Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐE), ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 37 Panama: Stg órnarandstæð ingar boða alls- herjarverkfall Noriega birgir sig upp af vopnum Washington, Panamaborg, Reuter. Baiidaríkjamenn scgjast ætla að halda áfram þrýstingi á Manu- el Noriega herf oringja í Panama og- knýja hann til að láta af vðld- um. Að sögn fyrrmn samstarfs- manns herforingjans hefur Nori- ega búist til að verja stöðu sína og saf nað að sér miklu magni af vopnum smiðuðum i Sovétrikj- unum. Talið er að Noriega hafi upp á síðkastið fengið 16 flug- farma af vopnum, sem samtals vega 250 tonn, frá Kúbu. I sjónvarpsviðtali á sunnudag sagði Augusto Villalaz majór, annar tveggja einkaflugmanna Noriegas sem leituðu hælis í Bandarfkjunum eftir misheppnaða valdaránstilraun í sfðustu viku, að Noriega myndi ekki láta baráttulaust af völdum. Villalez sagðist sjálfur hafa flogið með þrjá farma af vopnum frá Kúbu til Panama. Deilt um Delville Colin Powell, þjóðaröryggisráð- gjafi Ronalds Reagans Bandaríkja- forseta, spáir því á hinn bóginn að Noriega muni láta undan þrýstingi Bandaríkjamanna og stíga af valda- stóli. Powell sagðist halda að Nori- ega væri að safna vopnum til að stunda skæruhernað eftir að nýjir menn hefðu tekið við völdum enda sé vopnunum fyrir komið úti á landi. Felipe Gonzales, forsætisráð- herra Spánar, hefur boðist til að taka við Noriega ef hann lætur af völdum. Bandaríkjamenn eru reiðu- búnir til að fljúga Noriega í útlegð- ina á Spáni en George Shultz ut- anríkisraðherra sagði um helgina að það boð myndi ekki standa mik- ið lengur. Noriega hefur opinber- lega hafnað þvl tilboði Bandaríkja- manna að láta af völdum og í stað- inn verði þess ekki krafist að hann verði framseldur vegna ákæru um að styðja fíkniefnasmyglara með ráðum og dáðum. Að sögn þeirra sem nærri hafa komið samningavið- ræðum Bandaríkjanna og Noriegas greinir aðiljana á um hver eigi að taka við völdum af Noriega. Banda- ríkjamenn vilja að það verði Eric Delvalle .forsetinn sem Noriega hrakti frá völdum fyrir skemmstu, en Noreiga krefst þess að það verði Manuel Solis, eftirmaður Delvilles. Heimildamenn f Panama segja að Delville væri ekki heppilegur arf- taki Noriegas þar sem hann sé mikill hentistefnumaður sem lengst af hafi stutt Noriega og hann sé óvinsæll bæði innan hersins og þings landsins. Allsherjarverkfall boðað Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Panama boðuðu til allsherjarverk- falls f gær. Hreyfíng sem nefnir sig Samtök borgaranna sagði að alls- herjarverkfallið væri boðað til að mótmæla því að stjórnvöld hefðu lýst neyðarástandi f Panama f síðustu viku. Aurelio Barria einn af leiðtogum hreyfíngarinnar sagði að fjöldamótmæli væru ekki á döf- inni samhliða verkfallinu enda væru hermenn gráir fyrir járnum á hverju götuhorni í Panamaborg. Bankar f landinu hafa verið lok- aðir sfðan 4. mars er Bandarfkja- menn frystu innistæður Panama- stjórnar f bandarískum bönkum. Peningaskorturinn er farinn að segja til sfn meðal almennings. Samt var mikið að gera f verslunum um helgina því þeir sem enn áttu reiðufé notuðu það til að verða sér úti um nauðsynjavarning. Á fimmtudag fengu opinberir starfs- menn greiddan hluta launa sinna en ðvíst er hvernig Noriega fer að þvf að borga hermönnum sfnum íaun f þessari viku. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Noriega hygg- ist hefja útgáfu eigin gjaldmiðils í stað dollarans sem nú er f gildi. duraflame 6 LB FIRELOO-BURNS 3 HOURS IN COUORS MESTSELDI ARINKUBBURINN ÍBANDARÍKJUNUM Einkaumboð og söluaðiti: BRIMBORG, Ármúla 23, simar 685870 og 681733 ttli ÍNiÍitá CMtlÍtfPS ffWI HttCTtol «itt WKSk Bné it Mmlwm i TMJiMffi. IjÉjMÍt... JVIér finnst ómetanlegt að geta gengið að öllum upplýsingum vísum." Anægður viðskiptavinur. UPPLÝSINGAR ERU VERÐMÆTI EIMSKIP ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.