Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 KATZENBERG DÁÐADRENGURINN HJÁ DISNEY Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Það eru breyttir tímar hjá Di- sney-fyrirtækinu. Fyrir örfáum iiruni var kvikmyndaarmur þess ákaflega rislár, hálfgerður brandari ef undan eru skyldar vandaðar teiknimyndir, sem af og til stungu upp kollinum, svo og einstaka fjölskyldumynd sem dró að sér athygli. Við svo búið sáu forráðamenn þess að mátti ekki standa og stofnað var nýtt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki, Touchstone, innan Buena Vista, dreifiarms Disney-veldisins. Markmið þess var að hefja fram- leiðslu þess efnis sem vinsælast var — og er — á markaðnum — fullorðinsmynda. Undir gamla merkinu er haldið áfram sem fyrr að gera gott barna- og fjöl- skylduefni. En Touchstone-nafninu f ylgdu engir töfrar. Fyrstu myndirnar gengu illa enda toppf ólkið í kvik- myndaborginni ekki auðfúst að ganga til samvinnu við hið nýja „spurningarmerki" hins þung- lamalega Disney-risa. Það var þá sem ungur stjórnandi hjá Paramount var ráðinn til að veita Touchstone forystu og sú ráðn- ing hefur reynst heldur betur happadrjúg. Katzenberg hefur gert kraftaverk, á örfáum árum rifið kvikmyndaarm Disney úr stöðnun og fábreytni í næst- stærsta kvikmyndaveldið i Holly- wood. Hér á eftir verður þessi galdramaður, umtalaðasti stjórn- andi í Hollywood þessa dagana, kynntur nánar. , Klukkan er sjö að morgni þegar svartur Mustang sveigir inná Ventura-hrað- brautina. Meðan Los Angeles sef- ur úr sér dreggj- ar laugardagsnæturinnar og a.m.k. tvær milljónir láta sig dreyma auð- fengna frægð og frama, heldur Jef- frey Katzenberg til vinnu sinnar með símann við hendina og 500 númer í kollinum. Katzenberg selur drauma. Walt Disney-kvikmynda- verinu, sem hann veitir forstöðu, vegnar betur en nokkurn óraði fyr- ir. 1984, er hann kom til skjalanna, maraði Disney í hálfu kafi, í níunda sæti af níu dreifmgarrisum. í árslok 1987, knúið áfram af jólasmellinum Three Men and a Baby, skaust Disney framhjá Warner Bros uppí annað sæti fyrir árið í heild. Hinn 37 ára Katzenberg á sér ekki drauma, heldur markmið. Og Para- mount, hvar hann eyddi fyrstu tíu árum sínum í Hollywood og reis uppí starf forstjóra framleiðslu- deildar, er enn, ólíðanlega, í fyrsta sæti. Er Mustanginn rennur í hlaðið á kvikmyndaverinu — Katzenberg seldi Porsche-bifreið sína eftir að hann hafði næstum kálað sér við að hringja í símann og skipta um gír samtímis — hefur hann lokið fimmta símtali dagsins. Þar sem dagur er að rísa byrjaði hann á austurströndinni, og á Robert Cort, sem er þar önnum kafinn að fram- leiða mynd með Tom Cruise fyrir Disney. „Þú þarft ekki að semja sögur um Jeffrey," segir Cort. „Ég get gengið að honum klukkan sex á Katzenberg við upptöku Big Business, með Lily Tomlin, í miðið, og Bette Midler. íaugardagsmorgni á skrifstofunni og hvar sem hann fer tekur hann starfið með sér. Hann er ótrúlega afkastamikill." Hann er meistari tveggjamínútna símtala. „Hæ, hvernig gengur?" byrjar hann. Hann á 600 slík símtöl á viku sem gefa honum nauðsynlegar upplýs- ingar til að hafa betur í þeim iðn- aði sem hann hefur valið sér að lífsstarfí. „Til að byrja með langar þig að gera grín að þessum kvikmynda- versstjóra sem þeytist fram úr sjálf- um sér," segir Ted Danson, sem neitaði Three Men and a Baby í þrígang áður en Katzenberg hrein- lega þjarmaði að honum uns hann tók að sér að leika með þeim Tom Selleck og Steve Guttenberg. „At- orka hans er svo ógnvekjandi til að byrja með að þú óskar að finna á honum snöggan blett." Að venju er Mustanginn fyrstur á stæðið. Á meðan Katzenberg var hjá Paramount — áður en hann kom til Disney að reka kvikmyndaverið fyrir Michael D. Eisner, hinn nýja stjórnarformann Disney-veldisins - gerðu menn sér það til gamans að reyna að vinna lengur eða mæta