gestrisni og greiðasemi virtust vera sameign fjölskyldunnar. En óhjákvæmilega mæðir mest á húsfreyju að sinna þörfum gesta. Og þrátt fyrir þrot- lausar annir við búrekstur og heim- ilishald, virtist Maja alltaf hafa nógan tíma til að blanda geði við þá sem þar bar að garði. Mun marg- ur minnast glaðra, genginna stunda í hópi góðra vina á Hæðarenda. En þótt oftast væri glatt og kátt á Hæðarenda fóru örðugleikar ekki þar hjá garði. Árið 1956 brann bærinn, án þess þó að slys yrði af. t Móðir okkar og fósturmóðir, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR frá Á, Skarðshreppi, Dalasýslu, lést í Landspítalanum 19. þessa mánaðar. Jón Bjarnason, Ástvaldur Bjarnason, Traustl Bjarnason, Svanhildur Valdlmarsdóttir og fjötskyldur. t HERMANN GUÐMUNDSSON, Sundstræti 13, ísafirði, andaðist á sjúkrahúsi (safjaröar laugardaginn 19. mars. Fyrir hönd vandamanna, Lilja Guðmundsdóttir. t Maðurinn minn, JÓN HJÖRTUR JÓNSSON, andaðist í Sankti Jósepsspítala í Hafnarfirði að morgni 20. mars. Guðrfður Einarsdóttir. t Móðir mín, amma okkar og langamma, SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu 18. mars sl. Jón Hilmar Jónsson, Hilmar Jónsson og fjölskylda, Gunnar R. Jónsson og fjölskylda, Jón Grétar Jónsson. t EYJÓLFUR BJARNASON, Langholtsvegi 79, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt föstudagsins 18. mars. Fyrir hönd vandamanna, Anna Pálsdóttii. t Bróðir minn og móðurbróðir, BIRGIR SIGURÐSSON, andaðist á helmili sínu Eiríksgötu 35, 20. þ.m. Sonja Sigurðardóttir, Ólafur Valdimars. Lítið sem ekkert mun hafa bjargast af innbúi. Þetta var mikið áfall, og kom sér nú sem oftar vel dugnaður og bjartsýni húsfreyjunnar. Auk þess átti hún svo þjála lund að hún gat óbuguð tekið í þær hjálpar- hendur, sem þeim voru úr ýmsum áttum réttar af þessu tilefni. Og er mér enn í minni þakklæti þeirra hjóna til þeirra er studdu þau í þessum erfiðleikum. Aftur var haf- ist handa við uppbygginguna og nú voru elstu börnin komin til hjálp- ar. Þá er þess að geta að hús- bóndinn var um árabil sjúklingur. Dvaldi hann langdvölum á Vífíls- stöðum og stóðu honum þar jafnan opnar dyr. En allt eins oft kaus hann að vera heima, enda fékk hann þar þá bestu umönnun sem á varð kosið. Og heima lauk lffi hans vorið 1984. Maja bjó afram á Hæðarenda með Guðmundi sfnum, sem frá unglingsárum hefur verið stoð og stytta foreldra sinna, og yngsta syninum Birgi, sem nú er kominn með fjölskyldu. Urðu sonarbörnin ömmu sinni miklir gleðigjafar, ekki síst litla stúlkan Maren. Fyrstu kynni okkar Maju voru á Héraðs- skólanum á Laugarvatni veturinn 1931—32. Að prófum loknum fór- um við hvor í sína áttina og vissum ekki hvor um aðra. En svo rúmum áratug seinna skolaði okkur báðum upp f Grímsnes. Hófust þá kynni okkar að nýju, og varð af vinátta við nánari kynni. Seinna kom í ljós að við vorum dálftið skyldar og höfðum við oft gaman af að minna hvora aðra á frændsemina, sem að vísu var ekki náin. Ef ég ætti að lýsa henni Maju veit ég ekki á hverju ég ætti að byrja, svo margt t Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, stjúpfaöir og afi, ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON fyrrverandi sóknarprestur, skólastjóri f Skúlagarðl f Kelduhverfi, yarð bráðkvaddur fimmtudaginn 17. mars. Útförin ferfram frá Garðskirkju laugardaginn 26. mars kl. 14.00. Rósa Jónsdóttir, Ingveldur Guðný Þórarinsdóttir, Guðný Þórarinsdóttir, Halldóra Þórarinsdóttir, Þórður Þórarinsson, Þórarinn Þórarinsson, Ragnhildur Þórarinsdóttir, Jón Arnar Hauksson, Guðrún Dalía Salómonsdóttir. t Eigínmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRSÆLL JÓNSSON húsasmíðameistari, Heiðarbraut 63, Akranesi, lést föstudaginn 18. mars í Sjúkrahúsi Akraness. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 25. mars kl. 14.15. