Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 26
M 26 MORGUNBLAÐEB, ÞRIBJUDAGUR 22. MARZ 1988 Stýrimannaskólinn í Reykjavík: Fjórir luku prófi skipherra VIÐ Stýrimannaskélann í Reykjavík luku nýlega 12 nem- endur 200 rúmlesta réttinda- námi og 4 nemendur luku skip- stjórnarprófi 4. stigs-próf i skip- herra á varðskipum Landhelgis- gæslunnar. 200 rúmlesta réttindanámið er haldið skv. ákvæðum til bráða- birgða f lögum nr. 112/1984, sem sett voru í tíð Matthíasar Bjarna- sonar samgönguráðherra, þar sem ákveðið var að skipstjórnarmönn- um, sem hefðu starfað í a.m.k. 24 mánuði á undanþágu hinn 1. jan- úar 1985 skyldi boðið upp á nám- skeið til öflunar „takmarkaðra skipstjórnarréttinda" eins og segir í lögunum. Námskeiðin gáfu annars vegar 80 rúmlesta skipstjórnarréttindi og hins vegar að þvf loknu 200 rúm- lesta réttindi í innanlandssigling- um eftir 10 vikna framhaldsnám- skeið. Krafist var ákveðinnar lág- markseinkunnar í sjómannafræð- um (siglingareglum, siglingafræði, stöðugleika) svo og í stærðfræði og íslensku til að geta setið fram- haldsnámskeiðíð. Alir nemendur luku vikunámskeiði í slysavprnum og eldvörnum í Slysavarnaskóla sjómanna, Sæbjörgu. Nemendur hófu nám 1. septem- ber sl. og stóð 80 rúmlesta nám- skeiðið í 14 vikur með prófum. Auk kennslu í almennum greinum og sjómannafræðum fengu nemendur stutt námskeið í fískmeðferð, með- ferð loftskeytatækja og í skyndi- hjálp; 16 nemendur luku 80 rúm- lesta réttindapróB stuttu fyrir jól og héldu 12 þeirra áfram námi á 10 vikna framhaldsnámskeiði fyrir 200 tonna réttindin. Þeir luku allir prófi nú f janúar mðe ágætum árangri; fimm nem- endur fengu ágætiseinkunn, þrír 1. einkunn og fjórir luku með 2. einkunn. Hæstu einkunnir hlutu Armann Árni Stefánsson, Akra- nesi og Magnús Sigmar Aðal- steinsson frá Hvammstanga, báðir með ágætiseinkunn 9,38. Aðra hæstu einkunn fengu Baldur Ara- son, Hvammstanga, Meyvant Ein- arsson, Grindavík og Omar Val- geir Karlsson, Hvammstanga, sem voru allir með 9,15, sem er ágætis- einkunn. Námskeið þetta er síðasta rétt- indanámskeiðið sem haldið er skv. fyrrgreindum lögum, en námskeið- unum skyldi lokið á skólaárinu 1986-1987. Með sérstakri heimild var leyft að ljúka 200 rúmlesta námskeiðum fyrir þá, sem höfðu á árinu 1986 lokið 80 rumlesta námi. Frá því námskeið þessi hófust haustið 1985 hafa 178 sjómenn lokið námi og öðlast skipstjórnar- réttindi. Námskeiðin hafa verið haldin vítt og breitt um landið undir faglegri umsjón Stýrimanna- skólans í Reykjavík í samvinnu við framhaldsskóla á viðkomandi stað. Námskeið voru haldin í Keflavík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Dalvík, Húsavík, ísafirði, Hólmavík, Sauðárkróki og Ól- afsvík. Auk þess voru haldin sér- stök námskeið við Stýrimannaskól- ann í Vestmannaeyjum og í umsjá hans. 143 sjómenn hafa lokið 200 rúmlesta réttindanámi en 35 hafa eingöngu lokið 80 rúmlesta námi, sem með fullnægjandi framhalds- einkunn er forsenda þess að kom- ast f framhaldsnámið. Skipstjórnarstig 4. stigs — varðskipadeild Vegna ónógrar þátttöku undan- farin ár hefur skipstjórnardeild 4. stigs, þaðan sem nemendur ljúka prófi skipherra á varðskipum ríkis- ins og réttindum til kennslu í stýri- mannaskólanum, ekki verið haldin síðan árið 1982, en auk þessara réttinda veitir deildin rétt til inn- göngu á 2. önn útgerðardeildar við Tækniskóla íslands samhliða stúd- entum. Nú í vetur sátu 5 nemendur í deildinni. Inntökuskilyrði er að hafa lokið 3. stigi með 1. einkunn í meðaleinkunn, þ.e. 7,5 eða hærra og náð 1. einkunn f siglingafræði, ensku og stærðfræði. Fjórir nem- endur luku nú prófi frá deildinni með eftirfarandi