fyrr en Katzenberg. Hann var aldr- ei sigraður. „Og það sem verra var," segir leikarinn og leikstjórinn Leonard Nimoy, „þú snertir vélar- hlífina á bílnum hans og hún var þegar orðin köld." Sem ungur stjórnandi hjá Para- mount, tókst honum að ná síma- sambandi við Sam Cohn, hinn vel þekkta umboðsmann í Nevv York, þrátt fyrir þá staðreynd að Cohn er alræmdur fyrir að svara ekki í síma. Katzenberg skipaði einkarit- ara sínum að hringja í Cohn á 10 mínútna fresti, dagana út og inn. „Ég er með leðurhúð", segir hann. „Synjun er hluti framvindunnar. Ef ég tæki það persónulega vissi ég ekki hvernig ég ætti að komast framúr á morgnana. Ég er svo van- ur neitunum að mér bregður illa ef einhver segir ,já". Barry Levin- son var fyrsti leikstjórinn sem við sendum „Good Morning, Vietnam". Hann sagði já. Það gerist í fimm skipti af 10.000. Ef ég þarf að hringja í einhvern á tíu mínútna fresti, daginn út og inn, geri ég það. Sam Cohen lærði það eftir fyrstu mánuðina að auðveldara var að svara fyrsta símtali mínu en að hafa mig rígbundinn við skrifstof- una allan daginn." Katzenberg situr á berangurs- legri skrifstofu sinn í Disney-kvik- myndaverinu. Hvítir veggir, hvít teppi, hvítt skrifborð, hvítir glugga- hlerar frá lofti til gólfs. Ekkert til að trufla hárnákvæman þankagang hans annað en tvær litlar myndir af fjögurra ára gömlum tvíburunum hans og blá minnisblöð, þakin tillög- um til starfsfólksins. Að venju er glas af Diet Coke við hendina. Hef- ur „aldrei tekið inn ólöglegt efni", rétt rekið tunguna í áfengi ef skyld- an kallar. Dós af Diet Coke bíður hans á skrifborðinu að morgni; hann svolgrar í sig 12 til 18 slíkar á dag. Þar til fyrir ári hataði hann bragðið af Diet Coke og drakk Diet Pepsi. Þegar svo Disney-skemmti- garðarnir gerðu samkomulag við Coca-Cola, skipti Katzenberg sam- dægurs yfir — liðsandinn til fyrir- myndar. Og hann ákvað að hætta reykingum er byrjað var á Star Trek, fyrstu kvikmyndinni sem hann fékk að hafa yfirumsjón með hjá Paramount. „Þetta var stressað- asta augnablik æfinnar, ég vissi að ef ég gæti hætt þá væri ég hættur að eilífu," segir hann. Katzenberg stjórnar „sjóinu" hjá Disney en snilli Eisners er unhverf- is og allt í kring. „Vegna óheyrilegs vinnutíma fóru gæði vinnunnar framhjá fólki," segir James L. Brooks, leikstjóri og handritshöf- undur Broadcast News. „Allir álitu fáránlegar vinnustundirnar sem uppbætur á því sem hann hafði ekki af að státa. Enginn gerði sér grein fyrir að hann hefur afburða greind, ekkert minna." Til þessa hafa 15 af 17 myndum Katzenberg — sem flestar eru gam- anmyndir — slegið í gegn. The Color of Money, með Paul Newman og Tom Cruise, hefur ein haft af þeim dýru stjörnum að státa sem eru í svo miklu uppáhaldi hjá hinum kvikmyndaverunum. I staðinn hefur Disney dustað rykið af kvikmynda- stjörnum, hverra nýjustu myndir hafa brugðist, eða notað sjónvarps- stjörnur sem hafa ekki átt vel- gengni að sækja á hvíta tjaldinu - Bette Midler, Richard Dreyfuss, Danny DeVito, Robin Williams, Tom Selleck, Ted Danson og Shell- ey Long. Líkt og þeir menn sem ráku kvik- myndaverksmiðjurnar á fjórða ára- tugnum, er Katzenberg stuttur og kotroskinn og ástfanginn af kvik- myndum. Sem þeir, hefur hann litla tilfmningu fyrir sögunni, rétt kann- ast við nöfn einsog Carl Laemmle og Harry Warner, en hann er að brydda upp á nýjungum. „Vel- heppnuð störf fylgja í kjölfarið," segir Barry Diller, stjórnarformaður 20th Century Fox og fyrrum hús- bóndi þeirra beggja, Eisners og Katzenbergs, hjá Paramount. „Katzenberg er að gera eina stór- virkið í kvikmyndabransanum í dag því hann hefur afmarkað hann fyr- ir sjálfan sig." Það sem Katzenberg hefur skap- að er samansaumað kvikmyndaver — „það er ekki hægt að umbera nirfilshátt þeirra," segir Sam Cohn — með því að leggja áherslu á að semja handritin, ástríðufullri