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag fslands. Margrét Ágtistsdóttir, Guðmundur H. Ársœlsson, Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Guðrún J. Ársælsdóttir, Peter Elbek, Edda H. Ársælsdóttir, Angantýr V. Jónasson, Gunnar H. Ársælsson, María I. Gunnbjörnsdottir og barnabörn. t Móðir mín GUÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Grettisgötu 41, lést á heimilí sínu 19. mars. F.h. aðstandenda Gunnar Pétursson. t Móðir okkar, ÓLAFÍA KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR frá Kaldrananesi, Hringbraut 81, Keflavfk, lést í sjúkrahúsi Keflavíkur fimmtudaginn 17. mars. Jarðsett verður frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 24. mars kl. '14.00. Kristfn Kristvlnsdóttir, Ingibjörg Kristvinsdóttlr og Guðbrandur Kristvinsson. t Eiginkona min, SÓLRÚN VILHJÁLMSDÓTTIR, Hringbraut 89, Keflavfk, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur sunnudaginn 20. mars. Pétur Benediktsson. var það í fari hennar sem frásagnar er vert. Dugnaður hennar við bú- rekstur og heimili brást aldrei. En það var henni ekki nóg. Hún átti fjölda hugðarefna sem hún lagði rækt við. Hún var bókhneigð og þrátt fyrir langan vinnudag mun oftast hafa verið litið í bók að hon- um loknum. Hún hafði gaman af margskonar handavinnu s.s. mynd- flosi og leðurvinnu sem hún stund- aði talsvert á tfmabili. Hún safnaði steinum, blómum og ýmsum fáséð- um munum. Og hún hafði lifandi áhuga á þvf að taka myndir. Náði hún oft mjög góðum árangri, jafn- vel listrænum. Engan áhuga hafði ég á þessu sfðast talda, og skopað- ist jafnvel að því. En hún mátaði mig þá með því að senda mér hvað eftir annað myndir úr ferðum okkar eða samkomum kunningja. Og um þær gat ég aðeins notað þetta gamla orðtæki: „Verkið lofar meist- arann". Ef mér fannst tilveran óþarflega grá var oft nærtækt að hringja til Maju. Hjá henni var allt- af eitthvað að gerast. Oft benti hún mér á nýjar bækur sem hún hafði komist yfír, sagði mér jafnvel meg- ininnihald í einu símtali. Eða þá að hún var nýkomin „að sunnan" og hafði heilsað uppá afkomendur í þrjá ættliði. Alltaf bættist. við og hverju nýju lffi fagnað af alhug og með bjartsýni. Slík lffstrú hlýtur að hafa bætandi áhrif á allt um- hverfi. Kærar þakkir sendi ég Maju fyr- ir góðar samverustundir og vináttu alla. Börnum hennar, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Blessuð veri minning hennar. S.Á. Okkur langar til að kveðja frænku okkar, Maju á Hæðarenda, með nokkrum orðum því að f okkar huga skipar hún sérstakan sess. Það var alltaf svo einstaklega skemmtilegt að koma að Hæðar- enda því að Maja og Sigurfinnur tóku þannig á móti manni, að það var eins og væri verið að gera þeim greiða með því að koma austur. Leið okkar lá því æði oft þang- að, bæði meðan við vorum lítil og eins eftir að við stækkuðum. Það var með okkur eins og aðra sem kynntust heimilinu að Hæðarenda, að þeir komu alltaf aftur og aftur í heimsókn. Á stóru heimili eins og þar var oft mikið að gera en alltaf var tími til að setjast niður við stóra eldhúsborðið og fá sér kaffisopa með gesti sem að garði bar, sem oft voru þó æði margir, sérstaklega á sumrin. Þá naut glaðværð hús- freyjunnar sín vel og ef einhver var eitthvað utangátta þá var ýtt við honum því enginn mátti verða út- undan í gleðskapnum. Majavar fædd í Útey í Laugar- dal 9. maí 1915, elst sex barna hjónanna Katrínar Bjarnadóttur frá Höfða í Biskupstungum og Eyvind- ar Eiríkssonar bónda í Utey. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum og eftir venjulega barnafræðslu á þeim tfma, var hún tvo vetur á héraðs- skólanum á Laugarvatni. Síðan fór hún til Reykjavíkur og vann þar þangað til hún giftist Sigurfínni Guðmundssyni frá Brekkum í Mýrdal, mætum manni og harðdug- legum. Eftir nokkur ár í Reykjavík fluttu þau austur fyrir fjall og byggðu nýbýlið Grund á Stokks- eyri. Þar var stundaður bæði land- búnaður og sjósókn en Sigurfinnur hafði áður stundað sjó í nokkur ár og verið mjög eftirsóttur sakir dugnaðar. Eftir fá ár keyptu þau jörðina að Hæðarenda í Grímsnesi. Þegar þau fluttu að Hæðarenda kom best í ljós afburða dugnaður þeirra hjón við að breyta jörðinni úr koti í stór- býli, bæði í ræktun ogbyggingum. Þau Maja og Sigurfinnur eignuð- ust fimm mannvænleg börn sem öll lifa foreldra sína. Sigurfinnur andaðist árið 1984. Við systkinin viljum þakka fyrir allar ánægjustundirnar sem við átt- um að Hæðarenda. Börnum þeirra hjóna og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Stefán Eyvíndur, Katrín, Jónína og Páll Svavar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.