árangri: Einar Heiðar Valsson, Reykjavík, 8,21, 1. einkunn, Halldór Benóný Nellet, Reykjavík, 8,50,1. einkunn, Krist- ján Marinó Önundarson, Vest- mannaeyjum, 8,79, 1. einkunn, Ómar Orn Karlsson, Reykjavfk, 8,86, 1. einkunn. Einn nemandi mun væntanlega ljúka prófinu í vor við venjuleg vorpróf skólans. Hæstu samanlögðu einkunn í siglingafræði við öll prófstig skip- stjórnarnámsins hlaut Halldór Benóný Nellet, 39 stig en aðra hæstu samtölu hafði Omar Örn Karlsson, 37 stig. Þeir fengu báðir verðlaun frá verðlaunasjóði Guð- mundar B. Kristjánssonar skip- stjóra og siglingafræðikennara við Stýrimannaskólann í nær 40 ár. Halldór Benóný Nellet fékk áletrað armbandsur, gullslegið, en Ómar Örn áletraða skipsklukku. Frá skólanum voru veitt bókaverðlaun fyrir góða frammistöðu í námi og ástundun. Við þessa útskrift tveggja bekkja höfðu 14 nemendur af 16 einkunnina 10 f skólasókn, sem er 97—100% mæting. Þar af höfðu 5 nemendur 100% mætingu. Fyrir hæstu einkunn f íslensku á 200 rúmlesta réttindanámi fékk Magnús Sigmar Aðalsteinsson Njáls sögu árítaða. Refabændur aðvaraðir Dómsmálaráðuneytið hefur sent lögreglu og sýslumönnum um land allt tilmæli um að refa- bændur verði aðvaraðir vegna mðguleika á skemmdarverkum, en nokkuð hefur verið um þau f refabúum í nágrannalöndunum. Ekkert bendir þó til þess að skenundarvargar hafi f hyggju að heimsækja fsland. Hjalti Zóphónfasson, deildarstjóri f dómsmálaráðuneytinu, sagði að þessi tilmæli væru almenn eðlis og ekkert ovenjulegt við þau. „Það var útlendingaeftirlitið sem vakti at- hygli okkar á skemmdarverkum dýravemdunarsamtaka í refabúum í nágrannalöndunum og þá var tal- in ástæða til að benda lögreglu á þennan möguleika," sagði Hjalti. „Mér skilst að þessi skemdarverk erlendis hafi oftast nær verið unnin með þeim hætti að úða málningu yfir refina og eyðileggja með því feldina. Því þykir rétt að lögreglan geri refabændum grein fyrir þessu, en við erum alls ekki að lýsa yfir einhverju neyðarástandi, langt í frá. Dómsmálaraðuneytið sendir oft út slfkar upplýsingar." Nemendur og kennarar varðskipadeildar við Stýrimannaskólann í Reykjavík skólaárið 1987—1988. Fremsta rðð frá vinstri, nemendur varðskipadeildar: Sævar Berg Gíslason, Akranesi, Halldór Benóný Nellet, Reykjavík, Einar Heiðar Valsson, Reykjavfk, Ómar örn Karlsson, Reykjavik, og Kristján Marinó Önundarson, Vestmannaeyjum. önnur röð frá vinstri, kennarar: Kristján Jónsson, Jón Finnbjörnsson, Hrafnkell Guðjónsson, Guðjón Armann Eyjólfsson skólastjóri, Benedikt H. Alfonsson, Tryggvi Gunnars- son, Þorvaldur Ingibergsson og Sigurður Steinar Ketilsson. Þriðja röð frá vinstrí: Grínuir Ólafsson, Pálini Hlöðversson og Jón Þór Bjarnason. Nemendur og kennarar Stýrimannaskólans í Reykjavfk við 200 rúmlesta námskeið. Fremsta röð frá vinstrí: Pálmi Hlöðversson kennari, Vilmundur Víðir Sigurðsson kennarí, Helga Nikulásdóttír kennarí, Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjórí, Ásmundur Hallgrímsson kennarí og Þorvaldur Ingibergsson kennarí. önnur röð frá vinstrí: Gunnar Jakobsson, Akureyrí, Baldur Arason, Hvammstanga, Karl Vídalín Grétarsson, Sandgerði, Jón Þór Bjarnason kennarí, Ármann Árni Stefánsson, Akranesi, Mey- vant Einarsson, Grindavik, og Halldór Pétur Andrésson, HeUissandi. Þriðja rttð frá vinstri: Ómar Val- geir Karlsson, Hvammstanga, Eðvald Danfelsson, Hvammstanga, Magnús Sigmar Aðalsteinsson, Hvammstanga, Kristinn Bjarnason, Blönduósi, Haraldur Valgeir Schou Hinriksson, Keflavfk og Hrólfur Þórhallsson, Bakkafirði. MetsiMJaðábierjum degi! Ekki á morgun, ekki h i nn, ekki hinn, heldurhinn 26.mars...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.