umönnun fyrir smáatriðum, hafa lag á að ginna unga höfunda að skrifa uppá langtíma samninga með loforðum um tækifæri að fá að leik- stýra eða framleiða og hæfni að skjalla eða hóta leikurum og leik- stjórum til að þiggja minni laun þar en annarsstaðar. „Starfsferill minn var í rúst," segir Bette Midler, er hún útskýrir hversvegna hún var tilbúin að skrifa undir einkasamn- ing við Disney eftir myndirnar Down and Out in Beverly Hills og Ruthless People, 10. og 8. vinsæl- ustu mynd 1986. „Afhverju ætti ég ekki að treysta þeim?" Undirbúningsferill mynda Disney er harðneskjulegur og samningarnir stífir. Framleiðendum á samningi eru tryggðir 225 þús. dalir, en ann- arsstaðar hljóðar sú upphæð að meðallagi uppá 350 þús. dali. í of- análag er þeim ætlað að gera tvær myndir á ári, gagnstætt einni á tveggja ára fresti hjá öðrum kvik- myndaverum. „Jeffrey er ósmeykur við að segja: „Þú átt að fá minna vegna þeirra forréttinda að vinna fyrir Disney," er haft eftir Katzen- berg. Og hann æpir líkt og smánað- ur biðill, ef leikari kýs að gera samning við annað kvikmyndaver. Hvað sem því líður, njóta topp- leikstjórar sama frjálsræðis hjá Disney og annarsstaðar, þá kvik- myndataka er hafin. Katzenberg var heppinn að taka við Touchstone, merki til að fram- leiða myndir fyrir fullvaxta, stofnað 1984 af tengdasyni Walt Disney, Ronald L. Miller. Touchstone- myndir Katzenbergs fylgja einföld- um uppskriftum, frekar notast við fleiri leikara en eina stjörnu. Stöku sinnum, sbr. Three Men and a Baby, er hugmyndin fengin að láni úr öðrum myndum, í þessu tilfelli ný- legri, franskri. „Allar okkar myndir byggjast á mjög sterkri og frum- legri grundvallarhugmynd," segir Katzenberg. „Við berjumst við að finna viðfangsefni sem grípur áhuga áhorfenda á skipulagslaus- um markaði. Og við gerum þetta um of. „Three Men ..." er hin end- anlega hefndarmynd konunnar; með því að skora á þrjá pipar- sveina, sem lifa karlrembulífi, að annast ungbarn, knýr það um- heiminn að opna augun fyrir því að ungbarnagæsla er ekkert smá- mál. Og myndir okkar marka stefn- ur. Við hófum gerð gamanmynda fyrir fullorðna því enginn annar var að því." Klukkan níu að morgni sunnu- dags eftir þakkargjörðardag, geng- ur Katzenberg niður Mickey Avenue, aðalgötu Disney-kvik- myndaversins. Hann heldur á fjór- um lítrum af appelsínusafa, stórri kampavínsflösku og sætabrauði. Ekkert annað kvikmyndaver tíma- setur markaðsfundi á sunnudags- morgnum. Að fundi loknum mun hann gera grín að þvingunarhvöt sinni með því að segja: „Gleðilega þakkargjörðarhelgi og takið ykkur frí sem eftir er dagsins." Hann hefur lofað að dansa á fundarborð- inu — versta niðurlæging sem hann getur hugsað sér — morguninn eft- ir ef miðasala laugardagsins á Three Men... hefur farið yfir 4 millj. dala. (Sem hún og fer, og fimm vikum síðar verður Three Men... önnur myndin í kvik- myndasögunni sem leiðir hópinn á þakkargjörðardag, jólum og nýári; Rocky IV var sú fyrsta. Og 18. jan- úar gekk Katzenberg skrefí lengra, er hann lagðist á fundarborðið eftir að Good Morning, Vietnam, með Robin Williams, tók inn 11,7 millj. dala í vikunni sem myndinni var dreift um þver og endilöng Banda- ríkin. Þegar Katzenberg útlistar mis- muninn á Disney og öðrum kvik- myndaverum, segir hann: „Það eru 25 hlutir sem við gerum, engin rót- tæk áform." Eftirtekt smáatriða er undirstaða þessara 25 hluta. Katz- enberg skrifaði eitt sinn viðkomandi umsjármönnum bréf þar sem hann tilkynnti að salerni væri bilað á ákveðnum stað í einum skemmti- garðinum. Fyrir skömmu mælti hann sjálfur með teikningum af böngsum og köttum sem Sears og McDonald munu selja til að auglýsa Oliver and Company, nýja teikni- mynd. „Við notum ekki rófur — slæm sölumennska að veifa róf- unni," segir hann. „Við tökum aldrei óþarfa , í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.